Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Blaðsíða 2
98 fsl. Good-Tempíaí. Júlí.
tugum ára saman eptir að þeir eru orðnir ofdrykkjumenn
i annara augnm. Því síður geta þeir ábyrgzt, að þeir
verði eigi drykkjumenn einhvern tíma, ef þeir halda á-
fengisnautn sinni áfram.
Líkt er um hina viðbáruna. Það er víst, að sumir,
sem kalla sína sveit lausa við drykkjuskap, leggja vilj-
andi eða óviljandi allt annan mælikvarða á sina sveit en
aðrar sveitir. Þeir vilja nú einu sinni ekki láta það á sig
ganga, að nein ástæða sje fyrir þá að ganga í bindindi.
Þeir geta meira að segja átt sjer eigi einungis samsveit-
unga, heldur nána ættingja og vandamenn, sem eru
drykkjumenn í hvers manns augum annara, og vilja þö
eigi við kannast. Og hitt, að drykkjuskapur hafi minnk-
að í þeirra sveit, það er stundum ýmist alveg ósatt, eða
þá að það er öðrum að þakka,—heflr meira að segja á unn-
izt þrátt fyrir ýmugust eða andróður fyrnefndra sveitar-
stólpa.
|>að er mörg blindnin og missýningin, þegar sjerþótt-
inn og hjegómaskapurinn er annars vegar. Það kemur
svo sem eigi fram í þessu eina atriði, heldur i svo mörg-
um öðrum.
En það er eitt atriði eða eitt orð í áminnztum við-
bárusvörum, er skal vakin athygli á sjerstaklega.
Það er orðið jeg. — »Jeg er ekki drykkjumaður». »í
minni sveit er lítill eða enginn drykkjuskapur».
Hvað þýðir þetta jeg í þessu sambandi?
Fyrir utan sjerþóttann og sjálfbyrgingsskapinn, sem
i þvi felst, þýðir það sama sem: »Aðrir koma mjer ekki
við*; eða þá í hæsta lagi: »sveitungar mínir koma mjer
dálítið við, en aðrir ekki«.
Er ekki dálítið undarlegt, að heyra t. d. presta í kristn-
um söfnuði bregða fyrir sig slíkum svörum, — þeim söfn-
uði, er játar þaðvera sitt fyrsta og æðstaboðorð: »Elska
skaltu drottinn guð þinn um alla hluti fram og náungann
eins og sjálfan þig«? Er ekki hálfóviðfeldið, að heyra þá
segja bara; »jeg, jeg, jeg!; aðrir koma mjer ekki við«?