Alþýðublaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 11
Þjóðverjar unnu Svía 19-13 VESTUR-Þ J ÓÐVER JAR sigruðu Svía í útihand- knattleik fyrir nokkru með 19:13. Staðan í hálf- leik var 8:5. Leikurinn fór fram í Oberhausen og á- horfendur voru um 20 þúsund. í bróttafrétti r í STUTTU MÁLI Þá leika Valur og ÍBK ÍSLANDSMÓTIÐ í knatt- spyrnu, I. deild, hefst á Laug- ai dalsvellinum í kvöld kl. 20,30 með leik Vals og íþróttafélags Keflavíkur. Þetta er 49. íslands mótið í röðinni. Frá því móti'ð hófst 1912 hef- ur KR unnið það oftast allra félaga eða 16 sinnum. Fram 13 sinnum, Valur 12 sinnum, í- þróttabandalag Akraness 5 sinn um og Víkingur 2 sinnum. Næstu leikir mótsins verða á sunnudaginn, þá leika ÍBK og Fram á Njarðvíkurvellinum kl. 4 og Valur og Akranes á Laug- ardalsvellinum kl. 20,30. Fyrsti leikurinn á Akranesi fer fram 12. júní og þá keppa Keflavík Guðmimdur Císlason og Akranes, en fyrsti leikurir-n á Akureyri er 3. júlí milli ÍBA og ÍBK. Búast má við geysiharðri bar- áttu á mótinu nú, bæði á toppn- um og ekki síður um sætin í I. deild og ómögulegt að spá neinu um það, hvernig þeirri baráttu lýkur. Á frjálsíþróttamóti á Bislet á mánudagskvöldið náðist all- góður árangúr í nokkrum grein um, þó að þeir beztu væru ekki með í öllum greinum. Steiin Haugen varpaði kúlu 16,07 m., 1 sm. frá meti og nýliðinn Bang Andersen 16,01 m. Átti bezt 15, 15 m. í fyrra. í stangarstökki sigraði Larsen-Nyhus 4,20 m., en annar varð Förde, 4,10 m. (bezt 3,65 m. í fyrra). Franski stangarstökkvarinn Sillon hefur sett met, stökk 4,41 metra. Wi S9 ÍS'LENZKA sundfólkið æfir mikið þessa dagana, enda marg ir stórviðburðir framundan. — Það fyrsta er Sundmeistaramót íslandis, sem fer fram í Hafn- arfirði í byrjun næsta mánað- ar Má foúast við mikilli þátt- töku og góðum afrekum. Næ'sti viðburðurinn. er för Ármenninga til Rostock í Aust ur-Þýzkalandi, en þeir sem fara eru Pétur Kristjánsson, Ágústa Þorsteinsdóttir, Einar Kristins- son og Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, ÍR, sem Ármann bauð með. Fararstjóri verður Ragn- ar Vignir, en þjálfari Ernst Bachmann. Sundfólkið fer utan 29. júní, en mótið fer fram dag- ana 2.—3. júlí og meðal kepp- enda verður margt bezta sund- fólk Evrópu. — Um svipað leyti fer fram Norðurlandamót ung- linga, en ekki' er vitað hvort ’Á Svisslendingurinn Sebald Schnellmann hefur jafnað hið svissneska met Hanni í 200 m. 21,2 sek. 'fc Tveir Iítt þekktir banda- rískir spretthlauparar hafa náð frábærum tímum, Billy Hollis og Taylor Jones fengu báðir 20,6 á 220 yds. (bein braut). Mike Hollingshead, sem einnig er lítt þekktur náði 46,0 í 440 yds., frábær tími. -fc Pólska sundmeistaramótið vlar háð í Ostrowiece fyrir skömmu. Beztu afrek voru: Salamon 56,6 í 100 m. skrið- sundi, Tracz 2:07,4 í 200 m. og 4:36,7 í 400 m. skriðsundi. Werner 2:24,4 í 200 m. bak- sundi, Klopotowski sigraði í 200 m. bringusundi á 1:12,8 og 2:40,9 mín. Hollenzkar stúlkur náðu góðum árangri í 100 m. skrið- sundi í 25 m. Iaug í Eindhov- ens. Gastelaars 1:03,5, Velden 1:04,2 og Posthumus 1:04,2. Sundsambandið sendir kepp- endur þangað, en vonandi fara einhverjir. Síðasti stórviðburðurinn er Olympíuleikarni'r, en reikna má með ,aS 2—4 þátttakendur hafi möguleika á Rómarför úr hópi sundfólks. Ágústa Þorsteins- dóttir hefur nú þegar náð lág- marki Sundsambandsins, Guð- mundur Gíslason er nokkur sek úndubrot frá því í 100 m skrið- sundi og svo 'hafa bæði' Hrafn- hildur og Einar möguleika. Fréttamaður Íþróttasíðunnar, hitti þá Guðmund Gíslason og Pétur Kristjánsson í gærmorg- un, en þeir voru þá að koma af æfingu. Þei'r voru báðir bjart- sýnir um árangurinn, a. m. k. leggur sundfólkið sig fram við æfingarnar, æfir stundum einu sinni og einstaka sinnum tvisv- ar á dag. Si :ólkið æfir Tilboð óskast um raflögn og símalögn í barnaskóla viö Hamrahlíð. Útboðslýsinga og uppdrátta má vitja í skrifstofu vora, Traðarkotssundi 6, gegn 200 kr. skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAR. Frá barnaskólum ; Kópavegs. Börn, fædd 1953, komi í skólana til innrit- unar laugardaginn 28. maí kl. 1—3 e. h, Unglingaskólanum verður sagt upp þriðju- daginn 31. maí kl. 2. Skólastjórar. Áðalfundur Neylendasamfakanna verður haldinn laugardaginn 28. maí 1960 í VR og hefst kl. 2,30 e. h. — Venjuleg aðalfundarstörf, Lagabreytingar, Stjórnin, Tilkynning, I frá sjávarútvegsmálaráðuneytinu um verð á sumarveiddri síld til bræðslu. Ráðuneytið hefur í dag ákveðið, að fengnum tillögum Síldarverksmiðja ríkisins, að verð á sumar- veiddri síld fyrir Norðurlandi og Austurlandi til bræðslu, verði á þessu sumri kr. 1*0,00 fyrir hvert mál síldar. Reynist síld, sem afhent er síldarverksmiðjunum til bræðslu, óvanalega fitulítil, hefur þeim verið heimilað að ákveða lægra verð en að framan greinir fyrir þá síld. Þá hefur ráðuneytið enn fremur heimilað að síld- arverksmiðjurnar taki síld til vinnslu af þeim, er þess kynnu að óska og greiða þá við móttöku 85% af á- ætlunarverðinu, kr. 110,00, og eftirstöðvarnar, ef ein- hverjar verða, þegar reikningar verksmiðjanna hafa verið gerðir upp. SJÁVARXJTVEGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 25. maí 1960. Alþýðublaðið — 26. maí 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.