Alþýðublaðið - 21.06.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.06.1960, Blaðsíða 14
Framh. af bls. 13. sama fordæmi og er svipað sniðin. Margaretha von Bahr er gjæsileg dansmær og túlk- un hennar er fullgild, listræn og minnisverð. Frank Schauf- uss er einnig á réttum stað í hlutverki Jeans, sem hann dansar af karlmannlegum þrótti og öryggi 0g glögglega lýsir hann einkennum bessa unga manns, sem vill koma sér áfram og upp í þjóðfélag- inu, þjóninum, sem hefur tam ið sér að svara með frönskum kurteisisorðum, en þó skín alltaf í barbarann undir niðri. Þriðja aðalhlutverkið er Krist ín, unnusta hans. Okkur hlotn aðist sá sjaldgæfi heiður og ánægja að sjá Birgit Cullberg sjálfa dansa það hlutverk, — eins og hún gerði fyrir tíu ár- um, þegar leikdansinn var fvrst sýndur. Túlkun hennar er heilsteypt og kímileg og hún er meiri alþýðustúlka en þær dansmeyjar aðrar, sem ég hef séð fara með þetta hlut- verk. Og það skiptir máli fyrir andstæðurnar í dramanu — Gunnar Randin frá Stokk- hclmi lýsti aðalsmanninum unnusta Júlíu af gamansamri illkvittni. Það væri gaman að hafa hér langa útleggingu á þessu at- hyglisverða verki, en þess er ekki kostur. Þeim sem áhug- ann hafa skal bent á formála 'Strindbergs að leikriti sínu og eitthvert yfirlitsverk til samanburðar, þar sem ballett inum eru gerð skil, t. d. í Ball- ets 0f today eftir Cyril Beau- mont. Fröken Júlía er aðalatriðið í þessari listdanssýningu, sem Þjóðleikhúsið gengst fyrir. — Fyrir hlé voru sýnd sundur- laus brot úr ýmsum ballett- um og af efnisskránni fékk maður þarm illa grun, að hér hefði verið unnið að of skipu- lagslaust og á síðustu stundu (Ljósbeiting í síðasta þætti Fröken Júlíu, smámistök hér og hvar t. d. með tjaldið í lok hlöðuatriðsins og píanóundir- leikur Magnúsar Bl. Jóhanns- sonar sagði manni, að æfingar hefðu verið of fáar, íslenzku dansmeyjarnar stóðu sig hins vegar öllum vonum framar). Á síðustu stundu var fellt nið- ur atriði úr öðru kunnu verki eftir Birgit Cullberg, Mána- hreininum og verður að harma það, því að jafnvel stutt atriði úr þessu verki sem er miklu yngra hefði gefið fjölþættari mynd af hæfileik- um frú Cullberg sem dansa- skálds og hvaða leiðir hún kýs sér nú. í staðinn fékk maður að vísu að sjá brot úr Carmen ballett Rolands Petits, en sá leikdans mun hafa valdið inn- blæstri í margra brjóstum, þar á meðal frú Birgitar Cull 'berg, svo að hún samdi Frök- en Júlíu. Fleming Flindt dansaði habaneruna úr Carm- en með glæsibrag. Var leitt til þess að vita að • Flindt skyldi eingöngu hafður í þeim hluta efniskrárinnar, sem ber sýnilega var hafður til upp- fyllingar. Þessi ungi maður er nefnilega talinn í hópi efni- legustu ungra ballettdansara í öllum heiminum nú. Á und- an dansaði Hanne Marie Ravn La Lithaunineen eftir Leéfv- re og Brenaa, en naut sín bet- ur í Pas de deux eftir Bour- nonville (úr 'Vilhjálmi Tell), full af glettni 0g þokka. Þar dansaði hún á móti Flindt. — Loks voru tvö brot úr Svana- vatninu. Hið fyrra dönsuðu von Bahr og Schaufuss af ör- yggi og stílfegurð, en hið síð- ara Niels Kehlet, ungur og fimur dansari með skemmti- lega élevation, þótt lágvax- inn sé. Hann naut sín þó bet- ur í hlutverki Anders í Frök- en Júlíu. Þessir erlendu gestir voru íslenzkum listdansunnendum aufúsugestir. En sýningin rót- aði upp í huga manns og ýms- ar spurningar vakna. Hvað liður hinum íslenzka list- dansi? Er þeim málum sýnd sú alvara, sem verður að vera, ef einhver árangur á að nást? Sveinn Einarsson. Red Boys Framhald af 11. síðu. knattspyrnufélag, sem hefur unnð meistaratitil Luxemburg- ar 5 sinnum, iþ. e. árin 1923, 1926. 1931, 1932 og 1933. Bik- arkeppnina hafa þei'r unnið 12 sinnum, árin 1925, 1926, 1927, 1929, 1930, 1931, 1934, 1936, 1941, 1952, 1953 og 1958. Auk þess hafa þeir orðið nr. 2 í þik- arkeppninni 7 sinnum. —a. Leiðrétfing í SÉÐASTA tölubl. Vinnunn- ar er birtur kaup- og kjara- samnignur Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur við atvinnurekendur, viðvíkjandi ræstingu. í blaðinu er samningurinn birtur með undirskrift bæði Kaupmannafélags Keflaíkur og Kaupfélags Suðurnesja, sem ékki er rétt. Stjórn Kaupfélags Suður- nesja hefur ekki samþykkt þenna gamning og því ekki fal- ið neinum að undirrita hann. En í téðu blaði er samni'ngurinn undirritaður fyrir hönd kaupfé- lagsnis, af: Ingmundi Jónssyni, stjórnarmeðlimi í Kaupmanna- félagi Keflavíkur. Teljum vér oss skylt, að fá ofanri'taðar missagnir leiðréttar. Með fyrirfram þökk fyrir birt inguna. Kaupfélag SuSurnesja. Norrænt sveit- arstjónamám- skeid í sumar EFTIR síðari heimsstyrjöld- ina hafa árlega verig haldin norræn námskeið í sveitar- stjórnarmólum, og hafa þau verið til skiptis í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og undirbúin af sveitarstjórnar sambandi viðkomandi lands. Að þessu sinni verður nám- slteiðið haldið í Sveitarstjórnar skólanum (,,Kommuneskolen“) í Sugtúnum dagana 28. júní til 3. júl, n. k. og fyrir því stend- ur Samband sænskra hrepps- félaga. (Svenska Landkommun- ernas Förbund). Á námskeiðinu verða fyrir- lestrar um sveitarstjórnarmál á Norðurlöndum og umræður um verkaskiptingu á milli rík- is og sveitarfélaga Farið verð ur í skemmti- og kynnisferðir um nágrennið og að því stuðl- að, að þátttakendur kynnist sem bezt hver öðrum og við- horfum í sveitarstjórnarmálum hinna landanna. Sambandi íslenzkra sveitar- félaga hefur verið boðin þátt- taka í námskeiði þessu og eru beir sveitarstjórnarmenn, sem kunna að hafa hug á að sækja það, beðnir að gefa sig fram við skrifstofu Sambandsins, Laugavegi 105, sími 10350, sem gefur nánari upplýsingar. Leikför Framhald af 16. síðu. ekki undirritað, en í því seg- ir m. a.: „Á síðustu árum hafa risið upp ný og vegleg samkomu- hús víða um landið og fer þeim stöðugt fjölgandi'. Þessi myndarlega framtakssemi margra bæja og sveita á að geta orðið til þess að leiklist- in, sem er öllum viðfangsefn- um frjórra og hentugra til fé- lagslegs samstarfs, verði' nú iðkuð af kappi af heimamönn- um sjálfum á hverjum stað. En þeirri framför sem orðið heíur í húsakosti fylgja ei'nn- ig batnandi samgöngur víða um land. Þetta hvorttveggja á að geta orðið til þess að hér 'eftir verði farnar leikferðir .frá Reykjavík til annarra bæja og byggða landsins einnig á öðr- um árstímum, með vaxandi fjölbreytni í vali verkefna. — Þegar svo er komið er þróun leiklistar í landinu komin á rétta braut: að tengja leikstarf landsmanna leikhúsi' höfuð- staðarins, báðum aðilurri til heilla, gera landið allt að einu leikhúsi“. — Góða ferð. I. G. Þ. 21. júní 1960 — Alþýðublaðið Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. o----------------------o Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar .. 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr......551,40 lOOnorskarkr........ 532,80 100 sænskar kr...... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o----------------------o S Flugfélag Sííííííí- íslands. Kiii*:;.::: mmmM^Teow °gf: r ^.w.3:'hafnar kl. 8 i $k-.. S dag. Væntanleg aftur til Rvíkur smsiiiíiiiiivæ ki 22 30 í kvöld. Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til A'kureyrár (3 ferð- ir), Egilsstaða, Flateyrar, ísa fjarðar, Sauðárkróks, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þing eyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Hellu, Horna- fjarðar, Húsavíkur, ísáfjarð- ar, Siglufjarðar og Vestm,- eyja (2 ferðir). Loftleiðir. Hekla er væntanleg kl. 19 frá Hamborg, Khöfn og Gauta borg. Fer til New York kl. 20.30. Fjallfoss kom til Rostock í gær, fer þaðan til Hamborg- ar. Goðafoss fór frá Eskifirði 18/6 til Hamborgar. Gullfoss fór frá Rvík 18/6 til Leith og Khafnar. Lagarfoss kom til Rvíkur 16/6 frá New York, Reykjafoss kom til Rvíkur 16/6 frá Rotterdam. Selfoss fór frá Keflavík 16/6 til New, York. Tröllafoss fór frá Rott- erdam 20/6 til Hamborgar og Rvíkur. Tungufoss fór frá Khöfn 19/6 til Álborg, Fur, Khafnar, Gautaborgar og Reykjavtíkur. ÝMISLEGT ATHUGIÐ: Þeir, sem ætla að koma til- kynningum í dagbók, þurfa að hafa haft samband við blaðið fyrir kl. 5 daginn áður en tilkynningin á að birtast. Kvenfélag Laugarnessóknar fer inn á Þórsmörk 29. júní. Konur, gefið ykkur vinsam- legast fram sem fyrst í síma 32716, eða að Kirkjuteig 23. Út er komið 17. hefti Félagsbréfa AI- menna bókafélagsins. Efni þess er sem hér segir: Þoka, ljóð eftir Snorra Hjartarson; Um skáldskap Snorra Hjart- arsonar, eftir Hannes Péturs son; Fimm ljóð eftir Baldur Ragnarsson; Herbergi nr. 107, smásaga eftir Jökul Jakobs- son; Archibald MacLeish eft- ir Þórð Einarsson; Skáldið og blaðamaðurinn, grein eftir Archibald MacLeish; Félag til eflingar norrænum fræð- um, grein eftir Finnboga Guð mundsson. Þá eru í heftinu ritstjórnargreinar o. fl. Ríkisskip. Hekla er væntan- leg til Rvíkur ár- degis á morgun frá Norðurlönd- um. Esja er á Vest fjörðum á norð- urleið. Herðubreið er á Aust- fjörðum á norðurleið. Skjald breið er á Skagafirði á leið til Akureyrar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld fil Reykjavíkur. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Rvík. Arn- arfell losar á Eyjafjarðar- höfnum. Jökulfell lestar á Vestfjarðahöfnum. Dísarfell fer væntanlega í dag frá Mán tyluoto til Hornafjarðar. Litlafell er á leið til Rvíkur. Helgafell er í Rvík. Hamra- fel fór 16. þ. m. frá Rviík til Aruba. Hafskip. Laxá fór sl. mánudag frá Concarneau. Jöklar. Drangajökull kom til Am- sterdam í fyrradag. Langjök- ull er í Rvík. Vatnajökull var við Northunst 18. þ. m. á leið til Ventspils. Eimskip. Dettifoss fór frá Hamina í, gær til Leningrad og Gdynia. Rafnkelssöfnunin. Lions-klúbbur Njarðvíkur 1000 kr. Bóas Valdimarsson 100. Ingvi Þorgeirsson 50. Ó. H. G. 50. í. S. 100. M. N. 100. K. G. 100. A K. B. 100. B. Þ. 50. S. E. 50. Ungmennafélag Njarðvíkur, Ytri Njarðvík 1000. G M. 100. J. Á. 500. Njarðvíkurhreppur 5000. —• Hjartans þakkir til ykkar allra. F. h. söfnunarnefndar- innar. — Björn Dúason. Frá skrifstofu borgarlæknis: Farsóttir í Reykjavík vii una 22.—28 maí 1960 sam- kvæmt skýrslum 46 (50) starfandi lækna. Hálsbólga 91 (134). Kvefsótt 97 (123). Iðrakvef 22 (23). Inflúenza 5 (7). Heildbólga 1 (0). Hvot- 'sótt 2 (5). Kveflungnabólga 15 (14). Taksótt 1 (0). Hlaupa bóla 14 (15). Ristill 4 (1). 12.55 „Áferð og flugi“: Tónleik- ar kynntir af Jónasi Jónas- syni. 20.30 Yoga hamingjunnar, - erindi (Gretar Fells rithöfund- ur) 20.55 ís— lenzk tónlist. —• 21.30 Útvarps- sagan: „Vaðla- klerkur111. 22.10 íþróttir 22.20 Lög unga fólks- ins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.