Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 16
Þrjú grönd við vínmeldingunni ÞEGAR við Alþýðu- blaðsmenn komum inn í Tígultvistinn síðastliðinn miðvikudag, sátu brigde- meistarai yfir þremur gröndum, og af |>ví svona kallar kunna á spilin urðu gröndin borðliggjandi eftir þrjá fyrstu slagina, jafnvel þótt maður sæi ekki betur en tómir hund ar væru á hendinni hjá þeim sem sögðu og unnu og luku rúbertunni. Þetta gerðist í bri'gdesaln- um, sem er stór og vistleg stofa, eins og setu- og tafl- stofan. Á leiðinni þangað inn gengum við fram hjá eldhús- inu, en á bökkum þar í lúg- unni stóðu kaffibollar og brauð búið til að berast á borð fyrir klúbbfélaga, sem munu vera um hundrað og fimmtíu. Fátt var í klúbbnum þegar við komum, spilað við tvö borð, og staðurinn hvergi eins ægilegur, og ætla mætti af vínbanninu, sem skellt var á Tígultvistinn og Ásaklúbbinn. En einhvern veginn liggur það í loftinu, að það hljóti að vera dárlegir staðir, sem settir eru í vínbann. Við höfðum ætlað í Ása- klúbbinn í leiðinni', en þeirri ferð lauk með eðlilegum hætti í stiganum upp á loft- ið við Tryggvagötuna af þeirra ástæðu einni, að á hurð inni' stóð að nefndur klúbbur væri lokaður frá 1. júní að telja. Þeir voru sem sagt farnir í sumarfrí og ekkert við því að gera. Tígultvisturinn er til húsa á fjórðu hæð hjá Sveini Eg- ilssyni og klúbbgestir geta því horft hátt og vítt yfir úr þessu mjaðarlausa arnar- hreiðri sínu. Þegar við kom- um tók forstöðumaður klúbbs ins, Eiríkur Baldvinsson, á móti okkur. — Jú, það er rétt, sagði hann. — Það er búið að banna vínveitingar í klúbbnum. En það breytir engu. Menn komu hingað til að spila og tefla og tala saman, oe þannig verður það áfram. Þetta er félags- heimili og lokaður klúbbur °g tekjurnar eru árgjöld og borðgjöld, þannig að meðlim- ir iborga visst á tímann fyrir að spila. — Er spilað upp á peninga? — Það er ekki áhugaefni klúbbsins, en menn eru látnir sjálfráðir í því efni. Hinu ósk ar klúbburinn eftir, að spilað sé á sem lægsta bit. Auðvifað er hægt að fara í kringum það, hér eins og annars stað- ar. — Og yf'irvöidin bönnuðu vínið? — Já, þrátt fyrir það, að klúbbmeðlimir áttu vínið sjálf ir, og ekki tekið af því annað gjald hér en tappagjald, sem er óverulegt iþjónustugjaldw Nú er drukkið kaffi. — Hvað sögðu þeir sem áttu hressinguna? — Þeir eru mjög óánægðir. Þeim finnst eðlilega hart að þeir skuli ekki' fá að geyma vínflösku hér. Sumum er al- veg sama og margir klúbbfé- lagar bragða aldrei vín, eii menn líta á þetta sem skerð ingu persónufrelsis. — Hvernig stendur á þess- ari afskiptasemi? — Hver veit það? Svona klúbbar eru alls staðar erlend Is og þessi' klúbbur er í engu frábrugðinn þeim. Þar þykja þeir sjálfsagðir, enda ekki á- horfsmál, að félagsheimili ái borð við þetta á fullan rétt á sér. Hér eru húsakynni fyr- ir þá, sem vilja sitja við, spil, tefla eða hittast í frístundum sínum. Það er allf og sumt. Framhald á 7 síSu. Ettir INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON 41. árg. — Föstudagur 10. júní 1960 — 128. tbl,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.