Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Page 8

Íslenzki good-templar - 01.07.1892, Page 8
• 104 Isl. (xood-Templaí. Júli. breiði út bindindisrit og brýni sannleikann fyrir alþýðu manna. Bindindisfjelögin hafa komið bindindismálinu yeláveg, og efkristn- ir menn vilja sneiðahjá þeim, er við búið, að þeir hneigist til ver- aldlegra skemmtana og missi þrótt sinn, eða með öðrUm orðum: gerist gagnslausir menn. Sjerhver kristinn maður á og að leggja niður þann háskalega ósið, að nota áfengi sem læknislyí. Með því móti ginnist maður á glapstigu drykkjumannsins. Hinir mestu og heztu læknar vorra tíma hafa það aldrei við sjúklinga sína, og það er meira en mál til komið, að leggja niður þann gamla óvana. Kristinn maður má og eigi í landsmálum styðja nokkurn þann flokk, sem heinlínis eða óbeinlinis styður að vínverzlan, því að með því gerist hann sam- sekur í syndum þeirra«. Frá sjónarmiði læknisfræðinnar. Nokkrar yflrlýsingar málsmetandi manna. Á hinni rniklu læknasamkomu, er haldin var í Amerlku næst- liðið sumar, hjelt dr. N. 8. Davis, merkur læknir frá Chicago, ræðu, og sýndi þar fram á, hversu áfengismálið stæði nú af sjer irá sjón- armiði vísindanna. Hann kvartaði yfir því, hve rammskakkar skoð- anir eru ríkjandi meðal almennings í því efni, þar sem þó væri fullsannað við nákvæmar og áreiðanlegar vísindalegar rannsóknir, að áfengisdrykkir sjeu hvorki hitandi, styrkjandi nje nærandi, nje hafi í sjer krapt til þess að viðhalda líffærum mannlegs líkama. Alkóhól eða áfengi heíir söm áhrif á líffæri mannsins og ban- vænt eitur. Sje það tekið inn óblandað, hefir það eyðandi áhrif á taugavef líkamans, engu að síður en kreósót eða óblönduð karból- sýra. Sje áfengið blandað vatni, svo sem títt er í öllum algengum áfengisdrykkjum, fer sú blanda óbreytt ofan i magann, en eigi meltist áfengið þar, heldur samlagast óbreytt blóðinu, og læsir sig svo um allan taugavef líkamans, nema hvað nokkuð af því annað hvort gufar óbreytt út af líkamanum gegn um svitaholurnar, eða þá rennur i eitt saman við eggjahvítuetni blóðsins og taugavefsins, sem því eru náskyld. Það heiir við yíirgripsmiklar og órækar rannsóknir efnafræðinga og liffærafræðinga leiðzt fyllilega í ljós, að komist alkóhól í blóðið, þá spillir það þeirri sýru, sem berst inn um loptpípur lungnanna, torveldir meltinguna og raskar taugakerfinu. (Frh.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Reykjavík. ísafoldarprentsmiðja, 1892.

x

Íslenzki good-templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.