Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLfl
WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1949
Það var á dimmu og skuggalegu janúarmán-
aðar kvöldi; himinin var grár og snjóskýin
héngu skuggalega yfir, svo hvorki sást til tungls
né stjarna. Nýfallinn snjór, sem var að verða að
einum krapa elg, lá yfir öllu umhverfinu, og
gerði hið fagra landslag í kringum Westmor-
land eins ömurlegt yfir að líta, eins og Dante
lýsir sínu “Infernó”, þar sem hann lætur óskírð-
ar sálir heiðingjanna ráfa um í endalausu von-
leysi.
í ljúpum og þröngum dal milli hárra hlíða
var vagni, með tveimur hestum fyrir, ekið eftir
veginum. Það var logn og dauða-kyrð allt í
kring, svo ekkert híyrðist nema skröltið í vagn-
hjólunum og fótaspark hestanna. Þessi dalur
var svo þröngur, að hann var fremur sem jarð-
fall eða gljúfur. Framundan vagnþakinu sáust
tvö mannsandlit. Er vagnin kom inn í dal-
iþrengslin, voru báðir mennirnir þögulir, þar til
ljósgeisla brá fyrir á hinum skuggalega vegi
framundan þeim. Við að sjá þennan geisla tók
annar maðurinn snöggt viðbragð, en hinn hló
ofur rólegum hlátri, og sagði:
“Það er ekkert að óttast; það eru engar for-
ynjur hér á sveimi,” sagði ökumaðurinn hug-
hreystandi, og hottaði á hestana að hraða sér of-
urlítið. Svo þögðu þeir um stund, þar til öku-
maðurinn segir
“Eg hef átt heima hérna í Merside í sextíu
og fimm ár, og farið hérna um á hverjum fimtu-
degi í nærri því fimtíu ár, nema þegar ófært var
ifyrir þyngslum, og það hefir aldrei neitt óeðli-
legt borið fyrir mig, þó eg hafi oft verið hér
einn á ferð. En eg get vel skilið að herramanni
frá London muni finnast það dálítið eyðilegt
hérna.”
“Eyðilegt! Já, Það er sannarlega eyðilegt
og einmanalegt hér, því getur enginn neitað!”
svaraði Lundúna-maðurinn í djúpum en mild-
um róm, sem virtist hafa einhverja dýpri mein-
ingu hvort heldur svo var eða ekki. Svo sagði
hann:
“Eg þarf ekki að saka London um tauga-
veiklun mína. Eg skil ekki í því, að eg er svo
taugaóstyrkur í kvöld. Það er mér alveg óskilj-
anlegt. Eg er ekki frá London. Eg er Yorkshire
maður.” ,
“Ó, ekki frá London!” sagði gamli keyrslu-
maðurinn og leit ósjálfrátt á ferðatösku ókunn-
uga mannsins, sem lá fyrir framan hann í vagn-
inum.
Yorkshire maðurinn brosti og sagði:
“Eg kem frá London núna. Það er satt sem
merkjaseðlarnir á farangri mínum tilvísa, en
það gerir mig ekki að Lundunarmanni, frekar
en að Skota. — Þó eg sé nú á leið til Skotlands.”
“Að Skota! Ó-nei, iþað þarf ekki að vera,”
greip gamli maðurinn fram í með ákefð. “Eg
held ekki mikið upp á Skotana, og ekki fremur
fyrir það að við höfum fengið einn þeirra hér í
nágrennið, þennan lávarð Kildonan. En má eg
benda þér á það herra minn, að ef þú ert á leið
til Skotlands, þá ert þú býsna langt út af leið,
að fara til Branksome, það er eins og að fara
suður aftur, það —”
Maðurinn svaraði þessu ekki, svo keyrslu-
maðurinn, eftir litla þögn, byrjaði aftur, þó hálf
nauðugur, að gera afsökun fyrir það sem hann
sagði.
“Auðvitað kemur mér það ekki við, herra
minn, og eg bið fyrirgefningar að eg talaði svo
ógætilega, en-----”
Ókunnugi maðurinn greip framí fyrir hon-
um og sagði hægt og fjörlaust:
“Það var bara fyrir sérstakt tilfelli að eg
þarf að fara til Branksome. Mér varð á heimsku
fegt glappaskot á Haverholme járnbrautarstöð-
inni, þegar eg fór út úr lestinni, tók eg með mér
til allrar hamingju, ferðatöskurnar mínar. Eg
gekk í kring á járnbrautarstöðinni dálitla
stund til að hlýja mér á fótunum, og í einhverju
hugsunarleysi, sem eg get ekki gert grein fyrir,
fór eg inn í ranga lest og varð þess fyrst var er
lestin var lögð á stað að eg var á leið til Cornis-
mere, þangað sem brautin endar, eins og þú
veist. Þar er engin lest fór til Haverholme fyr
en næsta dag, afréð eg að fara til gamals vinar
míns Dr. Peele ií Branksome og vera þar í nótt.”
“Dr. Teele! Já, eg þekki hann.”
“Og svo varst þú svo vingjarnlegur að bjóða
mér að koma mér til Meleside. Þú segir að
Branksome sé um fjórar mílur þaðan.”
“Já, um fjórar mílur, eða því sem næst. En
ef þú ert ókunnugur hér um slóðir, vil eg ráða
þér til að vera hér í Mereside þangað til á morg-
un. Brautin er að verða alveg ófær af snjó og
krapa. Það er hótel hér í Mereside og þaðan fer
póstvagnin til Branksome, og auk þess er gamli
læknirinn veikur, svo þú getur ekki verið hjá
honum.”
“Er læknirin veikur — hvað?”
“Já, og konan hans er ekki ;í sérlega góðu
skapi heldur, hún er ekki neitt mjúk á manninn,
þessi Mrs. Teele, þrátt fyrir það er hún sögð
góð kona, og það er mín sannfæring að hún hafi
bjargað mörgum sjúklingum mannsins síns,
með því, að fleygja mörgum pillum og dropum í
eldin sem hann skaffaði sjúklingum sínum og
‘í þess stað sent vikadrenginn sinn til sjúkling-
anna með styrkjandi mat og flösku af portvíni.”
Yorkshire maðurinn hló.
“Já, það er satt, að það eru tilfelli, þegar
meira af hollum og góðum mat en minna af með-
ulum er engu síður heilsubætandi; en þú mátt
ekki láta mig heyra að þú gerir svona Htið úr
læknislistini, því eg er læknir.”
“Hamngjan komi til! Eg hélt að eg væri í
betri félagsskap. Eg meina það ekki sem móðg-
un, en læknar eiga ekki mikla samhyggð í hug-
um vorum hér úti, nú sem stendur. Það hefir
verið mikið tal hér um ungan lækni, sem Dr.
Teele tók sér til aðstóðar, og sem komst í ein-
hver vandræði við suma sjúklinga sína og varð
áð fara héðan sem bráðast.
“Vandræði! Hverslags vandræði?”
“Tveir sjúklingar sem hann hafði undir
hendi, báðir fátækir menn, annar var daglauna
verkamaður, en hinn hafði ofurlitla búð, þar
sem hann^eldi pappír og ritföng — það gekk
eitthvað að þeim, og annar dó.”
“Nú?”
“Annar hafði gigt, en hinn brotið rif. Það
er ekki samslags sjúkdómar, herra minn, er það”
“Nei, það er mjög ólíkt.”
“Það var einmitt þessvegna að fólkinu
þótti það úndarlegt, að hinum sömu lækninga-
tilraunum var beitt við báða menninna; það
vakti svo mikin grun, að fólk fór að tala um
það.”
“Og hvað svo?”
“Nú, jæjá, þú sérð að þessi ungi herra
brúkaði sömu meðul við alla sína sjúklinga, —
hvort þau áttu við eða ekki.”
“Hvaða meðul voru það?”
“Eg held fólk hafi kallað það laxerolíu.”
“Eg býst við að fólk hafi séð eitthvað ann-
að og meira en það?”
“Já, margt fleira. Það sá-----en nú er eg
farin að tala eins og gömul slúðurkerling —
“Nei, nei, þetta er einmitt vel tilvalið um-
ræðuefni á kaldri vetrar nóttu. Vertu óhræddur
eg þekki engan í þessu umhverfi nema dr. Teele
eg hef aldrei komið hér áður, og það er alls ekki
líklegt að eg komi hingað aftur. Svo það getur
ekki verið skaðl að þú segir mér alt um það, og
sérstaklega þegar eg veit ekki nöfnin á hlutað-
eigandi persónum.”
“Það er auðvitað satt, og eg skal ekki nefna
nein nöfn. Orðrómurinn var sá að þessi ungi
Tops hefði verið ástfangin í ungri og fríðri ný-
giftri konu, og að hann hefði mist bæði ráð og
rænu hennar vegna. Eg held ekki að það geti
verið satt, en hvar sem frtíð kona er, þar er ávalt
góður jarðvegur fyrir sögur, og eg þori að segja
að þér er það vel kunnugt.”
“Hvað — er þessi fríða kona ennþá kvenna-
blóm í þessu umhverf?”
“Já, hún býr hér einlhverstaðar, ef það er
sú, sem þú meinar. Fólk segir að hún sé Lund-
una blómrós, og það getur vel verið, því það er
engin hvort heldur aðalborin eða sveitafólk, sem
ekki óskar að sjá hana affur, sem einu sinni hef-
ir séð hana. Það er þess virði að ganga margar
mílur til að sjá hna, lafði Kildonan er —
“Lafði Kildonan! Ó, hún er kona stæðsta
landeigandans hér, er ekki svo?”
Það var auðséð að gamli maðurinn sá eftir
að hafa nefnt nafn konunar, en það slapp alveg
óvart út úr munni hans. Hann svaraði því ofurlít-
ið önugur og varfærnislega:
“Já,”.
“Þau njóta víst vinsælda hér meðal fólks-
ins, lávarður og lafði Kildonan?” sagði læknirin.
“Hún gerir hann vinsælan, sú blessuð mann-
eskja. Hann situr grafin niður í bækur sínar alla
daga; en hún fer um alt nágrennið eins og sólar-
geisli; stundum ekur hún í vagni, en stundum í
sleða, eftir því sem við á, og skilur eftir hjá fá-
tæklingunum pund af kaffi, pund af te, eða krús
af ávaxta mauki, eða eitthvað annað sem hún
heldur að fátæklingana vanhægi mest um. Hún
talar altaf huggunar og uppörvunar orð til hús-
mærðanna, brosir til mannanna og kyssir börnin.
Hún er sjaldgæf manneskja.”
“Er hún ung?”
“Látum mig sjá; hún fæddist árið sem Jan-
et dóttir mín giftist; það eru tuttugu og fjögur
ár síðan.”
“Og hvað er lávarður Kildonan gamall?”
“Ó, hann er víst þrjátíu árum eldri, ef ekki
meir.”
“Og allur hugur hans og hjarta er bundin
við bækurnar, og hann liifir bara í þeim?”
“Það er sem fólkið segir. Eg held að mað-
ur, sem ver öllum sínum tíma, eins og hann ger-
ir að grúska í bókum, verði að bók; hann er þur
eins og skrælhart pergament, og hann talar ekki
orð, nema hann sé neyddur til þess, þó vita all-
ir að hann er stútfullur af lærdómi. Hann er
gæfur landsdrottin, og fátæklingarnir hafa ekki
meira yfir að kvarta, en þegar faðir konunar
hans, Mr. Dighton, hafði aðalið.”
“Ó, það var hún sem erfði óðalið?”
“Já, lávarðurinn hafði lítið annað en tign-
arnafnið og bækurnar sínar.”
“Hún hefði getað fundið sér meir samsvar-
andi mann, en gamlan og stoltan bókaorm!”
“Nú, jæja, hún var dálítið á ferðinni sem
ung stúlka, og það var sagt að Mr. Dighton hafi
verið glaður að koma henni af höndum sér og
gifta hana heiðarlegum manni. Hún gerir sér
ekkert ergelsi út af honum og bókum hans; hún
er of fjörmikil til þess.” sagði gamli maðurinn,
eins og undrandi.
Læknirinn varð meir en lítið hissa, að gamli
maðurinn, samkvæmt því sem vanalegt var, að
eldra alþýðu fólk dæmdi hart og hlífðarlaust
siðferðisbresti, sérstaklega þeirra er tilheyrðu
hinum hærri stéttum, var svo mildur og hlut—
teknngarsamur í dómi sínum um þá konu, sem
samkvæmt hans eigjn frásögn, virtist að gefa
ástæðu til umtals um sig. Hann var rétt komin
að því að spurja gamla manninn að því, hvernig
stæði á að hann hefði svo mikla hluttekningu
með henni, þegar hljóð, sem virtist koma baka til
við þá hljómaði fyrir eyrum hans, svo hann
hrökk við, eins og er hann sá ljósgeislan á veg-
num fyrir framan þá.
“Þú hefir ekki sterkar taugar til að vera
læknir, herra minn, þú hrökkst saman þegar þú
sást ljósið frá kofanum hans John Barlows áð-
an, og nú verður þér aftur bilt við að heyra
hljómin frá — já frá vagn-hjóllum lafði Kildno-
an”, sagði hann eftir að hafa hlustað litla stund.
“Þú vilt líklega ekki trúa því, að líkt hefir aldrei
aldrei komið fyrir mig áður. Það er í fyrsta
sinni á æfinni sem eg hef orðið var slíks tauga-
óstyrks, fyrst kom það fyrir sem ekki hefir
áður hent mig að taka ranga lest; svo að ferðast
í þessum sliddubyl, eins og eg sé að fara út á
villidýraveiðar, til að heimsækja mann, sem er
ekki einusinni gamall vinur minn, í staðin fyrir
að vera í Conismere yfir nóttina, og bíða þess
aðkomast á rétta leið aftur í fyrramálið.”
Hann talaði um þetta með sársauka og
sjálfsáskorun, að þetta skyldi hafa komið fyrir
sig, sem gaf ökumanninnum meiri kjark til að
koma fram með fleiri spurningar og athuga-
semdir.
“Já, það var undarlegt tilfelli, ef það yrði
svo til, að flýta ferð þinni.”
“Það var meir en undarlegt. Það var hrein
og bein vitleysa; eg reyni nú að átta mig á
þessu og komast til réttra sansa aftur, með því
að vera í nótt í Mereside, og fara svo snemma í
fyrramálið til Conismere til að ná í réttu lest-
ina og halda ferð minni áfram.”
Hann talaði með óþolinmæði, sem virtist
vera honum óeðllegt, en ökumaðurinn veitti því
eftirtekt, að hann var að spyrja með fótunum í
vagngólfið. Hljómur vagnklukknanna varð
skærari og skærari, og þeir heyrðu nú hófatak
hestana, svo heyrðu þeir mildan og hljómfagran
konuhlátur rétt hjá sér, sem vakti forvitni hins
unga læknis til að sjá þá konu sem hafði svo
fagra og hrífandi rödd. f sömu svipan þaut
vagnin fram hjá þeim, með sín skæru ljós og
hringjandi bjöllur, en alt það sem læknirin gat
séð í dimmunni var að tvær persónur sátu hlið
við hlið í vagnsætinu. En þegar vagnin fór fram
hjá þeim með sterkum gust, flaug eitthvað létt
og mjúkt eins og pappírsblað frá vagninum og
lenti á hnjám læknisins. Þetta var kvenn vasa-
klútur, angandi af sætu ylmsvatni; þetta talaði
í gegnum ímyndunar aflið til skilningarvitanna
og brá fyrir mynd af hinum nettu hvítu fngrum
sem höfðu haldið á þessum skrautlega og ylm-
andi vasaklút. J
Gamli ökumaðurinn var ekki að gera sér j
neinar skáldlegar ímyndunar grillur um þetta,
því undir eins og hann sá klútin, fór hann að
kalla eins hátt og hann gat.
“Hæ! Hæ, stansið þið! Þið hafið mist eitt-
hvað! Hæ! Hæ! stansið þið!”
Vagn lafði Kildonan nálægðist brátt útskot
frá veginum, þar sem voru nolricrir húsakofar,
og einn þeirra var Htilfjöllegt greiðasöluhús,
og dauf ljósbirta frá hinum litlu gluggum kast-
aði rauðleitum blæ á snjóin fyrir utan.
Þau sem sátu í vagninum litu við er þau
heyrðu köll gamla mannsins, og er hann hélt á-
fram að kalla, hægðu þau á, ferðinni. Vagnin
stansaði er þau komu í ljósgeislan frá glugga
veitingarhússins, og óþolinmóðleg karlmanns
rödd kallaði, og sagði:
“Hvað gengur að ykkur?”
Læknirinn, sem hélt á vasaklútnum í hendi
sér, var þegar komin út úr kerrunni, og hljóp
eins hart og hann gat þangað sem vagn lafði
Kildonan var. Honum hvarf nú sem snöggvast
úr minni sínar einkennilegu kringumstæður og
gleymska, sem hafði verið því valdandi að hann
var nú þarna staddur, og nú kom honum í hug,
sú hjátrú, að þessi litli atburður með vasaklútinn
mundi hafa einhverja sérstaka þýðingu fyrir
sig, og framtíð sína, og á sama tíma greip hann
ómótstæðileg löngun til að vita hvaða maður
það var, sem var ií vagninum með lafðinni. Mál-
rómur hans var skýr og greinilegur, og prúð-
mannlegur, svo það gat varla verið keyrslumað-
urinn hennar. Bæknirinn varð mjög hissa, er
hann kom að vagninum, sem hafði stanzað
vinstra megin á veginum, að sjá að það var kon-
an sem hélt taumunum í hendi sér og sat á sess-
um hægramegin í sætinu. En eftir tali gamla
mannsins að dæma, varð læknirin fyrir stórum
vonbrigðum, því hann hélt að hér væri um eitt-
hvert hneyksli að ræða, en maðurinn sem sat í
sætinu hjá henni var í þjónsbúningi, svo það
'hlaut bara að vera hestagætslu maðurinn henn-
ar.
“Nú, hvað er það sem þú vilt mér?” spurði
konan alvarlega, er læknirin kom að vagninum.
“Slæmar kringumstæður, býst eg við, þú hefir
líklega verið vinnulaus í margar vikur; en
heima er fjölskyldan og lýður neyð, og þú von-
ast til að eg víki þér einhverju. Það er ekki nema
sjálfsagt, en þú mátt ekki-^tansa fólk á þjóðveg-
inum, veistu það ekki; það lítur út sem ráns til-
raun, þó þú meinir ekkert slikt.”
Svo hló hún svo alúðlega og vingjarnlega,
því það var alveg andstætt hennar glaða góðlát-
lega eðlisafri, að sýna óþolinmæði og önug-
lyndi, eins og það sem hún sagði fyrst virtist
benda til. Hún tók fram peninga budduna sína,
og stakk hendinni ofan )í hana til að ná í pen-
inga. Einmitt á því augnabliki var læknirinn bú-
in að ná sér svo mikið eftir þau vonbrigði sem
hann hafði orðið fyrir, að hann gat talað, en er
hann lyfti hattinum, og hélt upp vasaklútnum,
fóru hestarnir á stað og er hún tók í taumana
sneri hún hestunum upp að vertshús-gluggan-
um, svo ljósbirtan skein í andlit hermar og ó-
kunnuga mannsins, sem nú stóð við vagnin
hennar.
Læknirinn varð alveg frá sér numin af
undrun, er hann sá andlit þessarar engil-fríðu
konu, svo hann hélt að sig væri að dreyma, og að
hann stæði ekki frammi fyrir fríðri konu með
holdi og blóði; heldur einhverri í holdfærri
mynd, gerðri af hinum ítölsku snillingum. Hún
horfði einarðlega og þó milt á hann. Fegurð
lafði Kildonan var svo fullkomin og samræmd
að það var engin dráttur í andliti hennar sem
var of né von, og allt andlitslag hennar hafði
meðskapaðan sigrandi mátt, sem hertekur við
fyrstu sýn. Hún horfði góðlátlega í andlit ó-
kunna mannsins eins og hún vildi afmá hundrað
móðganir.
“Eg bið fyrirgefningar. Mér þykir mjög
fyrir að eg fór vilt,” sagði hún í lágum og geð-
þekkum málrómi, sem hafði hrífandi áhrif.
“Alls ekki, frú,” svaraði ókunnugi maður-
inn, sem nú fékk málið aftur. “Þú hafðir fullan
rétt til að segja það sem þú sagðir. Það eru
mjög erviðir tímar, og eg er að leita mér að nátt
stað, en það var síst ætlun mín að gera þér aðför
á þjóðveginum til þess að fá peninga til að borga
með fyrir gistinguna. Þú mistir vasaklútinn
þinn og eg tók hann upp; það er alt og sumt.”
“Nei, það er ekki alt. Eg skammast mín,”
sagði konan, sem virtist að hafa gaman af þessu,
eins og ung stúlka. “Eg sé að þú ert ókunnug-
ur hér, því eg þekki hverja manneskju í þessu
nágrenni. Má eg bjóða þér að vera í nótt í mínu
húsi. Maðurinn minn, Kildonan lávarður, verður
glaður að taka á móti þér. Vesalingurinn, hann
er vanur að bæta fyrir glappaskot konunnar
sinnar.” sagði hún og hló skærum hlátri, sem
virtist að vera samsvarandi hennar glaða lundar-
lagi.
Læknirinn veitti því eftirtekt, þó hann af-
þakkaði tilboðið um gistinguna, að þjónninn var
mjög órólegur yfir því hve húsmóðir hans
talaði alþýðlega við þennan ókunnuga menn og
bjóða honum heim til sín; því hann tók í taum-
ana, sem höfðu fallið úr hendi hennar, eins og
til að minna hana á, að þau mættu ekki slóra.
“Þú verður þó að heimsækja okkur; eg
krefst þess,” sagði hún. “Eg talaði móðgandi
orð við þig, og eg get ekki gleymt því, nema að
eg geti á einhvern hátt bætt fyrir það. Ef þú
kemur til Conismere, þá máttu vera viss um að
við skulum taka vel á móti þér.”
Þjónninn kipti eins og til aðvörunar í taum-
ana, en lafði Kildonan gaf honum skipandi
merki um, að vera rólegum, hún vildi bíða við og
heyra hverju ókunnugi maðurinn mundi svara.
“Þú ert sérlega göfuglynd, en þú þarft
einskis að biðja afsökunar á. Eg er á ferðalagi,
og verð að hraða mér alt sem eg get. Sökum
atvinnu minnar er það mjög áríðandi fyrir mig,
að komast til Glasgow á morgun.”
“Ertu lögmaður eða læknir?” spurði lafðin,
með lifandi áhuga.
“Eg er læknir, eða að minsta kosti ætla eg
að vera það, ef nokkrir sjúklingar leita til m.n.”
“Jæja, eg vona-----”
“Áður en hún gat sagt meira þutu hestarnir
á stað, og læknirinn stóð þar í miðri götunni.
Hann gat ekki áttað sig á því, að hún gat ekki
lokið við það sem hún ætlaði að segja.