Heimskringla


Heimskringla - 18.02.1953, Qupperneq 3

Heimskringla - 18.02.1953, Qupperneq 3
WINNIPEG, 18. FEB. 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA íiskur muni verða fluttur þang- að en sá er hængurinn á að breyta þarf um verkun hans til þess að hann falli Maxikananum í geð. Og hvernig kunnið þér við Mexikanann? Hann er hjálpsamur og fjör- ugur en latur. Verkamaðurinn vill fá sér vinnu í 2—3 daga og síðan njóta þeirra peninga sem hann hefur unnið sér inn. Ekki endilega með því að drekka, — heldur að lifa í nokkra daga án þess að þurfa að vinna. Mexikan ar halda hátíðlega fleiri frídaga en jafnvel við íslendingar. Þeir hafa öldum saman átt í styrjöld um og uppreisnum verið kúgað- ir og hrjáðir, notið sigra og ver- ið augugir. Fjölmarga daga ár- lega halda þeir hátíðlega í til- efni af því að þann dag fyrir tug um ára unnu forfeður þeirra sig- ur í eiuhverri uppreisn. Þeir eru og strangkaþólskir og heita flestallir eftir einhverj- um dýrlingi (María, Josef o.s. *rv.). Og í tilefni af því halda þeir hátíðlega tvo afmælisdaga sína árlega. Baeði fæðingardag sinn og dýrlingsins og sá síðar- taldi er öllu hátíðlegri. Og yfirleitt skemmta þeir sér ekki mikið. Ef til vill eru þeir of latir til þess. Þeir halda stór- ar hátíðir tvisvar á ári og láta að mestu þar við sitja. Sú fyrri er í apríl og er einna hátíðlegust haldin í borginni þar sem við bú um. Þargað streymir fjöldi fólks hvaðanaefa að og á þessari há- tíð fara fram vinsælir hana slag- *r sem mikið er veðjað á, nauta- dt, dansskemmtanir og spila- víti eru rekin meðan á hátíðinni stendur en eru annars ekki leyfð. Síðari hátíð ársins stendur í hálfan mánuð rétt fyrir jólin. — Þá dansa þeir á hverju kvöldi en að hátíðinni lokinni er sam- komuhúsunum lokað og beðið þar til 1 apríl. Er mikil drykkja samfara þess um hátíðum? g ^ei> Mexikaninn drekkur sitt lega ódýrt. En viðburður er það létta vfn daglega og vín er ákaf- er drukkinn maður sést á ferli. f landinu er llítið um sterka drykki að undanskildu víni er þeir nefna Tequila. Það er unn- ið úr kaktus, er líkt og líkjör en þó mjög rammt. En til að taka temniuna af hafa þeir sín ráð. ^eir setja nokkra dropa af sí- *rónu safa á handabak sér og Sigurður J. Sigurðsson Siguröur J. Sigurösson F. 16. júlí 1877 — D. 23. júlí 1952 “Yfir lífsins fanna fjöll fyrnist margt, sem skeður. Gleðjumst bæöi og grátum öll— Góöur drengur kveöur.” Jóhann Sigurjónsson Skáldið Jóhann .Sigurjónsson srti margar fagrar vísur og við-l iigandi við ýms tækifæri. Ein beirra er sú, sem hér birtist. Mér hefir altaf þótt hún bæði Fögur og efnisrík. Hún á sannar- lega vel við þegar þessi látni oróðir kveður. Sigurður J. Sigurðsson var; fæddur 16. júlí árið 1877 á ís- landi. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Sigurðsson Kristjáns son Jónssonar stórbónda og Dannebrogsmanns frá Illuga- strá salti yfir. Þetta gleypa þeir eftir að hafa hvolft í sig sínu staupi af Tequila. En Tequiladrykkja er aðeins á færi hinna auðugri manna og fer þá fram í hófi. Fjöldi manna er auðugur og þá venju- lega mjög auðugir. Fátækling- arnir eru einnig margir og fá- tæktin er mikil. Mexikanar mega muna sinn fífil fegri. Einu sinni áttu þeir sum þeirra ríkja sem nú kallast Suðurríki Bandarákjanna. Þeir státa af meistaralega gerðum skrauthýsum sem frumbyggjarn ir, Indíánar, gerðu áður en Spán verjar hertóku landið. Síðan hafa þsir átt í ótal styrjöldum, hafa sigrað, tapað og verið hugs unarlausir um gífurleg verðmæti landsins og súpa nú seyðið af því, þvi þeir eru mjög á eftir öðrum þjóðum f öllu enn þann dag í dag þó mikið hafi á unnizt á síðustu árum. —Mbl. 21.október A. St. Innilegar hamingjuóskir til fslendinga í tilefni af ársþingi Þjóðræknisfélagsins A. S. BARDAL Ltd. F U N E R A L HOME 843 SHERBROOK STREET WINNIPEG, MAN. é Established 1894 Phone 74-7474 -w1 stöðum í Fnjóskadal og Jórunn ólafsdóttir. Þeir Kristján langafi Sigurðar, og Björn í Lundi voru bræður. Voru þeir báðir þjóðkunnir og annálaðir gáfumenn. Sigurður var kvæntur og er eftirlifandi ekkja hans Sigríður Eggertsdóttir Jónssonar Árna- sonar frá Leirá í Biorgarfirði og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Deildartungu í Reykholtsdal. Sigurður fluttist vestur um haf með foreldrum sínum árið 1888; átti heima i þrjú ár i Norð- ur Dakota; þaðan fluttist hann til Narrows-bygðanna í Mani- toba og dvaldi þar til ársins 1898; fluttist þaðan til Álftár- dalsins (Swan River Valley) og kvæntist þar árið 1901. Þau hjón fluttu til Winnipeg 1906; Sigurður hafði lært múr- húðun (plastering) og vann við þá iðn bæði í Winnipeg og Álft- árdalnum. Áttu þau heima í Win- nipeg þangað til þau fluttu aft- ur í Álftárdalinn árið 1918 og bjuggu þar þangað til hann dó í St. Boniface sjúkrahúsinu 23. iúlí 1952. Jarðarförin fór fram frá “United Church of Canada’’, og stjórnaði henni enskur kven- prestur, sem heitir Florence M. Miller. Þau hjón Sigurður og Sigríður eignuðust sex mannvænleg börn og eru þau hér talin eftir aldri: 1. Eggert, bóndi í Álftárdaln- um, kvæntur Lilju dóttur Jóns bónda Sigurðssonar í Álftárdaln- dalnum. 2. Leo G., kvæntur Nönnu hjúkrunarkonu, dóttur séra A1 berts Kristjánssonar. Þau eru búsett í Vancouver, B.C. Hann hefir mikla ábygðarstöðu hjá Northern Electric félaginu. 3. Jón Percival, kvæntur konu af enskum ættum, sem heitir Ada Sample hjúkrunarkona. Þau eru búsett í Calgary, Alberta. Hann er deildarstjóri hjá Con- solidated Mining and Smelting félaginu. 4. Sigríður,' gift manni af skozkum ættum, sem Douglas H. Maclennan heitir. Hann er bóndi í Alftárdalnum. 5. Árni, bóndi í Álftárdalnum, kvæntur konu af enskum ættum, sem heitir Grace E. M. Munson. 6. Florence B., gift dönskum manni, sem Soren Ingvartsen heitir. Þau eru búsett í Port Kells, B. C. Þau hjónin Sigurður og Sig ríður áttu fimmtán barnabörn. Börn þeirra hjóna komu öll saman að heimili þeirra 29. júlí 1951 til þess að minnast þess að þau höfðu þá verið gift í 50 ár. Hinn látni átti fimm systkini. sem öll eru a lifi nema eitt. Nöfn þeirra eftir aldri eru sem hér segir: » 1. Emma J. E., kennari í Win- nipeg. 2. Annie Þ. V., gift John for- sythe kaupmanni í Ericksdale. 3. Mrs. Margrét Stone í Win- nipeg (dáin). 4. Hermann, kvæntur Helgu Bjarnason frá Churchbridge, i Saskatchewan, búsettur í Van- couver, B. C. 5. Aðalsteinn, kvæntur Önnu Eyford, búsettur í Hornpayne Ontario. Sigurður var fríður maður sýnum og hinn prúðasti í allri framkomu, en glaðvær og með afbrigðum orðheppinn. Hann var prýðilega skynsamur maður, enda átti hann til þeirra að telja. Hann var hinn mesti starfs- og atorkumaður, sérstaklega vin- sæll og vel látinn; vandaður maður og drengur góður. Sig. Júl. Jóhannesson ÍSLENZK TUNGA —ÍS- LENZK LJÓÐ BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin sknld GIGTAR VERKIR Góðar fréttir til þeirra, sem þjást af gigt- arverkjum og líðiir því illa, en þrá bata — Þúsundir, sem þjást af liðagigt (rheumatic and arthritic) fá skjótan bata með því að nota T-R-C’s. Látið ekki þreytandi, stund- um gegnumskerandi verki þjá vður lengur. Reynið Templeton’s T-R-C’s í dag. — Ein- ungis 65 ceius, i lyljaUu. Sú var tíð að söngva þjóð sem að viða norðurs slóð vígði Ijóði um dáð og dyggð, deengskap, frelsi, ást og tryggð, upphaf bæði og endi heims, yztu brautir stjörnugeims, allt frá jökli út á sand okkar byggði fósturland. Litla þjóðin öld af öld innti af hendi þessi gjöld; vits og listar átti hún auð, annars þótt hún teldist snauð; andinn sig til hæða hóf, höndin sú er rætur gróf kvæðin dýru letruð lét, línan bæði hló og grét; hjarta þjóðar hrærðist þar, hennar eigin sál þar var. Eins og greyptur steinn í stál stuðlað geymdist skáldsins mál, rímsins hagleiks-haldi tryggð hugsun, meitluð, fáguð, skyggð, fluttist kynslóð kynslóð frá, kynstór, tigin, björt og há, andans klæddist dáð hver drýgð dýru skarti, guðum vígð. Þenna mikla áar arf okkur leifðu—þeirra starf gullið skíra ljóðalags lífi býr til þessa dags; málið góða, mjúkt og hart, mun þeim fjársjóð glata vart; mæl það skýrt, og aftur öll íslands strax þér svara fjöll. Sonur íslands, ætlar þú arfi þeim að glata nú? Þú hefur fargað þinni sál þér ef týnist feðra mál. Hygg þú, hvílík háðung að heiðri þínum væri það, því án efa þá mun skráð, þú hafir svikið fósturláð. Dóttir Islands, dýra mey, djásnið það lát saurgast ei, málið sem hún móðir þín mælti er gaf þér brjóstin sín; helgidómur hreinn það er, hann var falinn ungri þér, honum skírum skila þér skylt er jóði sem þú ber. Gæt þess, unga íslands þjóð út ef deya in snjöllu ljóð, þau er stuðull studdi og rím, strax á mál þitt fellur hrím, allur dvínar þróttur þá, það skal visna eins og strá unz það kalið út af deyr aldrei til að heyrast meir. Vilt þú bera ábyrgð á íslands tungu að deya sjá, þá er geymdi í þúsund ár þjóðar gleði og sorgar tár, hvítvoðungsins hjal sem fypst, hinztu bæn á nábeð yzt, flutti guði hæst í hæð heims frá ósjálfbjarga smæð? þá er í þér ekki nein ærutaug á nokkra grein. Nei, það VILJI ei iþinn er; en að þessu marki ber ef þér kemur ekki í sinn arfinn dýra að vernda þinn. Þú skalt vaka—vittu það, vágleg hætta steðjar að; allan veikir varnargarð verði eitt í múrinn skarð. íslenzk tunga, íslenzk ljóð, eru fólksins hjartablóð; enginn greint þau getur að, glatist annað, víst er það hitt er tapað þar með þá því er ei neitt sem varna má. ísland glatar sinni sál sé ei lengur stuðlað mál. Vinur þinn sá ekki er, eiturdrykk sem byrlar þér. Nú er uppi óöld sú er við þjóðlist bregður trú, okkar dýra ljóðalag lagt er fyrir róða í dag, fyrir hrynhend, hringhend ljóð, hagkveðlingalag, er þjóð boðið aumlegt aula-rugl, andlaust, máttlaust, rímlaust þrugl; ÓLAFSRÍMA er útlæg gerð illt er bjálfalið á ferð; það er eins og okkar tíð áa hugsjón risti níð. Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Hér er þetta undursamlega nýja ger, vinnur eins fljótt og ferskt ger, samt er það altaf ferskt, heldur fullum krafti í matskápnum. Þér getið keypt mánaðar-forða í einu. Engar nýjar forskriftir nauðsynlegar. Notið Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast alveg eins og ferskt ger. Að Jeysa upp: (1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina teskeið ai sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.) Biðjið nú þegar matvörusalann yðar um hið nýja Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast. Kaupið mánaðarforða hjá matsölumanni yðar. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast! Lát ei bjóða þetta þér, þjóð mín, banalyf það er; sá sem ber þér bikar þann, bjóð að frá þér víki hann, hann er ei vinur, hyggja skalt, hafi ’ann sjálfur brugg sitt allt; þar sem eyrun óxu fyr, er það sæmst þau verði kyr. Mundu að enn átt þú, mín þjóð, Þorsteins bæði og Steingríms ljóð; Jónas lifir — lifa skal — líka Stephans kvæðaval; Matthías og Einar enn eru og Beiðfjörð þínir menn; meðan ennþá áttu Grím, áttu speki og dýrlegt rím; Gröndals háu hljóma má heyra — f jöllin kveðast á. Ennþá Hallgríms helgimál himin opna þreyttri sál, veita styrk og vekja þrótt, vizkubrunnur allri drótt; enn við Huldu hörpu má hugga móðir börnin smá. Neyttu þessa, og þú ert rík, þiggðu ei húsgangs tötra-flík. Vak þú, íslands æska, vak, á þig rögg með festu tak, illgresið, sem óvarinn akur máls og ljóða þinn skemmir nú, lát skorið brott skemmda unz enginn sér þar vott; þenna dýra að rækta reit rómi einum streng þú heit; íslands þjóðar-óðal mest yrk þú sem þú megnar bezt; svo skal framtíð þakka þér þinn er dagur seztur er. Kári —Lesbók Mfol. 1 Commercial Fishing and Marine Supplies NYLON, COTTON & LINEN GILL NETTING The Fishermans’ Choice RUBBER, NEOPRENE AND PLASTIC APRONS, GLOVES, COATS & PANTS BLUESTAR MARINE HULL AND DECK PAINTS Its Cheaper to Use The Best — USE BLUESTAR MARINE HARDWARE OF ALL KINDS — HAND PUMPS — GEAR PUMPS — Park-Hannesson Ltd. 55 Arthur St., Winnipcg, Man. 10228-98th St., Edmonton, Alta.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.