Íslenzki good-templar - 01.04.1889, Side 5

Íslenzki good-templar - 01.04.1889, Side 5
1889 fsl. Good-Templar. Stúka á sjálfsagt ekki undir nein- um kringumstæðum að setja sig í skuldir, nema pegar hún parf að byggja sjer fundarhús, eða þarfað útvega nauðsynlegustu fundará- höld sæti og borð, og þegar um húsbyggingu er að tala, álítum vjer að betra sje, að byggja held- ur — eða kaupa húsið heldur — árinu síðar og standa í minni skuld, en byggja árinu fyr og standa í meiri skuld á eptir. Til þess að ráðast í byggingarfyrir- tæki, þurfa sem allra flestir með- limir að vera á það sáttir, að það sje svo að segja óumflýjanlegt, og allir einhuga í því að koma mál- inu áfram. |>að má bæta fjárhag hverrar Stúku sem er á ýmsan hátt, og vjer skulum hjer á eptir nefna ýmsar aðferðir til þess. 1. Ef Stúka hefur oflítið fje undir höndum, til að borga hin reglulegu útgjöld sín, og hana vantar um árið einhverja vissa upphæð, sem ekki nemur miklu, þá er lang eðlilegast, og rjettast að hækka ársfjórðungsgjöldin; það kemur jafnast niður. Ef Stúka, sem hefur vanalega um 50 með- limi vantar t. d. 20 kr á um árið að tekjur hrökkvi vel fyrir út- gjöldum, þá er bezt ef því verður við komið, aðhækka ársfjórðungs- gjöldin um 10 aura á hverjum meðlim, hækkunin á að gefa af sjer 20 kr. um árið. 2. Ef Stúku vantar fje í svip- r>3 inn, er það mjög almenntog vana- legt að meðlimirnir, skjóti saman til að fá upphæðina sem vantar. J>essi aðferð er einnig opt viðhöfð til að fá saman peninga, semekki verða borgaðir úr Stúkusjóði, sök- um ákvæða aukalaganna. Við samskot verðum vjer þó að gjöra þá athugasemd, að sjeu þau við- höfð að jafnaði, þá mun það sýna sig að þau koma mest niður á sömu meðlimunum. 3. Uppboð, eru aðeins annað form fyrir samskotum. 1 stað þess að gefa peninga, eins og gjört er þegar meðlimir skjóta saman, eru meðlimir fengir til að gefa ein- hveru mun, þessum munum er safnað saman til viss fundar, og þá haldið uppboð á þeim, kaup- endurnir borga það, sem þeir hafa boðið í hlutinn, eins og á venju- legu uppboði, mann til að inn- heimta uppboðsskuldirnar — ef gjaldfrestur er hafður — þarf nátt- úrlega að hafa. Á slíkum upp- boðum mega ekki aðrir vera við en meðlimir Stúkunnar, nema fengið sje leyfi til að halda þau í hvort sinn. J>essi uppboð má einnig halda svo, að hver munur komi í umbúðum á uppboðið, og enginn veit hvað hann kaupir, því kaupandin'h einn hefur rjett til að taka umbúðirnar utan af. 4. J>egar um stærri fyrirtæki er að ræða, eins og t. d. fundar- húsbygginu eða þess háttar, þá er vanalegt að halda Tombólu fyrir

x

Íslenzki good-templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.