Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 4
Sextugur: Skúli Oddleifsson í DAG er Skúli Qddleifsson imsjónarmaður Barnaskóla Keflavíkur, sextugur. Hann er fæddur 10. júní 1900 í Langholtskoti í Hruna- mannahreppi, sonur hjónanna Qddleifs Jónssonar frá Hell- isholtum og Helgu Skúladótt- ur, alþingismanns frá Berg- hyl. Skúli gæti vel verið 10 ár- um yngri, svo léttur er hann :í spori og öllum hreyfingum. 'Þó hefur hann alla tíð orðið að vinna hörðum höndum. Skúli Oddléifsson IJngur vandist hann sveita- störfunum, eins og þau þá voru erfið og vinnudagur lang ur. Snemma fór hann í verið og var við vélbáta í Njarðvík- um, en þó lengst í Keflavík. Við öll þessi störf kom fram dugnaður Skúla og skyldu- rækni. Ég kynntist honum við störfin við sjóinn, þar sem við vorum skipsfélagar. Þar eru mér*minnisstæðust hand- brögð hans, er hann stóð við flatningsborðið og flatti þann gula. Handbrögð hans voru svo örugg, engin hreyfing var um of. Hann var tvímælalaust með allra fljótustu og vand- virkustu flatningsmönnum hér um slóðir á þeim tíma. Þó virtist hann aldrei flýta sér. Hina sömu leikni sýndi hann við beitninguna, þar var hann einnig ávallt fremstur. Eftir að Skúli hætti störf- um við sjóinn vann hann um skeið hjá Dráttarbraut Kefla- víkur, en þegar nýja barna- skólahúsið í Keflavík var tek- ið til notkunar, varð Skúli þar umsjónarmaður. Því starfi hefur hann gegnt síðan með sama dugnaði og skyldurækni og öðrum störfum áður. Þótt það hafi orðið hlut- skipti Skúla, sem margra ann- arra á hans aldri, að þurfa alla tíð að strita fyrir brauði, þá hefur hann ekki látið allan bóklegan fróðleik afskipta- lausan. Hann er bókhneigður mjög og þá einkum ljóðelskur og kann að meta vel gerða stöku og ljóð, í því formi, sem mótaðist og stóð í blóma fyr- ir ,,atómöld“. Skúli fluttist til Keflavík- ur um 1930 og-hefur búið hér síðan. Hann er giftur hinni ásraétustu konu, Sigríði Ágústs dóttur frá Birtingaholti. Þau eiga yndislegt heimili og fjög- ur uppkomin og mannvænleg börn: Ólaf, æskulýðsleiðtoga Þjóðkirkjunnar, Helga leik- ara og tvær dætur, Móeiði og Ragnhoiði. sem ennþá dvelja í foreldrahúsum. Síðan Skúli fluttist til Keflavíkur, hefur hann tekið virkan þátt í . félagsstörfum. Hann gekk snemma í 'Verka- lýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur og er þar ennbá félagi, þrátt fyrir breytt störf. Hann er í deildarstjórn Kaupfélags Suðurnesja og í stjórn Árnes- inffafélagsins. Með þessum fáu línum vil ég færa Skúla Oddlei'fssyni þakkir fyrir ánægjuleg kynni á liðnum árum og beztu ham- ingjuóskir um langa framtíð. Ragnar Guðleifsson. ÞVÍ" hefur verið haldið fram, feimnislaust, að aðgerð- irnar til stöðvunar verðlagi og kaupgjaldi í ársbyrjun ’59 þýddu 13% skerðingu á kaupi launamannanna. Nú hefur það komið í ljós í skýrslu, sem sjálfur Einar Olgeirsson 3. þm.Rv., hefur lagt fram hér á Alþingi, að kaupmáttur tímakaups verkamanr.a hafi aldrei meiri verið síðastliðin 10 ár, en hann var 1959. — Nákvæmlega sama sagan er að endurtaka sig núna. Afleið- ingar efnahagsaðgerðanna eru rangtúlkaðar og affluttar, enda þótt ekkert hafi komið fram um það að hækkun fram færslukostnaðar vegna geng isbreytingarinnar, þegar tekið er tillit til þeirra hliðarráð- stafana, sem gerðar hafa vér- ið um leið, bæði á sviði trygg- ingarlöggjafarinnar og með auknum niðúrgreiðslum, fari nokkurn skapaðan hlút fram úr þeim 4—5 stjgum, sem gert var ráð fyrir í upphafi, og hvað er bað, samanborið við hin ósköpin. sem komið hefðu ef ekki hefði verið að gert, begar líkur eru til að þetta þurfi ekki að standa nema stuttan tíma. Hér ber allt að _ sama brunni. Tilhneigingin til að eera nólitískan andstæðing tortryegilegan í augum fólks- in.s ræður athöfnum stjórnar- andstöðunnar. en ekki við- leitni til að leysa aðkallandi vanda enda hefur ekki bólað á neinum tillögum í þá átt frá beirri hlið. Ekkert nema nei- kvæð gagnrýni, sem ekki fel- ur í sér neina lausn. Alþýðuflokknum hefur stundum verið legið á hálsi Sumaráætlun Ferbaskrif stofu UIfars Jakobsen í SUMAR efnir Ferðaskrif- fitofa Úlfars Jacobsen til 10 llengri sumarleyfisferða, vítt «lm byggðir og óbyggðir lands- íns. Fyrsta ferðin hefst 2. júlí, 14 daga ferð, um Hveravelli, Skagafjörð, norður og austur win land, »llt að Skaftafelli í Oéæfum, en flogið þaðan til Reykjavíkur. Ferðaskrifstofa Úlfars Jacob- sentók til starfa í apríl sl. og hefur þegar efnt til nokkurra ferða yið ágæta þátttöku. Er sumaráætlunin komin út og kennir þar margra grasa. M.a. verða vikulegar ferðir í Þórs- mörk og jafnvel tvær tíðar í sumar. Lensta ferðin í sumar er 18 daga. Flogið verður frá Reykja- vík til Fagurhólsmýrar 15. júlí og ekið til Hornafjarðar eftir tveggja daga dvöl í Öræfum. Þá verður ekið sem leið liggur um Austurland til Grímsstaða. 23. júlí verður lagt þaðan upp ti!» Herðubreiðarlinda, Öskju, Mývatns og farið hægt yfir. Síðan er förinni heitið suður Bárðardal, Sprengisand, Jökul- dali og Eyvindarver. Loks er ekið um Illugaver, Fiskivötn, Landmannalaugar og komið til Reykjavíkur 1. ágúst. 16. júlí hefst 9 daga ferð um Fjallabaksleið nyrðri í Land- mannalaugar, Kýlinga, Eldgjá, Álftavatn, þar sem dvalizt verð ur einn dag. I heimleið verður komið í Þórsmörk og að Keld- um á Rar,gárvöllum. 16 daga orlofsferð byrjar 6. ágúst. Fyrst verður farið í Framhald á 10. síðu. Emil Jónsson fyrir að hafa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn um þess- ar aðgerðir, þar sem stefnu- mið þessara flokka séu svo ó- lík, að litlar líkur séu til að nokkurt raunverulegt sam- starf geti með þeim tekizt. Þessu pr því til að svara fyrst, að hér ha-fa nú um langan tíma verið samstjórnir af ýmsu tagi, þar sem allir flokk ar hafa unnið með öllum, og sjálfsagt er ekki mikill mun- ur á því samstarfi fyrr en nú. En hitt sker þó úr, að báðir fyrrverandi stjórnarandstöðu flokkar hlupu úr samstarfi við Alþýðuflokkinn haustið 1958, án þess að nokkurt sam- komulag gæti tekizt um lausn þeirra aðkallandi verkefna sem fyrir lágu, og sem ekki mátti dragast að snúa sér að að leysa. Samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn um lausn þess- ara verkefna hefur verið gott og snurðulaust enn sem kom- ið er, enda á þessum málum Úr eldhásdagsræðu Emlls Jénssonar íormansii Á!þýSu- ílokksíns. tekið af fullu raunsæi, en það voru hinir ófáanlegir til að gera. Þess má líka geta, að fullt samkomulag varð um endurbætur á tryggingarlög- unum, sem eru stærri og veiga meiri en nokkrar aðrar breyt- ingar sem á þeim lögum hafa nokkurn tíma verið gerðar. Þá má líka nefna breytinguna á tekjuskattslögunum í þá átt að undanþiggja venjulegá launþega gersamlega tekju- skatti og lækka til muna skatt inn á millistéttaríólki, og öðr- um launþegum. sem orðið hafa áður hart úti við álagn- ingu bessa skatts, og hann komið ranglátlega niður vegna rangra framtala ýmissa þeirra, sem því hafa getað komið við. Á það eftir að sýna sig þegar þessi skattur verður nú lagður á í ár, í fyrsta sinn eftir hinum nýju reglum, hversu miklu þetta munar margan manninn. Yfirleitt má segja að þetta þing, sem nú er að Ijúka störf- um hafi verið athafnasamara og afkastameira en flest önn- ur. Það hefur með ábyrgðar- tilfinningu og festu snúið sér að lausn aðkallandi mála —• og leyst þau. Hinu verður svo þjóðin sjálf að skera úr, hvort hún vill una þessum úrlausn- um eða ekki. Ég fyrir mitt leyti er ekki í vafa um að þær úrlausnir mála, sem fengizt hafa nú, eru þær líklegustu til að tryggja í framtíðinni góða efnahagsafkomu íslenzku þjóðarinnar og þær, af hugs- anlegum lausnum, sem fyrir hendi voru, sem þó koma minnst við hinn almenna þjóðfélagsþegn. Veltur því ó- endanlega mikið á að þessum aðgerðum \ærði eirt og að tækifæri gefist til þess að þær fái að sýna sig í raun og í heild. Ég spvr, er líklegt, að mann inum, sem leiddi íslenzku þjóð ina fram á hengiflugsbrún- ina 1958 — og hljóp þar frá henni hefði tekizt betur? Og ég spvr aftur: er líklegt að Al- þýðuflokknum hefði tekizt að ná betri lausn í samstarfi við hann, sem tvisvar hefur rof- ið stjórnarsamstarf við Al- þýðuflokkinn með setningu gerðai’dómslaga til lausnar aðkallandi" vanda í efnahags- málum? Ég segi nei og aftur nei. Sá flokkur og sá maður hefur jafnan reynst stefnu- laus og tsékifærissinnaður í flestum málum, sem snerta íslenzka alþýðu. 10. júnf 1960 AlþýðublaðiS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.