Alþýðublaðið - 21.06.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Blaðsíða 2
f Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúa*. j fíitstjórnar: Sigvaldi Hjálmarssön og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: \ öjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasimi: 14906. — Aðsetur: Alþýðuliúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- | C^ta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kx. 3,00 eint. Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Áróöur og sfaðreyndir KOMMÚNISTAR eru nú fyrst að ná sér á strik í varnarliðsmálunum, eftir svik þeirra við þann málstað í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá kusu þeir að leggja alla baráttu gegn her í landi já'hill- una, og minntust ekki á brottför hersins, meðan þeir sátu í ráðherrastólum. Nú fellur það saman, að þá vantar áróðurs- efni og kommúnistar um heim ailan eru eftir hrun toppfundarins í París að auka áróður sinn, sérstak- iega gegn vörnum lýðræðisríkjanna. Gangan frá Keflavík var snoturt áróðursbragð, sem vakti for- vitni manna. Hins vegar hafa engar staðreyndir málsins ■breytzt. Það voru sárafáar hræður, sem sýndu svo virðingarverðan áhuga að ganga alla leið. Margir þeir, sem hæst hafa í blöðum og á mannfundum látið, flúðu af hólmi, þegar færa átti örlitla per- sónulega fórn. Nokkur mannfjöldi safnaðist hins Vegar um gönguna á síðasta kafla hennar um Kópa vog og Reykjavík. Nýtt áróðursbragð breytir ekki þeirri stað- ceynd, að kommúnistum tókst ekki að gera varn- armálin að kosningamáli, þótt tvö tækifæri gæf- færi gæfust í fyrra. Áróður þeirra fékk ekki und- irtektir, því yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar er þeirrar skoðunar^ að við eigum að skipa okkur í sveit með lýðræðisþjóðunum og hafa hér nokkurt varnarlið, meðan horfur í heimsmál- !lm eru jafn ótryggar og verið hefur. Ingimarsmálið MÁNUDAGSBLAÐIÐ hefur séð ástæðu til að hefja enn umræður um mál Ingimars Jónsson- ar og nota það til að dylgja í ýmsar áttir. Mál Cngimars fór hindrunarlaust rétta boðleið hjá dómstólum og hann hlaut sinn dóm ómildan, ekki sízt, þegar þess er gætt, að málatilbúningur gegn § honum var með þeim hætti, að honum gafst ekki kostur á að leggja fram gagnkröfur sínar, sem þó hafa verið viðurkenndar af hlutlausum aðilum. Skrif Mánudagsblaðsins og annarra aðila um þetta mál eru ekki í þágu réttlætis, enda tilgangur þeirra allt annar. AygSýsIngasíml AlþýðublaÖsins 1 er 14906 21. júní 1960 — Alþýðublaðið Frambald af 11. síðu. eins og fyrr segir með sigri Fram 2:1. Er Fram nú, eins og sakir standa stigahæst í mót- inu, hefur 6 stig. I LIÐI FRAM hvað mest af Geir markverði f vörninni. — Sópaði vissulega af honum í markinu, og dugði hann bezt, þegar mest á reyndi. Bjargaði hann að minnsta kosti þrívegis — úr að því er virtist, nær ó- verjandj aðstöðu. Grip hans voru mjög traust og staðsetn- ingar öruggar. Eitir frammi- stöðunni nú og við KR á dög- unum má hikalust telja Geir kominn í röð fremstu mark- varða vorra. Auk Geirs var Rún ar traustasti maðurinn í vörn- inni. Innherjar framlínunnar með Gretar sem miðherja og tengilið, eru allir mjög vel leik- andi og fljótir og útherjarnir, annars vegar sá marksælni Björgvin Árnason léku af dugn aði, en Baldur Söheving gætti nú ekki ei'ns vel stöðu sinnar og í síðasta leik. Annars er kannski útherjunum vork- un, þeir eru yfirleitt í flestum okkar liðum látnir mikið til lönd sem leið, og sendingar til þeirra strjálar og ónákvæmar. AUt virðist eiga að ganga fyrir sig beina fram völlinn. I VALSLIÐINU var vörnin sterkari hlutinn, svo sem verið he.'ur úndanafrið. Björgvin Her mannsson varði ágætlega. ■— Mörkin sem hann fékk á sig, verða ekki skoðuð sem mistÖk hans, — heldur varnarinnar í heild. — Björn Júlíusson mið- framvörður sækir sig í hverjum leik og stóð sie yfirleitt mjög vel í baráttunni við Gretar Sig- urðsson, sem bæði' er fljótur og harðskeyttur. Þeir sem skipa framvarðar- stöðurnar í liðinu, Ormar Skeggjason og Elías Hergeirs- son, léku nú ekki með vegna fjarvistar úr bænum. í þeirra stað voru Gunnar Gunnarsson og Hjálmar Baldursson, og stóðu sig rétt vel. í framlínu Vals er -nú bezti maðurinn Bergsteinn Magnússon, mjög leikinn og lip ur, en hann gekk ekki heill til leiks. Hlaut högg á læri í II. fl. leik daginn áður. Sem miðherji hefur Gunnlaugur Hjálmarsson vissulega yfir nægum kröftum að ráða, en skortir hins vegar á að beita þeim rétt, þegar mest á ríður, bæði er tekur til skota og sendinga. Tækifærin, sem ‘hann fékk hefðu sannarlega átt að endast honum til að jafna metin í leiknum og vel það. — Sem útlherji er Hi’lmar Magnús- son alltof svifaseinn. Hann fylg ist alls ekki með á stundum, þegar sókn var í algleymingi. Dómari var Grétar Norð- fjörð og dæmdi hann vel, hafði’ og ágæta línuverði sér til að- stoðar. E.B. Alþýðubiaðs- meim möiuBu MorqunhÍaöiB SÍÐA5TLIÐINN laugardag fór fram á Valsvellinum í Reykjavík landsleikur í knaft- spyrnu milli Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins. Alþýðublaðs- menn sigruðu með yfirburðuna — skoruðu tvö mörk gegn f jór- um. í fyrri hálfleik stóð veðrið í fang Alþýðublaðsliðinu (12 vindstig með rigningu). — í seinni hálfleik breyttist vind- áttin, svo að Alþýðublaðið átti ennþá móti veðri að sækja. Morgunblaðsmenn höfðu sól- ina í bakið leikinn á enda. Línuverðir héldu með Morg- unblaðinu, og foringi Morgun- blaðsmanna gaf dómaranum krónu áður en leikur hófst. Álþýðubiaðsmenn léku af stakri prúðmennsku og vökttt gífurlega hrifningu beggja áhörfenda. , GAGNFRÆÐASKÓLANUM vig Réftarholtsveg var slifi® þriðjudaginn 31. maí sl. Alls voru 328 nemendur í skólanum í vetur, allir á skylda námsstigi, en aðens I. og II, bekkur gagnfræðastgs eru í skólanum enn sem komið er. Bekkjadeildir voru 12, eða 6 f hvorum aldursflokki. Hæstar meðaleinkunnir á ung lingaprófi hlutu Garðar Valdi- marsson, 8,76, Iðunn Óskarsdótt ir, 8,72 og Birna Þórisdóttir, 8,60. ’ Lærdómar þjóðhátíð- arinnar. ýV Revyusvipur — Olvun Nýr tónn í stjórn- málum. & Ekki aðeins veliíðan — og linka, heldur dáðir. NAXJÐSYNLEGT virðist að endurskoða dagskrá þjóðhátíð- ardagisns. Hún á að vísu að vera létt og skemmtileg, en of mikið að öllu má gera, og ég hygg, að svo hafi farið í þetta sinn. — Við megum ekki gera þjóðhátíð- ina að revýuleik, en síðasti þjóð- hátíðardagur bar of mikið svip slíkra leika. Ég held að rétt sé fyrir bæjaryfirvöldin að fela góð um mönnum að gera tillögur um dagskrárefni löngu fyrir fram, réttara sagt ramma háiíðahald- anna hér í borginni. Önnur nefnd, hin raunverulega þjóð- hátíðarnefnd, getur síðan séð um framkvæmd hátíðahaldanna. ALLT frá 1944 var það brýnt fyrir fólkf í blöðum síðustu dag- ana fyrir þjóðhátíðardaginn, að það væri skömm og svívirða að vera ölvaður þennan dag. Þetta hafði áhrif og oftast hefur lítið sem ekkert borið á ölvun. Þetta þreyttist nú. Aldrei, síðan 1944, hefur verið eins mikil ölvunþenn an dag og var það hörmulegt upp á að horfa. Sérstaklega voru unglingar fyrírferðarmiklir. Vit- anlega er það ófært, að menn, sem á einn eða annan hátt koma opinberlega fram, séu ölvaðir. ANNARS var mikil þátttaka í hátíðahöldunum, og þó að ég hafi hér borið fram gagnrýni, þá fóru hátíðahöldin yfirleitt vel fram. Veðrið varð okkur lilið- hollt þegar á daginn leið og þús- undir fólks fór út á'götuna. Allt af er það fögur sjón, að sjá prúð- búið fólk með prúðbúin börn á þjóðhátíðardaginn. Það á lík-a að vera stolt okkar, að þessi há- tíðahöld séu þjóðinni til sóma. RÆÐA Ólafs Thors á bíóðhá- tíðardaginn vekur athygli á því, að nýr og betri tónn er farinn að gera vart við sig í íslenzkum stjórnmálum. Forystumenn eru hættir beim ljóta leik að smjaðra fyrir stéttum og hagsmunahóp- um. Það færis í aukana að þeim sé miklu fremur sagt til synd- anna. Það er í dag ógerningur að gera sér fulla grein fyrir því, hversu slæm áhrif smjaðrið og gylliloforðin hafa haft á stjórn- mál.okkar. ÞAÐ HEFUR verið hinn mikli og örlagaríki misskilningur ís- lenzkra stjórnmálamanna. Fólk ber ekki traust til þeirra, sem sífellt eru'að bera fram loforðS og draga jafnframt úr heilagr! skyldu þegnanna. Yíirleitt vill ■fólk hafa liugrakka forystumenn. — sem þora að. segja því eins og er — og taka afleiðingunum af því. Hvernig geta menn treyst hugleysingjum til stór- ræða? Það er líka segin saga, aSI það kemur alltaf að skuldadög- unum, • EIN AFLEIÐINGIN af hug- lausum gylliboðum íslenzkræ stjórnmálamanna á liðnuni ára- tugum, er sú dýrtiðarskriða, —- sem skollin er á. Nú á að stöðva hana og reyna að feta sig aftur niður á öruggan efnahagsgrund- völl. Þetta verður ek'ki hægt nema að almenningur geq sép fullkomlega Ijóst að hverju er stefnt og að útkoman veltui’ fyrst og fremst á honum. ÞÓRARINN Björnsson skóla- meistari á Akureyri sagði við nýju stúdentana, að. það væri ekki tilgangur velferðaríkisins, að þegnarnir lifðu í munaði og athafnalausri vellíðan, heldúr sá að skapa betri skilyrði en áður voru fyrir því að dáðir væru drýg'ðar. Þetta var Vel mælt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.