Alþýðublaðið - 10.06.1960, Blaðsíða 13
Fegurðarkeppnin
um næstu helgi
FEGURÐARSAMKEPPNIN
Í960 fer fram í Tivoli garðin-
iim um næstu helgi. Þátttak-
endur verða 10 og hafa þegar
verið ákveðnir. Fjórar stúlkn-
anna verða utan af landi, frá
Keflavík, Þorlákshöfn, Dala-
sýslu óg Árnessýslu, en hinar
sex úr Reykjavík. Verður vand
að til keppninnar, sem er hin
10. í röðinni.
Á laugardaginn koma kepp-
éndur fram í kjólum, sem beim
ýerða látnir í té, en síðari dag-
Aðalfundur
Alþýðuflokks-
félags Hvera-
gerðis
AÐALFUNDUR Alþýðuflokks-
félags Hveragerðis var haldinn
í fyrri viku. Fráfarandi formað
ur, Stefán J. Guðmundsson, —
baðst unadn endurkjöri, en hin
úýkjörna stjórn er þannig skip
Uð:
Formaður: Unnar Stefánsson
viðskiptafræðingur, ritari: Ragn
ar G. Guðjónsson, verzlunar-
niaður, gjaldkeri: Guðleifur Sig
urjónsson, garðyrkjumaður og
meðstjórnendur: Stefán J. Guð-
mundsson, hreppsstj. og Snorri
Tryggvason, garðyrkjumaður.
Endurskoðendur voru kosnir
Vilma Magnúsdóttir frú og Guð
mundur Jngvarsson, garðyrkju-
maður.
inn koma fimm fram í úrslita-
keppni og klæðast þá baðföt-
um. Áhorfendur fá atkvæða-
seðil með aðgöngumiðanum og
velja þær fimm, sem til úrslita
koma, en síðari daginn velja
þeir einnig fegurðardrottning-
una úr hópnum og ákveða röð
hinna.
Dómnefnd sker úr um vafa-
atkvæði og hefur úrslitavald,
ef tvær stúlknanna verða mjög
áþekkar að atkvæðatölú, en
hana skina: Jón Eiríksson lækn-
ir, formaður, Ásdís Alexanders-
dóttir flugfreyja, Elín Ingvars-
dóttir leikkona, Guðmundur
Karlsson blaðamaður, Eggert
Guðmundsson listmálari, Jónas
Jónasson leikstjóri, Gestur Ein-
arsson ljósmyndari og Pétur
Rögnvaldsson kvikmyndaleik-
ari.
Allar, sem komast í úrslit,
hljóta glæsil'eg verðlaun: 1.
verðlaun ferð til Langasands
að ári, 2. ferð til Miami á FIo-
rida í ár, 3. ferð til Vínarborg-
ar að ári, 4. ferð til Istanbul í
ár, og 5. ferð til Lundúna í ár.
Auk þess fá þær önnur verð-
laun.
Kynnir við fegurðarsam-
keppnina verður Ævar R. Kvar
an. Auk keppninnar verður
glæsileg tízkusýning, sem fyrr-
verandi drottningar taka þátt í,
svo og ýmis skemmtiatriði, og
bæði kvöldin verður dansað
fram vfir miðnætti.
Aðgöngumiðar að keppninni
v.erða seldir á mörgum stöðum
við inngangirin til að forðast
troðning, svo og á nokkrum
stöðum í bænum, og mun sala
þeirra hefjast daginn áður.
Grænlandsferð
Páls Arasonar
UM NÆSTU mánaðamót gefst
fslendingum tækifæri til að
skreppa í hálfsmánaðarferð til
Grænlands. Það er Ferðaskrif-
stofa Páls Arasonar, sem er í
samvinnu við dönsku ferða-
SIGLUFIRÐI, 8. júní.
KARLAKÓR Ólafsfjarðar
söng hér á annan hvítasunnu-
dag. Söngstjóri var Guðmundur
Jóhannsson og einsöngvarar
Gunnlaugur Magnússon og Gísli
Magnússon.
Á söngskránni voru 18 lög. —
Kórinn og einsöngvararnir urðu
að endurtaka fjölmörg lög. —
Undirtektir voru mjög góðar og
frammistaða kórsins var Ólafs-
firðingum til mikils sóma. Sig'l-
firðingar eru mjög ánægðir yfir
íkomu kórsins. — J.M.
skrifstofuna Aero Llloyd og
grænlenzku ferðaskrifstofuna
Greenland Safari urn ferðir
þessar, en fleiri eru fyrirhug-
aðar síðar í sumar,
Ein flugvél verður send í
förina og er rúm fyrir 65 far-
þega, þar af 20 héðan. Er far-
arkostnaður íslendinga áætl-
aður um 10 þúsund krónur, allt
innifalið.
Lagt verður af stað með fjög-
urra hreyfla Argonaut-flugvél
frá Kaupmannahöfn hinn 30.
júní nk. og koniið við í Man-
ehester, auk Reykjavíkur, þar
sem íslenzku farþegarnir verða
teknir,
Meðan á dvölinni í Græn-
landi stendur, verður dvalizt í
Narssarssuak, Narssak og Juli-
aneháb og ferðazt víðs vegar
um, veiðiferðir o.s.frv.
Villtar
meyjar
SJÖ Ieikarar fara nú um
landið og sýna leikinn VUltar
meyjar. Hópurinn fór héðan
fyrir hvítasunnuna og sýndi
fyrst austur á Hornafirði, en
þaðan verður farið um Aust-
firði, Norðurland, Vestfirði
og Suðuralnd og endað í
Klaustri. Leikritið var frum
sýnt í Hornafirði annan
hvítasunnudag. Alþýðublað-
ið talaði við leikarana, er
þeir voru að ljúka æfingum
og leggja síðustu hönd á
ferðútbúnaðinn. Þetta er glað
vær hópur, sem hlakkaði til
ferðarinnar. Leikstjóri er
Kristján Jónsson. Sagði hann
að hér væri um að ræða gam
anleik, sem áreiðanlega vekti
mikla kátínu. Kvenhlutverk-
in í Villtum meyjum eru þrjú
— en ekki nema tvær leik-
konur með í förinni. Þetta
hefur ekki orðið leikflokkn-
um til trafala, enda vill svo
vel til, að eitt kvenhlutverk-
ið er eins konar frænku Char
les hlutverk, það er karlmað
ur í kvengervi. Myndin var
tekin þegar hlé varð á æfingu
— talið frá vinstri: Kristín
Jónsdóttir, Egill Halldórsson,
Helga Löve, Sigurður Grétar
Guðmundsson, Magnús Krist
jánsson, Kristján Jónsson og
Hafsteinn Hansson
Sýning
leikfjalda-
Norræn slysa-
varnaráðstefna
haldin í Reykjavík
ntálara
í SAMBANDI við „Listahá-
tíðina“ hefur Þjóðleikliúsið efnt
til sýni;;;rar á verkum leik-
tjaldamálara í Kristalsal Þjóð-
leikhú; sins. Þar cru til sýnis
12 model af leiktjöldum, bún-
in og leiksviðsteikningar og
ljósmyndir lir ýmsum leikitum.
Auk þess eru þar margir skraut
legir leiksviðsbúningar.
Það eru fimm leiktjaldamál-
arar, sem taka þátt í sýningunni
og hafa þeir allir teiknað þessi
leiktjöld fyrir Þjóðleikhúsið.
Listamennirnir eru: Lárus Ing-
ólfsson, Magnús Pálsson, Gunn
ar Biarnason, Lothar Grund og
Sigfús Halldórsson. Leiksviðs-
modelin eru öll mjög smekk-
lega og skemmtilega lýst og
hefur Kristinn Daníelsson ljósa
maður í Þjóðleikhúsinu annazt
alla lýsingu. en uppsetning og
annað fyrirkomulag sýningar-
innar er unsið undir stjórn Að-
alsteins Jónssonar leiksviðs-
stjóra.
DAGANA 29. júní til 2. júlí
verður haldin hér í Reykjavík
ráðstefna forráðamanna slysa-
varna á Norðurlöndum. Ráð-
stefna þessi mun fjalla um
skipulagningu slysavarna, ný
tæki til slysavarna o.fl. Ráð-
stefnan mun verða lialdin í hinu
nýja húsi Slysavarnafélags ís-
lands á Grandagarði.
Hús þetta, sem er á allan hátt
hið fullkomnasta í alla staði
var tekið í notkun fyrir rúm-
um mánuði. í húsinu er skrif-
stofuhúsnæð,i fundarherbergi,
samkomusalur, æfingasalur o.
fl., sem að gagni kemur við
starfsemi félagsins. Einnig mun
þar verða geymdur björgunar-
bátur félagsins.
Á annað hundrað björgunar-
stöðvar eru nú um land allt, og
félagsbundnir meðlimir eru um
30 bús. Þetta nýja hús verður
miðstöð allrar starfsemi félags-
ins, og hefur verið byggt með
það fyrir augum, að það geti
þjónað tilgangi sínum í náinni
framtíð.
Nú eru um 32 ár síðan fé-
lagið var stofnað, og er hús
þetta talandi tákn þeirra vin-
sælda, sem félagið hefur alla
tíð átt hjá landsmönnum.
Slysavarnafélagið hefur nú
starfandi um land allt erind-
reka, sem annast kennslu slysa—
varna. Einnig færist alltaf í
aukana sú starfsemi félagsins,
sem lítur að því að kenna fólki
að varast slysin, og fyrir
skömmu hafði félagið sýningu
í hinu nýja húsi á tækjum til
slysavarna, og hafði þar sam-
anburðarsýningu á nýjum og
gömlum björgunartækjum.
Helgarferðir
Páls Arasonar
FERÐASKRIFSTOFA Páls
Arasonar efnir til tveggja ferða
um næstu helgi, í Þórsmörk og
á Eyjafjallajökul.
Lagt verður af stað í báðar
ferðirnar á laugardag kl. 2 frá
skrlfstofunni í Hafnarstræti 8,
en komið aftur á sunnudags-
1 kvöld.
Alþýðublaðið — 10. júní 1960