Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.08.1898, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst j
48 ttrka) 3 kr.; erlendis
4 lcr ., ng í Amerílcu doll.: í
1.20. Borgis tfyrir júní- |
mánaðarlok.
M 44.
UNGrL
-1= SjoUNDI ÁBÖAN&UR. ....... =---
---+—RITST JÓBI: SKÚLI THORODBSEN. -i--
.-'TJ—V.t- .1 W. . ... ' ' "'l .' 4.""* I_
Ísapirði, 6. ÁOÚST. i 1898.
Vppsngn skrifleg, ó-
gild nema knmin sé til
útgtfanda fyrir 30. dng
júnímánaðar.
ÞJOÐVILJINN
Lánsstofnun.
i
A síðasta alþingi yar, sem kunnúgt er,
skorað á stjórnina, að leggja fyrir næsta
alþingi lagafrumvarp um lánsstofnun, er
veitt gæti veðlán um sera le.ngst árabil,
og með sem vægustum vaxtakjörum.
Hvort nú stjórninni þóknast, að verða
við þessari áskorun er auðvitað óvist, því
að hún sinnir yfir höfuð fæstu af því,
sem á stjórnum er talið livíla í öðrum
löndum.
En hvað sem um það verður, þá má
ganga að því vísu, að lagafrumvarp í
ofan nefnda átt komi fram á næsta þingi,
ef ekki frá stjórninni, þá frá einkverjum
þingmanna, með því að þörfin á slíkri
stofnun er orðin svo mikil, svo sem ber-
lega hefur komið í ljós á yfirstandandi
ári, er landsbankinn hefur, fjárskorts
vegna, orðið að stöðva útlán sin.
Hað er því mjög vel til fallið, að
bankagjaldkeri Halldór Jönsson hefur í þ.
á. „Andvara" ritað mjög fróðlega ritgjörð
um lánsstofnun, og um væntanlegt fyr-
irkomulag á kenni.
I upphafi ritgjörðar þessarar getur hr.
Hdlldór Jónsson þess, að um síðustu ára-
mót muni, úr ýmsum sjóðum, hafa staðið
um 1 milj. 800 þús. króna í fasteigna (og
húsa) veðlánum, og hafði landsbankinn
lánað út nálega helming þess fjár, eða
um 850 þús.
Bankalánin eru flest lánuð með þeim
kjörum, að */i0 lánsins sé endurborgaður
árlega, en lán rtr öðrum sjóðum tíðast
án afborgana, en þannig, að öllu láninu
má segja upp með missirisfyrirvaoa.
En, eins og hr. H. J. tekur réttilega
fram í ritgorð sinni, þá eru bændum
siik lán ónóg; þeim er það ofvaxið, að
greiða svo liáar árlegar afborganir, kvern-
ig sem árar, og markaðir fyrir afurðir
þeirra eru, en bankanum á hinn bóginn
um megn, að gefa lengri afborgunar-
fresti, eigi hann ekki algjörlega að van-
rækja það aðal-starf sitt, að vera víxil-
banki, og greiða sem bezt fyrir stærri
viðskiptum.
Hér á landi hefir því lánsstofnun ærið
hlutverk fyrir höndum, og spurningin er
að eins, hvemig henni verði haganleg-
ast fyrir komið.
Hr. H. J. telur nú heppilegast, og
kostnaðarminnst, að ‘ ekki só sett á stofn
sérstök lánsstofnun, heldur sé mynduð
sérstök lánsdeild, í landsbankanum, og
bankanum svo veittr lieimild til þess, að
gefa út vaxtabréf, og selja þau.
Vér skulum og ekki neita því, að
þetta fyrirkomulag, sem hr. H’ J. fer fram
á, myndi verða töluvert kostnaðarminna,
en stofnun sérstakrar lánsstofnunar, enda
þótt afleiðingin yrði óefað, að auka þyrfti
laun gæzlustjóra, og starfsmanna bank-
ans, að góðum mun, ef jafh mikluin
störfum yrði á þá dembt; en þrátt fýrir
þann sparnað, teljurn vér þó vafalaust,
að heppilegra sé, að hafa sórstaka láns-
stofnun, til þess að peningavaldið drag-
ist eigi um í hendur sömu manna, og
til þess að myndast geti nokkur sam-
keppni milli bankans og lánsstofnunar-
innar, þar sem starfsvið þeirra nær saman.
Aðaltekjur lánstofnunarinnar verður
mismunurinn á útlánsvöxtum og vaxta-
bréfavöxtum, og telur H. J., að eigi só
hyggilegt, að hafa þann mismun meiri,
en þ), °/0, þannig, að vaxtabréfin gefi eig-
endum sínum í árlega vöxtu 4 °/#, en
útlánsvextirnir sóu 41/, °/0.
Sýnir hr. H. J. fram á, að enda þótt
útlánsvextirnir séu ákveðnir 4l/.2 °/0, þá
geti menn þó, með all-lágu hundraðs-
gjaldi árlega, lokið skuldum sínuin á
hæfilega löngum tíma, svo sem tafla
þessi sýnir:
Yextir 4'/á °/„, árl. gjald 5°/„; láni lokið á 52,3 árum
------------------ 5 'IfU------44,2 -
__------------ - 5«/s°/0-------38,7 -
-------------- -6 «/#-----------<81,5 -
------------------ 70/,---------27,7 -
Væri nú árlegt gjald (rentur og af-
borganir samanlagt) ákveðið 5°/0, o'/4u/0,
eða 5V.J0/,,, af fasteignaveðlánum, yrði
skuldinni lokið á rúmum 52, 44 eða 3S
árum, og verður ekki annað sagt, en að
slíkt væru all-viðunanleg lánkjör fyrir
bændur.
En að því er lán gegn hrnsaveðum
snertir, bendir hr. H. J. róttilega á það,
að árgjaldið yrði þar að vera nokkru
hærra, 6-^7°/0, og afborgunartíminn styttri,
með því að slík veð eru einatt óvissari,
og ganga fremur úr sér, en jarðarveðin.
Til þess að gera vaxtabréfin sem
tryggilegust bendir og hr. H. J. á, að
ákveða þurfi, að landssjóður leggi stofn-
uninni í byrjun nokkurn stofn- eða trygg-
ingar-sjóð, og að ákveðið sé, að stofnunin
megi aldrei hafa meiri upphæð í vaxta-
bréfum á gangi manna á milli, en sem
samsvari upphæð þeirri, er hún eigi úti-
standandi í fasteignarveðslánum; en til
þess að gæta þessa telur hann þó eigi
nauðsynlegt, að vaxtabréfin sóu höfð inn-
kallanleg (amortisabel) þannig, að ákveð-
inn flokkur, eða deild, þeirra só innleyst-
ur á vissum tímum, heldur megi nægja,
að stofnuninni só heimilt að innkalla, og
innleysa, nokkurn hluta þeirra, er þörf
þykir.
Yfir höfuð er þessi ritgjörð hr. H. J.
ágætlega glögg og skýrandi, og á hann
því góðar þakkir fyrir hana skyldar, þó
að sumar tillögur hans um fyrirkomulag
lánsstofiiunarinnar, svo sem um samein-
ingu liennar við landsbankann, nái að
líkindum eigi ffam að ganga, og mál
þetta. þurfi yfir höfuð á ýmsar hliðar
grandgæfilega að skoða.
----------------
ísland erlendis.
Eptir því sem skýrt er frá i danska
blaðinu „Politíken“ 1. júli síðastl., héldu
oddfélagar í Kaupmannahöfii daginn áður
hátíð mikla, og afheoti þá dr. Petrus
Beyer, stórsír oddfélaga, ráðaneytisforseta
Hörring, sem í fjarveru Rumps gegndi
störfum Islands ráðherra um tima, gjafa-
bróf fyrir holdsveikraspítalanum, og vott-
aði stjórnarforseti Hörring, sem verðugt
var, félaginu þakkir fyrir íslands hönd.
— Siðar um daginn söfnuðuat svo odd-
fólagar. o. fl. að miðdegisverði, og segir
„Politíkenu, að deildarstjóri isl. ráða-
neytisins svo nefnda A. Dyhdal hafi þá,