Heimskringla - 15.06.1949, Síða 1
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
TRY A
"BUTTER-NUT"
LOAF
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg, Man.
Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr.
•#################################,
LXIII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. JÚNÍ 1949
NÚMER37.
ísienzki skrúðvagninn á 75 ára afmælishátíð Winnipeg-borgar 1949
Hinum miklu hátíðahöldum í
tilefni af 75 ára afmæli Winni-
peg-borgar er nú lokið. Má með
fylsta rétti um þau segja að hér
hafi ekkert áður sézt er í sam-
jöfnuð komist við þau.
Eins og önnur þjóðabrot bæjar-
fns tóku íslendingar þátt í þeim
6. júní, en þá fór skrúðför um
helztu götur bæjarins. Var hún
sérstaklega til þess ætluð, að
sýna þróunar- og menningarsögu
borgarinnar. En til hennar hefir
hvert þjóðarbrotanna eitthvað
lagt.
Vagn íslendinga þótti sóma
sér hið bezta í skrúðförinni. Eins
•og sjá má á myndinni, var eld-
fjallið Hekla aftast á honum og
rauk úr því eins og fyrir eða
eftir gos. íslenzkur bær var í
hlíðum fjallsins. í sama stafni
vagnsins var Fjallkonan. En yfir
alt miðbik hans var regnbogi
sem brú milli íslands og Mani-
töba nokkurskonar merki vin-
áttu. Þar var sá flatbotnaði bátur
sýndur, er íslendinga flutti síð-
asta áfangann frá Winnipeg til
Nýja-fslands, segir á blaði, sem
myndinni er lýst á.
Á vagninum voru menn úr
flestum þeim stöðum, sem ís-
lendingar hafa hér með höndum
haft.
Á hlið vagnsins stóðu orðin:
Law, Liberty, Literature (Lög,
frelsi, bókmentir).
Þar stóð ennfremur: Four
generations of Icelandic descent
salute Winnipeg on it’s 75 birth-
day (Fjórar kynslóðir íslendinga
hér fagna 75 ára afmæli Winni-
pegborgar).
Vagninn var um 40 fet á lengd
og 12(4 fet á hæð.
Á að líta í skrúðförinni minti
vagninn og litir hans undir eins
á ættjörðina, sögulandið.
Hugmyndina að gerð vagnsins
og þess er hann sýndi, átti Gissur
Elíasson .starfsmaður Winnipeg
School of Art.
Það er nú óvíst hvað mikið sézt
af því, sem skrúðvagnar sýna, er
sem snöggvast bregður fyrir. En
það eitt er víst, að “sögulandið”
hafði því meira og lærdómsríkara
að sýna, sem það var lengur skoð
að. Það var engin þurð á efni.
íslendingar mega vera vel ánægð'
ir með sýningarvagn sinn í hinni
fögru sögulegu skrúðför.
ÍSLENZKT KJÖRDÆMI
Séra Philip M. Pétursson
Norquay kjördæmi, sem ný-
lega var myndað eða klofið út
úr Selkirk kjördæminu og nefnt
eftir einum af ágætustu forsæt-
ísráðgjöfum þessa fylkis, er ef
til vill íslenzkasta kjördæmið í
Canada. Bæði fyrir þessar sakir
og hitt, að nú sækjir íslending-
ur þar um kosningu, hefir kjör-
dæmið, verið talsvert á orði með-
al íslendinga.
Um þingmensku, þar sækir sr.
Philip M. Pétursson, sem meðal
landa sinna er einn kunnasti ís-
lendingur, sem fæddur er í
þessu landi fyrir þátttöku sína
og störf í íslenzkum málum.
Hann er forseti Þjóðræknisfél-
ags íslendinga í Vesturheimi og
prestur Sambandskirkjunnar í
Winnipeg og stýrir kirkjumála.
Þó langt sé frá, að sr. Philip geri
nokkra sérstaka kröfu til fylgis
sér frá íslendingum fyrir að hafa
lagt sig það eftir íslenzku máli,
að geta veitt stofnunum þessum
forstöðu, teljum vér hann eiga
viðurkenningu skilið fyrir það.
En auðvitað sækir hann um þing-
mensku, sem einn af borgurum
þessa lands og því fylgir að
verða dæmdur að hæfileikum
til sem aðrir fyrir stöðuna. En
svo mikið leyfist manni þó að
segja, að þeir séu ekki lakari fyr-
ir það, að hann er íslendingur.
Á móti honum sækja tveir um
kosningu. Er eflaust þingmanns-
efni sambandsstjórnar þar hans
aðal keppinautur. En það er ein
mitt höfuð atriði þessara kosn
inga að gera enda á valdatíð lib-
erala, sem of löng er orðin og
sýkt, og spillist því meir sem
lengri er.
Á fundum sr. Philips hafa
menn kynst viðhorfi hans til
þjóðfélagsmálanna. Óbeinllínis
hafa þeir um leið kynst einum
hinum ágætasta og skemtilegasta
manni persónulega, sem hægt er
að hugsa sér. Hann ann jafnræði
og bættun hag alþýðu og hverju
góðu máli. Stuðningur hans eða
viðhorf mun í öllum tilfellum
miðast við það, sem hann veit rétt
ast og sannast, en alls ekki við
fyrirfram ákveðnar kreddur í
nokkru máli.
Eftir að við eitt kvöldið ný-
lega höfðum nokkrir hlýtt á út-
varpsræðu sr. Philips, varð ein-
um áheyrenda að orði, að hann
hefði ekki í háa tíð hlustað á
pólitíska rseðu á eins fögru máli.
Þetta lýsir ekki einungis góðum
hæfileikum, heldur jafnframt
prúðmennsku, en sem hvort-
tveggja má segja um, að hinn al-
máttugi sýnist oft ekki hafa haft
nóg af handa öllum.
Séra Philip M. Pétursson hef-
ir þegar á unga aldri sýnt að
hann er manndómi og góðum
hæfileikum gæddur, sem vér,
sem íslendingar, ættum að.fagna
og sýna í verki, að við metum,
þegar tækifæri gefst eins og nú
gerir í íslenzkasta kjördæmi
þessa lands. Það er oss heill
þjóðernislega að eiga þá menn í
æðri trúnaðarstöðum þessa lands
sem starf sitt vinna svo, að bæði
oss og þjóð þessa lands er til
vegs og sæmdar.
Sjötím ára tiirg
Frú Hólmfríöur Pétursson
Frú Hólmfríður hefir unnið
mikið og göfugt starf í vestur-
íslenzku þjóðlífi. Duldist ekki
að gestirnir voru þarna komnir
til að þakka henni það jafnfram
hinu, að óska henni langrar og
sólríkrar æfi.
Ein af mest virtu og vinsæl-
ustu íslenzkum konum hér
vestra, frú Hólmfríður Péturs-
son, 45 Home St., Winnipeg, átti
70 ára afmæli 10. júní. Var henni
af hópi kvenna úr Sambandssöfn-
uði haldið hið veglegasta sam-
sæti þann dag í einnum gilda
skála (Homestead) þessa bæjar.
Frú Guðrún Skaptason hafði orð
fyrir konunum og ávarpaði heið-
ursgestinn, með því ágæta erindi,
er hérmeð fylgir. Sunnudaginn
12. júní, höfðu og börn Hólm-
fríðar og tengdabörn opið gesta-
boð að heimili hennar og sátu
það um 200 gestir.
Voru komumönnum bornar
hinar rausnarlegustu veitingar,
bæði í sölum hússins og á svöl-
um úti. Minti þetta mikla heimili
mig þá sem oftar á það sem í
sögunum segir af forni íslenzkri
gestrisni.
Ræöa frú Guörúnar Skaptasonar:
Fyrst af öllu langar mig til
að þakka frú Önnu Pétursson
fyrir þá velvild og þann heiður
er hún sýndi mér, með því að
biðja mig að segja fáein orð við
þetta tækifæri.
Þessi samfundur er nokkuð
sérstæður, afmælis barnið sem
við óskum að heiðra og gleðja,
er sjötugt í dag. Frú Hólmfríður
Pétursson er 70 ára í dag.
Hún hefir verið búsett hér í
Winnipeg í 46 ár: Á því tímabili
hefir hún áunnið sér ást og virð-
ingu allra þeirra sem hafa haft
tækifæri til þess að kynnast
henni. Margfalt stærri hópur en
sem er hér samankominn hefði
óskað þess að vera hér til þess
að gleðjast með henni og þakka
henni óteljandi margar ánægju—
legar samverustundir og óska
henni alls þess bezta er forsjónin
getur í té látið á þessu ári og
mörg ókominn ár.
Sérstaklega er það gleðiéfni
fyrir hana, að systkini hennar
hafa komið úr mikilli fjarlægð
til að vera hjá henni á þessum
áramótum, samgleðjast með
henni yfir liðinni tíð. Þá rifjast
upp svo margt, sérstaklega henn-
ar óbilandi kjarkur, fórnfýsi og
velvild til allra er hún náði til
Það er fyrir atbeina kvenfélags
Sambandssafnaðar að þessir sam-
fundir hafa tekist svo vel, vina
hennar og skyldmenna.
Frú Hólmfríður hefir veitt
þeim félagsskap stuðning allt
frá byrjun til þessa dags. Hún
hefir verið kjörinn heiðurs for-
seti þess, þar að auk heiðurs for-
seti Sambands frjálstrúar kvenn-
félaganna; einnig er hún lífstíð-
ar meðlimur í Unitarian General
Alliance. Það má líka geta þess
að hún er heiðurs forseti Jóns
Sigurðssonar félagsins og ein af
stofnendum þess.
Stuðning hefir hún veitt þess-
um félögum, svo aðdáanlega vel,
ekki einu sinni með rausnarleg-
um peningagjöfum heldur líka
með trúfestu og hollum ráðum.
Við viljum þakka henni, henn-
ar góðu hæfileika og gáfur er
hún notaði svo vel í þágu okkar
íslenzka félagsskapar; ekki ein-
ungis hér vestan hafs, það náði
lengra, til ættlandsins íslands.
Þeim hjónum auðnaðist að tengja
saman vináttuböndin betur en
nokkrir aðrir landanna beggja
megin hafsins.
Ung var hún gefin mikilmenni,
þeirra,líf var svo samrýmt að
þegar maður minnist á annað
þeirra fylgir hugurinn hinu um
leið.
Frú Hólmfríður var fædd í
Hraunkoti í Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu, dóttir Jónasar
Kristjánssonar. Ung kom hún
til Ameríku, aðeins 14 ára. Settist
fyrst að í Norður Dakota, þar
kyntist hún fyrst dr. Rögnvaldi
Péturssyni. Rögnvaldur var þá
ungur maður með sterka löngun
að mentast, en efnahagurinn lít-
ill hjá flestum í þá daga. Það
tók því kjark og bjartsýni, ekki
síður en nú að giftast manni í
þeim kringumstæðum.
Þau giftust 1898, það sama
haust innritaðist hann til guð-
fræðisnáms við Meadville skól-
ann í Pennsylvania.
Eftir fjögur ár útskirfaðist
hann með ágætis einkunn og
styrk (Perkin’s Fellowship), til
eins árs framhaldsnáms við Har-
vard háskólann í Massachusetts.
Enginn hefði getað verið hon-
um samhentari, eða styrkt hann
meira á hans mentabraut en
Hólmfríður gerði.
Eg man gjörla eitt kvöld er
hann sagði okkur hjónum sögur
frá þeim árum, með sinni skemti-
legu fyndni. Sérstaklega var það
frá þeim tíma er þeir voru við
Harvard háskólann, Vilhjálmur
Stefánsson, Thorvaldur Thor-
valdson og hann sjálfur. Þá var
það Fríða er bjargaði fjárhag
þeirra frá strandi. Hún teygði
svo úr dollurunum að það var
yfirgengilegt. Og með hennar
góðu glaðværð og ágætis matar
tilbúningi farnaðist þetta alt vel.
Við þekkjum öll sögu þeirra
hjóna, þeirra baráttu fyrir frjáls-
írúar hreyfingunni, og svo seinna
myndun Þjóðræknisfélagsins, —
myndun félaga víðsvegar um
bygðir íselndinga. Þá var hús
þeirra ætíð opið öllum sem komu
til þeirra og var þeim veitt af
mikilli rausn og innileik. Það
hefir átt sér stað æ síðan.
Fjórum sinnum fóru þau til ís-
lands, 1912, 1921, 1930 og seinast
1937. Við hverja ferð óx ást
þeirra á landinu og þjóðinni. Um
leið kyntu þau góða landið okk-
ar hér, og Vestur-íslendinga. —
Þetta hefir haft ómetanleg áhrif
til góðs fyrir framtíðina.
Á þessum ferðum kyntust þau
öðrum löndum og þjóðum. Eg
man að hún sagði mér, að hvergi
hefði farið betur um þau, en í
Kaupmannahöfn. Þar hvíldust
þau svo vel. Þar var líka svo
margt fagurt að líta úti og inni,
öll hin afar merkilegu söfn.
Frú Hólmfríður hefir haft
gaman að ferðast, því fátt eykur
betur víðsýni andans. Hún hefir
ferðast á landi, á sjó, og í loftinu.
Við óskum að hún eigi eftir að
ferðast meðal okkar mörg gleði-
rík og farsæl ár enn, og njóta
ástar og umhyggju elskulegra
barna og barna barna.
Guð blessi þig vina mín, hafðu
þökk fyrir svo margt, sem væri
hér of langt upp að telja.
Guðrún Skaptason
ÍSLENDINGUR
ÞINGMANNSEFNI
G. S. Thorvaldson, K. C.
í Suður-Winnipeg-kjördæmi
sækir G. S. Thorvaldson K.C.
um kosningu til Sambandsþings-
ins, 27. júní. Mr. Thorvaldson
var fulltrúi fylkisþings Mani-
toba, en sagði þeirri stöðu lausri,
er hann ákvað að freista gæfunn-
ar á hinu víðara sviði þjóðmál-
anna.
Mr. Thorvaldson vakti tals-
verða athygli sem þingmaður.
Hann var hispurslaus í gagn-
iýni sinni jafnvel á stjórnina,
sem hann fylgdi að máli eins og
er um sölu á grófu korni hér var
að ræða. Og með þátttöku sinni
í málinu um meðferð lögreglu
þessa bæjar á ölvuðum mönnum,
sýndi hann vissulega hugrekki,
sem óvanalegt er hjá yngri
stjórnmálamönnum. Enda hefir
hann þar átt hörðu að mæta. En
aðalatriði máls hans var að rann-
sókn yrði hafinn um hvað hæft
væri í framburði ýmsra sakborn-
inga um að þeim he^ði verið
bannað símatal við heimili sín
írá lögreglustöðum — og jafnvel
sýndur hnefi lögreglunnar. Alt
þetta er nú í rannsókn og er ekki
að vita að eins þarflaust hafi
verið að hreyfa því á þingi og
margir ætla.
Mr. Thorvaldson rekur lög-
fræði störf í þessum bæ og fær
hið bezta orð, sem dugandi og
réttsýnn maður. Hann nýtur vin-
sælda og trausts almennings að
verðugu. Að lögin nái jafnt til
allra og að réttvísinni sé sem
bezt fullnægt telur hann verk-
efni lögfræðinnar.
Það er næsta trúlegt að Mr.
Thorvaldson ætli sér að standa
við þetta verkefni sitt mörgum
fremur, þar sem hann ræðst á
þau öfl í þjóðfélaginu, sem flest-
ir veigra sér við að eiga glímuna
við. Vernd laga og réttar almenn-
ings er því miður oft takmörk-
uð, vegna þess, að svo marga, sem
eiginlega ber þar skylda til
brestur þar áræði að ganga á
hólminn, ef háir eiga í hlut.
Ættu vesalingar hlut að máli
mundi ekki á þeim standa.
Mr. Thorvaldson hefir ef til
vill þennan þingmannshæfileika
fram yfir marga aðra og minnir
um leið á uppruna sinn, forfeður,
er ekki kunnu að hræðast.
Petur Aksel Erikson og
Lilja Sigvaldason voru gefin
saman í hjónaband þ. 2. jnúí, s.l.
af séra B. A. Bjarnason. Hjóna-
vígslan fór fram á heimili Mr.
og Mrs. Sigurður Sigvaldason,
foreldra brúðarinnar, í Víðir
Man. Brúðguminn er af dönsk-
um ættum, sonur Mr. og Mrs.
Oskar Erikson í Víðir, Man.