Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 3
Ráðuneytið fylgist með hneykslinu Gedda við komu sína til Reykjavíkur. — Guðlaugur Rósin- kranz (til hægri) tók á móti honum. — (Ljósm. Sv. Sæn.). Gedda syng- ur í kvöld FRÉTT Alþýðubalðsins í gær um hið nýja frímerkjahneyksli hefur vakið mikla eftirtekt. — Hér er um 100 frímerkjasett að ræða, sem eiga að vera í vörzl- iim póststjórnarinnar, en hafa með einhverjum hætti horfið þaðan. Nú eru þessi sett boðin til sölu af erlendum frímerkja- sölum fyrir samtals 150 þús. danskar krónur, eða sem svar- ar 825 þúsund íslenzkra króna. Alþýðuhlaðið átti í gser tal við Baldur Möller, deildarstjóra í dómsmálaráðuneyinu, og leit- aði staðiestingar opinberlega á þessari frétt. Baldur svaraði því til, að ráðu neytið sjálft hefði ekki með rannsókn þessa máls að gera, heldur væri hún að mestu leyti í höndum ríkisendurskoðunar- i'nnar og póst- og símamála- stjórnarinnar. Baldur sagði ennfremur, að ráðuneytið hefði verið látið fyigjast með málinu, þótt því hefði ekki borizt það ennþá formiega. Alþýðublaðið hafði einnig samtoand við Þórð Björnsspn, settan sakadómara. Hann var rannsóknardómarinn sem hafði með að gera hið umfangsmikla frímerkjamál í vetur. Aðspurður kvaðst Þórður aldrei hafa heyrt um þetta nýja TUTTUGASTI og fimmti Sjó-, mannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn kem- ur. Fánar verða dregnir að hún 1 á skipum í höfninni kl. 8 árdeg- is, en sala merkja dagsins og Sjómannadagsblaðsins hefst kl. 9. Klukkan 10 er hátíðamessa Þær voru ráðnar EINS OG menn muna, fóru fyrir nokkru tvær íslenzkar stúlkur til Bandaríkjanna á námskeið hjá Pan American flugfélaginu. Stúlkur þessar voru valdar úr stórum hóp is- lenzkra stúlkna, sem sóttu um flugfreyjustarf lijá félaginu. Stúlkur þessar koma heim n. k. laugardag í vikufríi. Þær stóðust báðar þau próf, sem þær gengust undir, og munu nú brátt hefja starf sitt hjá félag- inu. Nánar verður sagt frá þessu seinna í blaðinu. í Laugnrásbíói, prestur séra Garðar Svavarsson, en söngkór Laugarnessóknar syngur undir stjórn Kristins Ingvarssonar. ** Klukkan 13,30 leikur Lúðra- sveit Reykjavíkur sjómanna- og ættjarðarlög á Austurvelli, þá verður mynduð fánaborg með sjómannafélagsfánum og ís- lenzkum fánum. Útihátíðahöld hefjast við Austurvöll kl_ 14. Séra Óskar J. Þorláksson minn- ist drukknaðra sjómanna; Krist inn Hallsson syngur. Þá flytja ávörp af svölum Alþingishúss- ins: Emil Jónsson, sjávarútvegs málaráðherra, Hafsteinn Bald- vinsson, skrifstofustjóri og Eg- ill Hjörvar ,vélstjóri. Að því búnu afhendir formaður Full- trúaráðs Sjómannadagsins, — Henry Hálfdánarson, Fjalar bik- arinn. Einnig verða fimm öldr- uðum sjómönnum veitt heiðurs merki Sjómannadagsins. Krist- inn Hallsson syngur einsöng og LúðrasVeit Reykjavíkur syngur milli ávarpa. Sjómannakonur annast kaffi- • veitingar í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 14. AUur ágóði af kaffi- sölunni rennur il jólaglaðnings vistfólks í Hrafnistu. Að loknum hátíðahöldunum við Austurvöll hefst kappróður við Reykjavíkurhöfn. Um það leyti mun Eyjólfur Jónsson sundkappi, koma að landi úr Viðeyjarsundi, þar sem kapp- róðurinn hefst. Kvöldskemmtanir verða á vegum Sjómannadagsins í Breið firðingabúð, Framsóknarhúsinu, Alþýðuhúsinu, Silfurtunglinu og Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá- in verður annars nánar auglýst í blaðinu á morgun. Framhald á bls. 10. HINN frægi óperusöngvari Ni- colai Gedda kom hingað til lands í fyrrakvöld. Gcdda mun syngja hér tvisvar sinnum lilut- verk hertogans í óperunni „Ri- goletto“. Gedda syngur í kvöld og annað kvöld, en óperan verð- ur sýnd fjórum sinnum. Gedda, sem er einn eftirsótt- asti tenórsöngvari í heimi, er mjög glæsilegur maður. Hann er 35 ára gamall, og síðan hann söng fyrst í Stokkhólmsóper- unni 1952 hefur ferill hans sem söngvara verið stöðugur frægð- arferill. Eftir að Gedda hafði sungið við Stokkhólmsóperuna nokk- urn tíma fór hann til Ítalíu og söng sem gestur við Scalaóper- una í Mílanó. Síðan fór hánn til Parísar og söng þar við Stóru-óperuna. Gedda var fast- ráðinn við þá óperu í 3 ár, en þaðan fór hann til Metropolitan óperunnar í New York, og er þar nú fastráðinn. Gedda kann til hlýtar mjög mörg óperuhlutverk, og getur sungið og talað á sex tungu- málum. Hingað til lands er einnig komin óperusöngkonan Stina Britta Melander, en hún syng- ur hlutverk Gildu í „Rigoletto“. Stina Britta er öllum íslend- ingum að góðu kunn, en þetta er 4. sinn sem hún kemur hing- að. Stina Britta er fastráðin við ríkisóperuna í Vestur-Berlín. 'Við hlutverki Gedda í „Ri- goletto“ mun taka Sven Erik Vikström, óperusöngvari frá Stokkhólmsóperunni. Hann er vel þekktur tenórsöngvari, og hefur verið fastráðinn hjá óper- unni í nokkur ár. 10. júní 1960 !3 Sigga Vigga uNYBYÚJUÐ. OVON £>V/ ENNþA Aí) VERÐA BOFNBLAUT" Alþýðublaðið — mál. 25.Sjómannadagur- inn á sunnudaginn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.