Heimskringla - 14.12.1949, Síða 9
WINNIPEG, 14. DES. 1949
Jóla hugleiðingar
Séra Philip M. Pétursson
Það sýnist altaf vera á jólun-
um að alveg sérstakur blær hvíli
yfir oss öllum, og hafi áhrif
á hugrenningar vorar og hugs-
anir vorar svo að þær verði hlý-
legri og göfugri en á öðrum árs-
tíðum. Og aftur nú, eins og æf-
inlega, hvílir þessi blær yfir oss,
°g vér finnum í hjörtum vorum,
að jólin tákna trú manna um að
nayrkur og vonleysi verði sigr-
uð af öflum ljóss og lífs, og að
hugur manna fyllist frið og kær-
leika.
En á sama tíma er önnur hlið,
sem jólin tákna einnig fyrir
mörg okkar, hlið sem flest okk-
ar bera oft vitni um, óviljandi.
ef til vill, en í mörgum tilfellum,
mjög ákveðið.
Tákn eða þýðing jólanna,
fyrir mörgum felst ekki aðeins
1 gömlum þjóðsögum frá löngu
uðnum tímum, þ. e. a. s. í sögum
uppruna jólanna sem miðvetrar
hátíð, sem haldin var til að j
gleðjast yfir sigri ljóssins á
niyrkrinu, yfir því að sólin væri
á bakaleið óg dagarnir væru aft-
ur að lengast. Þýðing jólanna
finst ekki heldur aðeins í forn
gyðinga hátíðinni, ljósa hátíð-
mni, sem enn er haldið upp á, né
heldur í persnesku hátíðinni,
fyrirrennara hins Kristna siðs,
sólarhátíðinni, sem byrjaði 25.
des. og entist í fjörutíu daga.
Ekki heldur finst hin raun-
veruleg þýðing í fæðingarsögu
Krists einni né í söngvum eða
gleði þessarar tíðar.
Þessir hlutir fá allir viður-
kenningu og eiga sinn þátt í
jólahátíðahaldinu, en fyrir mjög
mörgum þýðir þessi hátíð alt of
oft, alt annað, og vanalega lítið
meira en óánægja, og gremju.
Það er að segja, þetta sýnist
vera tilfellið meðal margra sem
hafa tæki og efni á því, að finna
mikla og fagnaðarríka þýðingu
í jólahátíðinni, ef að þeir aðeins
vildu, ef að skilningurinn væri
nógur og viljinn með.
En tilfellið er, að svo mörg
okkar, hafa látið blinda oss, og
hefta, með siðum og venjum, sem
sýnast hafa það að markmiði á
jólunum aðeins að eyða pening-
um og að mæla kærleika vorn
gagnvart vinum og kunningjum
í peningaupphæðum, í staðin
fyrir hreinskilna og hjartfólgna
og óhindraða gleði. Vér sýnumst
hafa tapað listinni eða gleymt
henni, að geta fundið ánægju og
gleði í lífinu, eða að geta veitt
öðrum gleði, nema með því eina
móti, að fara ofan í vasan, eins
og vér héldum að vér þyrftum
að kaupa ást og kærleika með
peningum eða gjöfum eða að
halda að ást eða vinskapur verði
að vera verðlagður eftir peninga-
iegum mælikvarða.
Ósjálfrátt, næstum því, og án
þess að vér vitum sjálf, að þetta
er afstaða vor, og vildum ekki að
hún væri það, sýnum vér af verk-
um vorum á jólunum, að þetta er
hugsunnin sem ríkir, afstaðan
sem sýnir sig mest!
En hið furðulega við það alt
er hve hinn raunverulegi andi
jólanna, sá andi sem hefir raun-
verul'ega þýðingu, hefir getað
haldist, þrátt fyrir alt, sem mað-
ur mundi halda, að hefði eyði-
lagt, eða kæft hann. Hann hefir
haldist, og mun, án efa, haldast
þrátt fyrir alt, um ókomna tíð,
' enn.
Nýjar og fullkomnari þýðing-
ar hafa bætst við hina gömlu siði
og þeir hafa smásaman fullkomn-
ast og aukist að meiningu. Hin
gamla Ijósa hátíð villimannanna,
og Gýðinga og Persneskra-
manna, var tekin upp í kristnum
sið og venjum og veittist þar
fullkomnari þýðingu. Og er tím-
ar líða, fullkomnast þessi hátíð
enn meir, að þýðingu er þekking
og skilningur eykst, og menn
Iþera að búa saman í friði og að
lifa eins og menn, samkvæmt
jólaboðskapnum!
En nú, á þessum jólum, á jól-
unum 1949, fimtu jól sem vér
höldum upp á, síðan að heims-
þióðirnar gjörðu enda á ófriðn-
um, vitum vér ekki enn hvort
að þjóðunum tekst að semja æ-
varandi frið, eða hvort að mönn-
um tekst að geta lifað saman
eins og menn. Vér s'kygnumst
inn í ókomna tíð, með hálfgerð-
um kvíða og þorum varla að vona
að andi jólanna, friðarandinn,
fái að ná tilgangi sínum að
fullu, að stofna frið og sátt,
eftir allar þær aldir Síðan að
hann gerði fyrst vart við sig í
heiminum!
Vér horfum fram í ókomna tíð,
með hálfgerðum kvíða, og hálf
óttafull. Á jólunum vegna þreytu
og margs annars í sambandi við
undirbúning hátíðarinnar, fyll-
umst vér oft óánægju og van-
þakklætis. Á sama tíma eru flest
okkar þó í þolanlegum kringum-
stæðum. Enginn líður skort, ekki
til skaða, að minsta kosti. Oss
vantar í raun og veru lítið!
En til eru aðrir, sem eru einn-
ig þreyttir, nú á jólunum, (ekki
vegna neins jólatroðnings í stór-
búðunum eins og hér, þar sem
þúsundir vaða, fram og aftur í
leit að munum í jólagjafir til
þeirra sem þegar hafa alt sem
þeir hafa nokkra þörf á), en
þreyttir vegna kröfu lífsbarátt-
unnar sjálfrar, vegna þess aðeins,
að þeir vilja lifa, en verða að berj
ast svo hart fyrir lífinu, og tekst
samt varla að halda lífinu við.
Hvaða boðskap bera jólin
þessu fólki?
Þeir hlutir sem vér verðum
önug og óánægð með, væri fyrir
það, eins og mikill fengur sem
þá dreymir um, en sem verður
oftast ekkert nema draumur.
Þeir hlutir sem vekja gremju
hjá oss, væru munaður og óhóf í
augum þeirra. Þreyta vor væri
eins og mesta hægindi hjá þeim' njóta lífsins að frekar fullkomnu
Það fer alt eftir því, hver af-
staða mannsins er.
Vér, sem höfum fengið að
í samanburði við hina óþrjótandi
þreytu þeirra.
leyti teljum margt vera oss ó-
Framh. á 13. bls.
Um síðustu helgi voru tíu þús-
und pund af alskonar fatnaði,
karlmanns, kvenmanns, og barna,
og þar með taldir skór, send til
Grikklands, til hjálpar bágstödd-
um þar, af Winnipeg deild'Uni-
tarian Service Committee of
Canada. Með þessari sendingu er
alls búið að senda frá Fyrstu
Sambandskirkju í Winnipeg, eitt
hundrað þúsund pund af fatnaði,
síðan að á þessu starfi var byrjað
fyrir þremur árum. Þessi föt
hafa safnast að úr öllum áttum úr
miðfykjunum, og frá félögum, a£
öllu tæi, og þar á meðal kirkju-
deildir auk annara. Forseti deild-
arinnar í Wninipeg var frá byrj-
un Mrs. E. J. Ransom. Hún er
nýlega flutt til Ottawa, og í
hennar stað er nú Mrs. Lilja
Mackenzie.
Framkvæmdarstjóri Unitarian
Service Committee of Canada,
Dr. Lotta Hitschmanova, sem á
ferð hefir verið um vesturfylkin,
undanfarnar vikur var stödd í
Winnipeg síðustu helgi.
Á myndinni sem hér birtist af
nokkrum mönnum sem hafa unn-
ið við að negla kassa niður og
undirbúa þá til flutnings til Ev-
rópu, eftir að konurnar í Winni-
peg-deild, Unitarian Service
Committee of Canada hafa geng-
ið frá þeim, eru, frá vinstri til
hægri, A. L. McLeod, S. J. Borg-
ford, J. F. Kristjánsson, K. O.
Mackenzie, séra P. M. Pétursson.
Þetta verk fer fram í neðri sal
Fyrstu Sambandskirkju í Winni-
Peg-
As the Holiday Season draws
near, we sincerely wish our
friends and customers an
abundance of good health,
prosperity and happiness.
We hope it will be our privi-
lege to give you dependable,
efficient Bay service always.
TM Jólaleytið eru hugsanir okkar aðallega helgaðar heimilum
• og fjölskyldum vorum, þá er það sem heimilis-fögnuðurinn
kemst á hæðsta stig. Við leggjum alt í sölurnar til þess að öðlast
þá hluti sem nauðsynlegir eru til þess að við getum notið þeirra
ánægjustunda. Þeir hlutir eru: heimili, efnalegt sjálfstæði og
mentun fyrir börn okkar. Sá grundvöllur sem við leggjum í
dag, verður til framtíðar öryggis og vellíðunar fjölskyldum
Representatives
Winnipeg Branch
Phone 926 144
Great-West Life
ASSURANCE COMPANY
HEAD OFFICE — WINNIPEC