Íslenzki good-templar - 01.10.1887, Blaðsíða 13

Íslenzki good-templar - 01.10.1887, Blaðsíða 13
1887 ísl. Goocl-Templar. 13 ■Og bindindisins sannleiks-sök vjer sverjum fylgi nú, Oood-Templar-hús er vígjum vjer í von, 1 kærleik, trú Hjer blómgist Reglan inni æ, verð’ ótal-mörgum brú fráheimsku’ ogeymdtil auðnu-vegs í ást og von og trú. Vor göfga Regla’, á góðan veg frá glötun mörgum snú, því pú átt mikinn kynja-kraft í kærleik, von og trú. Breið öllum mönnum opinn faðm og á þá kalla pú: »Hjer komi hver sem koma vill í kærleik, von og trú!« Eptir vigsluna hjeldu ýmsir meðlimir Grood-Templar-Reglunn- ar ræður um bindindi. Húsvígsla á Eyrarbakka, Hinn 27. d. nóvembermán. var vígt hús pað, er Stúkan Eyrar- rósin Hr. 7 á Eyrarbakka heíir reyst sjer. J>að stendur á Stóru- Háeyri og hefir Guðm. kaupm. ísleifsson gefið undir pað grunn- inn og útvegað timbur til þess með vægu verði, (sjá ísl. G.-T. nr. 11, bls. 86).—Húsið er 12 al. langt, 10 al. breitt, 53/-> al. undir pakskegg, 63/4 al. undir hvelfing, með 3 stórum bogaglugg- um á hvorri hlið. Á vesturgafii pess er hvelft anddyri, 4 al. á hvern veg með bogaglugga yfir dyrum og 2 alpiljuðum skápum 4 al undir pakskegg. Húsið er alpiljað með járnpaki og 2 járn- bitum, dyrum á báðum göflum, og gangrið út frá anddyrinu. í pví er hitavjel, sæti fyrir c 150 manns, 4 púlt og 2 borð. Fyrir smíðinni hefir staðið trje- smiður Jóh. Er. Jónsson, sem hefir leyst hana prýðilega af hendi og með vægum skilmálum. Vígsludaginn, kl. 4'U gengu meðlimir Stúkunnar, um 80 að tölu, ásamt Stúkunni »Lukkuvon- in« Nr. 20, með einkenniskraga Reglunnar í skrúðgöngu frá hin- um fyrri fundarstað, barnaskól- anum, austur til liins nýja liúss, og voru par fyrir 8 heiðursgestir. Við húss-vígsluna skipaði Indriði Einarsson St.-Rit. frá Reykjavík sæti E.-Æ.-T., Hjálmar Sigurðsson Realstud. sæti Æ.-T., enda er hann Æ.-T. Stúkunnar, Guðmund- ur Guðmundarson St.-U. sæti Kap. og Sigurður J>orsteinsson frá Flóagafli sæti V.-T. Sungin voru 2 kvæði eptir Hjálmar Sigurðarson Að pví loknu hjeldu ræður St.-U. Guðm. Guðmundarson, Æ.-T. Hjálmar Sigurðarson og St.-Rit. Indriði Einarsson. Síðan skemmtu menn sjer með söng, ræðuhöldum og tafli til kl. 2. O. O. „Vonin“ Nr. 15 í Iieblavík. Jeg heimsótti Stúku pessa síðast sunnudag í októbermánuði eptir að hafa haldið fyrirlestur um bindindi laugardagskvöldið áður í Keflavík. Jeg var heiðraður með »móttökuc pegar jeg kom inn á fundinn og látinn stýra honum.

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.