Heimskringla


Heimskringla - 07.09.1949, Qupperneq 2

Heimskringla - 07.09.1949, Qupperneq 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. SEPT. 1949 Óskar B. Bjarnason efnaverkfr.: LÍFIÐ 1 SJÓNUM Hafið tekur yfir sjö tíundu hluta af yfirborði jarðar eða 361 millj. ferkílómetra. Rúmmál þess er nálægt 1370 milljónum rúmkíló- metra. En það er til lítils að nefna slíkar tölur. Víðátta hafs- ins og rúmmál er svo mikið, að erfitt er að gera sér grein fyrir því. Á umliðnum árum jarðsög- unnar hafa stöðugt borizt föst og uppleyst efni af yfirborði jarðar með framburði ánna til sjávar. __Aldur sjávarins og efnasamsetning Menn hafa reynt að reikna út, hve langt væri síðan sjórinn varð til, eftir magni uppleystra efna í honum og fengið útkomuna 100 milljón ára eða þar um bil. Þetta var um aldarmótin síðustu. Ekki veit eg hvort þessir út- reikningar hafa verið endurskoð- aðir, en mér virðist aðferðin ær- ið vafasöm. Meira en 30 frumefni hafa fundist í sjónum með efnagrein- ingu, og að líkindum finnst þar vottur af flestum, ef ekki öllum frumefnum. Eitt efnasamband yfirgnæfir þó, eins og kunnugt er, nefnilega natríumklórið eða venjulega salt. Seltan í úthöfunum hefur reynst nálægt 35%, nokkuð breytileg á ýmsu dýpi og ýmsum svæðum. í sjónum finnast semsé hin margvíslegustu efni en hann er einnig auðugur að lífi, einkum þó í tempruðu beltunum yfir landgrunninum út frá ströndun- um og annarsstaðar, þar sem grunnsævi er. Jurtagróður er einnig þar til undirstaða lífsins Ef við skoðum sýnishorn af sjó undir smásjánni, sést að sjór- inn er morandi af örsmáum líf- verum, svokölluðu svifi. Svifið heyrir til jurtaríkinu og sumt dýraríkinu og kallast samkvæmt því jurtasvif og dýrasvif. Svifið er mestmegnis einselluverur, sem eru háðar straumum og hreyfingum sjávarins og berast með honum algerlega ósjálf- bjarga. Svifinu tilheyra einnig hrogn fiskanna og nýklaktar lirfur fiska og skeldýra. í sjónum eins og á landi er jurtagróðurinn eða jurtasvifið undirstaða dýralífsins. Sumir hafa ætlað að samanlagt magn jurtagróðurs sjávarins væri engu minna en gróður þur- lendisins. Jurtasvifinu tilheyra ýmis- konar þörungar, svo sem græn- þörungar, brúnþörungar, rauð- þörungar og kísilþörungar, einn- ig svokallaðir flagellatar. Kísilþörungarnir eru mikil- vægasti flokkur svifjurtanna og getur stundum verið svo mikið af þeim að þeir gruggi sjóinn. Svifþörungarnir nota hin ýmsu ólífrænu sölt, sem uppleyst eru í sjónum til næringar og mynda af þeim, ásamt kolsýru sjávarins, hin lífrænu efni, sem þörungarnir eru gerðir af. Þessi starfsemi fer fram með sólarljósið sem orkugjafa, eins og hjá jurtunum á þurrlendinu og er þannig fótósíntesa. Af þessu leiðir, að jurtagróður er mestur í efstu lögum sjávar- ins, þar sem birta nær til. Bakteríustarfsemi mikilvæg Auk hins eiginlega svifs, lifa ýmsar bakteríur í sjónum og er bakteríugróður sjávarins ekki síður mikilvægur en bakteríu- gróður jarðvegsins, t. d. köfnun- arefnisbakteríur, bennisteins- bakteríur og rotnunarbakteríur Ýmsir telja að mikið kveði að starfsemi baktería, sem breyta köfnunarefni, sem uppleyst er sjónum, í leysanleg köfnunar- efnasambönd þ. e. nítröt, sem á- samt fosfötum, ganga fyrst til þurðar í yfirborðslögum sjávar ins, þar sem birta er nægileg til að svifþörungarnir geti vaxið. Nitröt og fosföt eru því tak- markandi næringarefni fyrir sjávargróðurinn eins og gróður landsins. Köfnunarefnisbakteríur eru einkum á dýpri sjávarlögum og verður því sjórinn í djúpunum tiltölulega auðugur að nítrötum Einnig myndast mikil næringar- efni í botnleðjunni, þar sem klofnun lífrænna efna fer fram fyrir starfsemi rotnunarbakter- ía. Það er því mikilvægt skilyrði fyrir lífið í sjónum, að djúpsjór- inn blandist yfirborðssjónum og auki þannig næringarsöltin þeim lögum sjávarins, sem sólar ljósið nær til. Þetta verður eink- um þar sem straumar ná að blanda sjóinn svo sem á land- grunninu við ísland, en svæðið suður og vestur af íslandi er eitthvert auðugasta að lífi, sem þekkist í öllum heimshöfunum. Við góð skilyrði verður vöxtur svifa stórkostlegur Þar sem næringarskilyrði eru góð, getur vöxtur plöntusvifsins orðið feikilega ör og stórkostleg- ur, sjórinn getur t. d. gruggast af kísilþörungum og litast af kísilþörungum eða litast græn af grænþörungum eða litast rauð ur af flagellötum. í íshafinu getur gróðurinn t. d. orðið svo mikill á vorin að. ísinn litast grænn þar sem öldurnar skola gróðrinum upp á hann. Einnig er það þekkt, að sjór- inn litast af dýrasvifi, t. d. er stundum svo mikið af rauðátu á síldarmiðum, að sjóinn litast rauður á stórum svæðum. Svifplöntur sjávarins eru fæða fyrir svifdýrin og aftur fæða fyrir fiska og stærri dýr. T. d. er aðalfæða síldarinnar ýmis- konar krabbadýr, einkum kalan us finmarkikus eða rauðátan, sem sáður var nefnd. Sum botndýr t. d. ostrur og önnur skeldýr, lifa nær ein- göngu á kísilþörungum, bæði sem lirfur og fullorðin dýr. Stærstu skepnur jarðarinnar skíðishvallirnir, sem sumir geta orðið allt að 150. tonn að þyngd, lifa að mestu leyti á svifdýrum. Takið eftir að nytjafiskar og dýr sjávarins, lifa á öðrum fisk- um og minni dýrum og dýr þau a þurrlendinu ,sem maðurinn hagnýtir sér til matar, eru gras- bítir. Undirstaða alls lífs í sjónum verður þá jurtalífið, á sama hátt og jurtagróðurinn er undirstaða lífsins á þurrlendinu. Bláminn er eyðimerkurlitur hafsins Hitabeltishöfin eru fátæk að lífi og litur hafsins á þeim svæð- um er djúpblár. Bláminn er eyði- merkurlitur hafsins. Orsakir þess, hve heitu höfin eru gróðurlítil samanborið við tempruðu höfin og íshöfin, eru margir. Aðalorsökin er að lík- mdum sú, að engin eða lítil lóð- rétt blöndun milli yfirborðsins og dýpri vatnslaga á sér stað, gagnstætt því, sem verður norð- ar og sunnar, þar sem vetrarkuld inn kælir yfirborð sjávarins svo mikið, að yfirborðsvatnið sekkur og hið efnaauðuga vatn úr djúp- unum kemur upp á yfirborðið og skapar skilyrði fyrir mikinn gróður að vorinu og framan af sumri. 2) má nefna að efnaskiptin verða örari við hærra hitastig og þess vegna eyðast næringarefn- in fyrr í heitum höfum. 3) minni forði af nítrötum vegna starfsemi vissra baktería, sem breyta þessum efnum alla leið yfir í köfnunarefni, öfugt við starfsemi köfnunarefnisbakt- eríanna, sem áður voru nefndar. 4) örari rotnun og þar af leið- andi eyðast fljótt ýmis lífræn efni í sjónum, sem annars gætu orðið næring fyrir svifdýr. Það sem efnagreining leiðir í ljós Ef við rannsökum með efna- greiningu hve mikið er af nær- ingarsöltum í yfirborði sjávarins í heitu höfunum, kemur í ljós að mjög lítið er af hinum tak- markandi efnum nítrötum og fosfötum samanborin við það sem er í kaldari höfum. í samræmi við þessar niður- stöður er svo auðvitað það, að mjög lítið veiðist af nytjafiski í hitabeltinu. Einu svæðin þar, sem skilyrði eru fyrir auðugan þörungagróð- ur og þar með fiskveiðar, eru við vesturströnd Afríku og vest- urströnd Suður Ameríku, en þar við strendurnar er stöðugur stráumur af sjó úr djúpum hafs- ms upp til yfirborðsins. Hin sami munur á gróðurbelt- um hafsins kemur í ljós ef athug- Manitoba Birds RING BILLED GULL (Larus delawarensis) Long winged swimmers. In the autumn and winter the adult has head and neck flecked with ashy brown, and has yellow feet. Has a black ring about the bill near the tip. Distinctions: Smaller than other gulls, lack of red and the presence of dark ring on bill, and yellow legs are distinctive. The young are comparatively light in colour, much spotted, tail mottled with extensive subterminal band; dark bill with flesh coloured base. m The adult is light in colour, showing indications of the blue mantle on the back. Underparts nearly pure white, peppered with fine dark bands. Has a sharp white tail; yellow or greenish yellow bill with dark ring; yellow feet and legs, with red eyelids and gapes. Field Marks: Size, ring on the end of the bill and yellow legs are distinctive. Nesting: On the ground or on rocky, stony or marshy shores. Distribution: Across the continent, breeding over most of the eastern and central Canada north to Great Slave Lake. Probably the commonest of the large gulls throughout the intericr, and the one most often seen on or about the lakes and sloughs of the prairie regions. This space contributed by SHEA’S UJINNIPEG BREWERY Ltd. MD-237 aðar eru skýrslur um veiði frá mismunandi svæðum. Raunar er það svo að langmestur hluti sjá- varafurða fæst á norðurhveli jarðar, 30° nbr. í tölum verður samanburður- inn eitthvað á þessa leið: Heildarmagn fiskveiða og hvalveiða á norðurhveli jarðar, norðan 30° nbr., nemur árlega r.álægt 10 milljónum tonna. Á öllu miðbiki jarðar, frá 30° nbr. til 30° sbr. nemur veiðin ár- lega 0.44 miljónum tonna. Og á suðurhveli, sunnan 30° sbr. er veiðin ca. 4 milljónir tonna, en langmestur hluti þess er afrakstur hvalveiðanna. Möguleikar um aukna upp- skeruaukningu með tilbún- um áburði Þar sem jurtirnar í sjónum .eru háðar sömu lífsskilyrðum og sömu ólífrænu næringarefnun- um og landjurtirnar,, hafa menn látið sér detta í hug að “bera á” sjóinn eins og jörðina, auka uppskeruna af nytjafiskum með tilbúnum áburði. Hugmyndin er sjálfu sér góð, en virðist vera óframkvæmanleg. Það þyrfti því lík firn af áburði til þess að nokkru munaði í hinu víðáttu- mikla hafi. Þetta er þó ekki tóm- ur hégómi. Eg minnist þess að tilraunir voru gerðar í þessa átt í skozkum veiðivötnum fyrir nokkrum árum og báru greini- legan árangur. Þarna var um svo takmarkað vatnsmagn að ræða að mögulegt reyndist að auka jurtagróður og þá um leið dýra- líf þess, með tilbúnum áburði. Nú væri hugsanlegt að hag- nýta gróður sjávarins beint, án milligöngu fiskanna, veiða svif- plöntur og svifdýr til manneld- is. Á þessu eu þó ýmsir erfið- leikar, sérstaklega gerir smæð svifsins veiðina erfiða. Svifþörungarnir eu auk þess sagðir heldur slæmir á bragðið — og kísilþörungar innihalda mikið af kísilsýru. Aftur á móti getur maður bú- ið sér til góða súpu úr svifdýr- um ekki ólíka rækjum á bragð- ið. Gerðar hafa verið tilraunir með ræktun svifþörunga í gróð: úrhúsum ef svo má segja, þ. e. ræktun þörunganna fer fram á landi í glertönkum fylltum sjó og næringarsöltun bætt út í sem áburður. Ef þannig er séð fyrir öllum nauðsynlegum lífsskilyrðum þörunganna vaxa þeir og marg- faldast mjög ört. (Frá tilraunum þessum með ræktun svifþörunga er sagt í síðasta hefti tímarits- ins “Úrval”.) Hér ber þó að athuga að kol- vetni- og prótein-þörungar hafa yfirleitt lágan meltanleikafakt- or fyrir menn og eru þess vegna lélegt fóður. Fiskveiðarnar áfram hin aðgengilegasta aðferð En við getum gert ráð fyrir að fiskveiðarnar verði áframhald- andi hin aðgengilegasta og eðli- legasta aðferð til að afla sér fæðu úr sjónum. Þá vaknar spurningin um það hvaða áhrif veiðarnar hafa á fisk stofnana. Um þetta var rætt í síðustu grein í þessum flokki. Það er sem sé aklunna að flestir botnfiskar voru ofveiddir fyrir stríð svo að við eyðingu la. Veiðin hefur aukist aftur á árunum eftir stríðið, bæði á fs- landsmiðum og öðrum miðum. sem fengu einskonar friðun á stríðsárunum. Og nú er hin bljnda tillits- lausa sókn útlendinga á miðin hingað byrjuð á nýjan leik og hættir vafalaust ekki fyrr en ís- landsmið eru eydd. Öllum fslendingum er ljóst hversu örlagarík áhrif slíkt get- ur haft, því það eru fiskimiðin sem gera okkur fært að lifa menningarlífi í landinu. —Þjóðviljinn 7. maí Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Með Hér er um að ræða undrunarvert, nýtt ger, sem verkar eins fljótt og ferskar gerkökur, og á sama tíma heldur fersk- leika og fullum krafti á búrhillunni. Þér getið pantað mán- aðarforða hjá kaupmanninum yðar, í einu. Engum nýjum forskriftum eða fyrirsögnum þarf að fara eftir. Notið Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast nákvæmlega eins og ferskar gerkökur. Einn pakki jafngildir einni ferskri gerköku í öllum forskriftum. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDl Hátíðahöld í Skálhloti Á sunnudaginn kemur gangst Skálholtsfélagið fyrir hátíða- höldum í Skálholti, og eru þang- að velkomnir allir þeir, sem á- huga hafa fyrir því, að þetta fornfræga menningarsetur verði hafið upp úr niðrrlægingu. í sambandi við hátíðarhöldin mun hr. biskupinn Sigurgeir Sigurðs- son annast altarisguðsþjónustu í Skálholtskirkju, en sr. Bjarni Jónsson o. fl. flytja ávörp. Blandaður kór syngur undir stjórn Páls ísólfssonar. Að því loknu mun Matthías Þórðarson prófessor flytja erindi um sögu staðarins, merkileg örnefni og þá forna gripi sem þarna eru. Búast má við að margt fólk héðan úr bænum muni vilja fara austur að Skálholti á sunnud. Er því bent á, að það verður að nesta sig, því að engar veitingar eru á staðnum. Árið 1956 eru liðnar 9 aldir síðan biskupsstóll var settur í Skálholti og fyrsti íslenzkur biskup vígður. Seinna gaf Giss- ur biskup stólnum Skálholtsland með því skilyrði, að þar skyldi ávalt vera biskupssetur, meðan kristni héldist í landinu. Margir þjóðræknir menn hafa fundið sárt til þess hvernig kom- ið er um Skálholt hvernig er- lendir valdhafar, íslenzk örbirgð og hirðuleysi hafa búið að því. Og þar sem nú nálgast mjög níu alda afmæli biskupsstólsins þar, stofnuðu nokkrir þeirra félags- skap í fyrra, sem þeir nefna Skál holtsfélagið. Vill félagið vinna að því, að fyrir þetta afmæli risi þar upp kirkja, samboðin minn- ingu biskupssetursins forna, og að Skálholt verði framvegis að- setur vígslubiskupsins í Skál- holtsbiskupsdæmi, og verkefni þess embættis aukin. Á þann hátt væri hægt að bæta fyrir trúnað- arbrot hinna erlendu valdhaf við fyrirmæli Gissurs biskups fs- leifssonar. Og þá sýndi þjóðin það, að hún kann að virða hin helgustu vé sín. Hátíðahöldin í Skálholti á sunnudaginn eiga meðal annars að vekja og efla áhuga manna fyrir þessu sannkallaða metnað armáli menningarþjóðarinnar ís lenzku.—ísafold. Evening School Opening Evening School will be open- ing shortly and those interested should follow the various news- papers and C.J.O.B. radio pro- grams for announcements. A des- criptive folder giving the course outlines with the registration and commencement dates will be mailed to anyone desiring to en- roll. Prospective students should write or telephone the School Board Offices, 21-891, for a fold- er. Elementary English will be of- fered at Daniel Mclntyre, Kelvin, St. John’s and Isaac Newton High Schools. Those desiring Technical and Commercial Courses should ob- tain a bulletin to determine the registration and commencement dates at each centre. The popular handicraft course conducted at the Strathcona School last year will be opening again this year. The McGregor Street bus leaves Portage and Garry and stops in front of the school. Leathercraft, Ornamental Metal. Woodwork, Sheet Metal and Bookbinding will be offered. Instruction in Clothing will be given in four high school centres Cokery will only be offered at Daniel Mclntyre and Kelvin High Schools. The course on, “Health, Home Nursing and Emergencies,” will be conducted at the new Cana- dian Red Cross Society Head- quarters, Osborne Street and York Ave. The Parent Educa- tion Courses, in conjunction with the Home and School Associa- tion, which commence on Sep- tember 13th (Tuesdays only) will be held in the Gordon Bell High School. Those desiring to know some- thing about the operation and running of their automobiles should attend the Automobile Mechanics Course which is of- fered at the Daniel Mclntyre Collegiate. Elementary a n d advanced Courses in Public Speaking will be offered at Daniel Mclntyre Collegiate as well as Kelvin High School this year. KAUPTÐ HEIMSKRTNGLU— Qtbreiddasta oq fjölbrovttnsta iRlettzk'a vikublaðið •’wiiruwni —ii in ummmíii w n ii ■ m im

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.