Heimskringla - 15.06.1949, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.06.1949, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1949 illnia Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford Gamli maðurinn kom nú með vagninn sinn, og hann steig aftur upp í sætið. “Nú, hvernig lýst þér á lafðina?” spurði gamli maðurinn. “Jú, hún er forkunar fríð,” svaraði læknir- inn blátt áfram, og ætlaði að stíga upp í vagnin. En er hann ætlaði að stiga upp í vagninn, kom hann auga á eitthvað sem lá á snjónum, skamt þaðan sem hann stóð. Þegar hann kom að því, sá hann að það var sami vasaklúturinn, sem hann hafði skilað lafðinni fyrir örfáum augna- blikum. Það var ekki um það að efast. Sjáanleg tilviljun! Að hún skyldi hafa mist hann svona strax aftur! Eða var það svolítil brella til að fá hann til að koma til Craigs, sem henni virtist vera svo mikið áhugamál. Hvað sem það nú var, þá var það meira en þessi tuttugu og sjö ára mað- ur hefði mátt til að standa á móti, hann hugsaði sér að sjá hana aftur. Hann settist þegjandi upp í vagninn og var að hugsa um hin undarlegu áhrif sem hann hafði orðið fyrir þennan dag, og sem höfðu svo gjörbreytt áformum hans. Hann hugsaði nú ekki eins miikð um að flýta sér til Glascow, til að geta byrjað lækningarnar, eins og þennan litla bró.déraða vasaklút, sem hann stakk sem fljót- ast í vasa sinn, svo ökumaðurinn færi ekki að forvitnast um hann. 2. kafli Vagninn með þessa tvo ólíku menn skrönglað- ist áfram á óslétta veginum, þar til hann kom út úr þessum þrönga dal inn í sléttara landslag og ökumaðurinn sagði að nú væru þeir komnir ná- lægt þorpinu. Þeir höfðu talað lítið saman síð- an læknirinn skilaði lafðinni vasaklútnum. — Gamli maðurinn var orðinn þess fullviss, að ó- kunnugi maðurinn hugsaði meira um fegurð lafði Kildonan, en landslagið meðfram vegin- um, svo hann þagði og lét það gott heita. Þeir voru komnir þangað sem brattur og þröngur stígur lá inn á þjóðvegin. Við vegamót- in stóð gamalt og hrörlegt steinihús, og er þeir komu að húsinu kom maður út úr dyrunum. Þeir sáu hann frá ljósglætu innan að í gegnum dyrnar, og gamli maðurinn sagði: “Þarna er hestasveinninn lafðinnar og hef- ur verið að færa gömlu norninni eitthvað, það þori eg að ábyrgjast! Það býr gömul írsk kerl- ing í húsinu; hún leyfir ekki prestinum að koma nærri sér, en dýrkar helga menn, sem kallaðir eru, og hún er ekki svo heimsk í því, því hún hefur fundið einn, sem er eins góður og helgur væri og hugsar um hana. Á hverjum degi á vet- urnar kemur lafðin til hennar og færir henni hálft pund af te eða eitthvað annað smávegis. Gott kvöld Mr. Martin!” Sá sem talað var til tók dræmt undir ávarp- ið, en sagði þó: “Gott kvöld”, og hraðaði sér lengra í þurtu, þangað sem húsmóðir hans beið hans í vagninum. Læknirin starði forvitnislega eftir þeim út í myrkrið. Þegar þau fóru fram- hjá vagninum heyrði læknirin að Peggy þakk- aði honum með miklum virtum, og sagði honum að hún hefði legið veik af gigt síðan í gær. Lækninum kom aftur í hug, að maðurinn talaði ekki í sínum eðlilega málróf. Augnabliki síðar flaug vagnin framhjá þeim í hvínandi fart, og ljósin hurfu við bugðu á veginum, en bjöllu- hljómurinn heyrðist ennþá í nokkrar mínútur. “Eg gæti ímyndað mér að þessi kona sem þú dáir svo mikið, þessi lafði Kildonan, muni finnast það býsna dauft á veturna að vera sama sem innilokuð í húsi út á landi, með maniti sem hugsar um ekkert nema bækur,” sagði læknir- inn. “Dauft!’ endurtók gamli maðurinn og fór að hlæja, “Dauft! Þú þekkir ekki lafði Kildon- an. Sástu ekki framan <í hana? Hún gæti gert sig ánægða, jafnvel í fangelsi út á landi, það gæti hún, sú góða kona.” “Eg býst við, að það komi þangað margir gestir.” “Ó- nei, ekki margir; lávarðurinn er of hæg- látur til þess. En hún er úti og ríður eða ekur, eins og þú hefur séð, og hún hefir sólskinið í sjálfri sér. Síðan hún giftist hefur hún altaf haft eitthvað nytsamt fyrir stafni; en herra guð, hverslags stjórnlausu lífi lifðu þau ekki, Mr. Ned, sonur tannlæknisins og hún. Þau héldu öllu umhverfinu í uppnámi. Það var sagt að hann hefði orðið nærri því brjálaður, er faðir hennar gifti hana lávarðinum.” “Var hún þá gift nauðug?” “Sumir segja það, en sumir ekki. En eg held að slík stúlka léti ekki neyða sig til að taka neinum sem henni líkaði ekki, fremur en hún lætur ekk neyða sig til neins sem hún vill ekki. Hún var stoilt, og hún vildi ekki giftast tann- læknis syni, þrátt fyrir það að hin ungi Mr. Ned sem við kölluðum hann þá, hefði eins góða ment- un eins og nokkur annar.” “Og hvað varð svo um hann?” “Hann fór til London, og þegar hann kom aftur var hann giftur, og hafði konuna með sér. En lafðin gleymdi ekki æsku leikbróðir sínum, hún fékk lávarðin til að gera hann að ráðs- manni óðalsins.” “Ó já,” sagði læknirinn. Gamli maðurinn hafði talað þannig, að hann sjáanlega tók allt í góðri meiningu, og læknir- in fyrirvarð sig með sjálfum sér fyrir að álíta framferði hennar ekki eins virðulegt og gamli maðurinn áleit það, en hann gat ekki útrýmt úr huga sínum þeim áhrifum sem hún hafði á hann svo hann lét þetta umtalsefni falla niður, enda voru þeir nú komnir að þorpinu, og hestarnir stönsuðu sjálfkrafa við þriðja húsið sem þeir komu að. “Hestarnir þekkja heimilið sitt,” sagði gamli maðurinn, er hann steig út úr vagninum og strauk hestunum um nasirnar. Hann sagði lækninum, að það væru bara fáein skref héðan að hótelinu, og þaðan fer póstvagninn til Brank- some of Conismere í fyrramálið, og ef þú vilt fara að ráðum manns sem þekkir landið hér í kring, er þér bezt að vera hér í nótt og fara ekki fyr en bjart er orðið í fyrramálið. Það er hvass- veður og býsna snjókoma, og í náttmyrkri sem núna, er hætta á því að þú villist, og takir veginn til hægri handar, og lendir svo út í vatnið.” “Eg þakka þér kærlega fyrir. Eg skal fylgja ráðum þínum. Þú mátt vera viss um það, og þegar eg er búinn að hvíla mig og sofa í nótt og hef áttað mig dálítið, fer eg aftur til Conis- mere, og held ferðinni áfram eins fljótt og eg get. Eg vil gjarna að við kyntumst meir, ef eg skyldi í einhverju tilfelli koma hér aftur. Eg heiti Armathwaite — Frank Armathwaite.” “Og eg heiti Haynes — Luke Haynes. Hvað því viðvíkur að endurnýja kunningskap okkar, þá vil eg að við gerum það, sem maður og maður, en ekki sem læknir og sjúklingur. Góða ferð!” Þeir kvöddust með innilegu handabandi og þökkuðu hvor öðrum fyrir samveruna, og gamli maðurnin fór með hestana yfir götuna og inn í hesthúsið, en læknirinn fór til hótelsins, sem gamli maðurinn hafði vísað honum á. Það var stór bygging á götuhorni við aðalstræti bæjar- ins. Þegar læknirinn kom að hótelinu, snjóaði í svoddan ákafa, að hann ásetti sér að ekkert skyldi koma sér til að halda lengra, ef það væri eins vistlegt þar inni, eins og það liti út að utan. Er hann kom inn í hina rúmgóðu forstofu hótelsins, leist honum vel á gististaðinn. Hótel haldarinn tók vingjarnlega á móti honum, hann var ungur maður, um þrjátíu og fimm ára, vin- gjarnlegur og glaður. Honum var vísað til her- bergis, sem var mjög vel uppbúið. Eldur brann í eldstæðinu, svo herbergið var þægilega og notalega hlýtt. Eftir litla stund kom þjónn sem fylgdi honum ofan í borðsalinn, þar sem alvar- lega útlítandi eldri maður tók á móti honum og leiddi hann til heiðurssætis við borðið, nálægt i eldstæðinu. Hvíldin og þægindin eyddu úr huga hans öllum leifunum af því grufli og sinnisóró, sem verið hafði í huga hans, síðar um morg- uninn. Að kvöldverðinum loknum settist hann í hægindastól hjá ofninum og fór að líta yfir dag- blaðið, en er hann sá engar nýjar fréttir, eða neitt svo ótrúlegt tif þess að vekja neina eftir- tekt, hvarflaði hugur h^ns til þess sem hafði komið fyrir hann á ferðinni — til þessa hálf dreymandi ástands sem hann hafð fallið í, þar til hann kom til Hoverholme járnbrautar stöðv- arinnar, og þeirrar óskiljanlegu vitleysu sem kom honum til að fara út úr skozku hraðlestinni og inn í þá lest sem átti að fara til Conismere, eða hvernig honum gat dottið í hug, að fara að gera sér stóran krók og töf til að heimsækja gamla doktor Peel, og svo hugsaði hann um þessa köldu keyrslu í slyddubyl og myrkri, um ljósgeislan frá glugganum sem brá fyrir á veg- inum, og svo um hina fríðu lafði Kildonan. Er hann í sinni dreymandi yfirvegun var kominn svo langt; heyrði hann að hlerarnir fyrir glugg- unum skröltu og hristust, það var komið rok. Hann færði stólinn nær eldinum og tautaði eitthvað við sjálfan sig um heimsku sína, að voga sér út í þetta veður að nóttu til. Við hvern hvin skröltu rúðurnar í gluggunum og snjóflygs- urnar festust á þeim, svo ekki sást út. “Slæm nótt, herra minn,” sagði þjónninn, og skaraði í glóðina í eldstæðinu. “Já, eS skyldi segja það,” svaraði læknirinn, og hagræddi sér í stólnum. Hann sat þar og horfði í eldinn og hinar margvíslegu myndir sem mynduðust í reyknum og logunum, þangað til hann féll í draumsælt mók af áhrifum hitans og ljóssins, eftir kuldann og myrkrið, og hann fór að dreyma um, að hann væri í póstvagninum, að hann heyrði hina skæru hljóma vagnklukknanna og hinn milda hlátur lafðinnar ,og að hann sæi hið yndislega andlit gægjast út úr hinu kostulega kniplingasjali, sem hún hafði um höfuðið, og er hann opnaði augun fanst honum hann enn horfa á rauðar og mjúkar varir. Meðan hann horfði á þessa mynd sem var fyrir augum hans, sýndist honum drætt- irnir í andlitinu vera svo óskýrir, og útlitið bar vott um sorg og þrá, svo hjarta hans varð gripið af samhygð. Hann vildi færa sig og hugsaði með órólegum hug, að þessi sýn væri afleiðing af ólagi sem hefði komist á hugsun sína út úr þessari villu sem hann lenti í, en hann var svo máttlaus að hann gat ekki staðið upp, og á sama augnabliki breyttist andlitsmyndin aftur, kom nær og varð skýrari, hann sá aftur hið fríða og ánægjulega andlit lafði Kildonan. Nú hafði það áhrif sem voru annars eðlis, sterk innri, innileg aðdáun greip nú huga hans, er hann sá andlitið aftur, sem svo aftur vrtist vera lengra frá hon- um, og sást nú ekki nema eins og í þoku, en sam- hygðar tilfinningin sem sýnin hafði vakið í huga hans, varð nú sterkar en áður. Ennþá harðari bylur lenti á húsinu, sem hristi það, svo gluggar og hurðir nötruðu. Hann stóð upp og leit í kringum sig, eins og maður, sem er hastarlega vakinn upp af værum svefni. Hann hlustaði eftir hvininum í storminum, sem hafði vakið hann, og svo lygndi bráðlega aftur. Hann leit í eldstæðið sem nú var fult af glóandi kolum. Hann var einn í stofunni. Á hyllu rétt yfir höfðinu á honum stóð klukkan, og tifaði óaflátanlega, en tifið í klukkunni ergði hann og æsti á einkennilegan hátt; hann heyrði hljóð frá fjarlægum stöðum í húsinu, málróm hótelhald- arans út í ganginum, hlátra frá drykkjustof- unni, fótatak stúlku sem gekk upp stigann — alt líkt því, sem hann hélt að hann hefði heyrt í draumnum. Hann vissi varla hvað hann gerði, og hugsaið bara um hið undarlega hljóð sem honum fanst vera fyrir eyrum sér. Hann gekk að glugganum og ætlaði að opna hann, er hinn rólegi þjónn, sem hafði heyrt hvað hann var að gera kom inn. “Það er ekki gott að opna glugga núna, herra minn,” sagði hann með mestu kurteisi. “Veðrið stendur upp á þessa hlið hússins, og stofan yrði strax full af snjó.” Læknirinn hætti strax að reyna það, en hélt áfram að standa við rúðuna, og starði stöðugt út í náttmyrkrið. Slyddu bylurinn hélt áfram, svo það dreif niður snjókyngi. “Það er satt sem þú segir,” sagði hann eftir litla stund. Svo sagði hann í fjörugri róm:-* “Þekkir þú doktor Peel í Branksome?” “Já, allir í þessu umhverfi þekkja doktor Peel.” “Hve langt er héðan til hans?” “Fjórar mílur, held eg. Maður fer í gegnum Branksome, og svo ltíinn spöl þaðan til vinstri.” “Hefirðu reiðhest sem þú getur lánað mér? Eg er kominn á þá skoðun, að eg þurfi ekki að vera hér til morguns, fara heldur til Branksome í nótt.” Það var einhver óróleiki í honum, og hinn alvarlegi þjónn áleit það stafa af kringumstæö unum. “Eg vona, herra minn, að þú sért ekki óró- legur út af því, að komast ekki til vesalings gamla læknisins í kvöld,” sagði hann. “Við höf- um heyrt, að það sé ekki neitt annað að honum, en slæmt kvef. Það er engin manneskja í þessu umdæmi, sem ekki tæki það nærri sér ef eitt- favað alvarlegt hefði komið fyrir doktor Peel.” “Nei, nei, Það hafa ekki verið send boð eft- ir mér; það er ekki þannig,” svaraði hann fljótt. “En eg hef þekkt hann í nokkur ár og------já, viltu gera svo vel að sjá til að eg geti fengið hestin eins fljótt og hægt er?” Þjóninn fór, og Fred, sem nú var aftur grip- inn af ómótstæðilegri óró, sem hafði fylgt honum állan daginn, eins og illur andi, viðurkendi með sjálfum sér, að hann hagaði sér eins og reglu- legur bjáni. Hann hafði beðið um hestinn af ein- hverri innri tilvísun, sem hann gat ekki gert sér neina grein fyrir, og ekki heldur mótstaðið. — Eftir nánari yfirvegun fanst honum að hann yrði að afturkalla pöntunina, samkvæmt tilvísun heilbrigðrar skynsemi. Þessi doktor Peel var svo langt frá að vera gamall og kær vinur hans, hann var bara maður sem hann hafði mætt nokkrum sinum, sem hann varla mundi eftir, hann var ekki svo veikur að hann þyrfti á hjálp embættisbróðir síns að halda, en nógu veikur til þess að heimsókn væri honum ekki neitt vel- komn. Þó Frank Armathwaite væri ekki neitt hjátrúarfullur, fór hann þó að verða forvitin eftir að komast að raun um, hvað það væri sem hefði ruglað ferða áætlun hans, og sem hann hélt, móti vilja sínum, að mundi hafa eirthverja þýðingu. Þar að auki var honum það nú ljóst, að honum var, eins og hann ætlaði sér, ómögu- legt að vera í hótelinu þessa nótt. Hann gat ekki setið kyrr; það var eins og hann réði ekki við sig, en væri á valdi óþekts máttar, sem hafði ákveðið að hann skyldi ekki hafa frð né ró. Þegar hann hafði klætt sig til ferðarinnar og settist aftur sem snöggvast í stólin fyrir framan eldstæðið, þar sem hann sat áður, kom aftur hin sama sýn fyrir augu hans, sem hann hafði séð rétt áður. Honum fanst þetta svo kynlegt, að hann stóð strax upp úr stólnum og fór út í gangin, þar sem hann mætti hótelhaldaranum með lugt í hendinni, og leit efablendnislega á hann. “Það er slæmt að þú verður að fara í kvöld, herra minn, það verður þér erfið ferð, þú hefir bæði snjóbylinn og storminn rétt á móti þér. Eg býst við að þú sért vel kunnugur leiðinni, herra minn?” “Nei, ekki vel, en vegurinn er beinn, að mig minnir.” svaraði læknirinn. Hann hafði aldrei farið þessa leið áður, en hann vildi ekki láta á því bera, því hann var hræddur um að það kynni að verða, með einu eða öðru móti komið í veg fyrir áform sitt ef hann segði eins og var. “Ó já — vegurnn er ekki mjög krókóttur, en það er í einum eða tveimur stöðum sem þú verður að gæta þín vel í koldimmri nótt eins og núna.” í þessu kom þjónninn, og hesturinn stóð reiðtygjaður fyrir utan dyrnar. Það var sterklegur hestur að sjá, sem virtist mundi meira brúkaður sem drátt hestur, en til reiðar. Það var hlé þeim megin við húsið, þar sem hest- urinn stóð, snjórinn lá þar í þykkum skafli- Hótelhaldarinn batt- sjálfur lugtina við söðul- bogan, áður en ferðamaðurinn steig á bak. “Þú stansar í Branksome býst eg við?” sagði hann er hann gekk að dyrunum. “Eg býst við að gera það. Eg hugsa að það sé hægt að fá þar hressingu og skýli fyrir hest- inn?” “Já. eg held George greiðasölu húsið sé það besta.” “Ágætt! Eg þakka þér fyrir. Á morgun ætla eg að vera kominn hingað nógu snemma til að ná póstvagninurp sem fer til Conismere. Góða nótt!” Er Fred var að fara á stað kom hestagætslu maðurinn til hans, og heilasði honum hæversk- lega, en virtist að hafa eitthvað alvarlegt á hug- anum. “Fyrrgefðu, herra minn,” sagði hann í ó- skírum málróm, sem var verra að skilja fyrir það, að hann hafði mist allar tennurnar, “þér er best að taka neðri veginn, svo þú komir ekki nærri vitfirringa húsinu.” Hótelshaldarinn sem heyrði hvað hann sagði, kallaði bist til hans og sagði: “John, hvað er það sem þú ert að þvaðra um! Það hefir ekki verið neitt vitfirringa hæli þar síðan þú varst drengur.” En John lét ekki á sig ganga. Það hlakkaði í honum; hann vissi það sem hann vissi, og sagði ferðamanninnum aftur að hann skyldi taka efri veginn ef hann vildi “sjá nokkuð”. Svo skaust hann inn í hesthúsið. Hótelhaldarinn, sem skalf af kulda, horfði reiðulega á eftir honum, og áleit að það væri betra að gera einhverja frekari skýringar á þessu. “Eg held að karlinn hafi lausa skrúfu í hausnum. Hann var hestagætslu maður hér í mörg ár áður en eg fæddist, og manni líkar ekki að svifta gamlan og dyggan þjón atvinnu sinni, þó hann sé farin að verða sansabilaður. Hann mundi ekki lifa í þrjá mánuði, ef hann hefði ekki hestana að hugsa um.” ‘Eg býst við að hann þykist sjá sjónir?” “Já, hann er fullur með alslags grillur.” “Hvað meinti hann með þessu vitfirringa- húsi?” “Eg veit það ekki fyrir víst. Eg hef verið hér í ellefu ár, og hef ekki heyrt neitt um vitfirr- inga hæli.” “Jæja, það er ekkert undarlegt, það eru flestir sem fá einhverjar firrur í hausin, þó þeir séu ekki eins gamlir og hann. Eg hef haft tals- vert að sýsla með geðveika, svo það er ekkert sem eg hræðist síður en þá. En eg vil ekki að þú standir lengur úti í kuldanum að tala við mig.” Vertinn gekk inn, en kom svo strax aftur, og kallaði á gestinn. Hann stöðvaði hestinn og sneri sér við í hnakknum. “Eg vildi segja þér, herra minn,” sagði Vertinn, “að það er líklega betra fyrir þig að fylgja ráðum gamlamannsins, og taka neðri brautina, nefnilega þá, sem liggur til hægri við Álfa-kvíslina niður við bakkan. Ekki vegna þess að það sé neitt “að sjá”, eins og hann sagði, held- ur vegna þess að efri brautin liggur inn í neðri brautina í djúpu gili, og á dimmri nótt eins og þessari, gætirðu riðið milli trjánna út í vatnið áður en þú vissir af og mist af veginum?” “Eg þakka þér, eg skal fara eftir ráðum þínum. Góða nótt.” Að svo mæltu lagði Fred Armathwaite á stað, hann hafð storminn og slyddubylinn rétt í fangið á sér, og snjóflygsurnar hlóðust stöðugt í andlit hans og glöptu honum sýn. Kuldinn og rokið deyfðu hann svo, að hann varð undir áhrif- um einhvers sem líktist martröð sem fyllti huga hans með alslags ímyndum um ný og áður ó- þekt andlit sem hann hafði séð um daginn, virt- ust nú festast í huga hans, en minningar gam- alla kunningja þoka úr huga hans fyrir þeim nýju, þar til allt varð í óaðgreinanlegum graut í huga hans, þar til að hin óljósa mynd sem hann hafði séð við eldin, kom framúr þessum andlitafjölda sem þoka. Hann var nú kominn út úr bænum og reyndi að fylgja vegarmerkjunum. Hann áleit að hótelmennirnir hefðu gert ofmik- ið úr þeim hættum og erviðleikum sem væru á veginum. Stríðið við stormin hafði aukið hug hans og þor. Hann var frískur og hraustur mað- ur, sem ávalt leitaði eftir einhverri áreynslu, svo hann gæti sýnt hvað hann gæti þegar á- reyndi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.