Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 4
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1949 ítjcimskrinijla fStofnuO 188«/ Kemui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er 53.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viöskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uíanáskrift til ritstjórans: ' f'DITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1949 Vikuhátíð í Winnipeg LÖGVERND FÁTÆKRA Laga-félag Manitoba hefir komið því til leiðar, að fátækum verður veitt öll sín lögvernd, sem þeir þurfa með sjálfum sér að kostnaðarlausu. Um 150 lög- fræðingar í Winnipeg hafa boð- ist til að gefa starf sitt í þessu skyni. Er lögmannafélag Winni- peg hið fyrsta í Canada, sem fyr- ir þessu hefir gengist. Þetta er mjög hrósvert og þarft verk. Það er svo með marga, sem verða að verja mál sitt sjálfir, að þeim lætur það fæstum. Fyrir rétti geta fæstir sagt alt sem þeim býr í brjósti eins og lög- menn mundu gera. Það er varla orðið annara en lögfræðinga að verja mál fyrir rétti. Réttvísinni eru tæplega gerð full skil án þess. * COUNTESS OF DUFFERIN Fyrsti járnbrautarketill er kom til Winniperg. Stendur enn íyrir íraman C.P.R. stöðina. var extra blað gefið út 8. okt. 1877 með rfrétti nni af komu Countess of Dufferin. .. ,V Sjötíu og fimm ára afmæli Winnipeg-borgar, verðut háríðlegt haldið hér næstu viku. Stendur það yfir alla vikuna frá 5. júní til hins ellefta. Það helzta sem fram fer hvern dag, verður þetta: SUNNDAGINN 5. JÚNÍ verður 75 ára afmælisins minst í öllum kirkjum bæjarins. Einnig fer fram þennan dag hin árlega skrúðganga hermannafélagsins (Veterans), og þar með tilheyrandi ræðuhöld. MANUDAGINN 6. JÚNf, verður helgidagur að hálfu eða öllu leyti. Viðskiftahús loka að líkindum upp úr hádegi. Stjórnar skrifstofur verða allar lokaðar. Þennan dag setur borgarstjórnin hátíðina. Afmælis konungs verður þá minst, en að öðru leyti verður dagurinn tileinkaður bændastéttinni og sýningar hans því, er hana áhrærir. Þá sýnir sig Alexis Smith hinn frægi leikari, fæddur Canada-maður. Með leikjum og íþróttum verður skemt, götudöns- um og flugelda sýningum. Skrúðför fer hér mikil fram og verður hún helguð sögu og menningu borgarinnar. ÞRIÐJUDAGURINN 7. JÚNf, er tileinkaður Canada. Verður þann dag hér að sjá alt það sem Canada menn kenna í íþróttum og fimi, leikjum og listum. MIÐVIKUDAGURINN 8. JÚNf er helgaður Bandaríkjunum. Eitt af því er fram fer, verður skrúðganga bandarískra hornleikara- flokka. Barbara Ann Scott skautar. Winnipeg Symphony Or- chestr spilar, og þar kemur fram Gladys Swarthout, Metropolitan stjarna. Leiksýning, golf, sund, o. fl., fer fram. • FIMTUDAGURINN 9. JÚNf er helgaður Sameinuðu þjóðunum. Margskonar skemtanir verða allan daginn. Þar gefst að líta heim- ilislaust fólk frá Evrópu. Leikir ýmsra þjóðerna verða sýndir. Barbara Ann Scott sýnir enn list sína á svellinu. Gamaldags sam- kepni í fiðluspili fer og fram. FÖSTUDAGURINN 10. JÚNf er helgaður Bretaveldi. Verður skrúðför brezkra bifreiða þann dag. Hljómleikar frá öllum þjóðum tilheyrandi Bretaveldi fara fram. Auk þess margskonar aðrar skemtanir. LAUGARDAGURINN 11. JÚNf, er helgaður Winnipeg. — Æskulýðs skrúðganga og 50 mílna hjóla veðreið, er ef til vill það helzta, auk skautasýningar Barbara Ann Scott. Veizla aldraðra fer fram þennan dag. Þetta gefur aðeins hugmynd um það sem fram fer. Veizlur og ræðuhöld verða nálega á hverjum degi. Þeir s»m kost eiga á að njóta þess alls, verða margs vísari um sögu Winnipeg-borgar eftir en áður. Það er búist við mesta sæg gesta. Þeir sem einu sinni hafa átt heima í Winnipeg, munu þvar sem eru hátíð þessa keppast við að sækja. Hóps borgarstjóra bæði úr Canada og Bandaríkjunum, er vænst. Hefir mikið verið unnið að því, að útvega öllum dvalar- staði. Það kvað ganga hið bezta með skrúðvagninn, sem íslendingar eru að gera úr garði og sem í einni skrúðförinni verður. Mun þar mega líta Fjallkonuna og Heklu gömlu, ásamt sýningum úr þjóð- Mfi frumíherjanna íslenzku hér vestra. EKKERT SAMKOMULAG UM BERLÍN f fréttum í gærkvöldi frá Par- ís, stendur: “Það hefir nú hvor aðili felt annars tillögur um sam- einingu Þýzkalands. Er þá ekki öllum samkomulags tilraunum með því lokið? Fyrir vorum augum er ekki annað að sjá. Það næsta fyrir vesturþjóðirn- ar, verður nú það, að semja við Rússa um að fá haldið opnum vega og járnbrautarleiðum að vestan til BerMn. Rússum verður vissulega mikil ánægja að því að nota sér þetta og vita hvað vest- lægu þjóðirnar vilja ganga langt í að greiða þeim fyrir það. Samningar um vald Rússa til að loka vegum til Berlínar, eru að vísu engir. til, nema óbeinlínis, og sem leiðir af alt annari skift- ingu landsins, en fyrst var ráð fyrir gert. En af valdi vestlægu þjóðanna í Berlín, leiðir af sjálfu sér, að Berlín á ekki að vera þeim lokuð. Og sú hliðin á málinu er alveg jafngild lokun- inni. Ef Rússar vissu ekki, að vest- lægu þjóðunum mætti treysta til að fara ekki í stríð út af þessu, hefði þeim aldrei komið þetta vegahann til hugar. Samt talar Vishinsky svo um það núna, sem honum sé í hendur lagt, að hafa það fyrir að halda vegunum opnum fyrir vestlægu þjóðunum, sem hann vill. Það tekst í raun og veru vel til, ef þessu heldur mikið lengur friðsamlega áfram. 688 SÆKJA í kosningunum til sambands- þings, sem fara fram 27. júní, sækja 688 nú þegar. Tilnefningu er enn ekki lokið og verður ekki fyr en 13. júní. Það þykir ekki ólíklegt, að um það er lýkur, verði 1,000 þingmannsefni, sem glímuna heyja um 260 sæti, eða minst 3 um hvert sæti. Nú þegar sækja af hálfu lib- erala 242, en íhaldsmanna 210, C.C.F. 154, Social Credit 22, Union of Electors 26; aðrir smærri flokkar 17. MIKILL SIGUR LIBERALA f Nýfundnalandi, hinu tíunda fylki í Canada, unnu liberalar mikinn sigur í fylkiskosningun- um, sem fóru þar fram fyrir helg- ina. Þingsæti liberala eru 19, í- haldsmanna 6, annara flokka 2. Úr tveimur kjördæmum eru fréttir ókomnar; þingsæti eru alls 28. Á sigri liberala þarf engan að furða. Hann var fyrirfram vís. Að landið sameinaðist Canada, var aðallega fylgi eins manns í Nýfundnalandi að þakka, liberal- ans Joseph Smallwood, sem nú er forsætisráðherra. Af hálfu Canada var ríflegur fjárstyrkur í boði, að ógleymdu barnameð- laginu, sem sent var um kosning-| arnar. Það efldi vissulega fylgi; Smallwoods. Um stjórnmál Canada vitaj Nýjalandsmenn auðvitað ekkertj enn. Kosningarnar snerust því ekki um stjórnmálaflokkana. FRÁ AUSTUR CANADA Arnþór Marino Kristjánsson Ph.D. Við nýaflokin próf við McGill háskóla í Montreal, hefir Mr. Kristjánsson hlotnast doktors nafnbót í efnafræði, eftir tveggja ára nám. Útskrifaðist Marinó frá Saskatchewan háskóla voriS 1942, með beztu einkunn. Gekk hann í herinn snemma á árinu 1943. Eftir að hann lauk herþjónustu í sept. 1945, tók hann að sér kennarastörf við Saskatchewan háskóla. Haustið 1947 var hon- um veittur styrkur af The Na- tional Research Council, og fór hann austur til Montreal að^ stunda nám við McGill. Doktors ritgerðina nefnir hann “Ex- change Reactions of Radioactive Sodium Iodide With Aromatic Iodides”. Efalaust á hann glæsi- lega framtíð fyrir höndum, sem tileinkuð verður þróun og vel- megun Canada á sviði vísind- anna. Þorvaldur Fréttir frá San Francisco S. O. Thorlakson, prestur í San Francisco, var heiðraður nýlega segir í fregn frá Ellis Stoneson, með því, að páskaræða hans var valin af kollegum hans til birt- ingar í Berkley Gazette, sem bezta ræða vikunnar. Vestur þar er og verið að efna til íslendingadags 18. júní, og /erður arði af deginum varið til styrktar elMheimilnu í Blaine. Winnipeg 75 ára Frh. frá 1. bls. Manitoba um eða yfir 75 milljón mælar. í Winnipegborg eru um 30 lystigarðar, sem skreyttir eru trjám og blómum og gosbrunn- um. Ráð hús (Ciíy Hall) var hér fyrst bygt 1876 og sama árið var fyrsta leikhús bæjarins reist. — Ráðhús borgarinnar sem nú er, var bygt 1886, því hitt hrundi eða brann. • Af öðrum veglegum bygging- um bæjarins má nefna þinghús- ið, þó fylkiseign sé. Var það opnað 15. júlí 1920. Önnur veg- leg bygging er Winnipeg Aud- itorium, sem bygt var 1932. Var það opnað af Rt. Hon. R. B. Ben- nett, forsætisráðherra Canada, 15. október 1932, yfir útvarp frá Ottawa. Kostaði húsið fullgert $1,133,430, auk húsalóðarinnar, en hana lagði bærinn til. Að öðru leyti var kostnaður hússins greiddur út úr atvinnubótafé, er sambandsstjórnin, fylkið og bær- inn lögðu fram að jöfnu. Auk annara stórhýsa hér má nefna hinar miklu búðir Hud- son’s Bay félagsins og T). Eat- on félagsins, sem sagt er að ekki gefi eftir veglegustu húsum þeifrar tegundar í stærstu borg- um þessa lands og jafnvel annara landa. Bókasöfn, sjúkrahús, kirkjur og óteljandi aðrar stofnanir, sem hverri menningar borg eru samfara, finnast hér eins full- komnar og jafnvel í stærstu borgum þessa lands. Að telja alt slíkt upp er ekki hægt í stuttri blaðagrein. Öllum sem Winnipeg hafa heimsótt, kemur saman um það. að hún sé ein með fegurri og skemtilegustu borgum að kynn- ast. Hinar fögru raðir íverhúsa um borgina, þykja bera langt af því, sem í flestum öðrum bæjum gefst á að líta. Strætin bein og breið og með vel hirtum breið- um bölum fyrir framan þau eftir öllu strætinu, fer ekki fram hjá augum þeirra, sem í öðrum borg- um eru kunnugir. Á síðustu árum hefir verið komið upp hér tveggja miljón dollara gufuupphitunarstofnun af bænum. . Það er ef til vill djarft að hafa það eftir, en einn af skörpustu íslenzku fasteigna- og fjármála- höldum hér hélt fram við þann er þetta skrifar á 60 ára afmæli Winnipegborgar, að áður ert stjórnir tóku í stórum stíl til að koma upp húsum muni ekki vera fjarri, að af öllu sem bygt var af Jjölhýsum og fjölskylduhúsum til íbúðar í þessari borg, hafi fslendingar reist um 10%, þó aldrei væru hér fleiri en 3% af íbúunum. Þeirra getur því tals— vert, er verið er að tala um hinn bráða vöxt og viðgang þessarar borgar, höfuðborg Manitoba fylkis. Lega borgarinnar og að hún er eins og nokkurs konar fordyri hinna auðugu vestur fylkja, á auðvitað sinn þátt þessum hraða vexti hennar. En dugnaður, áræði og framsýni í- búanna, kemur að sjálfsögðu einnig til greina. Winnipeg hefði ekki á 75 árum eflst að fólksfjölda úr 215 í um 300,000, án starfsfórnar borgaranna. Ef talan um húsabyggingar, sem að ofan er minst á, er rétt, mega því íslendingar vel við sinn hlut una. 75 ára afmæli Winnipeg (5. — 11. júni 1949) Hátíðahöld borgarinnar hefj- ast í næstu viku. Á sunnudaginn verður þessara tímamóta í sögu borgarinnar minst við guðsþjón- ustur í kirkjunum. Að öðru leyti verður daguriðn helgaður minn- ingu hermanna. Haldið verður upp á afmæli hans hátignar, George konungs á mánudaginn; verður þá al- mennur frídagur; þann dag fara fram hinar sögulegu og menn- ingarlegu skrúðsýningar —hist- orical and cultural parade —. í þeirri skrúðlest verður skrúð- vagn “float” V. íslendinga.. — Hann er nú hér um bil fullgerð- ur. Fimm manna nefnd, sem skip- uð var úr aðal hátíðanefnd ís- lendinga, hefir nú valið það fólk, sem á skrúðvagninum verður. — Skrúðlestin fer af stað frá Red- wood Ave., kl. 3.00 e. h. á mánu- daginn, heldur suður Main street til Portage Ave., og vestur Por- tage til Sherbrook St., og það- an suður til Broadway og að þinghússvöllum. Þetta verður sennilega einn tilkomumesti lið- ur hátíðahaldsins og ætti fólk að gera sér far um að vera viðstatt. Um aðra sérstaka þátttöku ís- lendinga í hát;ðahaldinu vísast til greinar eftir frú Soffíu Wathne í þessu blaði. Munu ís- lendingar vafalaust fjölmenna á hina íslenzku sýningu og skemt- un í Hudson Bay byggingunni á miðvikudaginn. Fólk, sem búsett var í borginni fyrir 1886, mun njóta sérstakra virðinga og hlunninda á hátíð- inni og því munu verða gefnar gjafir til minningar um daginn. Eyðublöð fást á skrifstofum fs- lenzku blaðanna og ætti fólk, sem hefir skilyrði til að þiggja þessi vinarhót, að fylla þau inn sem fyrst og senda þau til Mr. C. F. Greene, City Hall. Winni- peg' Up plýsmgarnefndin Gömul kona (vandræðaleg): —Hafið þér ekki séð gráan hund með hvítt skott? Prófessorinn: Eg skal segja yður, frú mín góð, að eg hef nú séð Coloseum í Róm, Eiffel- turninn í París og frelsisgyðju- styttuna í New York. Það ge.tur meir en verið, að eg hafi líka ein- hvern tíma séð gráan hund með hvítt skott, en svei mér af ef eg man það! KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— Qtbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið Atburðirnir 30. marz (Grein þessi birtist nýlega í kirkjublaðinu og þykir rétt að endurprenta hana hér til þess að sýna hvernig óháðir og hleypi- dómalausir menn líta á þau mál.) f sambandi við samþykkt Al- þingis hinn 30. marz síðastl. um það, að ísland skyldi gerast stofnaðili að hinu svo nefnda Norður-Atlantshafs bandalagi gerðust þeir hryggilegu atburð- ir, er seint munu gleymast, og hljóta að verða hverjum hugsandi manni ærið umhugsunarefni. — Hópur manna gerði tilraun til þess að torvelda eða hindra lög- lega afgreiðslu málsins á lög- gjafarþinginu með ópum og hót- unum og með því að kasta ó- þverra og grjóti í þinghúsið, brjóta þar rúður með þeim af-# leiðingum, að jafnvel sumir þingmenn hlutu nokkur meiðsli. Úti fyrir þinghúsinu urðu einn- ig allmiklar ryskingar og meið- ingar og fékk ekki lögreglan við ráðið fyrr en hún að lokum sundraði mannf jöldanum með tára gasi. / Það er kunnara en frá þurfi að segja að harla fá mál eru af- greidd á Alþingi á þann veg að öllum líki, sízt hin stærri málin. En þingræði og lýðræði í siðuðu þjóðfélagi byggist á því, að meiri hluti þingmanna ráði úrslitum mála í þinginu en þoli síðan dóm þjóðarinnar við' næstu kosningar tyrir framkomu sína í hinum ýmsu málum, hvort heldur nei- kvæða eða já-kvæða. Sé þessum grundvelli raskað, er frelsi og lýðræði þjóðarinnar í voða. Skýlaus viðurkenning borgaranna á rétti Alþingis til þess, í umboði þjóðarinnar að ráða málum hennar til lykta með löglegri atkvæðagreiðslu er skil- yrði þess að hægt sé að stjórna Iandinu á lýðræðislegan og þing- legan hátt. Þeir atburðir, sem gerðust við Alþingishúsið hinn 30. marz s.l. sýna hins vegar þá staðreynd, að til eru menn í þessu þjóðfélagi, sem ekki viðurkenna þenna rétt, beita hótunum til þess að freista að hræða þingfulltrúana til þess að greiða atkvæði gegn sannfær- ingu sinni, óvirða löggjafarsanr^ komuna með því að kasta að henni aur og grjóti og stofna með óspektum lífi og limum þingmanna og annarra samborg- cra sinna í hættu. Framtíðin ein getur úr því skorið til fullnustu hvort sú á- kvörðun, sem yfirgnæfandi meiri hluti á Alþingi tók þenna dag, í örlagaríku stórmáli, var rétt eða eigi. En um hitt ber sam- tíðinni að dæma, hvort hún tel- ur það þjóðinni heppilegra að cfbeldi og hótanir fárra manna skeri úr vandasömum þjóðmál- um, eða hitt, að þau séu afgreidd á þinglegan hátt af kjörnum full- trúum þjóðarinnar við löglega atkvæðagreiðslu á Alþingi. Sé hugsað með stillingu um málið, getur sá dómur naumast orðið nema á einn veg. S. V. —Vísir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.