Heimskringla - 05.10.1949, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.10.1949, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGL/I WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1949 Alma Crosmont Þýtt hefir G. E. Eyford Það var sem hún hefði ofboðið kröftum sín- um með að þrýsta hendi læknisins og bjóða hon- um að setjast á stól hjá sér, svo dró hún djúpt andan og stundi, og lét hendina falla máttlausa niður, eins og kraftar hennar væru þrotnir. “Já.svona líður mér í dag,” sagði hún og opnaði augun, en lét þau strax aftur, eins og til að gefa til kynna hve máttfarin hún væri. Hann tók um úlnlið hennar og talði æða- slögin, og gat næstum hlegið upphátt við að komast að því, að þetta var alltsaman uppgerð og leikaraskapur frá hennar hendi. Eins og hann sat, sneri hann bakinu móti birtunni, sem féll á hana, svo hún gat ekki séð vantraustið, sem var í andlitssvip hans. “Eg sé,” sagði hann með viðeigandi alvöru, “að þetta tilfelli þitt, er Ajög alvarlegt.” Eins sniðug og hún var í að dylja sig, þá var þó þessi yfirlýsing heldur mikið fyrir hana. Hún opnaði augun alt í einu og leit á hann með barnslegri einfeldni, sem aðeins er til í bláum augum, og spurði hann undrandi, hvað hann héldi að gengi að sér. “Það er einmitt sem eg vildi vita,” svaraði hann. “Það getur verið geðshræring, alvarlegs eðlis, sem hefur kanske gengið svo nærri þér, að það hefur bugað krafta þína.” “Alveg ágætt,” sagði hún í vonbrigðis róm. “Finnurðu ekki að eg hef mikin hita í blóðinu?” Hún rétti honum hendina aftur, og til að gera henni til geðs tók hann á slagæðinni aft- ur. En hann hristi bara höfuðið. ‘,Þú ert bara í æstri geðshræringu. Það er ekkert annað að þér.” “Æstri geðshræringu! Nei, eg er viss um að það er ekki mögulegt. Það er aldrei nein ástæða til slíks hér. Eg vildi bara að einhver vildi koma og kveikja í Crags. Þá hefðum við að minsta- kosti skemtun eina nótt.” Hún sagði þetta í æs- ingu, og öll merki til þreytu og dáðleysi hurfu sem snöggvast. En svo hugsaði hún sig um aft- ur, og lét sig falla til baka með lokuð augu. Dr. Armathwaite sagði eftir litla umhugsun: “Kanske þú hafir ekki sofið rétt vel í nótt?” “Nei, eg sef aldrei vel hérna,” svaraði hún styggt. “Þú ættir að leika boltaleik dálítið meira en þú gerir, og renna þér á skautum og ríða út á hverjum degi. Þú þarft að hreyfa þig svo mikið að þú verður þreytt — og eg er viss um að þú þolir að gera talsvert mikið af því, án þess það geri þér nokkuð ilt— og svo sefurðu á nóttunni eins vel og sjösofandi.” “Hvernig geturðu sagt, að eg sé fær um að gera þetta, þegar þú þekkir ekki líkamsásig- komulag mitt? Dr. Peel, sem þekti mig svol vel, sagði aldrei neitt slíkt við mig.” “Enginn gamall læknir hefði gert það axar- skaft að láta fullfríska konu, sem endilega vildi vera veik, vita að hún væri hraust eins og hest- ur.” En þó Dr. Armathwaite vissi vel, að hann brúkaði ekki hina vanalegu aðferð lækna, þá hafði hann sína ástæðu til að láta hana vita, að hann væri ekki læknir, sem ætlaði að hjálpa henni til að drepa tímann. Hann sagði þessvegna bara, að það væri satt, að hann gæti ekki dæmt um það, aðeins eftir útliti, en það væri sjaldgæft, að heilsubilun og geislandi og fjörleg augu, og hraustlegur hörundslitur færu saman. Hún var ekki sem ánægðust með þetta. “Er ekki húð á tungunni minni?” spurði hún, sem síðustu tilraun, og sýndi honum tung- una, sem hafði sinn rétta og eðlilega lit. “Nei,” var hann rétt búinn að segja: “því miður er það ekki,” en hann gætti sín í tíma. “Eins og eg sagði áður, þessi heilsubrestur þinn stafar af geðsóró,” sagði hann, “og það hefir þau áhrif á þig, að þú getur ekki annað en haldið þú sért líkamlega veik.” Hún leit ofan fyrir sig og stundi. “Eg hef margar sorgir og mótlæti,” svaraði hún, “en mér kemur auðvitað ekki til hugar, að íþyngja nokkr- um lækni með að telja það upp. En þegar eg fæ þessi máttleysis og þreytu köst, sem valda því, að hin minsta áreynsla virðist ætla að yfirbuga m'g — þegar eg finn, að matarlyst mín er svo mismunandi á mismunandi tímum, ó, eg sagði þér það ekki! Til dæmis í gær borðaði eg þrjú egg með morgunmatnum, en í dag gat eg borðað bara eitt. Það sýnir að eg er að missa lystina, er það ekki?” Dr. Armathwaite fanst þessi matarsaga hálf brosleg, en sagði þó alvarlega, að ef hún vildi fylgja ráðleggingum sínum, taka sér langan göngutúr, þá sagðist hann halda að hann gæti fullvissað hana um, að hún gæti borðað tvö egg í fyrramálið. Hún hirsti höfuðið vonleysislega. “Heldurðu Dr. Armathwaite,” byrjaði hún að segja og rétti hendina yfir höfuðið til að laga kniplingana sem héngu niður á enni hennar, “af því að þú sást mig svo hressa og káta í gær, að það sé mitt eðlilega ástand, og að þessi þreyta sem eg er að kvarta um í dag sé bara ímyndun ein?” “Að minsta kosti fór þér það svo vel, að það yrði erfitt að halda annað en það væri þér eiginlegt.” “Það er virkileg ánægja fyrir mann hér í þessu afskekta plássi að mæta manni, sem getur talað fáein orð á réttan hátt. Eg held líka að glaðværðin væri mér eiginleg, ef eg bara væri hamingjusöm”, hún þagnaði, svo sagði hún: “og eg held það sé eins og þú segir, að það stafi af því að eg er ekki hamingjusöm, en ekki líkam- legur sjúkdómur, sem gengur að mér.” Hann hafði ekki sagt það, og ekki meint það, en þetta var byrjun til þess að hann fengi að vita meira um hagi hennar, en hann gætti þess að koma í veg fyrir það. “Eg býst við,” sagði hún með sorgarsvip, sem fór henni vel, “að fólk haldi, að eg hafi alt sem eg get óskað mér; og það er engin vafi á því að eg hef flest sem maður getur óskað sér. Eg hef stórt ljótt hús, sem fólki líkar ekki, og mann, sem eg mótmælti ekki, þegar eg var gift honum, og sem eg hef bara eitt út á að setja. En þetta eina er líka örlagaþrungið.” Það varð svo dálítil þögn, og Dr. Armathwaite stóð þar með lotn- ingar og alvörusvip, en sagði ekkert. “Hann fer með mig eins og barn. Hann hvorki trúir mér né treystir.” Dr. Armathwaite varð alveg hissa að heyra þetta. Hann hugsaði til þess hve lávarðurinn hfaði boðið hann hjartanlega velkominn, sem var vegna augnabliks kynningar sem lafði Kil- donan hafði haft af sér á hinn óvanalegasta hátt. Þegar hann hugsaði um þá vináttu sem lávarður- inn hafði sýnt bernsku leikbróður hennar, þá virtist honum þessi ásökun hennar, ekki einungis ástæðulaus, heldur blátt áfram fjarstæða. “Eg held”, sagði hann vingjarnlega, en í fullri alvöru, “ að hér sé um sjúkdóm að ræða,. sem eg get læknað. Ef einn af sjúkdómum þín- um er sú ímyndun, að maðurinn þinn hafi ekki fullt traust til þín, þá get eg huggað þig með því að fullvissa þig um, eftir minni persónulegri þekkingu á því að þú hefur enga ástæðu til að óttast það.” “Þú skilur mig ekki,” sagði hún og sneri sér í stólnum, svo að hennar stóru bláu augu ljóm- uðu sem stjörnur á sumar nótt. “Þegar eg skýri frá kringumstæðunum að giftingu okkar, þá skilur þú hvað eg meina. Eg var bara barn og erfingi að öllum eignum föður míns, sem voru mjök miklar. Faðir minn vildi, eins og búast mátti við, gifta mig einhverjum, sem kynni að gæta hagsmuna minna og sjá um að eignanna væri sem best gætt og verndaðar; Það var auð- velt að skilja það. En er hann ályktaði, að Kild- onan lávarður, sem svo að segja átti enga pen- inga yrði maðurinn minn, var hann svo ánægður með valið, að hann afhenti honum eignirnar með- an hann lifði, svo hann gæti gætt þeirra fyrir mig og börn mín, ef eg eignaðist börn. Svo þú skilur að eg verð að sækja til hans hvert eyris virði af mínum eigin peningum, sem eg þarf að brúka.” “En lávarðurnn lætur þig vissuelga hafa allt sem þú óskar eftir?” “Já, eg er eins og barn, sem maður kaupir brúðu handa, fyrir dollar, en maður lætur barn- ið ekki fá dollarinn til að kaupa brúðuna sjálft. Hann er altof samviskusamur til að neita að gefa mér nokkuð sem eg bið hann um, en hans skozka fastheldni og reglusemi veldur því, að hann fær mér aldrei peninga í hendur og segir: “Hérna; keyptu nú það sem þig langar til.” Eg skil að þér munu finnast þetta ekki mikið til að kvarta yfir, en það er ergilegt, ólýsanlega ergilegt, þeg- ar þetta á sér stað dag eftir dag og mánuð eftir mánuð, jafnvel þegar bara er um smámuni að ræða, og þegar það eru mínir eigin peningar.” Dr. Armathwaite gat ekki neitað því, að það gæti verið særandi, og hann sá á gremju og fyr- irlitningar svipnum á andliti hennar og skoðaði þetta sem óbærilegt böl og óhamingju. “En það er heppilegt,” sagði hann ,hug- hreystandi, “að þú býrð hér, að þá getur sú ó- hamingja, sem þú talar um, ekki verið mjög mik- il, því þú getur ekki keypt neitt hér, því það er ekkert hér að kaupa.” Nú hafði hann loksins fundið ástæðuna fyr- ir óánægju hennar. Hún þaut upp úr stólnum, knipplinga sjalið féll af herðum hennar, og hið fagra hár hennar féll laust yfir andlit hennar, brjóst og herðar, og hún nötraði af geðshrær- ingu og gremju. “Nei!” sagði hún æst, og stundi þungan, og eldur brann úr augum hennar. “Hér er ekkert að kaupa og ekkert að sjá og ekkert að gera. — Það er það líf, sem eg er dæmd til að lifa, að vera hlekkjuð við mann, sem skilur ekki, að eg verð að gera eitthvað, að eg er ung og þrái skemtanir. Eg get ekki sökt mér ofan í málfræðis grufl, og þvíumlíkt. Eg þrái líf og fjör í kringum mig, — ekki þetta leiðinlega stöðuvatn og þessar leiðin- legu heiðar. Eg hleyp í burtu einhvem daginn til að gerast leikkona, eða kennslukona, eða eitt- hvað þvíumlíkt; allt er betra en þessi, hræðilega tilbreytingarlausn tilvera. Það er eins og að vera jörðuð lifandi meðal dauðra líka.” Hún stóð upp skjálfandi og dró þungt and- an, sem stafaði af geðæsingunni; hún horfði nú ekki á hann, en sat og horfði framundan sér með svo æsta þrá í augunum, að það var auðsjáanlegt að hún var á valdi bæði virkilegrar og ímyndaðr- ar æsingar. Hvort það var bara óákveðin þrá eft- ir að komast út í hringiðu glaðværðarinnar og skemtananna, var erviðara að ákveða; og Dr. Armathwaite, sem hafði ástæðu til að efast um einlægni hennar, veitti henni athygli með undr- un og forvitni, er hún þaut upp úr stólnum, og gekk að glugganum og dró gluggatjöldin til hlið ar, opnaði gluggan og teygði sig út í hið kalda loft úti fyrir. “Veistu ekki, að það er mjög ógætilegt af þér að gera þetta!” sagði læknirinn og fór á eftir henni. Hún sneri sér snökkt við, og er hún hallaði sér uj>p að gluggakarminum, svo að knipplinga- slörið féll af höfði hennar, og hið fagra hár hennar flaxaðist nú úfið um háls og höfuð henn- ar; hún starði sínum blikandi augum fast á hann og sagði: “Ef eg er ekki ljót, svo skal eg verða ljót. Þá færðu rólega samvisku, oj þú getur sagt við manninn minn, að hann verði að fara burt með mig héðan eða sjá mig dauða.” Hún hvæsti þessi síðustu orð út úr sér í taumlausri geðshræringu. Aldrei hafði hennar hrífandi fegurð verið meir tælandi, meir ómót- stæðileg en nú. Það var ekkert sem vantaði á hennar algjörðu andlits fegurð og yndisleik. Þessi mikla æsing sem hún var í, gerði kinnar hennar rjóðar og augun skutu eldingum, og svo hvernig hún stóð, með vinstri handlegginn útrétt an yfir gluggan til að halda honum opnum, en með hægri hendinni hélt hún fast í gluggatjöld- in, hátt yfir höfði sér. Það var eins og andlit Dr. Armathwaite breyttist við að horfa á þessa sýn og hann nærri því sypi hveljur við að horfa á hana. Þó lafði Kildonan væri í mikilli æsingu, sá hún hvaða áhrf hún hafði haft á læknirinn, og lét sínar upplyftu hendur falla niður með síðunum og laut sínu fagra höfði — er hún allt i einu setti á sig auðmýktar svip. Það komst örari hreyfing á blóðið í æðum unga læknisins, það voru komin fram á varir hans eins ástríðufull orð og hún brúkaði, er allt í einu, áður en hann gat nokkuð sagt, áður en hann gat hreift sig, bar skugga fyrir augu hans, og hann sá, ekki hina fögru leikkonu fyrir sér, með sínar ástæðulausu harmatölur og tilgangslausu svigurmæli, heldur göfugt ungt andlit með sorgarsvip, með blíð- augu full af viðkvæmni og ástríki, og á hinum mjúku vörum hennar lá ennþá þetta hræðilega orð: “Ó! Ned!, eg held þetta ekki út lengur! — Látu mig fara í burtu!” Þessi sýn hvarf strax, en það gerði hann kaldan og rólegan að þessi mynd bar fyrir augu hans, svo hann sneri sér móti lafði Kildonan með strangan alvöru svip á andlitinu, og stóð hreifingarlaus. “Hvað gengur að þér? Að hverju ertu að gá?” spurði hún óþolinmóðlega, er hún, með undrun, tók eftir hinni miklu breytingu sem allt í einu var orðin á honum. "Eg sá að Mr. Crosmont var að koma upp að húsinu einmitt á þessu augnabliki,” svaraði hann. “Og eg var að hugsa um hve ólíkt þetta fagra heimili þitt væri heimili Mrs. Crosmont, enda hefur hún eftir öllu útliti að dæma, engu minni ástæðu en þú, að vilja fara í burtu!” Lafði Kildonan skelti glugganum hranalega aftur. Hann sá að hún var fjúkandi reið, og er hann fann að nærvera sín var ekki til að gera hana rólega, tók þann upp hanska sinn sem hafði fallið á gólfið, og var tilbúinn að fara viss um það, að hún mundi ekki biðja sig aftur að skrifa meðala ávísun fyrir ímyndunar veiki sinni. En hún var of reið til þess að gæta hygginda. í stað- in fyrir að láta hann fara, með stuttri kveðju, sem hún hugsaði sér fyrst, stansaði hún hann er hann var komin fram að dyrunum, og sagði: “Eg sé, að þú ert stórkoStlega hrifin af Mrs. Crosmont.” “Eg hugsaði til Mrs. Crosmont, sem lækn- ir, en ekki sem aðdáandi hennar. Hún lítur út fyrir að vera veik og vansæl.” “En eg geri það kanske ekki! Hingað til hef eg ekki notið samhygðar né hluttekningar í sorgum mínum og áhyggjum, af neinum.” “Eins og læknir lítur á það — nei! En sem prívat maður, sem þú og lávarður Kildonan hafa tekið vingjarnlega á móti mér, þá verð eg —” “Já, já, auðvitað. Þú finnur þig gagntékin af umsorgum fyrir lafði Kildonans velferð og hamingju. En vildir óska að taka Mrs. Crosmont undir þína læknishendi.” “Já, það sannarlega vildi eg.” “En segðu mér, vildir þú, sem læknir eða vinur hennar finna nokkurn galla við það kalda hluttekningarleysi sem hún sýnir manninum sínum í erfiðleikum hans — erfiðleikum, sem gera mig, sem bara er gömul vinkona hans, nærri því brjálaða af örvæntingu, er eg hugsa um, að eg með alla þá peninga, sem að nafninu til heyra mér, hef ekki svo mikið sem fimm punda seðil, sem er virklega mitt, til að hjálpa vesalings manninum með út úr vandræðunum.” Hún var mjög alvarleg og gaf til kynna að hún hefði hina innilegustu samhygð með mann- inum. Læknirinn sá strax að hún lét sér mjög umhugað um þennan mann. “Kalt kæruleysi”, var sannarlega ekki oj-ð, að viðhafa í sambandi við Alma Crosmont, en hann lét sem hann heyrði það ekki. “Það er mjög slæmt,” sagði hann. “Þú skilur, eg þori ekki að biðja manninn minri um peninga handa honum, því hann væri vís með að halda, ef ráðsmaðurnin sinn væri í peningakröggum fyrir illa meðferð, þá mundi hann taka hart á því, og hugsa að vesalings Ned, hefði meðhöndlað hans fjármál eins illa og sín eigin.” “Já, það væri ekki nema eðlilegt,” svaraði læknirinn. “Það er ekki satt. Hann hefir bara spekúl- erað með sína eigin peninga held eg, en eg vcit að hann er fjarska samvizkusamur með peninga húsbónda síns. Hann vill ekki einu sinni láta mig fá fimm punda seðil, sem eg bið hann um, þó það sé þegar hann er að kalla inn landskuld- irnar og renturnar, til að leggja þá peninga inn í bankann í Liverpool.” Dr. Armathwatie var meir en lítið hissa á þessu. “Hver gæti trúað því, að nokkur maður á þessum afskekta hluta landsins yrði gripinn af fjárhættuspilasýki,” sagði hann. “Ó, fólk sendir út auglýsingar um allslags gróðabralls fyrirtæki, í námum og félögum og því um líku, og vesalings Ned fær það inn í höfuðið, að hann geti orðið stórríkur á einni viku.” “En getur þú ekki beitt þínum áhrifum til að sýna honum fram á, hve heimskuegt það er?” “Ó, mín áhrif, hver eru þau? Eg held líka að konan hans hvetji hann til þess, og það hefir auðvitað mest að segja.” Dr. Armathwaite fór nú að verða grunsam- ari en áður. Lafði Kildonan hafið ekki sest nið- ur, en gekk óþolinmóðlega fram og aftur um gólfið, svo stansaði hún loksins fyrir framan hann og hélt upp báðum höndunum. “Hugsaðu bara”, sagði hún í lágum róm. “Ef eg hefði nokkur áhrif á hann þá væri hann ekki í þessum kröggum, og eg hefði þá ekki þurft að selja hringina af fingrunum á mér til iþess að hjálpa honum. Eg segi manninum mín- um, að eg kæri mig ekki um að bera gullstáss — hann heldur að þessir skrautmunir, sem eg bar einu sinn, séu læstir niðrí kommóðu. En það er ekki tilfellið. Eg seldi þá fyrir löngu síðan til að borga með skuldir Neds.” “En hvernig gastu selt þá, án þess að mað- urinn þinn vissi um það?” “Ned fer til Liverpool einu sinni í mánuði, og stundum oftar í viðskifta erindum fyrir manninn minn. Hann seldi munina.” “Til að borga með sínar eigin skuldir? Það var skammarlega gert.” “Segðu honum ekki það, sem eg hef sagt þér,” sagði hún hrædd við hvernig læknirinn tók undir það. “Eg get fullvissað þig um, að það er allt í góðu lagi múna. Eg sagði þér þetta til að sýna þér, að eg er ekki hjartalaus manneskja, eins og þú virðist að halda eg sé. Geturðu nú ekki skilið því eg vil komast héðan í burtu — burt frá þessum leiðinlegu svikum, sem eg er neydd til að hafa frammi og hinum mörgu smá lygjum og afsökunum, sem valda því, að eg skammast mín að líta framan í manninn minn. Hann kemur hingað eftir eina eða tvær mínútur. Hann kemur altaf til mín rétt fyrir kl. 11 til að bjóða mér góðan daginn. Viltu ekki reyna að fá hann til að fara með mig eitthvað héðan í burtu, til París eða suður Frakklands, og þá yrði hann sjálfur miklu hraustari, eins og hann var áður. og að eg fengi eins góða matarlyst og eg einu- sinni hafði; og er við komum aftur, gætum við lifað saman í hinu ástúðlegasta hjónabandi.” ‘Ef þú getur ekki fengið hann til að gera það sjálf, lafði Kildonan, þá er eg hræddur um að aðrir geti það ekki. Hvað heilsu mannsins þíns áhrærir, þá er það mín meining, að þú haf- ir það að öllu leiti í þinni hendi. Ef þú gætir fengið hann til að hætta að stúdera á næturnar, og ef þú vldir taka hann með þér á þína löngu keyrslu túra, þá mundi það ekki, eins og þú ert hrædd um, verða of ervitt.fyrir hann, það mundi fríska hann upp, og gera hann mátulega þreyttan til þess, að vilja heldur fara að sofa, en sitja uppi við þessa drepandi og ónauðsynlegu nætur vinnu sem hann gerir svo mikið að.” Lafði Kildonan gat ekki leynt því, hve illa að henni líkaði þessi ráðlegging. “Maður skyldi bara halda,” sagði hún sár ergileg, “að þessi tilhneiging hans að vinna á næturnar sé mér að kenna.” “Ó, nei, eg vil bara reyna að sýna þér hvern- ig þú getur vanið hann af því. Ef þú vilt — og eg er viss um, að þú vilt byrja það með því að taka hann með þér á langan keyrslutúr í dag — minst í þrjá klukkutíma, svo skal eg gera mitt besta til að fá hann til að fara fyrir tíma til bað- stöðva utanlands.” Hún var í efa um hvað hún átti að segja, en segir svo:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.