Heimskringla - 05.10.1949, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.10.1949, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1949 Heimakringla fStofnuO HU) Cemut út á hverjum miðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerB blaðsins er S3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Vlking Press Limited, 853 Sargent Ave„ Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift tii ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave„ Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1949 Tito Asíu Til Vigfúsar Guttormssonar og konu hans Vilborgar á fimtugasta giftingar afmæli þeirra 1949 Hvað tekur við í Kína? Rís þar upp kommúnistaríki eftir rússneskri fyrirmynd, þegar uppreistarmennirnir eru komnir þar til valda? Menn virðast ekki á einu máli um þetta. Með Rússa stjórnandi bæði í norðvestri og norðaustri í Kína, væri ekki ólíklegt að áhrifa þeirra gætti nokkurs á hina nýju stjórn. Mao Tze-tung foringi kommúnista og sá er völd mun mest hafa innan skamms í Kína, hefir stöku sinnum látið, sem hann væri sá, sem sínu víðlenda ríki mundi einn ráða, en ekki neinir aðrir. Hann talar sem hann hafi engan beig af skýjunum í norðri. En að- farir hans eru þó um margt líkar Stalins. Mál og hugsana frelsi í þeim hlut Kína, sem kommúnistar ráða yfir, er eins takmarkað og í ríki Stalins. í síðustu fréttum frá Kína, er meira látið af skemdum hins mikla flóðs á sumrinu, en áður hefir gert verið. Á komandi vetri, er flestra mál, að hungurdauði vofi yfir meiri og geigvænlegri en nokkru sinni fyr í sögunni. Kommúnista foringinn hefir því alt öðru að sinna, en að þrátta um stjórnskipulag í landi sínu. Verk- efnin liggja í öðru, sem snúa verður sér að, ef vel á að fara. Á sigurför sinni suður eftir landinu, hafa Kínverjar verið að leggja eyra við því er Mao Tze-tung hefir sagt. Þeir vita sjálfir lítið meira en aðrir um hvert nú stefnir. Á Mao hefir verið að heyra, að eining við Rússland sé fyrir öllu og næst því við hin nýju lýðræðisríki. . . En á þessu er lítið að græða. Samkvæmt því gæti bæði um algera sameiningu við Rússland verið að ræða eða full- komið sjálfstæði fyrir Kína, því að fara að dæmi sumra nýlýðræðis ríkja, gæti meint Júgóslavíu eða stefnu Titos mjög vel eða fremur en stefnu nokkurar annarar þjóðar innan kommúnistiska heimsins. Mao Tze-tung verður að láta sig hagsmunamál lands síns meira skifta, en fyrirrennari hans gerði, er lýðríki var fyrst á fót komið í Kína. Geri hann það ekki, bíður hans sama útreiðin og Kai-Shek nú. Iðnaður er mjög takmarkaður í Kína og akuryrkja er enn forn- fálega stunduð. Hvorugt nægir til framfærslu hinni fjölmennu þjóð. Eigi afkoma hennar að batna, þó ekki væri nema að litlu leyti, er þar í eflingu iðnaðar og akuryrkju framleiðslu grettistaki að lyfta. Það er þetta sem meir hlýtur að koma til mála, en samband við Rússa, sem þó glæsilega kunni að líta út sem pólitísk auglýsing, seður ekki hungraða í Kína. Að Asía eignist sinn Tito, eins og Evrópa, er því ekki ólíklegt. Á VÍÐ OG DREIF ATVINNULAUSRA-SJÓÐUR Eitt af því sem Rowell-Sirois- hagfræðisnefndin sem í Canada starfaði milli 1937 og 1940, fór fram á var að tryggingarsjóður til útbýtingar atvinnulausum væri hér stofnaður af sambands- stjórninni. En til þess þurfti að breyta einu atriði í stjórnar- skránni. Var fram á þá breytingu farið við Breta og fékst hún undir eins. Af starfi þessarar nefndar hefir lítið annað verið framkvæmt. Bennett-stjórnin sæla fór fram á nákvæmlega þetta sama 1935, en dómstólar þessa lands sögðu þá, að þetta væri mál sem sam- bandsstjórn kæmi ekki við, eða væri utan verkahrings hennar. Málið var þegar kæft hér sem lögleysa og var kastað út. Því var ekki leyft að fara lengra. En þegar liberal-stjórn fór fram á það, er ekkert í veginum með að senda löggjöfina til Bret- lands. Það er álitið, að einni biljón dala hafi verið varið í Canada til atvinnubóta yfir kreppuárin 1930 til 1935. Þá var enginn atvinnu- lausrasjóðir til. Nú er öðru máli að gegna. Vinnulýður og vinnu- veitendur hafa nú lagt í slíkan sjóð síðan 1940. Sambandsstjórn geymir þessa f jár og útbýtir því. Sjálf leggur hún ekkert í sjóðinn. Nú, árið 1949, er sjóðurinn orðinn 544% miljón dalir. Hann hefir hækkað að meðaltali um 4% mil- jón dali á mánuði, eða um 50 miljón dali á ári. Árið 1930—1931, féll mikið af atvinnuleysiskostnaðinum á sveitir, bæi og fylkisstjómir, þrátt fyrir einnar biljónar fúlgu frá Bennett-stjórninni. Nú er sem ofanskráðar tölur bera með sér, svo mikið fé í sjóði, að úr tveggja eða þriggja ára atvinnu- leysi ætti að vera hægt að bæta. Þarna er því um verulega trygg- ingu að ræða. En hví var hug- myndin dæmd óalandi og óferj- andi á tíð Bennetts? ★ FYRIRLITNING Á VINNU Fyrirlitningin á líkamlegri vinnu gerir íslendingum meira tjón en krabbi og breklar til sam- ans. Búnaðarfélag íslands veitti gömlum vinnumönnum heiðurs- Þetta er formáli með fyrirsögninni “You Started It” Fregnin barst um fjöll og laut og flaug í milli húsa. Bergmálið í björgum þaut: Borga kysti Fúsa. Breyting smáa þurfti á því þó í einu húsi. Boðin þaðan bárust ný: Borgu kysti Fúsi. Gnast í vörum geysi hátt gall um heiminn víðann. Kristnir menn í allri átt altaf kyssast síðan. ▲ Já, margt hefir nú á dagana drifið, frá dögun til sólarlags. • En mest hafa næturnar heillað og hrifið og helmingur eru þær dags. Því þið hafið lagt saman ljósið um daga og ljós ykkar tendrað um nótt, og ljóðað og starfað — það sýnir vor saga, og sannar hinn íslenzka þrótt. Já, víst eru Vilborgar hendurnar hagar og hraustar við hverskonar starf. Og æðrulaus var hún til lands og til lagar; með ljóns hjarta víkings að arf. En Vigfús er alt öðrum gáfum gæddur, hann glápir í heiðoftin blá; þar fuglum og vindum er vegur þræddur það vekur hans söngva þrá. En þeim hefir tekist að tvinna saman og treysta sinn örlaga þráð. Við söng og við strit; við gleði og gaman þau gerðu sig engum háð. Þó samtíðin jafnan sé gjörn á að gleyma að gjalda okkur störfin og ljóð. Mun framtíðin samt ykkar söguna geyma til sæmdar vorri íslenzku þjóð. Albert Kristjánsson arlaust og má þjóðin þakka það jöfnum höndum byltingarlýð sín- um og liðleskjunum. Þátttakan í Atlandshafssáttmálanum getur að vísu orðið Islandi til nokkurs PÍLAGRÍMSFÖR AÐ REYKJALUNDI Frh. frá 1. bls. I ingarnir stóðu betur að vígi fyrir öryggis þó að ófullkomlega sé um gitt leyti Margir berklaveikir málin búið enn sem komið er. | menn efu ekki þjáðari en svo> að Þess má vænta að ríkisstjomm | þdr geta varið nokkrum stund. æski þess að kunnáttumenn frá ... ,,, * um a dag til likamlegrar vinnu. Engilsöxum hefji rannsókn á því j hópi þeifra eru menn með hversu taka mætti landið aftur margskonar skólun Qg fjöl. ef Rússar hefðu hersett Reykía'' breyttri starfshæfni. Sumir hafa átt góða skipulagsgáfu, aðrir ver- , .. , , . , ið ritfærir o. s. frv. Og sameigin- hermonnum. Liðeskiurnar hafa , . . , , , , , , , „ , , J . . | leg reynsla, stundum sar og atak- lagt aherslu a að her væri enginn' , r _. , , ,,,, „ ., , P 6, anleg, færði þetta fólk úr ólík- viðbunaður til varna a friðartim- r _ . . . , um stettum og starfsgremum, um. Þeir emir allra borgara í , . saman í einn vxnahop. Þessi ein- nesskagan í stríðsbyrjun með svo sem 30 — 40 þús fallhlífs- heiminum biðja um innrás með því að neita að verjast sjáfir og t ingartilfinning varð sennilega f'* ennþá sterkar vegna þess, að þeg- banna bandamonnum landsins að .,, ,. . , _ . j ar sjuklmgarnir komu aftur af | berklahælunum, urðu þeir oft og einhverju bættur skaði tveggja undanfarinna ára. Verð hveitis var þá ákveðið 2 dalir mælirinn. En það var lægra en markaðs- verð, svo að nam 20c á hverjum mæli eða á 140 miljón mælum 28 miljón dölum. Um enga uppbót var þarna að ræða. Svo byrjar fjórða árið 1. ág. 1949. Ennþá var vonast eftir upp- bót, við lok samningsins. Bretar lofuðu að greiða 2 dali fyrir hvern mæli hveitis á þessu ári, fyrir 140 miljón mæla eins og ákveðið var í samningnum. En nú er útflutt hveiti eftir alþjóða samningi reiknað á $1.50 —$1.80 mælirinn í bandarískum dölum, en Breta og Canada-samn- ingurinn eftir dollar Canada. Með falli á Canada-dollarnum, hækkar hveitiverðið eftir alþjóða samningnum í þessu landi um 10%, og verður $1.69 til $1.98. En nú er markaðsverð $2.40. Eftir dúk og disk hefir mx með 20 centa verðfalli á pening- um skuld Breta eftir samningi minkað á þessum 140 miljón mæl- LANDVÖRN verðlaun fyrir áratuga þjónustu, ýmist stafprik eða svipu skaft. uni) d þessu ári svo að hún nemur Mannfélagið byggir yfirleitt á ekki mikið yfir 2c á hverjum þessum grundvelli. Sá hluti þjóð-| mæli> En til fyrri ára nær það arinnar, sem vinnur að framleið-: ekki- Og farið eftir markaðs- slustörfunum, er settur á hinn verði> er tapið enn óheyrilegt. Það er nú útlit fyrir, að verð óæðri bekk. Það er “almúgi” bílasalans eða “kúasmalar”, upp- skafningsins við skólapúltið. — Aldrei er neitt sagt til að bregða fyrir augu æskumannsins yndi og virðuleik framleiðslustarf- anna. — Hver sú þjóð, sem grefur undan virðingu framleiðslustarf- anna dauðadæmir sig og börn sín. —Landvörn — J. J. •* HVAÐ LÍÐUR HVEITI VERÐI? Hvað verður nú um verð á hveiti, eftir lækkun sterlings- pundsins? Eins og kunnugt er, var gerður samningur um bind- andi hveitverð við Bretland 1. ág. 1946 og aftur árið á eftir. Tap bænda Vestur-Canada nam bæði árin 329 miljón dölum. Á þriðja ári samningsins var Landvörn heitir lítið fjögra blaðsíðna vikublað, sem gefið er út í Reykjavík. Það er talið blað óháðra borgara. Eru ritstjórar þess Jónas alþm. Jónsson og Helgi Lárusson. Blaðið má hik- laust telja eitt af bezt skrifuðu íslenzkum blöðum og gætir víða í því hins bjarta og fasta stíls Jónasar alþingismanns. All-gott yfirlit yfir innihald blaðsins og sýnishorn stefnu þess, teljum vér pistla þá, sem hér fara á eftir, skrifaðir af Jónasi og birtust í Landvörn 22. ágúst s. 1. en nú er nokkuð á annað ár komið frá því er blaðið hóf göngu sína. — Ritstj. Hkr. Jónas Jónsson: HEIMA OG ERLENDIS beita vörnum fyrr en stríðið er hafið. Eins og nú er komið málum geta íslendingar beðið um þá hjálp, fyrr en í ótíma er komið. Ráðuneyti Stefáns Jóhanns Forráðamenn Framsóknar hafa með hættulegri pólitískri leik- fimi knúið fram vetrarkosningar og er þó mjög varbúnir. Engu skynsamlegu kosningaefni er hreyft og verður varla úr þessu. Stjórn Stefáns Jóhanns hefur ekki ráðið við dýrtíðina né ofsa kommúnista í verklýðs- og vinnu- málum. En stjórnin hefur sann- að með nálega þriggja ára lífi ! sínu, að ekki þarf að hafa full- ! trúa Rússa í landstjórn á íslandi. ! Á þessum árum hafa verið stigin 1 happaspor í utanríkismálunum. ísland, hefur tengt samstarfs- bönd af mörgu tagi við frjálsu löndin og rofið háskaleg tengsli við kúgunarríkið þó að þar sé enn mikið óunnið. í samgöngumálum hefur tekist að koma strandferð- unum í mjög gott horf og bjarga Reykjavík með Krísuvík- | urveginum frá mjólkurhallæri og bændum í stærstu byggðinni frá háskalegri innikróun í snjóa- vetrum. Fluttu austanbændur eftir þeim vegi bjargræði fyrir sig og Reykvíkinga daglega í tvo mánuði, þannig að veltan varð 70 þús. kr. hvern dag. Eins og á- stæður eru nú í landinu mun þjóðin búa að þessum tveim um- bótum í einn mannsaldur. Ve trarkosni ngar Kosningarnar snúast raunveru- lega um hvort landið og þjóðin eigi framvegis að vera austan eða vestan járntjaldsins. Kommunist- ar vinna markvíst að framgangi sinnar stefnu. En borgaraflokk- arnir og blöð þeirra lýsa engri stefnu heldur hnotabítast eins og börn í vöggustofu. Á fundum flokkanna eru keyptir leikarar, söngpípur og trúðar til að skemmta háttvirtum kjósendum. Leiðtogar bíða eftir fyrirlagi frá kjósendum en borgararnir vilja kornvöru fari lækkandi um skeið. Tækifærin fyrir bændur verða færri á komandi árum fyrir hátt verð á hveti. Þau eru liðin hjá. Á meðan þau buðust, voru bændur svo óheppnir að hafa í þessu landi stjórn við völd, er ekki gat með hveitisölumálið öðru vísi farið en þannig, að bændum yrði í stór óhag. Uppbótar á því tapi er einskis að vænta. Sambands- stjórnin gerði sér mat úr hin'u gullna tækifæri bænda. Á ársfundi íslendingadags- nefndar s. 1. mánudag fór fram kosning og voru allir þeir, er tímabili sínu höfðu lokið, endur- kosnir. Nefndin er því sú sama og á fyrra ári. Af fjárhag dagsins var alt hið vonast eftir, að bændum yrði að bezta að segja. Óvenjuleg framsýni Klukkutíma eftir að Truman undirritaði varnarsáttmála hinna frjálsu þjóða, bað hann þingið í Washington að leggja fram rúm- lega 1400 milljónir dollara til kð hjálpa þeim þjóðum í Asíu og Evrópu, sem eiga á hættu ófrið frá hálfu Rússa. Skyldi nota féð til að efla landvarnir þjóðanna móti innrás. Adrei fyrr í sögu heimsins hefir auðugt stórveldi lagt á sig óhemju þungar byrgð- ar til að rétta við atviftnulíf og landvarnir bandamanna sinna, eftir eða fyrir styrjöd. Forráða- mönnum Bandaríkjanna er ljóst að Rússar búa yfir nákvæmlega samskonar vélræðum eins og naz- istar, og að þeir hef ja stríð til að ná heimsyfirráðum, þegar þeir halda að sigur sé auðfenginn. Forusta Bandaríkjanna í heims- málum byggist á því að efla frjálsu þjóðirnar svo mjög um atvinnu, samheldi og herbúnað, að Rússar telji óráðlegt að hefja árásarstríð og að þeirra bíði sömu forlög og nazista, ef þeir kveikja eldinn. Þarf að biðja um rannsókn ísland er enn algerlega varn- tíðum að hálfgerðum útlögum úr þjóðfélaginu. Þeim gekk erf- iðlega að komast að vinnu, og til þess lágu tvær orsakir. Sumir voru blátt áfram smeikir við þá vegna smitunarhættu. Hin ástæð- an hefir þó valdið meiru. Það var getuleysi sjúklinganna sjálfra til ! að taka að sér störf við hlið hinr.a heilbrigðu, meðan þeir voru hvorki nógu veikir til að vera alveg á sjúkrahúsi né nógu heil- brigðir til að taka á sig byrgðar á við hvern mann. Eg veit ekki, hver fyrstur átti hugmyndina að stofnun Berkla- varnafélagsins, en með því var fundin hin rétta leið til fram- kvæmda. Þá voru menn ekki leng ur jafnháðir þeim, sem ekki höfðu sjálfir verið í þeirra spor- um. Kórónan á starfi félagsins er vinnuheimilið Reykjalundur í Mosfellssveit. Ekki alls fyrir löngu áttum við hjónin þess kost að koma að Reykjalundi, og verður mér sú heimsókn lengi minnisstæð. Mér fannst það vera einskonar píla- grímsför á helgan stað. Vinnu- heimilið er stofnað 1938, en hef- ir smám verið að stækka og full- komnast. Nú eru þar ll íbúðar- hús nokkrir vinnubraggar og eitt stórhýsi, mjög fullkomið, í smxð- um. Vistmenn munu vera um 60 talsins, en auk þess eitthvað af heilbrigðu fólki við sérstök störf. Deginum er skipt niður í tíma- bil, til vinnu, hvíldar og máltíða. Við gengum skála úr skála og sá- um fólk við hin fjölbreyttustu störf. Þarna eru smíðuð skóla- borð í stórum stíl, rúmstæði leik- föng, og margt fleira. Á einum stað er komið inn í saumastofu, þar sem kvenfólkið er önnum kafið við kjólasaum. fbúðarhús- in á Reykjalundi hygg eg að séu til sérstakrar fyrirmyndar, og ef til vill sýnir fátt betur, hve góð- an skilning forgöngumennirnir hafa haft á þörfum fólksins, sem heyra rödd foringjanna. En alliriÞarna a a^ dvelja. ^ennilega er þegja. Þó er margs að minnast. Ríkisskuldirnar eru 200 milljón- ir þar af 60 erlendis Ríkisábyrgð- ir eru 400 milljónir. Erlendar þjóðir ganga frá viðskiptasamn- fátt, sem mönnum svíður sárar á venjulegum sjúkrahúsum en að vera aðskilinn frá heimilum sín- um. Á Reykjalundi hgfir verið farin sú leið, að vistmennirnir ingum af því að vörurnar eru of | í litlum húsum, þar sem all- dýrar. Stórfelld verðlækkun á ur bragur getur verið svipaður fiski og lýsi sýnileg. Dýrtíðin °g a venjulegum heimilum. Allir hér nálega þreföld í samanburði1 fara að vísu út til máltíða á ein- við Noreg, en embætta bákn þjóð-1 um og sama stað, en heima fyrir arinnar langsamlega úr hófi að ] er þó alltaf hægt að hella upp á mannatölu. Krónufall, sem | könnuna við og við, rétt eins og mundi leiða til eyðileggingar , hvar annars staðar á landinu. Og allra inneigna í sjóðum og bönk-1 fólkið getur búið híbýli sínu um er yfirvofandi ef ekki gerist ( myndum og smámunum, hver eft- kraftaverk. Forráðamenn borg-1 ir sínum smekk. Allt miðar þetta araflokka ættu að nota vitsmuni ^ að því, að hjá fólkinu vakni til- sína, þekkingu og kjark, taka | finning fyrir sjálfstæðu, óháðu kjósendur í trúnað fram að vet- urnóttum og byggja skynsam- lega viðreisn á þeim umræðum. /• /• Séra Skúli Sigurgeirson mess- ar á ensku að Langruth, sunnu- daginn 9. október, kl. 2 e. h. * * * Þakkargjörðarhátíð í Lútersku kirkjunni á Lundar, næsta sunnu- dag, 9. október. Guðsþjónusta kl. 2.30 e. h.; samkoma undir stjórn kvenfélagsins að kvöldinu. R. Marteinsson og löngun til að skapa sér lífi eðlilegt umhverfi. Stundum dofn ar sú löngun á venjulegum sjúkrahúsum. Félagslíf í Reykjalundi mun vera gott, og á vetrum er eitt og annað gert til þess að létta á hug- anum og hefja hann yfir annir dagsins. Þá eru sameiginleg kaffikvöld, kvikmyndasýningar og annað af því tagi. Bókasafn stofnunarinnar er óðum að eflast. Læknir stofnunarinnar er Oddur Ólafsson, sem er lífið og sálin í ölluni framkvæmdum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.