Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.08.1898, Blaðsíða 2
174
Þjóbviljinn un&i.
VII, 44.
fyrir íslands hönd, þakkað g]öfina á ný
í langri ræðu, og rneðal annars kveðið
svo að orði, að „hið ytra samband - þ.
e. póstsambandið — milli konungsríkis-
ins og Islands væri að vísu all-viðunandi,
en hið innra hefði sambandið aptur á
móti eigi verið að óskum. — En nú hefði
oddfellow-reglan leitt til Islands hjartn-
anna heita Golfstraum, sem óefað myndi
styrkja vináttubandið milli hjálendunn-
ar(!!) og móðurlandsins(!!), og vera gott
dæmi til eptirbreytni".
Að slepptum hjálendu- og móðurlands-
titlunum(!!), sem flestir íslendingar munu
afþakka, sýnast því hr. deildarstjóranum
að hafa farizt all-vel og röksamlega orð,
og væri sérlega æskilegt, að sjálfur hann,
og dansk-íslenzka ráðaneytið yfir höfuð,
vildu festa sér síðustu orð ræðunnar í
huga, að taka dæmi oddfélaga til eptir-
breytni, og hætta, með einræðis og gjör-
ræðisverkum, að veita hingað þeim hat-
ursins og óánægjunnar pólstraumum, sem
hindrað hafa til þessa allt sannarlegt
bræðraþel milli frændþjóðanna, Dana og
íslendinga.
En því miður er hætt við, að reynzl-
an kunni að sýna, að þessi orð deildar-
stjórans hafi verið veizluhjal, og ekkert
annað.
——OOOgoOO--------
Þmgvallafundarleysið.
Ekki batna undirtektirnar undir Þing-
vallafundarhaldið, heldur virðist möimum
verða það æ ljósara, því nær gem dregur
fundardegi, að slíkt fundarhald sé gagn-
laust, eins og nú stendur.
Það eru tvö kjördæmi að eins, sem
heyrzt hefur, að sýnt hafi nokkra við-
leitni á því, að sinna fundarboðinu, og
í báðum stöðum tekizt svo ambögulega,
að fundarboðendurnir sjálfir myndu mik-
ið hafa viljað til gefa, að menn i þeim
kjördæmum hefðu heldur látið neyðaróp
þeirra afskiptalaus með öllu.
Það eru Rangvellingar og Norður-
Þingeyingar, kjósendur þeirra Sighv.
Arnasonar og Ben. Sveinssonar, sem brugð-
ið hafa á leik.
Kusu Rangvellingar kjörmenn í öll-
um hreppum, nema einum, og sendu þá
síðan á fund að Stórólfshvoli 21. júlí, til
þess að láta þá Jcveða þar upp það álit
kjördœmisins, að ÞingvallafnndarJtoðinu
vœri að engu sinnandi, og riðu því allir
kjörmennirnir heim af fundinum, án þess
að kjósa nokkurn til Þingvallafarar(!;!).
Norður-Þingeyingar höfðu aptur á
móti eigi undirbiminginn jafn skipu-
legan, sem Rangvellingar, slepptu að
mestu kjörmanna kosningunum, en á hinn
bóginn kvað einhverjum kunningjum
Ben. Sveinssonar þar nyrðra hafa komið
ásamt um, að rétt væri að gera það fyr-
ir karlinn, að láta einhvern mæta, of
kjördæmið þyrfti engu til að kosta (!!), og
kvað því hafa beðið mann einn j Reykja-
vík (Einar, son Benedikts?), að ríða aust-
ur að Þingvöllum, Norður-Þingeyingum
þó að kostnaðarlausu, ef til fundarhalds
kæmi.
Þarf því vart að efa, að gjörðar vorði
spaklegar og einhljóða ályktanir á Þing-
vallafundinum, ef þessi eini dráttur mæt-
ir þar(!)
En í alvöru talað, skyldi oss eigi
furða, þó að fundarboðendurnir færu nú
að sjá það úr þessu, að hyggilegra myndi
þeim, að hafa farið að ráðum „Þjóðv.
unga", að kalla fundarboðið aptur í tíma,
on að þreyta þetta mál til kapps, jafn
augljós sem forlög fundarboðs þeirra voru
þegar í byrjun.
———ooogooo-------
Lækniseinbættið við holdsveikraspítalann er
nú veitt Sœmundi Bjarnhéöinssyni, lækni Skag-
fírðinga. — Auk hans sóttu: héraðslæknarnir
Þórður J. Thoroddsen í Kefiavík og Þorgrfmur
Þórðarson á Borgum, og aukalæknir Kristján
Kristjánsson á Seyðisfirði. — Þykir veiting
þessi ný sönnun t'yrir hlutdrægni þeirri, er
Hafnarstjórnin sýnir, háskólanum í vil, og f'yrir
lítilsvirðingu þeirri, er hún sviiir vorum inn-
lendu menntastof'nunum, þar sem oins árs gam-
all kandídat f'rá háskólanum, með fremur léleg-
um vitnisburði, er tekinn fram yfir margra, ára
gamla, reynda héraðslækna, með mikið betri
vitnisburði t'rá læknaskóla vorum.
Rkyldi monsjer A. Th/bdal, sem því miður
ræður vitanloga mjög mikln um máief'ni Islands
a þessum tímum, álíta slika Htilsvirðingu á
menntastof'nunum þjóðar vorrar rétta vegina;
til þess að styrkja það vináttusamband milli
íslands og Danmerkur, sem hann er að fieipra
um í átveiiílum í Kaupmannahöf'n?
Sé svo, þá skjátlast þeitn pilti í því, sem
fleiru.
Víírsla og ai'hendin; holdsveikraspítalans.
í f. m. kom dr. Petrus Beyer, stórmeistari eða
stórsír danskra oddf'élaga, og 4 aðrir f'élagsbræð-
ur hans, til Reykjavíkur, og var holdsveikra-
spítalinn í Laugarnesi, sem enn er þó hvergi
nærri f'ullgjör, hátíðlega vígður, og afhentur
landinu til eignar, 27. t'. m. — Var þar kvæði
sungið, er ort hafði Steint/ríwnr Thorsteinson
skáld', og að því loknu flutti dr. Petrun Beycr
snjalla ræðu, vígði spítalann með ýmsum „cero-
moHÍum", sem oddt'élögum er títt, og afhenti
hann landshöf'ðingja, sem æðsta valdsmanni hér-
lendum; en landshöfðingi og amtmaður þökkuðu
síðan með ræðustúf'um.
Læknafunduriim, sem samkvæmt f'undarboði
landlaíknis átti að haldast í Eeykjavík 25. f. m.,
fórst f'yrir, með því að örfáir læknar sóttu
f'undinu.
—»-»3,#"-<SS—
ísafiröi 6. ágúst '98.
Tíð heflr nú um hrið verið mjög rigninga-
og kalza-söm, svo að jat'n vel snjóaði á fjöll að-
faranóttina 4. þ. m. —Líkist veðrið miklu f'rem-
ur kalzasömum haustdegi, en sumardegi. — í
dag er þó aptur blítt veður.
Strandferðaskipið „Vesta", skipstjóri Cor-
fitzon, kom hingað k norðurleið að kvöldi 2. þ.
m., og f'ór héðan aptur daginn eptir. — Með
skipinu kom Thor kaupm. Jensen t'rá Akranesi,
héraðslæknir Þorv. Jónsson, er farið haf'ði til
lloykjavíkur, til aö sækja læknaf'undinn, ungf'rú
Halldóra Jakobsdóttir f'rá Ögri, sem dvalið hefir
í Kaupmannahöfn, síðan í f'yrra, o. fl.
T±l sölu
fæst stór, áttróinn sexæringur, orðlagur
að gæðum til áferða. — Verður seldur
með góðum kjörum. — Semja má við
Oisla Oddsson á Lækjarósi.
Torsk Marprin
Aug. Pellerin Fíls & Co.
Christiania.
Moderfatariken for hele
Margarin-Industrien
í SCANDINAVIEN.
Giilcl Moclaillci-.
a''"""J""......¦¦¦"¦¦........¦¦'¦.......¦¦¦¦'¦¦ ¦¦¦¦.....¦•¦
Sammenligning af Margarinsmör og IVIeierisfnör,
Fra Stadskemikerens Laboratorium.
Christiania, den 38d- Mai IRD7.
D'herrer
tuq. ficllerin Bils & So.
Chr istiania.
Ifölye Deres Anmodning er der ind-
kjabt gjennem Bureauetpaa forskjdligeSteder
í Byen Prever af Deres Margarinsmör
Kvalitet S. 0. M. og af norsJc Meierismör.
Resultat af undersögelsen:
Margarinsmör. Meierismör.
Lugt, Smag friak
Fedt 86,47 ptc. 86,37 pct.
Ostestðf 0,75 — 0,59 —
Melkhsukker 0,96 — 0,76 —
Mineralskc Stoffe (,k"k»'»iIk, 3,8H —
Vand
7,99
2,28 —
10,00 —
100.00.
L. Sehemolck.