Heimskringla - 14.12.1949, Síða 11

Heimskringla - 14.12.1949, Síða 11
WINNIPEG, 14. DES. 1949 HEIMSKRINGLA 11. SBDA ekki eins öruggur og stöðugur og stúlkan sem gengur við hlið hans. Hann riðar öðruhvoru, en stúlkan reynir að styðja hann.” “Hvað veldur því, Muni? Hef- ir hann orðið fyrir gremi goð- anna, eða er hann valdur að því sjálfur?” spyr Haukur. “Þey, þey!” segir Muni. “Það er þytur í loftinu, þytur í trján- um. Þúsund örvænis ómar berast að eyrum mér. Það er voða veð-' ur í aðsígi. Loftið er að verða blásvart. Blakkir skýjaklakkar bylja himininn og helila yfir jörðina myrkri. Logn. — Nokk- ur augnablik verður umhverfið svo ískyggilega hljótt. Það boð- ar aldrei gott. Það boðar oft stórkostlega viðburði. Nú kemur kviða. Aftur logn. Síðan kemur snerra, sveiflurnar verða þéttari og þyngri, sterkari og stærri, harðari og heiftugri, unz þær brjótast fram með hraða, æstar, ognandi og ögrandi, reiðar, unz þær verða að roki. Mörgum ger- ist nú gangan þung og þar á meðal þessum unga manni. fs- inn er fljúgandi háll og ferlegt veðrið stendur í fangið. Ungi maðurinn rennur til, hann hnýt- ur hvað eftir annað, en stúlkan við hlið hans ver hann falli.” “Skegg mitt og skalli!” segir Haukur. “Skelfing er að heyra! Það verður víst endirinn, að öfl náttúrunnar yfirbuga þau á gler- hálum og glampandi ísnum. — Hvað er meira, að heyra?” “Þey, þey!” segir Muni. “Það berast einkennilegir ómar að eyr- um mér. Eg sé hvar hópar af fólki nema staðar á Móðubakk-. anum. Það er veðrið sem því veldur. Þaðan berast ómarnir Það er hlátur og sköll. Fólkið er að hlæja að óförum þeirra, sem' eru að berjast við hálkuna og ó-l veðrið.” “Fífl!” hrópar Haukur. — “Segðu mér meira um fólkið á ísnum.” “Ungu hjúunum gengur ver,” segir Muni. “Óveðrið eykst og haráttan gegn veðrinu verður strangari. Stúlkan stendur örugg. Mig undrar þrek hennar og ástúð til hins unga manns.” “Hvað veldur óstyrk unga mannsins?” spyr Haukur. “Það er margt,” segir Muni. “Hann mun vera einn af þeim, sem lagt hefir upp í leiðangur- inn án nokkurs undirbúnings og fyrirhyggju. Hann hefir ekki einusinni mannbrodda. Og kom- ist þessi maður lífs af yfir Móð- una, má hann þakka það stúlk- unni góðu sem styður hann.” “Er nokkur von, að henni end- ist þróttur til þess?” spyr Hauk- ur. “Konur gefast aldrei upp,” segir Muni. “Þær fórna sér fyr- ir þann sem þær unna.” “Hvað kemur til þess, að eng- inn af þeim sem framhjá gengur og sterkur stendur, réttir ekki þessum vegfarendum hjálpar- hönd?” spyr Haukur. “Er ekki snefill af mannúð og kærleika meðal ferðalanganna?” Flónin á bakkanum hlæja gegnum storminn. Haukur hrist- ir höfuðið. “Jú, mannúð er til í ríkum mæli meðal þessa fólks,” segir Muni. “Hinar góðu kendir þess fá aðeins ekki notið sín, sökum þess, að fólkið sér ekki í svipinn, annað en það, sem því finnst kát- legt. Fjöldanum virðist fara eins og litlu stúlkunni í einni af sög- ^ Látið ættingja yðar koma til Canada "" by B O A C sptmm 1000 Ro utes around the World Þér getið hlutast til um að vinir yðar og ættingjar í Evrópu heim- sæki Canada gegn íyrirfram greiddu B.O.A.C. fari. Losið þá við áhyggjur og umsvif. British European loftleiðir tengir helztu borgir í Evrópu við London. Upplýsingar og farbréfakaup hjá ferða umboðsmanni yðar eða hjá BOAC. Ticket Office, Laurentien Hotel, Mont- real, Tel. LA. 4212; eða 11 King St.. Toronto, Tel. AD. 4323. ... over the Atlantic;;; on<J across the World SPEEDBIRD SERVICE BRITISH OVERSEAS AIRWAYS CORPORATION To All Our Friends %my We Give Three-Fold Service ELECTRIC POWER For Electric Service — Phone 904 315 G AS For Gas Service — Phone 904 312 TRAN SPORTATION For Transit Service — Phone 904 202 UIINNIPEG 6LECTRIC COMPANY “A Business Managed Tax Paying Utility” unum hans H. C. Andersen. Hana langaði mikið til að dansa. Loks vroru henni gefnir rauðir skór, en þeim fylgdi sú náttúra, að hver sem setti þá upp, varð nauðugur, viljugur að dansa. Og litla stúlk- an setti þá upp og eftir það var hún alltaf dansandi. Hún dansaði nótt og dag, dansaði á meðan hún var að borða og dansaði á meðan hún svaf og dansaði þar til hún datt niður uppgefin, en þá köstuðust rauðu skórnir af fótum hennar og um leið losnaði hún úr álögunum. Fólkið virðist líkum álögum háð og litla stúlk- an með rauðu skóna, það sér eitt- hvað skrítið og hlægilegt í öllu og það verður að hlægja þó það sé því ekki að skapi.” “Ó-Jæja, lofum því að hlæja. Því skildi ekki blessað fólkið mega hlæja. Hláturinn er mörg- um nauðsynlegur,” segir Hauk- ur. “Hvað hefur þú næst að segja?” “Mér er að verða hálf órótt,” segir Muni. “Eg þykist sjá, að hverju muni draga fyrir þessum tveimur ungu vinum okkar, því mærin unga, stoðin hans, virð- ist vera að missa krafta sína.” “Það er hörmulegt að vita. En við hverju má svo sem búast. Það getur þó vonandi lagast,” segir Haukur. “Ó-ó, þetta fór illa,” segir Muni. “Hvað kom fyrir?” spyr Hauk- ur. “Þau skullu bæði á ísinn. Nú hrekjast þau á hálkunni undan veðrinu,” segir Muni. “Það var slysalegt. Blessaður fylgdu þeim eftir,” segir Haúk- ur. “Þey, þeyl Hvað er þetta?” sesrir Muni. “fskrandi ómar, æsandi, titr- andi og tröllslegir tónar, berast að eyrum rnínum,” segir Hauk- ur. “Ó, nú skil eg. Það eru fíflin á bakkanum að hlæja. Voðalegt! Haukur titrar af reiði. “Eg vildi geta troðið fíflin undir fótum mínum.” “Haukur, þetta er ljótt,” segir Muni. Haukur hengir niður höfuðið. Hann hefur samvizkúbit af orð- um sínum. Vöðvar hans slakna aftur og skjálftinn hverfur að mestu. “Hvenær skyldi eg læra það, að vera herra sjálfs mlns, herra orða minna?” segir Haukur. “Það er að lagast, vinur minn,”: segir Muni. “Það er að lagast. Þau eru aftur búin að koma fyr- ir sig fótunum og ganga nú hlið við hlið sem áður. Maðurinn er öruggari en fyr. Það er eins og honum hafi aukist ásmegin við fallið. Eða er það aðeins skammrar stundar sjálfshleðzla af þVí hann sér og finnur föru- naut sinn vera að örmagnast? Hvað sagði eg. Örmagnast! Fjar- sjtæða. Stúlkan er ekki svo langt leidd. Ennþá er hún sterkari en félagi hennar. En ísbrodd- arnir hennar hafa skékzt við fall- ið og hún getur ekki lagað þá vegna hálkunnar og roksins. Ennþá er tvísýnt hvort þau kom- ast yfir Móðuna. Eg óska þess að veðrið lægi svo þau fái tæki- færi að kasta mæðinni og safna nýjum kröftum. Mér finnst þau eiga það skilið. Þau berjast svo vel gegn valdinu.” “Eg gæti vel unnt þeim hvíld- ar um stund svo þau sigri,” seg- ir Haukur. “Eg gæti þegið nokkra hvíld líka.” “Þá, þú þarft alltaf að hafa sjálfan þig þar sem vel fer um þig. Það er gamla sagan, ofmikil sjálfselska,” segir Muni. “Það er aðeins eðlileg afleið- ing þess, sem á undan er gengið,” segir Haukur. “En samt, eg veit það Muni minn, að mér hættir stundum til að verða of sjálfs- elskur.” “Hæ, hæ! Hitti eg á óska- stundina, eða hvað?” segir Muni. “Svei mér ef eg held það ekki! Það birtir í loftinu og skýjaklak- arnir eru að greiðast sundur. Hjartað mitt slær hraðar og það Hða fagnaðar straumar um sál mína, því varmir geislar smjúga gegnum skýjaglufurnar og kyssa vanga vina vorra. Stormurinn fellir seglin sín og líður nú fram í léttum blævarnið og strýkur léttum fingrum þreytta limi veg- farendanna. Og, þey! Þau eru að segja eitthvað. Nei, eg get ekki numið orðaskil. En, hvað er á seiði? Sem eg er heill og lifandi, þá eru þau að breiða | klæði á ísinn! Þau setjast niður, til að hvlla sig, — loksins, eftir margra sólarhringa baráttu við ófærð og illveður. Eg sé einnig að þau takast í hendur, brosa og horfa ástúðlega hvort til annars. En það sem þau eru að hvíslast á um, er mér hulið. Eg sé og veit, að það muni vera eitthvað fallegt. Nú halda þau aftur af stað. Og nú gengur þeim mikið betur. — Ferðin yfir Móðuna sækist nú greiðlega. Þau eru bráðum kom- in yfir hana.” í brekkunni upp af Móðúbökk- unum stendur Sunnuhvoll laug- aður geislum sólarinnar og um- kringdur af fögru og fjölsettu blómaskrúði og skógarkjarri. — Það er eins og himin og jörð j hafi tekið höndum saman um að prýða Sunnúhvol fyrir elskend- urna, sem eiga að setjast þar að. Alt fagnar komu þeirra og býð-1 ur þau velkomin. Og brosandi láta þau sig falla í útrétta yndis arma þessa fagra og aðlaðandi frmtíðarheimilis síns. “Hvað er þetta, sem kom við hendur mínar? Eru það regn- dropar?” segir Haukur. Hann leit upp í himininn. Hann var hreinn og tær og bládjúpur. Nei, það voru ekki regndropar. Haukur gekk niður af Mánaskál- um í fylgd með Muna. í eyrum þeirra hljómaði hlátur flónanna, sem stóðu enn á bakkanum, en þeir hljómar hurfu skyndilega fyrir öðrum miklu dýrlegri tón- um og aðstreymi — kærleikans, sigri lífsins. Davíð Björnsson Ágætt skyr til sölu, aðeins 65c potturinn eða 35c mörkin. — Phone 31 570. Guðrún Thompson, 203 Mary- land Street, Winnipeg. “LADIES MENSTREX” Ladies! Use full strength “Menstrex” to help alleviate pain, distress and nervous tension assoeiated with monthly periods. Ladies. order genu- ine “Menstrex” today. $5.00. Rushed airmail postpaid. — Golden Drugs, St. Mar/s at Hargrave, Winnipeg. Með beztu óskum um gleðileg jól og nýár til vina og viðskiftamanna Dr, A. B. Ingimundson GIMLI, MANITOBA INNILEGAR JóLA OG NÝARSKVEÐJUR til allra vorra viðskiftavina SARGENT FLORIST 739 Sargent Ave. Phone 26 575 Winnipeg, Man. Compliments of the SEASON THOS. JACKSON & SONS, Limited 370 COLONY ST. PHONE 37 071 “Tons of Satisfaction” We take this opportunity to extend to aU our customers and friends our very Best Wishes for a Merry Christmas and may 1950 bring a full measure of peace, prosperity and contentment. UMTED r.liú.V CIIOWEKS LTD. Winnipeg Calgary Saskatoon Edmonton

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.