Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.06.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. JÚNf 1949 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA án þess að vita rétta meiningu í þeim. Eg snéri mér að Sigtryggs son og sagði því blótar maður í þessu ástandi? Sigtryggsson sagði “hann er ekki að blóta, hann er að biðja til Guðs um hjálp. Brúka þeir sömu orðin til að biðjast fyrir sem þeir blóta með? Já, sagði Sigtryggsson, þá vil eg ekki læra það. sagði eg. Þá glotti Sigtryggsson og sagði: “Þú lærir að nota þau rétt Bangsi minn, þú ert svo vel hugsandi, og sterk-trúaður, eg heyri þig lesa bænirnar þínar á kvöldin áður en þú ferð að sofa. Gamli maðurinn var fluttur til Winnipeg og dó þar á spítalan- uní var mér sagt. Við komum til Wpg fyrir jól- in, og þá var eg búinn að vinna fyrir fargjaldinu og borga það. Nú sá eg það fyrsta jóla-tré sem eg hafði nokkurn tíma séð. Það var sett upp í félagshúsinu. Eitt var einkennilegast við það tilfelli, og það var að eg þekti húsið þegar að eg sá það, að kvöldinu til, eftir lýsingu sem eg fékk af því gefna heima á Borðeyri, þremur árum áður, af manni sem hét Sigurður og var staddur á Borðeyri, að smíða hús fyrir Teodór Ólafsson, sem vann hjá kaupmanni. Hér kemur sönn saga um f jær- sýn. Svo stóð á, árið 1882 rak yfir 30 hvali á Miðfirði í Húnavatns- sýslu. Mig minnir þeir væru 36 alls, 33 á Ánastöðum á Vatnsnesi og 3 á næsta bæ. Daniel bóndi á Thoroddstöðum og faðir minn keyptu hval í félagi (200 kr.). Og faðir minn tók að sér að skera hann, og selja. Einn af þeim mörgu sem verzluðu við föður minn var þessi maður Sigurður smiður. Hann mætir föður miín- um þarna eftir 3 ár og býður hon- um heim til sín, þar sem ttann hélt til hjá Teodór. Hann sagði föður mínum að hann gæti sofið hjá sér. Þegar þeir komu þang- að og allt var komið til róleg- heita, þá segir Sigurður: “Sigur- geir minn, það vildi eg að þú vildir útvega mér góðann reið- hest, þú hefir átt svo góða reið- hesta, að eg hef enga séð betri, báða hvíta, annan skeyð'hest en Ihinn þann seinni, sem þú áttir, klárhest, voða fljótann.” “Þetta er einkennilegt sagði faðir minn þú hefir aldrei komið á þá staði landsins þar sem þessir hestar hafa verið, og aldrei séð þá, svo eg viti til. “Það er ekki von að' þú skiljir það Sigurgeir minn” “Eg hef nú samt oft séð til þeirra, og hef öfundað þig af þeim. Og eg sá núna hest, sem eg held að verði góður. Hann er brúnn, um 4 ára, þar eru fleiri, stóð meri grá, 3, 2, 1, vetra, sýn- ast öll vera hennar eigin, þar er líka jörp meri með hnakkfari, hefir verið alin í vor sem leið, auðséð hvernig faxið hefir verið klipt og svo hefir hún verið klipt í nárum.” (Sem þá var siður). Þá segir faðir minn: “Þetta er mitt stóð sem þú ert að lýsa, nema þessi jarpa meri, hana á eg ekki. Fyrst þú sérð svona vel x myrkri, þá getur þú lýst mínu heimili.''’ Sigurður þegir um stund til hann segir: ‘Eg sé það, þú hefir tekið stafgólfið næst dyrunum og lyft burt gólfinu, og sett þar inn vefstað. Hann er miklu hærri en hér gerist á vest- urlandi. Önnur bóman er hátt uppi. Til hægri handar eru 2 staðgólf, en til vinstri bara eitt, og lokrekkju rúm öðru megin, og þar er miðaldra kona að hátta. Og þar er kassaklukka upp yfir borði þar á stafninum, og hún er 12”, þetta mun vera konan mín,' sagði faðir minn, sem var kominn1 í dálítil vandræði, átti enn bágt! með að trúa þessum missýning-j um, enda var hann kendur og þá aálítið ertinn. Heyrðu mig Sig- urður, sagði hann, fyrst þú hefir svona hæfileika, þá getur þú fundið son minn, sem er ekki á íslandi. Hinn bíður dálitla stund, þar til að hann segir eða spyr: “Er hann í Danmörku. Eg segi þér ekkert hvar hann er, svo lágu þeir þarna báðir þegjandi, þar til kl. 2. Þá segir Sigurður: “Eg held að eg sé búinn að finna hann. Hann hefir yfirskegg og höku topp o£ er í hópi margra íslendinga í borg sem heitir Winnipeg — og stafaði nafnið. Lýsti hann þessu húsi í Winni- peg með glugga að framan eins og hjól með bláum og rauðum rúðum.” Framh. JÓNI ÓLAFSSYNI frá Ekkjufellsseli í Fellum, Norður-Múlasýslu, er kom vest- ur um haf 1876, þá á fimta ári, segist svo frá: Frá Seyðisfirði fór eg ásamt foreldrum mínum, Ólafi Árna- syni og Margréti Halldórsdótt- ur, og þremur systkinum, er tvö dóu á leiðinni vestur og ömmu minni, Guðrúnu Reinards- dóttur er dó skömu eftir að vest- ur kom. um miðjan júní. Komum til Wpg., snemma eða fyrir miðjan ágúst. Dvöldum þar á innflytjendahúsinu í 7 daga, en fórum að því búnu norður til Nýja-íslands. Komum þangað 22. ágsút. Þaðan eru mér hlut- irnir minnisstæðari en í Win- nipeg, enda gekk á ýmsu fyrsta árið. Við bjuggum í tjöldum fyrsta árið frá því við komum og fram í marzmánuð 1877. Ári síðar geis- aði bólan víða, er barst í bygðina með Indíanum norðan af vatni. f henni lá eg nokkrar vikur og mjög þungt haldinn, stundum nær rænulaus. Einu sinni kom læknir til mín; hafði hann túlk, sem mun hafa verið Páll Þorláks- son. Hann skoðaði mig, lét öskj- ur með áburði á borðið og sagði Páli að segja móður minni að bera það á kaunin, annað gæti hann ekki gert, því drengurinn yrði dauður áður en nóttin væri liðin. (Þetta var fyrir 70 árum. Jón stendur en uppi og kennir hvorki kvala né meina, gengur að sínu verki daglega, sem um- boðsmaður Windatt Coal-félags- ins. Áður var hann við verzlun á -eigin reikning í Glenboro milli 20 til 30 ár. Hkr.). Bróðir minn, segir Jón, Hall- dór, sem var tveim árum eldri en eg og foreldrar mínir, fengu aldrei bóluna. Tel eg veiki mína hafa stafað af því að bólan kom ekki út á mér, er við vorum bólu- sett á leiðinni, eins og á öllum hinum. Um haustið 1877 fór móðir okkar til Winnipeg í atvinnu- leit. Hvort foreldranna sem var, gerði það og voru þá oft ekki nema börnin heima. Hún g$kk alla leiðina og var, held eg, fyrsta konan, sem það gerði. En í hópn- um sem um leið fór til Winni- peg í vinnuleit munu hafa verið 27 alls. í Winnipeg fékk hún vinnu, sem vinnukona og 6 dali í kaup á mánuði. Kom hún til baka eftir sex mánuði, með mikið af munum, sem heimilið þurfti með og þóttumst við þá rík. Eftir sex ára dvöl í Nýja íslandi fluttum við til Winnipeg. Þegar þangað kom reistum við lítin kofa á baklóð, sem Hildur móðursystir mín bjó á með manrii sínum Helga Þorsteinssyni. Þar bjuggum við tvö ár. Var faðir minn þá starfsmaður hjá CPR en móðir miín gekk út í þvott, Halldór bróðir min burstaði skó og söfnuðust peningar. Eg sat heima og leit eftir barni á fyrsta eða öðru ári. Móðir mín kom heim úr vinnu klukkan fjögur og fór eg þá út að bursta skó, og nældi stundum í 1 dal yfir kvöld- ið. Þetta var fyrsta verzlunin, sem við bræður rákum. En mun- urinn varð þar þessi, að eg eyddi öllu mínu og fór allslaus með foreldrum mínum til Dakóta ár- ið 1884, en Halldór passaði sitt, hafði peninga til að kaupa tvo uxa, þegar suður kom og varð sjálfstæður bóndi til æfiloka. Meðan eg dvaldi í Winnipeg á þessum árum, byrjaði mín Minningarorð um Dr. Benedikt Björnsson DR. BENEDIKT K. BJÖRNSON Dr. Benedikt K. Björnson, dýralæknir, lézt á hóteli í Devils Lake, Norður Dakota, á föstudaginn, 5. nóvember s. 1. af hjartaslagi. Þó að hann hefði kent þessa sjúkdóms nokkr- um mánuðum áður, hafi hann verið við góða heilsu þetta síðastliðna sumar og haust og kom því dauði hans hastarlega og óvænt. Benedikt Björnson fæddist nálægt Garðar í Dakota Territory, 10. marz, 1885, og var því sextíu og þriggja ára gamall. Foreldrar hans voru Kristján Björnson og Valgerður Þorsteinsdóttir. Var Björn afi hans bóndi á Öndólfsstöðum Einarssonar prests í Reykjahlíðar og Skútustaðasóknum Hjaltasonar, og konu hans Ólafar Jónsdóttur, systur Bene- dikts Gröndals eldra, skáldsins. Kona Björns í Prests- hvammi, móðir Kristjáns var Bóthildur Jónsdóttir bónda á Arnarvatni vð Mývatn. En móðir Dr. Björnsonar var Val- gerður Þorsteinsdóttir, Sigurðsonar, Þorsteinssonar Gríms- son frá Fjöllum. Þegar að Benedikt var tíu eða ellefu ára misti hann föður sinn. Skömmu seinna flutti fjölskyldan til Upham eða Mouse River bygðarinnar. Móðir hans giftist aftur og hét seinni maður hennar Job Sgurðsson. Var Benedikt næstu árin í Mouse River umhverfinu og þar vann hann mikið við gripa- rækt sem tíðkaðist í stórum stíl þar í nánd. Þegar hentugt var, gekk hann á skóla. Hann giftist Önnu Kristínu Swanson í Upham, 14. nóvember 1906. Var hún dóttir Sigurðar og Margrétar Swan- son. Margrét er á lífi og býr í Upham þorpinu. Efalaust hefir altaf búið löngun til framhalds náms í huga Benedikts. En á þeim árum var ekki svo auðvelt fyrir fátæka unglinga að ganga mentaveginn. Er það víst að konan hans hefir hvatt Ihann til að framkvæma þessa löngun, því hún hefir æfinlega haft áhuga fyrir öllu, sem færir aukna þekkingu og framför. Næst réðust þessi ungu hjón með tvo smásyni í að fyltja til Fargo og á búnaðarskólanum þar byrj- aði hann nám til að verða dýralæknir. Konan hans hjálpaði alt sem hún gat með því að selja fæði og leigja herbergi. Að náminu loknu í Fargo fór Benedikt til Ohio-ríkis háskólans, þar sem hann útskrifaðist sem dýralæknir árið 1917. Á meðan hann var í Ohio, voru konan og synirnir í Upham hjá fólki sínu. í mörg ár var Dr. Björnson aðstoðar ríkisdýralæknir í Norður Dakota og var heimili þeirra þá í Mandan. Varð hann kunnugur um alt ríkið í þessu starfi, kom sér alstaðar vel og kom til leiðar hinum og öðrum nýjum og þörfum umbótum gagnvart heilbrigði og eftirliti skepna í ríkinu, sem að eðlilega hafði líka bætandi áhri£ á heilsu og vellíðan fólksins. Árið 1933 flutti fjölskyldan til Fargo og hefir búið þar síðan. Var Dr. Björnson við dýralækningar þar, og stofnaði með öðrum læknum smádýraspítala. En nokkru seinna tók hann að sér umsjón dýralækninga fyrir Armour and Company og Union Stockyards í West Fargo. Eru þetta bæði stór félög eins og kunnugt er. Var hann við þetta starf þangað til heilsan leyfði það ekki lengur og tóku synir hans þá við því. En í sumar og haust sem leið ferðaðist hann um ríkið sem eftirlitsmaður heilbrigðis ástands skepna út um landið og var hann við það starf þar til hann dó. Hann tilheyrði alskonar félagsskap í skóla og seinna viðvíkjandi starfi sínu og öðru. í skóla var hann Alpha Psi og Alpha Gamma Pho. Hann var einu sinni forseti N. Dakota Veterinary Medical Association og var hann í mörg ár í stjórnarnefnd N.D.A.C. Alumni Associatinn. Hann var Shriner í frímúrara stúkunni. Var hann líka forseti félags íslendinga í Fargo þegar hann dó. Dr. Björnson var stór og myndarlegur að sjá. Hann var hægur maður. Var hann sílesandi og hafði bæði gaman og gagn af lestrinum. Hann var sérlega fyndinn og sagði mjög skemtilega frá. Var einkennilega gaman að hlusta á hann segja frá því, sem á dagana hefði drifið og ekki sízt að heyra hitt og annað sem hann mundi eftir úr gömlu íslenzku bygð- unum. Hann minti mann oft á K. N. í fyndninni. En þó hann væri kíminn, þá var hann aldrei særandi. Hann vildi öllum vel og var tryggur og góður vinur. Björnsons heimilið var æfinlega fyrirmynd og voru hjónin samrýmd í því að taka vel öllum sem að garði báru og voru þau bæði rausnarleg og gfestrisin. Þrjú börn áttu þessi hjón, tvo syni og eina dóttir. Eru báðir synirnir dýralæknar. Dr. Christian er aðstoðar ríkis- læknir í N. Dakota og býr hann, og kona hans og dóttir í Mandan. Dr. Sidney, kona hans og dóttir búa í West Fargo, og er hann dýralæknir fyrir Union Stockyards. Dóttirin, Margaretta, er Mrs. Santiago Rodriguez í Arlington, Vir- ginia. Eru börnin öll mannvænleg og vel liðin. Einn bróðir, S. K. Björnson, Ohicago og ein hálfsystir, Mrs. Lee Thorton, kennari í Ashley, N. Dakota, lifa bróðir sinn. Dr. Björnsson var jarðsunginn af séra Fred W. Ihlen- feld, presti St. Marks lútersku kirkjunnar, sem hann til- heyrði. Var útförin mjög margmenn og var þar ákaflega mikið af blómum, hvorttveggja vottur vinskapar og álits fólks á hinum látna. Var hann lagður til hvíldar í Riverside grafreitnum við Rauðarárbakka í Fargo. FRÆNKA skólaganga, er var mest fólginn í því að læra að lesa og skrifa ensku. Sú kensla fór fram í fé- lagshúsinu á “balanum”, sem þá var kallað. Kennarar mínir voru þar Kristján Jónsson, sem lengi bjó á Baldur og Kristrún Svein- ungadóttir. Eftir einum skóla- bróður mínum man eg, sem var að læra það sama og eg. Það var Hon Thomas H. Johnson, dáinn fyrir mörgupi árum. Eftir Winnipeg man Jón ekki mikið frá fyrstu komu sinni hingað, enda var bæði hann og borgin þá ung. Hún hafði þá aðeins verið til í þrjú ár og af sögu hennar sézt, að það ár var fyrsta bæjarráðshöllin hér reist og fyrsta leikhúsið. En þegar hann kom til bæjarins aftur að norðan, var orðið bygt nokkuð vestur á Jemima stræti, (Elgin nú), Ross og Pacific Avenues frá Aðalstræti, en sléttan sem Einar Hjörleifsson minnist svo ógleymanlega á í sögunni ‘Vonir’ blasti við nokkuð langt fyrir neð- an eða austan Sherbrooke St. Á þessum nefndu stxætum bjuggu ílestir íslendingar, er sezt höfðu hér að. Spurningu Heimskringlu um hvað allsleysið hefði verið mikið fyrstu árin í Nýja-íslandi, svaraði Jón á þá leið, að menn hefðu ekki kallað alt afa og ömmu í því efni, og þó eitthvað bjátaði á hefðu engir mist hér von um batnandi tíma. Það versta sem hann og fjölskylda hans hefði komist í, hefði verið einn vetur, er fátt var til munns sér að leggja yfir veturinn nema kartöflur og þær frosnar og te, er gert var úr laufinu af trján- um, er Indíanar bentu fslending- um á. Aðrir munu margir hafa svip- aða sögu að segja af einum hörðum vetri, einkum þeim fyrsta á þessum slóðum. Þó Heimskringla þykir fyrir, að verða að slíta hér þráðin, er vonandi að margt af því sem Jón sagði oss sögulegt og skemtilegt eigi eftir að sjást á prenti. SMÁVEGIS verzlunarráðs Bandaríkjanna skýrði frá þessu í nýútkominni bók, þar sem hann greinir frá viðtali, sem hann átti við Stalin í Kremlin árið 1944. Stalin sagði: “Kreppur koma alltaf á eftir stríðum,” og bætti svo við: “Segið mér, hversu mik- ið við þurfum að kaupa af ykkur til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi hjá ykkur?” Johnston spurði Stalin, hvers vegna hann ætlaði sér að gera þetta og hann svaraði þá: “Æ sér gjöf til gjalda.” —Vísir 5. maí * * * Hvít þrælasala í Sviss Svissneska stjórnin hefir var- að konur landsins við því, að hvítir þrælasalar sé starfandi í landinu. Hefir nú birt tilkynningu, þar sem sagt er, að sannað sé, að hvít þrælasala fari nú fram í stórum stíl, eins og fyrir stríð. Stúlkum sé boðnar allskonar stöður í öðr- um löndum, en raunverulega lendi þær í pútnahúsum í Suður- Ameríku. Beri að varast allar slíkar auglýsingar.— Vísir 5. maí ■» * * Kannast við fangabúðir Tímaritið Nýi Tíminn, sem gefið er út í Moskvu, hefir nú svarað ásökunum þeim, sem fram komu á hendur Rússum nýlega í áryggisráði S. Þ. Voru ásakanir þessar á þá leið, að um raunverulegt þrælahald væri að ræða í Rússlandi, millj- ónir manna væru þrælar þar í landi. — Svaraði tímaritið því til, að Rússar hefðu aldrei farið dult með það, að þeir hefðu þvingunarvinnu í landi sínu, en hún næði einungis til þeirra, sem gerzt hefðu sekir um glæpi og væri meðferð þeirra mannúðleg. Stalin bauðst til að hjálpa Það er ótrúlegt en satt, að Stal- in bauðst einu sinni til að hlaupa undir bagga með Banda- ríkjunum, ef kreppa skylli á þar i landi. Eric Johnston, fyrrum form.. Utanáskrift mín er: H. FRIÐLEIFSSON, 1025 E. lOth Ave., Vancouver, B. C. Nýjar bækur til sölu: Fyrsta bygging í alheimi.........$2.50 Friðarboginn er fagur.............2.50 Eilífðarblómin Ást og Kærleiki....2.00

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.