Íslenzki good-templar - 01.10.1887, Blaðsíða 1

Íslenzki good-templar - 01.10.1887, Blaðsíða 1
ISLENZKI GOOD-TEMPLAR BLAÐ STÓR-STÚKU XSLAWDS. II. árg. Október og Nóvember 1887. Nr. 1—2. Joh.n U Fin.ch. John B. Finch, æðsti maður hinnar sameinuðu Goocl-Templar Reglu, er dáinn. John B. Finch var fæddur í Chenango í ríkinu New York hinn 17. Marz 1852; faðir hans var fæddur í Ameríku, en móðir hans var af frönskum ættum. Hann fjekk á unga aldri klassiska rnennt- un og stundaði lögfræði, og á yngri árum sínum var hann skólakenn- ari; hann var þannig um tíma forstöðumaður »Union«-skólans í Srnyrna í ríkinu New York. Ar- ið 1876 fór Finch að halda fyrir- lestra, og hyrjaði á pví að halda fyrirlestra fyrir Stór-Stúkuna í New York. Árið 1876 fór liann til Nebraska og stóð par í fremstu röð í bindindishreyfingunum, sem par voru um pað leytið. 1878 var hann í Omaha, og hjelt pá fyrirlestra 66 kvöld í röð, og með- an hann var par, var pað, að hann fjekk áskorun frá efri og neðri málstofunni í ríkinu Nebraska, um að halda bindindisfyrirlestur fyrir pingmönnum, og pað gjörði hann. 1878 var hann kosinn fulltrúi til H. V. Stór-Stúku ; 1879 sörnu- leiðis. 1880 varð hann Stór-Templ- ar St.-St. Nebraska, og 1884, á pinginu í Washington varð hann kosinn H.-Y. Stór-Templar í Yest- urheimsgrein Reglunnar, og lijelt pví pangað til í Maí 1887, en á sameiningarpinginu 1 Saratoga í Maí 1887 var hann kosinn H.-V. Stór-Templaryfir allri Good-Templ- ar Reglunni. Síðan í Maím. p. á. var hann alla jafna önnum kafinn í Reglunnar parfir, og flutti hver- vetna ræður, par sem hann fjekk pví við komið. Síðari hluta Sept- embermánaðar p. á. ferðaðist hann um í Dacota til að styðja pá, sem vilja fá pað fram, að hvert sveit- arfjelag geti af sjálfsdáðum bann- að alla sölu og tilbúning áfengra innan sinna takmarka. 30. Sept- ernber kom hann heim um kvöld- ið. Hann var heima um nóttina, fór hinn 1. Oktober til Boston, paðan til Lynn í Massachusset, hjelt par fyrirlestur 3. Október

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.