Heimskringla - 01.06.1949, Page 2

Heimskringla - 01.06.1949, Page 2
2. SIÐA HEIHSSRINGL/I WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1949 Aldnir íslendingar segja frá fyrri árum Winnipeg-borgar Heimskringla fann að máli nokkra eldri íslendinga í Win- nipegborg og mæltist til við þá, að þeir segðu í fáum orðum frá því er þeir myndu hér fyrst eft- ir. Urðu margir vel við því, en einn þeirra Arinbjörn S. Bárdal á mikla bók skrifaða í förum sínum, er frá ýmsum bráðskemti- legum atvikum segja er fyrir hann komu. Minningar þær ná yfir alla æfi hans, en kafla þann sem hér fer á eftir og lýtur að komu hans til Winnipeg, leyfði hann Heimskringlu góðfúslega að birta í þessu tölublaði, sem helgað er 75 ára afmæli Winni- pegborgar. Sagan hér byrjar í Skotlandi vegna eftirtektaverðs atviks, en öll er frásögnin hér ekki nema ofurlítið brot, af hin- um margþáttuðu minningum Mr. Bardals frá fyrri árum hans. En eigi margir Vestur-íslend- ingar hér slíkar æfiminningar, væri það þess vert, að ná í þær og gefa út. Úi söguminningum Arinbjöms S. Bardals: Eitt söguríkt atvik kom fyrir þessa 4 daga sem við dvöldum í Glasgow. Við töpuðum einni stúlku úr hópnum. En mér þykir slæmt að muna ekki nafnið henn- ar. Við gátum ekkert að gert, og fórum á skip án hennar. En ári seinna kom hún til Winnipeg og þeir sem mættu henni fengu hennar hlið á málinu. Og sú saga var mér sögð, á þessa leið: Stúlk- an var á gangi ein, ekki langt frá Emigranta húsinu í Glasgow, þá sá hún barn detta út um glugga á fjórða lofti. Hún var í víðu íslenzku ullar pilsi sem nú kom sér vel. Hún breyddi það út og tók á móti barninu. En fallið var svo mikið að hún datt aftur á bak og rotaðist. Móðir barnsins hrópaði út um gluggann, svo lög regluþjónn, sem stóð þar skamt frá hljóp til stúlkunar og tók hana og barnið upp á loft til móður barnsins. Þau hafa víst verið í vandræðum að finna út hvaðan þessi hjálpar-engill kom, svo móðirin tók hana til fóstuts sem sitt eigið barn, og þar var hún í heilt ár. Útbjó hana svo með farbréfi og peningum og nægri skozku, til að hjálpa sér áfram. Mér þætti gaman að vita hvar sú kona væri nú niður- kominn, ef hún er á lífi enn. Við vorum ellefu daga á haf- inu við mjög vondan útbúnað, lítið betra en á norður hafinu. Það hafði verið slegið upp rúm- um úr borðum með hey-dýnum í. Matarfiæfi var bæði ilt og lít- ið, þá sjaldan að fólk gat borð- að fyrir sjósótt. Svo það var ekki lítil gleði á ferðum þá við kom- um til Montreal í myrkri að kveldidags og sáum alla ljósa- dýrðina í borginni. En þegar kom á hörðu bekkina í járn- brautarlestinni þá batnaði lkið. Eitt atvik man eg vel, sem kom fyrir á leiðinni til Winnipeg. — Lestin stansaði í smá bæ í kletta belti, en við Laugi vöktuðum vélina sem dróg lestina, og ef hún var tekin frá, þá vorum við farnir til að skoða okkur um. Og í þessum bæ, sáum við háan klett rétt hjá okkur svo eg st^kk upp á því, að fara upp á klettinn og vita hvað við sæum þaðan. Þegar upp á glettinn kom, þá sáum við járnbrautarlest, sem hafði orðið fyrir slysi, skamt vestur þaðan og lá á hliðinni. Við tókum til fótanna og flýttum okkur alt sem við gátum til að skýra frá þessu, svo við lentum ekki í sömu vand- ræðum. Þegar kom til vagnstjór- ans, þá gátum við ekki látið hann skilja okkur, en það var auðséð að hann vissi ekkert um slysið, svo við tókum hann á milli okkar upp á klettinn þar sem hann gat séð hvað hafði skéð. Hann klapp- aði okkur á bakið og það var allt og sumt. Eg veit að við Laugi höfum bjargað mörgum mannslífum, og sparað C. P. R. stórfé. Hefðum átt að fá “Gull” medalíu fyrir. Þegar kom að lestinni sem þarna lá öll möl brotinn, þá kom önnur lest að vestan og við urð- um að hafa selfluttning á milli lestanna, klifra yfir klettanna með allt dót og börn. Þeir tóku 5 dauða menn úr lestinni sem þarna lá. Eg held alla sem unnu á lestinni. Það var fluttnings lest. Við komum til Winnipeg þann 12. sept. (1886). Þá var Emi- granta húsið á Fonsica Ave, sem nú er Higgins Ave. Þar mætti Páll bróðir minn okkur systkin- unum, Ásdísi og mér. Hún var kona Gunnlaugs Hinrikssonar. Þau voru með 2 ung, börn, tvö drengi, Hinrik, sem er látinn. Var ekkja hans Þjóðbjörg Hin- riksson kennari hér í borg, Þau áttu 4 börn sem öll eru á lífi. Hinn drengurinn dó um haustið hann hét Sigurður. Páll bróðir tók okkur heim með sér til 190 Jemima Ave., sem nú er Elgin Ave. Á leiðinni þangað tók eg eftir því, að öll húsin sem eg fór fram hjá til- heyrðu einum manni, svo eg spurði l&óðir minn að því, — hvernig stæði á því. “Hvernig færðu þá hugmynd”, sagði hann. Eg sagði að “Forsale” ætti þau öll. Hann sagði mér að lesa það sem stæði fyrir neðan það orð, og þar sá eg ýms nöfn. Iþá sagði hann að þetta orð Forsale meinti að það væri til sölu. Gott og vel sagði eg. er þá öll borgin til sölu. Þá bara hló hann. Halldóra Björnsdóttir kona Páls tók vel á móti okkur. Þau hjónin höfðu bústað til handa Gunnlaugi og Ásdísi upp á lofti þar í næsta húsi. Páll bjó upp á lofti en séra Jón Bjarnason og frú Lára niðri. Þar kyntist eg Jiin n Hikli FORINGI CANADA LOUIS ST. LAURENT, Forsætisráðherra Canada Á kjörstöðunum 27. júní, verður kjósandinn að spyrja sjálfan sig, framar öllu öðru, hver ætti að vera Forsætisráðherra. Canada á ágætan þjóðarleiðtoga þar sem um Louis St. Laurent er að ræða. Að hann var maður góðum gáfum gæddur var auðsætt í lögfræSistarfi hans. Hyggindi hans og hæfilegleikar voru öllum bersýnilegir strax og hann gekk í ráðaneytið, og sýndi hann það ótvírætt í hluttöku sinni við afgreiðslu stórmála á þinginu. 1 Utanríkismálum, sem einn af hinum fyrsti/tals- mönnum Atlantshafssáttmálans, flaug hróður hans vítt um heim fyrir þátttökuna í umræðum þess máls á fundum alþjóða bandalagsins. Þar talaði hann á þann hátt sem enginn Canada-maður hafði áður gert. Þar kom í ljós skilningur hans á hugsun alþýðu- fólksins, enda er hann sjálfur tilheyrandi þeim flokki. Þannig er þessi vingjarnlegi og óbrotni maður, St. Laurent, fæddur og fóstraður í smábæ, við lítil efni og örðuga atvinnu, meðal margra systkina og vingjarnlegs sveitafólks. Að kyni, tungumáli og eðlishvöt, er hann afkom- andi tveggja merkra kynflokka. Til kjósendanna er það mjög áríðandi að St. Laurent sé foringi hins sannnefnda þjóðlega fiokks^ sem sýnt hefir ótvírætt styrkleika sinn frá hafi til hafs og er eini flokkurinn sem von er um geti myndað ábyggilega stjórn eftir kosning- arnar. Staðfesta hans, hæfileikar og framkvæmd- ir, gera hann verðan þess að vera leiðtogi Canada þjóðarinnar. VOTE LIBERAL! A-T-T-E-N-T-I-O-N ALL YE ICELAJVDERS} OF THE SAN FRANCISCO BAY AREA on June 18 at 8 p.m. there will be A Grand Carnival at th'e MT. DAVIDSON MASONIC HALL corner of Ocean and Ashton Streets, San Francisco, Calif. under the auspices of the Northern California Icelanders Community for the benefit of The Old Folks Home at Blaine, Washington COME ONE, COME ALL — There will be lots of fun and plenty of opportunities for giving and winning One of the many prizes will be a 9 cubic foot latest model FRIGIDAIRE Oh yes, — the ORCHESTRA will be one of the best! For THE COMMITTEE, S. O. Thorlaksson þeim góðu hjónum fyrst. Eftir nokkra daga kvíld, fórum við þrír, Gunnlaugur, Jakob bróð- ir hans og eg út á suðvestur C P R brautina að leggja teina, frá Boissevain til Deloraine. Fyrsta morguninn sem við vor- um þar, þá hrópaði einhver — ‘Look Out”! (Varaðu þig). Eg skyldi það ekki, og útkoman varð sú, að það kom járnbrautar band þar í loftinu og lenti á sköfnungnum á vinstri fæti á mér, en það hjálpaði mér, að eg stóð rétt á röðinni á upphleypta veginum og rann útaf með band- inu. En það risti af mér bjórinn fram á stóru tá. Það gerði mér þann grikk að eg varð að hvíla mig í 5 vikur. Svo þá eg fór að vinna, þá skuldaði eg $20.00 fyr- ir fæði. Hefði skuldað meira, hefði það ekki verið fyrir góð- hjartaðan matreiðslu mann, sem þar var og kendi í brjóst um mig. Hann lét mig fara út að Sand pyttinum í heila viku, þá hann markaði niður tímann vinnu- mannanna, og svo leiðis slapp eg. Mér datt í hug þá eg varð fyrir slysinu, er eg sá andvara reiðhestin hans föður míns detta undir honum, þá hann var að ríða út í langferð, þá sagði fað- ir minn “Fall er fararheill”. Mér varð það að orði þá eg varð fyrir þessu slysi og það hefir komið fram, því flest hefir orðið mér til góðs, í þessu landi. Eg mætti frænda mínum Ben- idikt Jónssyni Benson frá Stóru völlum í Barðardal. Hann var að vinna þarna líka, þá var oft tek- ið lag. Þá lærði eg af honum — “Þú stjarnan mín við skyjaskaut’ Okkur var borgað $1.50 á dag, sem þótti gott. Eitt var það sem kom fyrir þarna á járnbrautinni. Einn dag- ur sem festist í minni mér, — Mest af þeirri ensku sem við höfðum lært, voru blótsyrði og einn daginn kom vagn, sem var dreginn af hestum með járn- brautar stálteina. Það var flutt þangað út á endan á stálinu. Okkur, sem vorum að negla nið- ur þau járn, var gefin aðvörun þá hestarnir komu með talsverðri ferð, því vagnin var svo þungur að það var ervitt að koma honum á stað, og varð svo að halda á- fram án þess að stoppa. Það var þar maður, s^rn vaktaði þetta og kallaði fyrir að allir skyldu fara úr vegi. Þar sem eg var staddur, var Pálmi Sigtryggsson, (bóndi síðar í Argyle-bygð). Hann rak naglana á ytri röð, en gamall Englendingur að innan. Hpnn stóð á milli teinanna, þegar kallið kom. Hann hljóp á und- an vagninum, en varð, fótaskort- ur og datt, og vagninn fór yfir báða hans fætur, braut þá, — annan fyrir ofan hné, en hinn fyrir neðan. Þartma lá þessi gamli maður og blótaði svo voðalega að hvert orð fór í gegnum mig sem hafði lært þessi blóts yrði Fyrsta ÁTTHAGAFLUGIÐ til ÍSLANDS (ef nægileg þátttaka fæst) FRÁ WINNIPEG 2. JÚLÍ \ (til baka frá Reykjavík 23. júlí) Opinberar móttökur í Reykjavík ráðgerðar. Karlakór Reykjavíkur syngur o. fl. Fararstjóri og kvikmyndari með í förinni. Fjöldi þátttakenda takmarkaður. Flugfarið fram og aftur AÐEINS $550 Á MANN Þeir sem taka vilja þátt í för þessari eru vinsamlega beðnir að gera oss aðvart hið fyrsta, og greiða helm- ing farsins, en síðari hlutinn greiðist eigi síðar en 15. júní n.k. VIKING TRAVEL SERVICE 165 BROADWAY NEW YORK 6, N.Y. Á þessum merku tímamótum Winnipeg-borgar 75. ára afmælis hennar, erum vér minnugir þess, að fslendingar hafa lagt drjúgan skerf til framfara hennar og velgengni. Heiður sé þeim. Oxford Hotef Joseph Stepnuk, Pres. S. M. Hendricks, Mgr. PHONE 926 712 216 NOTRE DAME AVE. INSERTED BY NATIONAL LIBERAL COMMITTEE

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.