Heimskringla - 30.11.1949, Blaðsíða 7

Heimskringla - 30.11.1949, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 30. NÓV. 1949 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA ÁRNAÐ HEILiLA (Ávarp flutt við vígslu íslenzka Elliheimilisins að Mountain, 23. október 1949 Eftir dr. Richard Beck Vara-ræðismann Islands í N. D. Eftir að hafa flutt á ensku kveðju ríkisstjórans í Norður- Eakota, mælti dr. Beck á þessa leið: Eæru landar! Eg get fullvissað ykkur um það, að fátt gleður fremur landa °kkar heima á ættjörðinni held- Ur en fregnir af framgangi og afrekum íslendinga hér vestan hafs. Það afrek, sem hér hefir unnið verið með byggingu þessa stóra og veglega elliheimilis, verður því löndum okkar austan hafsins mikið fagnaðarefni. Það verður þeim enn ein sönnun þess, að hér í þessari sögufíku byggð lifir enn góðu lífi sá nianndómsandi, sem einkenndi frumherja hennar, og er sterkur þáttur í hinu sanna íslenzka eðli. Eitt merkisskáldið íslenzka, sem þá var búsettur í Kaupmanna- köfn, kvaddi landa sína, er voru a förum heim til íslands, með þeirri ósk, að þeim mætti auðn- ast: “eitthvað stórt að vinna, eitthvað, sem um alla stund °kkur heiðurs fengi, eitthvað, sem vor gamla grund, getur munað lengi.” Það hafið þið landar mínir í þessari byggð, og stuðnings- menn ykkar og konur utan henn- ar. unnið með byggingu þessa elliheimilis. Það er mikið átak °g afrek. Með því er ýungu Grettistaki lyft. Það ber vitni framsýni, hugsjónaást, þjóðfél- “gslegri ábyrgðartilfinningu, og síðast en ekki sýst, kristilegum kærleiks- og mannúðaranda. Eyrir þetta mikla afrek, og allt það, sem liggur að baki þess, yll eg, í nafni ríkisstjórnar ís- lands og íslenzku þjóðarinnar,, þakka ykkur hjartanlega og óska ykkur innilega til hamingju með það, að þessu mikla marki er náð. Þið hafið varpað bjarma á íslenzka stofninn með drengi- legu framtaki ykkar, og vel er ^aeðan fslendingar í landi hér halda þannig á lofti manndóms- merki sínu, á hvaða sviði sem er. í’egar eg gekk hérna um sali á elliheimilinu í gærkvöldi, gat eg ekki annað en dáðst að því, kvað allt er hér með miklum ^ayndarbrag, smekkvísi og af allra nýjustu gerð. Ekki fór það heldur fram hjá mér á göngu minni um þessi prýðilegu salar- ^ynni, hvernig allt er hér fal- lega samræmt, t. d. húsbúnaður °g veggjatjöld. En augað vill nú einu sinni hafa sitt, og vafalaust er það rétt athugað, að fegurð umhverfisins hafi sín áhrif á fegurð sálarinnar. Þá var það annað, sem eg tók eftir á göngu minni um sali þessa glæsilega húss, og það var það, að dyrum nærri hvers ein- asta herbergis var það skráð, að húsgögnin væru gjöf frá ein- staklingi, hóp einstaklinga eða félagi. Það ber fagran vott þeirri ágætu samvinnu og sam- takaanda, sem stendur að baki byggingar þessa húss, hvað það snertir að öllu leyti. Fyrir það ber ykkur öllum, sem þar eigið hlut að máli, nær og f jær, heiður og þökk. Og í sambandi við það minnist eg þess, að það var sama fórnfýsin, sami manndóms og samtakandi, sem hér var að verki, þegar kirkjan hérna var byggð, fyrsta íslenzka kirkjan vestan hafs. Og þá er eg einmitt kominn að landnemunum íslenzku á þessum slóðum, sem lýsir sér í því, að gjafir til heimilisins, húsgögn og annað, eru beinlinis gefnar til minningar um þá. Eng- ir eiga það fremur skilið, en landnámsmennirnir og land- námskonurnar af íslenzkum stofni, sem hér háðu harða en sigursælt brautryðjendastríð. Þetta elliheimili er og verður varanlegur minnisvarði þeirra. Og eg vil heimfæra upp á ísl. brautryðjendurna þessi orð skáldsins: “Vel sé þeim djörfu — vel sé þeim, sem ryðja vegu, er stefna að sól og yl. Vel sé þeim þörfu. Verk þeirra styðja vinsældir allra sigurs til. Vel sé þeim djörfu! Vel sé þeim þörfu! Orðstírinn lifir. Eftir stendur merkið, enda þótt hetjan fallin sé. Ljós er þar yfir. Lofsæla verkið ljómar og sæmir þann, sem hné. Orðstírinn lifir! Ljós er þar yfir!” Já, landnemarnir lifa áfram í verkum sínum. Orðstír þeirra deyr ekki. Það er ljós upp af gröfum þeirra. Megi manndóms- andi þeirra, sem lýsir sér svo vel í byggingu þessa húss, halda áfram að vera okkur öllum hvatning til dáða. í þeim anda flyt eg ykkur innilegar kveðju- óskir ríkisstjórnar fslands og heimaþjóðarinnar og bið þessu elli'heimili blessunar í bráð og lengd. Megi það sem lengst vera skjól og friðarreitur íslenzkum og öðrum sólsetursbörnum á lífsins kveldi. Það hefir verið hið góða hlut- skipti mitt að brúa hafið með kveðjum þeim, sem eg hefi flutt hér í dag, með velfarnaðaróskum annarsvegar frá ríkisstjóra ríkis okkar og hinsvegar frá ríkis- stjórninni á íslandi og íslenzku þjóðinni. Það er eftirtektarverð áminning um þá staðreynd, að við erum fyrst og fremst hollir þegnar þessa lands okkar, en berum jafnframt í brjósti djúp- an ræktarhug til fæðingarlands- ins eða ættlandsins á norður- vegum. Og þannig á það að vera, því að hugsjónalega standa hið mikla lýðveldi Bandaríkjanna og hið nýlega endurreista ís- lenzka lýðveldi á sameiginleg- um grundvelli, á traustum grunni lýðræðislegra hugsjóna, þar sem helgi einstaklingsins og réttindi hans skipa öndvegi, eins grundvelli varanlegra framfara og friðar. Skáldkonan ameríska, sem orti eitt af allra fegurstu ætt- jarðarljóðum Bandaríkjanna, sá framtíðina speglast í draumum hinna langsýnu hugsjónamanna um borgir óflekkaðar tárum mannanna barna. Vafalaust á sú hugsjón langt í land að rætast. En eigi að síður er þar takmark okkar og eggjan til starfa. Þetta elliheimili er byggt í þeim anda. Megi okkur auðnast að halda á- fram á þeirri braut, með aukinni iþjóðfélagslegri ábyrgðartill- finningu, í vaxandi mannúð og mannkærleika. HVERT STEFNIR? Eftir S. Baldvinson T J96s0805508009s00s6000900099000990090090806060905e0 VERZLUNARSKÓLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsvnlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited | Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA s I ^^osQosðsððeoðoeccoðosooðooðseoooecoecooðSQQoeoQðooi' Þegar við elztu landnemarnir íslenzku lítum til baka yfir þaiij 50 ár sem liðin eru af þessari öld, | og athugum aðra og þriðju kyn-| slóðina og berum hana saman við þá fyrstu, svífur margt fyrir hugskotssjónir ^orar, sem oss er íhugunarefni, t. a. m. kann þriðja kynslóðin að meta arf sinn, eða skilur hún hvað feður þöirra hafa mikið lagt á sig, til að efla fram- tíð sona sinna og dætra? Hefir hún eins góðar námsgáfur eins og fyrsta kynslóðin? Les hún nokukð af góðum bókmentum? eða er nokkurt fróðlegt mánaðar- rit gefið út í Canada? Eru skóla- bækur barnanna góðar? eða er það ásetningur Breta að halda nýlendu þjóðum sínum heimsk- um, svo þeir geti kúgað þá leng- ur? Svo lítur út fyrir. Öllum þessum spurningum svara eg neitandi, nema þeirri síðustu, og af því eg er vel kunn- ugur útflutnings ástæðum fs- lendinga, afkomu þeirra í þessu landi, og áhugamálum þeirra, get eg talað djarft úr flokki, enda flutti eg til Ameríku um aldamótin, ungur og ódeigur, hef lesið og lært allár íslenzkar bók- mentir og blöðin hér vestra, og talsvert af enskum ritum einnig. Vil eg í þessari ritgerð athuga ungu kynslóðina, þá þriðju frá landnemunum, og taka til greina þá eðlilegu breytingu, sem orðin er á afstöðu hennar nú, gagnvart eiztu landnemunum. Nú ætla eg aðeins að taka fyrir bókmentir íslendinga hér í landi, frá því við komum til þessa lands og til þessa tíma, 1950. Flestir íslendingar sem fluttu vestur hingað, tóku með sér allar þær bækur sem þeir áttu, og keyptu talsvert meira til að hafa í veganesti, sem þeir lánuðu svo hver öðrum er hingað kom, því fróðleiksfýsn hinna betri fslendinga er óseðjandi, enda kom það brátt í ljós hér í landi, er þeir strax tóku að gefa út blöð og bækur, með lítil efni. Svo var mikið keypt af bókum hingað frá íslandi fyrir alda- mótin, að það nam Vs af öllum þeim bókum sem gefnar voru út á íslandi, það sá eg S skýrslum heima, og mun það hafa haldist nokkrum árum fram yfir alda- mó.tin 1900. En þá fóru íslenzkir bændur að mynda sameiginleg bókasöfn, “Lestrarfélög”, af því við gátum ekki keypt allar þær bækur sem við þurftum að fá, til að geta fylgt straumi tímans, og bó höfðum við allgóð tvö viku- blöð, sem hafa gert oss ómetan- legt gagn, og gera enn. fslenzku landnemarnir hér töl- uðu ætíð íslenzku á heimilinu. svo börn þeirra lærðu vel nor- ræna málið og geta haft full not af íslenzku bókasöfnunum okkar, en önnur kynslóðin sem vex 'hér upp, mjög lítil not af þeim. En ekki má leggja árar í bát. íslendingar verða að hafa góðan kost fróðlegra bóka, annars verða þeir engu betri en hinn sálar- snauði almúgi sem hér vex upp, svo sem Eskimóar, Indíánar, Gallar, Kínar, Slavar, Bretar og Frakkar, sem lesa mest múnka- sögur ,og þaðan af verra bull. Beinatsi vegurinn út úr þessu öfugstreymi er að mér virðist sá, að taka enskar bækur inn í bóka- söfnin, svo ungmennin geti full- nægt fróðleiks þörf sinni á því tungumáli sem þeim er tamast. Sjálfsagt væri að byrja á beztu bókum, eins og “World’s Best Literature”, “Book of Know- ledge”, slík söfn eru fróðleg og skemtileg, svo ef ungu íslend- ingarnir hér lesa nokkuð, mundu þær bækur heilla þá. Æskilegt væri því, að hinir eldri meðlimir lestrarfélaganna, ræddu nú þetta mál við hina yngri menn, sem nú taka brátt við ráðum af hinum eldri, sem stofnuðu bókasöfnin, og ættu nú að sýna hvort í þeim er sál, eða ekki. Ef þeir lesa ekkert af góðum bókum, eða skeyta um að menta sig sjálfir, kemur fljótt í ljós, að “blindur er bóklaus maður!” Eegg eg því til að stjórnar- nefnd “Lestrarfélaganna” taki þetta mál upp á næstu ársfund- um sínum til umræðu, því mál- efnið er mikilvægt. HUGDETTUR Frh. frá 3. bls. Einu sinni datt ungur maður niður um lagís á Eyjafirði. Hann var kominn fast að dauða þegar tókst að bjarga honum. En svo brá við þegar hann fékk meðvit- undina, að hann formælti þeim sem björguðu honum, fyrir það að láta hann ekki vera, því hon- um var farið að líða svo vel á takmörkum lífs og dauða, að hann hafði aldrei fundið neitt líkt. ★ Ef fletirnir á fjölbreytni lífs- ins í tilverunni eru eins margir og stjörnur himinsins, er erf- itt að gera sér grein fyrir hvað er hjátrú og hvað ekki. J. S. frá Kaldbak Endurkosinn í bæjarstjórn í kosningunum, sem fram fóru þ. 8. nóvember, var landi vor Paul Johnson kaupsýslum., í East Grand Forks, Minn., end-, urkosinn í bæjarstjórn með miklu atkvæðamagni. Hefir hann árum saman tekið mikinn og góðan þátt í opinberum mál- um þar í borg; meðal annars lét hann nýlega af störfum í skóla- ráði, eftir að hafa átt þar sæti um 30 ára skeið. Hann er sonur landnámshjón- anna Jakobs J. Johnson (Jóns- sonar) og Önnu Björnsson konu hans, er búsett voru í grend við Milton, N. Dak. Elizabeth prinsessa tók sér ferð á hendur til Malta, s.l. mánudag. Hún fór að finna mann sinn, sem er í sjóhernum. Hún bjóst við að vera 3 vikur burtu. Um helgina voru 2 ár síðan hún giftist. Kennslukonan: Hvers vegna kemurðu með aðra skýringu núna Raggi en áður, á því, að þú komst of seint í kennslustund- ina. Raggi: Þú vildir ekki trúa fyrstu skýringunni. ★ Maðurinn skilur ekki konuna. Það er harmleikur hans. Konan skilur manninn, það er líka harm- leikur hans. ★ Ósk mannkynsins um frið á stríðstímum er í mannkynssög- unni eins og flóð og fjara. Professional and Business Directory Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment DR. A. V. JOHNSON DENTIST • 506 Somerset Bldg. • Office 97 932 Res. 202 398 Talsími 95 826 Heimiiis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nets og kverka sjúkdómum 209 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutimi: 2—5 e. h. ANDREWS, ANDREWS, THORVALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sírni 98 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœkncrr 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG J. J. Swanson & Co. Lid. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 97 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants • 219 McINTYRE BLOCK • TELEPHONE 94 981 THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Diamond and Wedding Rings Agent for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 SARGENT AVE. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 27 989 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 927 404 Yard Phone 28 745 A. S. BARDAL Hkkistur og annast um utfarir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonor minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 27 324 Winnipeg H. HALÐORSON BUILDER 23 Music and Arts Studios Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Oífice Phone 26 328 Res. Phone 73 917 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality • Fish Netiting 60 Victoria St.. Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated i ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER ÁND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Halldór Sigurðsson Contractor & Builder • 1156 Dorchester Ave. Sími 404 945 The BUSINESS CLINIC Specialize in aiding the smaller business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbrook St. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn. pianós og kœliskápa önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, eí óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Simi 53 667 1197 Selkirk Ave. Eric Erickson, eigandi PRINCESS MESSENGER SERVICE Við ílytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri íbúöum og húsmuni af óllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Siml 25 888 C. A. Johnson, Mgr 'JORNSONS ►KSTOREl 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. LESIÐ HFIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.