Alþýðublaðið - 21.06.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Blaðsíða 7
FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga, sem haldið var nýlega á Húsavík, — samþykkti að skora á yfir stjórn raforkumála ríkis- HÁTÍÐAHÖLDIN í Hvera- gerði 17. júní fóru fram í Lauga skarði og voru fjölmenn. Hófust þau með skrúðgöngu skáta, þá var guðsþjónusta. Sóknarprest- urinn, séra Helgi Sveinsson, pré dikaði, ræðu flutti Unnar Stef- ánsson viðskiptafræðingur og kvæð Fjallkonunnar ílutti frú Ragnheiður Jóhannsdóttir. — Stúlkur úr Hveragerði óg Ölf- usi kepptu í eggjaboðsundi, garðyrkjumenn og iðnaðarmenn jþreyttu kappróður, kvæntir og ókvæntir háðu knattspyrnu, og Ihátíðahöldunum lauk með inni- skemmtun í Hótel Hveragerði. Þóttu þau takast hið bezta. ÞAÐ er ekki snjór á göt unum á Selfossi á þessari mynd, heldur nýtt ryk- bindiefni, sem verið er að reyna. Myndina tók Gísli Gestsson. ins að láta svo fljótt sem verða má ljúka fullnaðar- áætlun um virkjun Jök- ulsár á Fjöllum og jafn- framt athuga möguleika til þess að komaupp stór- iðju til framleiðslu á út- flutningsvörum í sam- bandi við virkjunina. Virkjun Jökulsár og stór- iðja í sambandi við hana hefur oft verið á dagskrá áður og gerði amerískt fyrirtæki m. a. áætlanir um slíka virkjun og aluminiumverksmiðju í sam- bandi við hana. Ályktun fjórð- ungsþings Norðlendinga fer: orðrétt hér á eftir: „Fjórðungsþing Norðlend- inga, haldið á Húsavík 11. og 12. júní 1960 leyfir sér að skora á yfirstjórn raforku- mála ríkisins að íáta svo fljótt sem verða má ljúka fulinaðar- áætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og jafnframt at- huga möguieika til þess að koma upp síóriðju til fram- leiðslu á útflutningsvörum í sambandi við virkjunina. Tei- ur fjórðungsþingið að virkjun Jökulsár ef fuilnaðaráætlun leiðir í Ijós, að hún sé hag- felld, svo sem líkur benda til — eigi að ganga á undan virkj un sunnienzkra vatna til, stór- iðju vegna nauðsynjar þeirr- seg/r í álykfun Fjórðungs- bings Norö- lendinga ar, sem er á því að efla jafn- vægi í byggð Iandsins“. Ný stofa NY rakarastofa*hefur ver- ið opnuð í Reykjavík. Hún er á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Eigendur eru rakarameistararnir ViJ- helm Ingólfsson og Stígur Herlufsen. Stofan er mjög björt og vistíeg, borS og biðstólar úr tekki og alit hlð ný- tízkulegasta, m. a. góð loftræsting. I»etta er eina rakarastofan í Hlíðahverfi. Á myndinni er Viihehn Ingólfsson í nýju rakara- stofunni sinni. ÁRBÆJA’RSAFN var opnaö almeijningi sl. sunnudag. Verð- ur safnið opið í sumar kl. 2—6 daglega, nema mánudaga. Að- gangseyrir að söfnunum í Ár- bæ og Smiðshúsi er 5 kr. að hvoru, en ókeypis fyrir börn i fylgd með fullorðnum. Annars 2 kr. fyrir börn, þó ekki án fylgdar stálpaðs unglings, sem tekur ábyrgð á góðri hegðun 'MAGNUS JONSSON, óperu- söngvari er fyrir skömmu kom- inn heim frá Kaupmannahöfn í stutt sumarleyfi. Magmis mun dveljast hér fram í ágúst, ent þá hefjast æfingar að nýju hjá Konunglega íeikhúsinu. Magnús hefur nú framlengt ráðningarsamninga sína vip Konunglega leikhúsið um 2 ár. Honum hefur gefist kostur á að fá samninga við þýzk leikhús,' en allt er þó óráðið um það sem stendur. í vetur hefur Magnús stund- að söngnám jafnframt störfum við leikhúsið. Söngkennari hans er þekktur danskur söngv ari, Holgeir Byrding að nafni, en hann er aðal-barytonsöngv- ari Konunglega leikhússins. Á síðastliðnum vetri söng Magnús aðalhlutverkið í „Grímudansleiknum“ og einn- ig í „Bohem“. Hann vakti mikla hrifningu í báðum þessum hlutverkum. Einnig söng hann skömmu fyr- ir áramót í Tívolí. Næsta vetur syngur Magnúa í „Ævintýrum Hoffmanns“, eftir Offerbach. Þetta er mjög mikið hlutverk, og er það mik- ill heiður fyrir Magnús að hljóta það. Dómar dönsku blaðanna um. söng Magnúsar í vetur hafá yf- irleitt verið mjög lofsamlegir, og benda allir í þá átt, að Magn. ús sé í stöðugri framför, bæði hvað snertir söng og leik. Skemmtiferð Kvenfélags KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS cfnir til skemmtL ferðar nk. fimmtudag. Ferðin verður nánar lauglýst síðar. Upp- lÁcínnral* í 10901 10507 THÍI OO_1 OlOfi Alþýðublaðið — 21. júní 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.