Heimskringla - 14.12.1949, Side 13

Heimskringla - 14.12.1949, Side 13
WINNIPEG, 14. DES. 1949 HEIMSKRINGLA 13. SÍÐA Sincere Best Wishes From Winnipeg’s Leading Downtown Hotels Œije JHarlborougi) Cíiarleö Located in the Heart of Everything With the Compliments of .. . í£isl)tng pou all a merrp Cíjrtðtmað Pertlfi 482 • 486 Portaoc Avafoc WINNIPEG / “Western Canada’s largest clcansing institute” Með beztu óskum um gleðileg jól og nýár til vina og viðskiftamanna ELECTRICIAN 689 Sargent Ave. Phone 26 626 Winnipeg, Man Jochum Ásgeirsson Guðm. Levy TORONTO, ONT. AÐALSKRIFSTOFA Vér tökum þetta tækifæri til að flytja árnaðaróskir gleðilegra jóla og velgengni á þessu nýbyrjaða ári. GIMLI ÚTIBÚ — R. L. WaSson, ráösmaöur Winnipeg útibú eru: MAIN og BANNATYNE SELKIRK og MAIN ST. VITAL & EAST KILDONAN Jóla og Nýárskveðjur til íslendinga austan hafs og vestan Contractors and Builders 1158 DORCHESTER AVE ’heiminum. Hann hefir aldrei átt einsetu né kotungslund til. Það varð fastur ásetningur hans að fara frá Pat Inwright, þótt hann sæi eftir því þá og síðar, að sumu leyti. Fóstri hans fór suður til Cross Lake um sumarið, og dvaldi þar nokkra daga. Á meðan fór Gest- ur slippur og snauður úr White- mouth. Hann þráði að finna móður sína, sem þá átti heima í Winnipeg. Hann varð samferða göngumönnum til Selkirk, og komst til móður sinnar og syst- ur. Litlu síðar réðist hann, ásamt nióður sinni, til manns er Klink hét. Hann bjó austan við Rauðá. nalægt þar sem nú er Louise- brúin. Klink hafði stórt kúabúa, °g seldi mjólk. Hann hafði straumferju á Rauðá, og fleiri fyrirtæki hafði hann í takinu, en þó enginn driftarmaður, en góð- ur viðfangs. Þar unnu þau mæðg- in um hríð fyrir allgóðu kaupi. Þá þau fóru úr þeirri vist, keypti móðir Gests lítið hús, og setti niður á svonefndum Hudson Bay flötum, milli Aðalstrætisins og Rauðá, en rétt norðan við As- siniboine ána. Þar höfðu íslend-; mgar allmargir safnast saman, íj smákofum, og skifti félagið sér, ekki af þeim. Þeir guldu engan lóðartoll, meðan þeir voru þar. Móðir Gests stundaði svonefnda útivinnu, en hann vann, sem vika- drengur, hvar hann fékk tæki- færi. Næsta sumar fægði hann skóbúnað manna, og aflaði tölu- verðra skildinga. En því starfi fylgdi sá ókostur, að hann var í áflogum og barsmíði á hverjum degi. Kom heim blár og blóðug- ur, rifinn og táinn sundur. Þá áttu íslendingar ekki upp á há- borðið hjá hérlendum strákum. Kölluðu þeir íslendinga öllum illum ónöfnum, og fóru illa með ísl. drengi hvenær sem færi gafst. íslenzkir drengir aftur á móti þoldu ekki ójöfnuðinn, og voru full miklir fyrir sér, sem ensku strákarnir, ef aldursmunur var ekki til muna. Gestur kvaðst oft hafa orðið illa leikinn, og oftast undir, því oft var við 2—3 ensk úrþvætti að etja. Framh. JÖLA HUGLEIÐINGAR BRÉF TIL HKR. Fyrir Jóla og Nýárs fagnað leyfum vér oss að mæla með Purity ISRJÓMA með margvíslegu lagi og litum City Dairy Company SÍMI 87 647 ÞAKKLÆTI FÉLAG VORT tekur þetta tækifæri til að þakka Islendingum viðskiftin á liðnum árum. Teljum vér þá í hópi hinna ágætustu skiftavina og borgara þessa lands. Um leið of vér þökkum viðskiftin og viðkynninguna, viljum vér færa þeim hinar innilegustu óskir vorar um góð og gleðirík jól og farsælt nýár. ESTABLISHED 1910 449 Portage Avenue i -? m M i Winmpeg HUGHEILAR HÁTÍÐAÓSKIR TIL VINA OG VIÐSKIFTAMANNA Varís Electric 636 Sargent Ave. Phone 34 890 Winnipeg, Man Herra ritstjóri: Á síðasta nefndarfundi ísl. gamalmennahælisins hér í Van- couver, B. C., benti einhver á það að þeir mörgu vinir þessarar stofnunar á víð og dreif, sem með svo kærleiksríku hugarþeli hafaj stuðlað að stofnun þess og við- halds, mundu æskja eftir fréttum um ástand og líðan gömlu vin- anna. Og af því mér var falið á hendur að geta um það með fá- einum línum til íslenzku blað- anna, leyfi eg mér að lýsa því,| með ánægju, og einni setningu: Alt gengur eftir von og ósk, og ekkert útlit fyrir hraksýni á næstkomandi tímabili. Það ástand er aðallega öllum þeim að þakka sem svo dásam- legir hafa verið, og eru stöðugt að rétta hjálparhönd. Ef nokkur lítur svo á elliheimilis ástand sem einræni og dapurt endalok tilverunnar, vil eg benda á að^ mörg af okkar gamalmennum eru enn ung í anda. Það fyrsta sem gestir verða varir við þegar þeir koma inn íi forstofuna, eru spilaborð, um- j kringd af körlum og konum að spila íslenzka “vist” upp á gamla mátann. Aðrir una sér við lestur þeirra úrvals bóka sem tilheyra heimilinu og þjóðræknisdeild- inni. Þar fyrir utan koma oft og tíðum úrvals nefndir frá íslenzku kvennfélögum með ýmislegt til gleði og upplífgunar. Nú sem stendur munu vera 28 gamalmenni á hælinu, en slðan það var stofnað hafa orðið þrjú dauðsföll: Jón Thorsteinson, Benedikt Hjálmsson og Stefán Kristjánsan. Eg varast að ætt- ættfræða þessa látnu öldunga, af því eg er þeirra ætt að öllu ó- { kunnugur. Það hefir mikið verið hlynt að heimilinu á síðastliðnu ^ sumri, bæði með málningu og innréttingu, innan húss og utan,j sem hefir borið með sér tölu-^ verðan kostnað, en um leið sett nýtt og fágað snið á þessa traustu íbúð. Sú ákvörðun sem nefndin samþykti í byrjun þessa árs með stækkun heimilisins, eins og eg gat um í grein minni þann 15. júní, s. 1. stenduru í stað, því ekki er enn þá nægileg upphæð komin í þann sjóð. Von-1 andi samt að vinsamleg hjálp: aukist svo í vetur að hægt verði að koma því í verk með vorinu. | Ef svo, verður hægt að bæta við 10 eða fleirum gestum á heim- ilið. Við nefndarmenn, vonumst sterklega eftir heimsókn gamla Kláusar á sinni hringferð, um Jóla-leitið, og í því skini höfum við ákvarðað hans móttöku þann 21. þessa mánaðar. Vonandi að sú stund innibindi einlægt vinarþel allra. Munið gamla máltækið: — “Tvisvar verður gamall maður barn”. Það máltak á sérstaklega heima hjá öldruðu vinunum okk- ar um jólin. Vinsamlegast, H. J. Halldorson (fyrir hönd nefnd.) Framh. frá 9. bls. fullnægjandi. En aðrir sem ekki hafa sömu a.fstöðu og vér og sem ýmsra ástæða vegna, eru orðnir allslausir, skoðuðu þá sömu hluti, ef að þeir gætu fengið þá, sem uppfylling á fögrum draumi. Fyrir nokkrum dögum sat eg við útvarpstækið mitt, er frétta- þulur var að lesa upp fréttirnar. Hann lýsti því yfir að í vetur þyrfti enginn á Englandi að líða vegna skorts á kolum eða öðru eldsneyti þar. En í Evrópu sagði hann að í vissum löndum, væru hundrað þúsundir enn, án alls sem þörf er mest á, án eldsneytis, fatnaðar og húsaskjóls. Fyrir þetta fólk, menn og kon- ur, ungmenni og börn, hvaða þýð-; ingu hafa jólin? Hvaða boðskap bera þau því ? — jafnvel þessi fimtu friðar jól. Þegar vér hugsum um þetta, þá getur oss ekki annað en fund- ist það vera lítið og ómerkilegt sem vér höfum fylst gremju yfir, eða orðið óánægð með og kvartað undan, eða sem hefir gert oss þreytt og stutt í skapi. Einnig getum vér ekki annað en skilið betur ef til vill en nokkru sinni fyr, hvað takmark vort ætti að vera, að hverju vér eigum að stefna, hverju vér eig- um að helga starf vort og krafta,1 hvemig vér getum látið jóla and- an ná verulegum tilgangi sín- um, fyrir fjölda fólks. Ef ekki fyrir það fólk sem nú þjáist (því j ótal margt af því deyr áður en önnur jól koma), þá fyrir næstu kynslóð, sem á eftir kemur. Því þó að þúsundir manna deyi nú, þá koma aðrar þúsundir í næstu kynslóð, í þeirra stað, og enn aðrar þúsundir í næstu kynslóð þar á eftir. Ótal margir í Evrópu munu ekki sjá önnur jól. Ekki er við því að gera. En vér getum, sem stofnun, (og sem einstaklingar), haldið á- fram því verki, sem vér höfum þegar byrjað, og þar næst ákveð-1 ið með sjálfum oss, að láta anda jólanna verða svo áhrifamikið afl í lífi voru og í lífi umhverfis oss og í lífi heimsins, að aldrei aftur þurfi nokkrar þjóðir að líða eins og þúsundir manna verða að líða nú í vetur og vet- urna þar áður, vegna afleiðingar þess, að menn þurftu að segja öðrum mönnum stráð á hendur. Með þvl móti munu með tíman- um gleymast allir hinir lítilfjör- legu hlutir, sem vér höfum látið trufla oss, og gera oss óánægða og gremjufulla. Og þegar það verður, í ljósi þeirrar ákvörðunar, aukast þá jólin að þýðingu fyrir oss og aðra menn. Þá getum vér rétt- lætt alla gleðina, söngvana og fögnuðinn. Þá hverfur hið lítil- f jörlega úr hugum vorum, og vér getum haldið hátíðleg jól í fullri einlægni. Því þá bera þau oss boðskap, sem verður orðinn að veruleika, boðskap um friðar- boða, sem flutti heiminum trú sem ræst hefir, trú um bróðerni og góðvilja, um kærleika og frið, boðskap sem vér höfum ákveðið að fylgja og útbreiða, sem vér höfum ákveðið að framkvæma í lífi voru. Ef að vér gerum þetta þá geta jólin fylst fullkominni meiningu, og allir menn sungið guði lof í hjarta sínu, því þá verður andi jólanna orðinn að veruleika, og tákn jólanna verður friður á jörðu fyrir alla menn, — og kær- leikur og bróðerni! GLEÐILEG JÓl! Jaröarför Séra Philip M. Pétursson jarð- söng Mrs. Jöhönnu Knudsen, s. 1. mánudag, konu af dönskum ættum, 63 ára að aldri. Athöfnin fór fram frá útfararstofu Mordue Bros. Jarðsett var í Brookside grafreit. Jólamessur í Nýja Islandi 18. desember — Geysir, messa kl. 2. e. h. 21.desember — Árborg, Jólatres- samkoma kl. 8 e. h. 25. desember — Árborg, ensk Jólamessa kl. 11 f. h. 25. desember, — Riverton, ensk Jólamessa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason Gleðileg Jól og Farsælt Nýár! Eitt allra fullkomnasta hljóðfærahús Winnipegborgar 3Q3 P QRTNGE WJE. v

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.