Alþýðublaðið - 14.06.1960, Side 7
Ríkari ástæða
fil að gleðjast
- sagði Emil í
ávarpi sinu
ÞEGAR sjómenn koma nú.
saman á hátíðisdegi sínnm, —
liafa þeir ríkari ástæðu en oi't
áður til að gleðjast og fagna.
Vertíðin hefur verið gjöfu]( afli
víðast hvar meiri en áður á vél-
bátaflotanum, gæftir hafa verið
óvenju góðar og veiðiferðir því
langt yfir meðallag.
Á þessa leið hóf Emil Jóns-
son, sjávarútvegsmálaráðherra,
ræðu sína af svölum Alþingis-
hússins á Sjómannadaginn i
fyrradag Þá mi'nntist ráðherr-
ann drukknaðra sjómanna, drap
á hinn öra vöxt skipastólsins,
vélbáta og togara, búna full-
komnustu tækjum til veiða, og
foenti á þá breytingu til batnað-
ar ,að nú væru miklu færri er-
lendir sjómenn en áður starf-
andi' á íslenzkum fiskiskipum.
AKUREYRI, 13. júní. — Að-
faranótt sl. sunnudags valt
jeppabifreið á Svalbarðsstrand
arvegi nálægt bænum Höfn.
Þrír menn voru í bílnum og
slösuðust tveir þeirra, Kristján
Kristjánsson forstjóri og Bragi
Svanlaugsson, verkstæðisfor-
maður.
Liggja beir nú í sjúkrahúsi,
en líðan þeirra mun vera góð
eftiir atvikum. — G. St.
Því næst fór sjávarútvegs-
málaráðherra nokkrum orðum
um vaxandi hreyfingu fyrir
meiri vöruvöndun en áður, sem
ekki væri vanþörf á. Minnti'
"hann á nýlega samþykkt lög
um ferskfiskeftirlit, sem hann
kvað eitt mesta framfaraspor í
átt til meiri vöruvöndunar.
Emil Jónsson ræddi nokkuð
um efnahagsmálin, afnám út-
flutningsbótanna og hina nýju
skráningu krónunnar, sem ætla
mætti' að dygði til að útflutnings
framleiðslan með núverandi til-
kostnaði gæti staðið undir sér
án opinberra bóta. Sker þá hið
erlenda söluverð afurðanna ei'it
úr um það, hver hlutur útgerð
arinnar og þar með sjómanna
verður, sagði' ráðherrann, en
þetta er að dómi núverandi rík-
isstjórnar hið eina rétta form
fyrir greiðslum til þessa at-
vinnuvegar.
Að lokum minntist Emil Jóns
son, sjávarútvegsmálaráðherra,
á landhelgismálið og störf1 far-
mannsins, en sagði síðan: „Ég
vildi svo að lokum mega flytja
sjómannastéttinni allri hugheil
ar þakkir fyrir störfin, frá rík-
isstjórninni og þjóðinni aljri.
Þetta starf er hið erfiðasta og
áhættusamatsa, en jafnframt
hið gagnlegasta Og- nauðsynleg-
asta fyrir íslenzkan þjóðarbú-
skap, þess vegna er góður sjó-
maður í heiðri hafður með ís-
lenzkri þjóð- Ég vildi einnig
mega nota þetta tækiíæri til að
flytja stéttinni — sjómönnum
öllum —■ hugheilar árnaðarósk-
ir, og óska þess að þeim megi
ævinlegp vel vegnfa — og
koma heilir í höfn frá störfum
sínum á hafinu.
Hótel Akureyri
opnað að nýju
AKUREYRI, 13. júní. — Um
helgina var opnað nýtt gisti-
hús og gamalt J»ó hér á Akur-
cyri. Það er Ilótel Akureyri
að Hafnarstræti 98, sem lengi
var rekið þar á ánim áður, en
hefur ekki verið st^-frækt sem
slíkt í allmörg ár.
Núverandi eigendur Félags-
garðs h.f. hafa látið fara fram
gagngerar endurbætur á 2. og
3. hæð hússins, svo og fordyri
og stigum. Eru þar nú komin
18 mjög vistleg gistiherbergi,
12 tveggja manna og 6 eins
manns. Auk þess er svefnsófi
í hverju tveggja manna her-
bergi, svo að alls getur hótelið
hýst 42 næturgesti. Þá er á
hvorri hæð bað, snyrtiherbergi,
símaklefi og býtibúr til að búa
gestum morgunhressingu, sem
fylgir í gistiverði. Innst á
gangi hvorrar hæðar er lítil
setustofa.
Brynjólfur Brynjólfsson, eig-
andi veitingastofunnar Matar
og kaffis, sem rekið hefur það
fyrirtæki við góðan orðstír, hef
ur tekið gistihúsið á leigu og
rekur það. Hefur hann búið
gistihæðirnar léttum og smekk
legum húsgögnum frá Val-
björk h.f., og eru herbergin
öll hin vistlegustu. Yfirumsjón
með breyimgum og lagfæring-
um á húsinu sjálfu hafði Karl
'R'riðriksson, yfirverkstjóri.
Með opnun Hótels Akureyr-
ar er bætt talsvert úr skorti
gistihúsa hér í bænum, en
hann hefur mörg undanfarín ár
venð tilfinnanlegur. á sumrin.
Eins og fyrr getur, verður Hó-
tel Akurevri eingöngu rekið
sem gistihús. — G. St.
SUNNUDAGSBLAÐIÐ hefur öðru hvoru í vetur efnt til verðlauna-
keppni ýmiss konar og hefur þátttaka verið geysimikil. í síðustu keppni var
algjör metþátttaka. Það bárust hvorki meira né minna en ®3© lausnir. —
!| Sunnudagsblaðið varð að leita sér aðstoðar og myndin er tekin þar sem f;
? ung stúlka vinnur úr lausnunum. — Úrsliíin verða birt 19. júní.
FYRSTU bátarnir eru
nú komnir norður til þess
að hefja síldveiðar. Al-
þýðublaðið fékk þær upp
lýsingar frá Siglufirði í
gær, að fyrstu bátarnir
hefðu komið þangað um
helgina.
Sumir bátanna fara beint á
miðin og hefja þegar veiðar.
Má því búast við, að veiðar séu
í þann veginn að hefjast.
Alþýðublaðið fékk þær upp-
lýsingar hjá Ingvari. Vilhjálms-
syni útgerðarmanni í Reykja-
vík í gær, að bátar hans mundu
halda no ðúr í vikunni, líklega
Jæir fyrstu á morgun eða
fimmtudag. Ýmsir aðkomubát-
ar er verið hafa í Reykjavík,
eru þegar farnir norður, að því
er Hafnarskrifstofan tjáði blað
inu 1 gær.
Saltsildarverð
óráðið ennþá
Verð bræðslusíldar hefur ver
ið ákveðið og tilkynnt fyrir
nokkru en sjómenn og útvegs-
menn bíða með eftirvæntingu
fregna um verð saltsíldarinnar.
Það er Félag síldarsaltenda á
Norðurlandi, er semur við
Landssamband ísl. útvegs-
manna um verð saltsíldarinnar
en verðið fer að sjálfsögðu
°innig nokkuð eftir þeim samn
ingum er Síldarútvegsnefnd
ge*-ir um sölu síldarinnar. Al-
býðublaðið innti Erlend Þor-
steinsson formann Sílda*út-
vt'gqpefndar og Svein Bene-
diktsson formann Félags síld-
amaltenda eftir fréttum um
verð’ð í vær en þeir kváðu það
enn óráðið. Átti að vera fund-
ur með saltendum og útvegs -
mönnum fyrir hádegi í dag. Má
búast við, að verðið verði jráð-
ið í dag eða á morgun. Alménnt
er búizt við, að það verð.L
nokkru hærra en í fyrra. j
SÍLDARSTITLKUR
VILJA KAUPIIÆKKUN. j
Þá hafa fregnir borizt í um
bað norðan frá Siglufirði, a?>
síldarstúlkur þar fari frain á
verulega kauphækkun. Munu
bær telja sig búa við verri kjör*
en tíðkast við söltun Faxasíld-
ar. Mun málið vera í athugun
hjá Vinnuveitendasamband-
inu.
Óðinn leitar nú síldar í stað
Ægis, er bilaði. Fanney muti
einnig stunda síldarleit. Síldar-
leitarflugvélamar eru í þann
veginn að Tecrgja af stað r/orð-
ur. Verður önnur staðsett á
Raufarhöfn að þessu sinnk
Uririið'er nú að því á Rauf-
arhöfn að koma fyrir tækjjuro.
síldarleitarinnar þar.
Bj. G.
Alþýðublaðið — 14. júnf 1960 ^