Heimskringla - 30.11.1949, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.11.1949, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 30. NÓV. 1949 HEIMSKKINGLA 3. SÍÐA gullbrúðkaup Það héfir, að sönnu, áður verið sagt frá gullbrúðkaupi Valda og Jóu Sveinson, í íslenzku (blöðun- um í fréttabréfi frá Sveini Guð- mundssyni, í Vancouver. En þar koma ekki fram kvæði þau sem flutt voru við þetta tækifæri. Sendi eg nú þrjú þeirra til birt- ingar, ef þú, herra ritstjóri vilt gjöra svo vel að ljá þeim rúm. Fjórða kvæðið, sem þar var flutt var á ensku, ort og flutt af systurdóttir Valda. Var það snjalt og gamansamt kvæði og vel þess vert að það birtist einn- !g, en eg hefi ekki getað náð í það. Samkvæmið var hið skemti- legasta í alla staði, eins og það átti líka að vera, því gullbrúð- hjónin eru bæði gamansöm og fyndin, með afbrigðum. Jónas, frá Kaldbak lætur svo um mælt í heimskringlu, að ræða Valda, við þetta tækifæri, hafi verið sú besta gullbrúðkaupsræða sem hann hafi heyrt. Má þetta til sanns vegar færa. Ef eg man rétt byrjaði ræðan svona: “Eg býst v>ð að það sé ætlast til að eg þakki fyrir þetta’’. — Svo var ekki meir um það. En framhald r* *ðunnar var sundurlausir þætt- lr úr æfisögu Valda — nijög sundurlausir. Var flestu slept, sem máli varðaði en hitt tínt til, sem spaugilegt var og þannig í s«l fært, að allir hlógu dátt, jafnvel þeir sem aldrei höfðu hlegið áður. Eiginlega var eng- lr>n endir á ræðunni, en Valdi bara settist niður. Hann stóð þá brátt upp aftur og sagðist hafa Sfeymt að geta þess, að hann hefði farið sUður til Dakota (frá Nýja íslandi) til að vinna við þreskingu og hefði )þá gift sig. Var þetta endir ræðunnar — ef endir skyldi kalla. Sjálfur held eg að Valdi eigi enn eftir margt ósagt, og 'þess munu allir vinir bans óska. Hafi þau, Valdi og Jóa, beztu þakkir fyrir ávaxta- rikt, starfsamt, mannúðarríkt — °S spreng hlægilegt fimtíu ára samstarf. A. E. K. TIL VALDA OG JÓU á gullbrúðkaupsdegi þeirra Loksins út í erlend ríki Óður beindi hann sinni för. Að sér dró á auga bragði Ótal fljóð, með spaug á vör Vonum bráðar varð þar fyrir Vanadísar beittri ör. Frá þeim degi ávalt ugglaus Akker vissi hann sér við hlið Mjög þótt stundum móti blési, Mikið var að styðjast við. Þess fær ættin notið núna, Nokkuð fram í þriðja lið. Sá, sem alla á að vinum, Afsíðis ei hökra má, Frá hans auði, einn og annar Uppbót sinna rauna fá. Og altaf vex sá varasjóður Við það, sem er tekið frá. Allar konur elska Valda; Allir menn hann virða og dá. Jóa er eins og auka móðir Allra, sem hún kynnast má. Ef hún hefði aldrei lifað, Yrði framtíð næsta bág. Fimtíu ára fylgd að baki, Flestum reynist ærið nóg. Stirð og óblíð örlög teygja Oft það band er saman dróg; En betri og betri vinir voru Valdi og Jóa sífelt þó. Eftir hálfrar aldar kynning, Eitt mér sanna gleði fær: Vinsemd okkar Valda og Jóu Var hin sama í dag og gær. Einnig, hver sem að er spurður Á þá sömu strengi slær. Þótt þau aldrei aurum safni, Eða hreppi lukku spil; Ljá þau enn, frá innra sjóði Öðrum bæði kraft og yl. Heimur varð, og verður, betri, Við það, sem þau leggja til. Fari svo, að forlög rætist, Framtíð mild þeim brosir við. Jafnt og þétt, til efri ára Altaf stærra vina lið Að þeim sækir, ung þau fara Aftur gegnum lífsins hlið. — P. B. HUGDETTUR KVÆÐI TIL JÓU OG VALDA í gullbrúðkaupi þeirra, 20. ágúst 1949 bað reynist í vargaldár víking vandi að tilhliðra sér, ^róðernið grátt þar sem barist bita og spænina er. Sv« athygli á sér þeir vekja Sem ílengjast þar fram á haust hepnast úr skjaldborg og skærum, Aó skila sér örkumlalaust. Við fögnum sem happi, að hafa *ú hitt þau með óklofin skjöld. ^ vagninum Valda og Jóu, 1 víglínu hátt upp í öld. ss furðar, að ekki sjást á þeim verkar, skrámur og blak. ^að kvisast, að krakkarnir hafi ^*rt klukkuna aftur á bak. til þeirra óhýrum augum Sá Elli( sem hröklaðist inn gáttinni, af því að Iðunn ^ar auglýsir varninginn sinn, — ^á líka, að Valdi er víðsjáll ^að vissi nú samtíðin fyr, Jóu var treystandi tuskið Var tvísýnt—sér vísað á dyr. Eyktunum eftir að dæma, Ekki er nú framorðið. ^agur er nokkur frá nóni 11 oáttmála, búast má við — ^essu, að þau verði hundrað; Þeirra sé bíðandi öll Tilveran, tækifærin, Tlminn og sjávar föll. Ártnann Bjamason VALDI OG JÓA i gullbrúðkaupi þeirra 20. ágúst 1949 aldi á sínum ungdóms árum E tast var 1 konu leit; n. að hans skapi, yngis meyju nga fann í heima sveit. ruði hann þó að til sín stæðu svert betri fyrirheit. Er gamanið var grátt á fornum vegi Og gleðin úti í horni á köldum degi, Þá gfæzkulausar glettur Valdi kendi, Og Guð veit, honum fórts það vel úr hendi. Þó er það ennþá yndislegra að vita Að ástarinnar skildi 'hann geyma hita. Og ótrauður gegn um frost og funa, í fimtíu ára hjónabandi að una. Eg þekki ei hana, sem við hlið hans situr En sannarlega mun hún góð og vitur, í fimtíu ár, að unna Valda einum, Því óþörf mörgum verður fórn í meinum. Eg þekki ekki ykkar hulins heima; En hygg þó samt, að ykkur muni dreyma Um demants brúðkaup, degi þó að halli, Og dals um hlíðar langir skuggar falli. Því þau sem unnast aldrei mega skilja; En örlögin í framtíð vegi dylja, Þó eitt er víst, að ástarinnar ljómi Mun ykkur lýsa, fram að hinsta dómi. Þið þurfið ekki að kvíða kaldri elli Þó komi hún, þið halda munu velli. Á sævi lífs þó segi fátt af einum, Þá sigla tveir, og skáka öllum meinum. Hver sambands ást má sigra kalda dauða, Úr sigrum tíminn steypir gullið rauða. Svo fyrir ykkar framtíð, laus við dofann, Með fylstu virðing, hattinn tek eg ofan. J. S. frá Kaldbak DEBTS CLEANED UP The three prairie Wheat Polls are hustling into their second quarter of a century clear of debt, with their country and terminal elevators in a high state of efficiency. Complete clean-up of debts of more than $22 million to their Government, last year rounded out their first quarter century of struggle and hard work. Two of the three Pools mak- ing up Canadian Cooperative Wheat Producers came to the end of the pay-off trail last year —Manitoba Pool Ðlevators and Saskatchewan Cooperative Prod- ucers. The eldest of the lot by one year the Alberta Wheat Pool led th parade by cancelling out its obligations to the Alberta Govenment a year earlier. Just two decades ago, these Pools faced a situation that look- ed mighty glum. But what was regarded at the time as a calam- ity — almost a tragedy — has turned into a brilliant demonstra ion of the strength of the Pools and the loyalty of their memb- ers. In 1929 when the worst pan- ic of modem times had its dire effects on the wheat trade, the Pools found themselves indebt- d to ilending banks for the staggering total of $22,324,000. They had overpaid their memb- ers this huge sum — because of the big drop in þrice from the time the payment to members was set until the crop ultimately found a market. There was a widespread opin- ion that the Pools were through, that the great cooprative produc- er experiment in grain market- ing had failed. But this view, assiduously circulated, did not long prevail. The prairie govern- ments were fuily aware of the distaster to farmers, pool and non-pool, to all prairie business if the holdings of the Pools were thrown on a market that could not support the load. Therefore, the governments guaranteed the Pool accounts with lending banks, issued 20 year bonds at 4y2 percent with the Pools giving a mortgage to the prairie governments for the fuH amount of the bonds issued with one exception. The Govern- ment of Manitoba voluntarily wrote off $1.3 million because the overpayment in that prov- ince exceeded the total assets of the Pool. Ever since that time.the ann- ual payments of principal and, interest by the Pools have been promptly met — unti'l the debt burden was just recently lifted from the copperative shoulders. Eg var á ferðinni í Vancouver í dag, þar sem umferðin var svo mikil að það varð að olnboga sig áfram. Þá flaug mér í hug það sem Davíð frá Fagraskógi sagði j —tilhvers eru allir þessir menn? Og, ef maður bætir svo við: Til hvers er eg sjálfur? — fer málið að vandast. * Það virðist að höfuð erindi mannsins á þessari jörðu sé að hlýða lögum kynferðis hvatar- innar. Enda hefir hann aldrei brugðist þeirri skyldu að halda mannkyninu við, þó að hann hafi brugðist öðrum skyldum. ★ Eg sagði við prest fyrir stuttu, þegar talið barst að nútíðar á- standi veraldarinnar, hvort ekki mundi ráðlegt að gleyma Kristi í umbóta starfi því sem næst lægi fyrir hendi. Það kom svipur hpfU KÍV I A Cuv á hann þó að skír sé. Ástæður Uer mínar eru þessar: Kristur bygði á andlegu hugsjónarstarfi, og reynsla liðinna alda sýnir að! það hefir ekki náð tilgangi sín- um. Aftur á móti sýnir reynsla þessa tíma, að byggja verður á ytri efnis veruleika. Síðan véla aflið kom til sögunnar, er afstað i an svo ólík því sem var á krists dögum, að engan samanburð er, hægt að gera. Fátæka hafið þér jafnan hjá yður, sagði Kristur Véla öldin getur sannað, að allri fátækt er auðvelt að útrýma. En misskifting auðsins er í höfuð atriðum orsök stríða, glæpa og yfirleitt mestrar bölvunar í mannlífi, það sem við þörfnust nú, er hámenning réttlætis. Kær-! leikskenningin hefir í heildar atriðum verið að tapa í 19 aldit Ákvæði hennar að sá sterki I verndi þann veika, hafa verið^ virt að vettungi. En í stað þess hefir hann troðið hann undirj fótum, eða gert hann að sjálf- VINNUR HRATT! - HELDUR FERSKLEIKA Þarfnast engrar kælingar Nú getið' þér bakað í flýti án fersks gers. Takið pakka af Fleisch- mann s Royal Fast Rising Dry Yeast af búrhilluniii og notið það á sama hátt og koku af fersku geri. Þér fáið sömu fliótu hefinguna. Þér fáið bezta árangur í öllum yðar bakningum.3 Fáið yður mánaðar forðat af þessu ágæta, nýja geri. Notið bað i næsta bakstur af brauðum og brauðsnúðum. Þér verðið hrifin. Þer munuð aldrei kviða oftar viðvíkjandi því að halda ferska lactnp-íra SnemvUm' *Lér munuð úvalt nota Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. Pantið það frá kaupmanninum yðar, í dag. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast Hvert ert þú að strunsa? Til læknis. Hvað er að? Mér líkar ekki, hvernig konan mín starir á mig. Mér ekki heldur, það er bezt að eg verði þér samferða. stæðum auðmjúkum ölmusu manni. Krists kenningin er svo háleiti og fögur að hún verður of góð fyrir þennan heim á meðan rétt- lát raunhæf hámenning ræktar ekki jarðveginn fyrir hana. Tak ist það, mun hún fyrst ljóma, sem fegursta blóm þessarar jarð- ar. ' * íslenzkan deyr í þessu landi, af þvf að hún er of góð til þess að lifa í því. * Það heyrast raddir um það, að íslenzku skáldsagna höfundarn- ir hafi spillandi áhrif á þjóðlíf- ið. — Svo mörg eru þau orð. Þó mun hitt sönnu nær, að þjóðlíf- ið hafi spillandi áhrif á skáld sagna höfundana. Það gefm þeim verkefnið í hendur. Þeir horfa dýpra niður í andleg djúp en aðrir menn, og sjá það sem aðrir ekki sjá, og segja svo frá því sem þeir sjá. — Hitta mund ir þú betri spár ef svo væri í hendur þér búið af mér, sagði Guðrún ósvífsdóttir, þegar Gestur Oddleifsson hafði ráðið drauma hennar. Þarna mun svip- aður leikur á borði. ★ Stærstu tíðindin 1 Vestur-ís- lenzka blaðaheiminum eru þau, að Lögberg er komið upp í $5.0( * Liberalar verða altaf í meiri- hluta í kosningum. — Mikið er undir nafninu komið. * Kongur nokkur dæmdi mann til dauða, en gaf honum kost á að ráða hvaða dauðdaga han kysi. Eg kýs þá að deyja úr ell sagði maðurinn. — Ekki þyrfti nú annað til þess að koma í ve fyrir stríð, en að allir sepðu þe° ar kallið kemur: Við kjósum að deyja úr elli. ★ Það er haldið að Atlantis haf sokkið af því að menning þes hafi náð valdi yfir frumefni : hlutfalli við kjarnsprengjuna. Um síðustu aldamót, var jörð- in sex þúsund ára gömul eftir biblíu reikningi. 49 árum seinna er hún orðin eftir vísinda reikn- ingi tuttugu og fimm biljóná ára gömul. Mig undrar að prestarn- ir skuli ekki mótmæla svona miklum skakka. ★ Eg var staddur við veginn, sem liggur á milli Vancouver og New Westminster og maður austan úr slétta-fylkjum hjá mér. Til annarar handar var brekka mikil. Ofan þá brekku fara að meðaltali 20 — 30 kör á hverjum 5 mínútum með 60 —70 mílna hraða á kl. Þegar sléttu- fylkjamaðurinn sá þetta, vék hann sér að mér alvarlegur í bragði og spurði: Eru þetta vit- lausir menn? * Stærsta hættan sem vestræn menning er í er sú, að hún horfir meir aftur en fram, nema í verk- legri tækni. * Hollow’een kostaði Vancouv er hundrað þúsundir dollara í skemdum, fyrir utan meiðsli á mönnum, þó má ekki afnema það Villudýrsæðið verður að fá æf ingu. * Vancouver vex örast allra borga í Canada. Hún á eftir að verða ein af stærstu borgum álf- unnar. Þegar miljóna borgum Bandaríkjanna fer að hnigna, fyrir það, að þær verða búnar að éta alt í kringum sig, getur Van- coouver dregið að sér næg föng úr hinu viðlenda norðri, bæði á sjó og landi. * Það bætir ekki mikið úr skák, þó að maður reki sig ekki nema einu sinni á sömu stoðina. Það eru altaf nýjar og nýjar að reka sig á í mannlífsmyrkrinu, svo að maður gengur alt af með kúlur og blátt auga hvort sem er. ★ Ef maður vill berjast fyrir góðum málstað, verður hann að byrja hundrað árum á undan tímanum. * Þegar eg á kvöldin geng með 'oréf upp á hæðina, sem 'þóst- kassinn stendur á og horfi á all- ir þessar þúsundir ljósa, þar sem hvert heimili er heimur út af fyrir sig, sem eg þekki ekkert og mun aldrei þekkja, undrar mig hve þetta er óliíkt eða í Mikley, þar sem eg þekti öll heimilin og fólkið á þeim, eins og fingurna á mér. STÆRRI EN FYR-I48 blaðsiður 20 StÐUR 1 LITUM DOMINION S E E D HOUSE GEORCETOWN.ONT Það er sorglegt að hin bjarta, kalda heiðríkja forn-íslenkra sagna, skuli geyma í skauti sínu dimm níðingsverk. Þegar eg las Sturlungu, óskaði eg eftir að vera ekki íslending- ur. • ★ Þegar vonlaust var að eg fengi að sjá íslandsfjöll, fékk eg Brit- ish Columbia fjöllin til að horfa á. ★ Þegar eg las Á ferð og flugi, eftir Stephan G. Stephansson var leiðslan svo sterk, að mér fanst hann sjálfur sitja hjá mér. Mér hefir aldrei fundist það fyr eða síðar, þó að eg hafi lesið eft- ir önnur skáld. * Sig Austfjörð sagði mér að austan, að jarðfræðingar segðu að moldin á Mikley væri svo frjósöm, að eyjan ætti mikla framtíð fyrir höndum. Hinir síðustu verða hinir fyrstu”. ★ Hermann Jónasson veiktist þegar hann var 8Vk árs gamall. Var hann talinn frá. í því á- standi sá hann mynd af sjálfum sér hanga í loftinu yfir rúminu, og lágu bönd á milli hennar og líkamans. Þóttist hann vita ef böndin slitnuðu, mundi hann skilja við. Þetta ástand varði nokkra stund, að ýmist kypti myndin 1 böndin og sveif hærra, eða líkaminn dró hana niður, uns líkaminn varð sterkari og dró myndina inn í sig. Þetta er eftirtektarvert, sökum þess, að þarna virtist starfs aðferð þess dulræna hlýða sömu lögum og í hinni lífrænu náttúru, sem við kunnum skil á, s.br. hvernig myndin og líkaminn í rúminu kiptu í böndin á víxl, sem lágu á milli þeirra. ★ Eg gekk eftir sléttri braut og vinir mínir með mér. Alt í einu vatt eg fyrir hom og sá að grýtt vegleysa lá framundan. Þá varð mér litið til baka og sá að allir vinirnir voru horfnir. Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.