Heimskringla - 14.12.1949, Page 10

Heimskringla - 14.12.1949, Page 10
10. Sff>A HEIMSKRINGLA WINNIPEG. 14. DES. 1949 1 fyrri daga fóru bændurnir ekkert frá heimilum sínum, en borguðu það verð sem kaupmennirnir lögðu á vörur sínar, og þáðu það verð fyrir afurðir sínar, sem kaupmaðurinn bauð þeim. Nú á dögum er öll uppskera bænda í sléttufylkjunum seld af Canadian Wheat Board, sem var stofnað fyrir beiðni bændanna i sjálfra- Alþjóða hveiti samningar, sem bændurnir hafa barist svo lengi fyrir, eru nú í gildi, þar sem framleiðendum, jafnt og neytendum, er ábyrgst réttsýnt verð. Næstum helmingur upp- skerunnar í sléttufylkjunum er meðhöndlaður af Pool kornlyft- um, sem er eign, og undir eftirliti þeirra sem uppskeruna fram- leiða, og reistar hafa verið fyrir auka arð framleiðenda. Á þessum tuttugu og fimm árum sem Hveitisamlögin hafa verið starfrækt, hafa yfir fjörutíu og fjórar miljónir dollara verið borgaðir í “patronage” ágóða. Pool sveita kornlyftur eru nú samtals átján hundruð áttatíu og þrjár í tveim þriðju af sléttu bæjunum, sem með hinum afarstóru kornlyftum við stór- vötnin og við Kyrrahafið, mynda hið langstærsta og fullkomnasta kornhöndlunar kerfi í veröldinni. Enn, sem fyrr, sitja bændurnir bújarðir sínar, en hafa nú meira framleiðslu-magn, og fara sjálfir til kauptúnanna til að hafa umsjón með þeim stórfyrirtækjum, sem þeir hafa svo ótvíræðilega sannað, að er aðeins einn hluti af hinu mikilvæga framleiðslu-kerfi. Canadian Cooperative Wheat Producers Limited WINNIPEG — CANADA MANITOBA POOL ELEVATORS 3ASKATCHEWAN COOPERATIVE Winnipeg Manitoba PRODUCERS LIMITED Regina Saskatchewan ALBERTA WHEAT POOL Calgary Alberta Innilegar hátíða-kveðjur til allra Islendinga HVAR SEM ÞEIR DVELJA WINNIPEG, MAN. EDMONTON, ALTA fyrir BLUENOSE BRAND” fiskinet og tvinna og önnur áhöld til fiskiveiða. INNILEGAR JóLA OG NÝÁRSÓSKIR MCFAdyen company ltd. 362 MAIN ST. :: :: SÍMI 923 444 Yfir Móðuna Það var vetur í mannheimum. Haukur stendur á hárri hæð, sem heita Mánaskálar. Þaðan horfir hann yfir heima alla. Mánaskálar eru sjónarhæðir Hauks og þangað leggur hann stundum leið sína með einkavini! sínum, Muna. Hann er röskur,! ráðugur og margvís drengur,! þessi Muni. Stundum ferðast hann um heima og geima og tek-| ur myndir af því sem fyrir auguj hans ber og sendir síðan vini sín- um Hauk sumar þeirra til að framkalla þær. Og Muni er fljótur í ferðum og fer víða og hefir altaf óslitið samband við Hauk, sem sólginn SVEITABÓNDINN FER NÚ TIL KAUPTÚNANNA er í að fræðast af ferðum hans. Og Haukur kallar til Muna og spyr: “Hvað er næst?” “Það getur verið margt,” segir Muni. “Það veit eg muni vera,” segir Haukur. “En hvað sérðu?” “Mikinn mannfjölda sem kem- ur úr Vestri og heldur til aust- urs,” segir Muni. “Og hvert heldurðu að ferð- inni sé heitið?” spyr Haukur. “Til Sunnuhvols,” segir Muni. “Til Sunnuhvols! Og hvar er Sunnuhvoll?” spyr Haukur. “Á landi því, sem Sunna ræður ríkjum, þar sem lífið baðast í rósum nótt og dag. Þar sézt aldrei myrkur, sár né grand. Sól- börnin nefna það Ljósaland. | “Gaman hlýtur þar að vera og gott að nema land,” segir Hauk- ur. “Hvernig sækist fólkinu ferðin?” “Misjafnlega,” segir Muni. — “Færðin er mjög þung fyrir fót- inn og flestu sækist þv*í seint. Sumr eru sjálfbjarga fullir þrótti og þrá og þúsund óskir, sem knýja á. Aðrir eru lamaðir og lítt færir til framsóknar móti straumi og stingandi frostnálum lífsins. Sumir hafa nesti og nauðsynlegustu farartæk til framsóknar og varnar ef voða ber að höndum. Aðrir eru illa frá garði greiddir, varnartækin veik og léleg og vafin næfru, svo þunglega sækist og þyngir að meir þegar lengist.” “Ekki er það nýtt þó nakta næði,” segir Haukur, “og einum gangi illa en öðrum betur.” “Gömul saga getur stundum litið út sem ný,” segir Muni. “Satt segir þú, vinur minn Muni, en hvað svo?” spyr Hauk- ur. “Það er víða numið staðar og víða áð í smáhópum, en látlaust og líðandi fellur straumurinn í austur,” segir Muni. “Sérðu nokkra sem þú þekkir, nokkra sem þú kannast við?” spyr Haukur. “Bíð augnablik bróðir,” segir Muni. “Það er að skýrast. Sei, sei, sei! Nei, sko! — Vatnsfall. Voða sjór! Nei, það er mögnuð móða, einskonar feigsmanns fljót!” “Skrítið er þetta, eg skil það ekki vel,” segir Haukur. “Víst svo,” segir Muni. “Það er eins og móðan hafi munna og myrka brunna. Að móðunni liggja margir vegir, allir vegir. Það er eins og máttur hennar dragi að sér mannpeðin. Yfir móðuna verða allir að fara, þó óttinn við hana hvíli á ferðafólk- inu eins og mara. Móðan er far- artálmi allra sem ferðast vilja til Ljósalands. Á leiðinni yfr móð- una er margra veðra von og villugjarnt er þar flestum og helst þeim, sem eiga sér veikan vilja og óþroskaða von.” “Sennilegt er þetta, bróðir,” segir Haukur. “En ofboðslegt er að vita hvað fjölmargir grunda skamt. Kanske grunda þeir alls ekkert. Hvers er þá að vænta? Haltu áfram bróðir.” “Móðan er í mínum augum eins og ísbreiða með ógnir, hætt- ur og mein, þakin þúsundum sálna, sem þumbast á hálum ísn- um, sálum á öllum aldri af allri stétt og enginn virðist skilja hvor annan rétt. Ólíkt er það í reynd og raun og réttlæti þess virðist ekki vega móti baun. Stór- slysalaust komast margir yfir móðuna. Aðrir ekki fyr en eftir marga hrakninga og andstreymi. Aðrir komast aldrei yfir hana.” “Hvað verður um þá, sem ekki komast yfir Móðuna?” spyr Haukur. “Það er mér hulið,” segir Muni. “Get ekki frætt þig um það að sinni. Það er engu líkara en þeir leysist upp og hverfi sjónum mínum í þoku.” “Það er dularfult, þungskilið eins og þytur í skógi,” segir Haukur. “Nú get eg betur greint hvað gerist,” segir Muni. “A-ha! Augu mín fylgja nú fólkinu fast eftir, meðan fjarlægðin hylur það ekki í blámóðu sinni.” “Hverjir vekja helst athygli þína?” spyr Haukur. “Þessa stundina eru það þau, sem eru að leggja út á Móðuna. Það er ungur maður og ung stúlka, elskulega aðlaðandi. Mér finst eg þekkja þau. Þó kem eg þeim ekki vel fyrir mig, ekki enn. En þau heilla mig. Eg hlýt að fylgja þeim eftir.” “Það væri gaman að geta gefið þeim byr að sigla,” segir Hauk- ur. “Já, þeim og öllum,” segir Muni. “Öllum sem kunna að sigla. Það eru ekki allir sem þola byr. Við vitum ekki hvort þau þola byr.” “Rétt athugað, bróðir. Reyndu að fylgja þeim eftir. Hvar eru þau nú?” spyr Haukur. “Nú eru þau komin út á Móð- una,’ ’segir Muni. “Þeim gengur vel, ennþá. En sjá má þess merki á manninum, að hann hefir orðið fyrir einhverju áfalli. Hémn er Innilegar hátíðakveðjur til Islendinga y M G. H. STEPHEI)SOn Plumber 1061 DOMINION ST. Sími 89 767 I, VÉR FLYTJUM ÖLLUM VORUM MÖRGU VIÐSKIFTAVINUM INNILEGAR HÁTÍÐAKVEÐJUR! OxfjOtcl J4otel IN THE CENTER OF WINNIPEG ★ Moderate Rates Phone 926 712 % Joseph Stepnuk, Pres. ★ Parlor 216 Notre Dame Ave. S. M. Hendricks, Mgr.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.