Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 2
10 Þjóðvxljinn ungi. þeir gáfu’ honum land út við Parry-sund. Og þangað um haustið með föng sín hann fór, þá freðin vTar jörð og kominn var snjór. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þreklegri sýndist á velli, en hann; þvi sterkur var hann og stór. Hann reisti sér kot, hann ruddi sinn skóg, og ræktaði garð, þegar leysti snjó; hann girti sitt land, hann bjó sér braut, og breytti í engi sérhverri laut. En enskir sögðu, að engan mann ötulli liefðu þeir séð, en liann. Og heiðurs-orðstýr hann hlaut. Og svo liðu árin, að Grimur frá Grund varð gildur bóndi við Parry-sund. Hann ræktaði garðinn, og ruddi sinn skóg, hann reri til fiskjar, — og söng og hló. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þvilika atorku sýndi og hann. — Að laglegu búi hann bjó. En svo kom þar fár í bæ og borg, sem breiddi’ yfir liéraðið trega og sorg; það kom og til Gríms — í kotið hans inn — Svo konuna missti’ hann og drenginn sinn. En enskir sögðust ei séð hafa mann, er söknuður beygt hefði meir, en hann, því tiðum var tárvot hans kinn. I garðinum tók hann grafir tvær, með „gleymdu-mér-ei“ hann skreytti þær. Er sól rann til viðar hann settist þar, og sár var sá harmur, er hjartað hans bar. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þögulli væri, og gætnari’, en hann. Því varkár maður hann var. Og grannar hans buðu’ honum betri kjör,— Þeir buðu’ honum þangað, sem meira var fjör — þá benti hann grafirnar grænar á, og gat þess að seint mundi’ hann hverfa þeim frá. En enskir þóttust ei þekkja mann, sem þolmeiri og tryggari væri, en hann; þeir vel kváðust vita hans þrá. Og svo liðu árin, að Grímur frá Grund varð grár af hærum við Parry-sund. Hann reri til fiskjar, hann ruddi sinn skóg, og ræktaði garð, þegar leysti snjó. En enskir sögðust ei séð hafa mann, um sextugt, með hár eins hvitt og hann. — Einn sínu búi hann bjó. En nú eru í garðinum grafir þrjár, þar grænkar á sumrum víðir smár. Og enn stendur kotið við lítinn lund hjá læk, sem að rennur í P«m/-sund. Og enskir segjast ei muna mann, sem meiri staðfestu bar, en hann, — hann ísienzki Grímur frá Grund. J. Magnús Bjarnason. 000§§000-------- ItómTerski sag-naritarinn Pliníus getur þess á einum stað í ritum sínum, að á ríkisstjórnar- árum Tíberíusar keisara (14—87 e. kr.) hafi málmsmiður nokkur (faber) eitt sinn komið í keisarahöllina, og sýnt þar bolla, úr skínandi hvitum málmi, er iíktist mjög silfri. — Keisar- inn skoðaði smíði þetta vandlega, og datt þá bollinn á gólfið, og dældaðist svo. að flestir töldu hann ónítan; en smiðurinn hrá sér hvergi, heldur tók hann upp hamar. er hann bar á sér, og gerði þegar við bollann í viðurvist hirðarinnar, svo að ekki sá nein vansmíði á. Það var auðsætt, segir Plintus, að málmur þessi var eigi silfur, þótt hann hefði nálega silfur-gljáa, þar sem hann var bæði miklu sveigj- anlegri og léttari, en silfur. Keisarinn spurði smiðinn að lokum spjörun- um úr, og fékk þá að vita, að hann hefði gjört málm þennan úr leirkenndri jörðu, og innti keisarinn hann þá enn fremur eptir, hvort nokk- ur þekkti aðferðina annar, en hann, og svaraði smiðurinn þá rogginn, að þann leyndardóm þekkti enginn, nema Jupíter og hann; og þetta svar smiðsins réð úrslitunnm. Keisarinn hugsaði sem svo, að ef hægt væri að búa til málm þennan úr jafn algengu efni, sem leir, kynni silfur og gull að lækka í verði, og lét því þegar afhöfða smiðinn, og rífa verk- stæði hans að grunni, til þess að vera viss um, að uppgötvun þessi færi í gröfina með honum- Það þykir nú vafalaust, að málmur þessi, er Pliníus getur um, hafi verið „aluminium", og hefir hin svívirðilega grimmd Tibtríumr keisara þannig í 18 aldir svipt mannkynið afnotum þess- arar þörfu uppgötvunar. Jarðgiing undir Gíhraltarsundið. Frakkn- eskur verkfræðingur, Berlíer að nafni, sem grafið hefir tvenn jarðgöng undir Signu, hefir nú ný skeð lagt það til, að grafin verði jarðgöng undir sundið við Gíbraltar, svo að eimlestir geti runnið frá Spáni til Marocco. — Yrðu göng þau alls um 41 kilometer á lengd, og lægju að tveim- ur þriðju hlutum undir haffletinum. (Irafskript Bismarck’s. Mælt er, að Bismarck hafi sagt svo fyrir, að grafletur sitt skyldi þannig orða: „Bismarck fursti, fæddur 1. apríl 1815; látinn ..... dyggur, þýzktir þjónn Vilhjáltns keisara I. Á hverju ferhyrningsfeti af yfirborði mann- legs líkama segir Nikola Tesla, að vera muni um 4—7 þúsundir smádýra. eða „baktería“, og sé litið á likamann í góðum sjónauka, sýnist hann allur iðandi af milj. „baktería“, er sjúga hörundið án afláts. — Orsökin til þess, að fólk, sem farið er að eldast, sé gult og hrukkótt, segir Tesla, að »é sú, að „bakteriurnar“ hafi þá svo lengi sogið hörundið. Japansbúar auka drjúgum herskipastól sinn um þessar mundir, og hafa t. d. ný skeð látið smíða 12 „torpedo"- eða ,,tundur“-báta' Á Bretlandi eru 35 jarðgöng, er eimlestir fara um, sem eru yfir 1000 yards á lengd, og auk þess fjölda-mörg jarðgöng, sem styttri eru. Frcgnriti þýzka blaðsins „Neue Freie Presse“ átti ný skeð tal við sagnfræðinginn dr. Theodor Mommsen, og spurði hann þá meðal annars, hvort liann hefði trú á því, að bandalag gæti tekizt með Bretum og Þjóðverjum, og svaraði dr. Mommsm því á þá leið, að enda þóttBretar þörfnuðust mjög bandamanna, þar sem þeir, eins og nú stæði, væru milli tveggja elda, Bússa og Frakka, þá hefði hann þó enga trú á bandalagi með Breturn og Amerikumönnum, og því síður á bandalagi með Bretum og Þjóðverj- um; en á hitt kvaðst hann aptur á móti trúaðri, að sá dagur myndi koma, er Þjóðverjar, Rússar og Frakkar gerðu með sér bandalag, til þess að skipta Bretaveldi, og myndu þá Frakkar að lik- indum liljóta Egyptaland við skiptin, Þjóð- verjar Caplandið, og Rússar Indland. Hjólreiðar teljn lseknar, að valdið geti ýms- um hjartasjúkdómum, sé mikið að þeimgert, og ætti þvi fólk, sem orðið er miðaldra, eða eldra. ekki hvai sízt að varast, að reyna um of á sig við hjólreiðar, þar sem lifíæri manna taka ýms- um breytingum á þeim aldri, og þola því síður alla ofreynzlu. VIII, 3.-4. Westfalski friðurinn var, sem kunnugt er, saminn í bsejunum Osnabruck og Munster 20. okt. 1648, og lyktaði þannig 30 ára stríðið. — Síðan þessir atburðir gjörðust verða þrí 20. okt. næstk. liðin 250 ár, og ætla bæjarbúar í nefnd- um bæjum að minnast þess með ýmis konar hátíðahöldum. Stór gullklumpur. í nánd við Kanowna í Australíu vestanverðri hefir ný skeð fundizt afar-stór gullkluippur, er vóg 95 pd. ensk, og lögðu þegar margar þúsundir manna af stað þangað, er fregn þessi barst þaðan. — f Samúel Plimsoll. 3. júni síðastl. andað- ist í Folkstone á Bretlandi einn af nafnkennd- ustu mönnum Breta, Samúel Plimsoll, fæddur i Bristol 1824. — Honum eiga Bretar að þakka löggjöf sína um tryggan útbúnað hafskipa o. fl., er að því lýtur, að gera siglingar sem hættu- minnstar. — Yann hann að því í mörg ár, af óþreytandi elju, bæði í ræðu og riti, aðfáreist- ar skorður við því, að skipeigendur héldu úti ónítum skipum, og stofnuðu þannig lífi margra manna i hættu, svo sem all-títt var á Bretlandi um þær mundir, og enn á sér því miður of víða stað; og þó að við ramman reip væri að draga, þar sem auðvaldið var annars vegar, tókst honum þó að lokum að sigrast á mótspyrnunni svo að löggjafarvaldið skarst í leikinn. Af þessari baráttu Plimsoll’s er það dregið, að fúin, og óhaffær skip, eru opt nefnd: „Plim- soll’s likkistur". Mannskæðar orustur. Af orustum þeim, er háðar hafa verið á þessari öld, hefur orustan við Leipz'tg (16—19. okt. 1813), þar sem Napo- leon mikli hlaut fyrst verulegan hnekki, verið lang-mannskæðust, því að eptir þá orustu lágu 90 þúsundir dauðra og særðra manna á vígvell- inum. — í orustunni við Aspem 1809. milli Napoleons og Austurríkismanna, var tala særðra og fallinna manna um 70 þúsundir, og í or- ustunni við Borodíno (1812), milli Napoleons og Rússa, um 60 þúsundir. Sé aptur á móti litið á það, hverjar orustur hafi, miðað við hermannafjöldann, verið hlutfalls- lega mannskæðastar á þessari öld, þá verður röðin þessi: í orustunni við Aspern féllu; eða særðust, 38°/0, í orustunni við Borodino 25°/0, í orustunni við Waterloo (18. júní 1815) 24°/#, í or- ustunni við Leipzíg 21 °/0, i orustunni við Wörth (6. ág. 1870), milli Prússa og Frakka, 1 S'/j®/,,, í orustunni við Sedan (1—2. sept. 1870), er Prúss- ar tóku Napoleon keisara III. til .fanga. 12°/0, og í orustunni við Königgrátz (3. júlí 1866), milli Prússa og Austurríkismanna, 7°/0. ----ooogjooo----- Syndakvittun. Þær gleðifregnir hefur blað vort að færa lesendum sínum að þessu sinni, að hann heíur fengið syndakvittun — lands- höfðinginn okkar. Ekki svo að skilja, að hann kunni ekki enn að eiga ýmsa smáreikningana ókláraða hinumegin, þegar þangað kem- ur; um það skal hér auðvitað ekkert sagt. Vonandi, að þeir reikningarnir reyn- ist sem fæstir og smærstir, hjá öðrum eins manni. Nú, það verður lika flestum fyrir, að meta það rneira, sem hendinni er nær, og að manni snýr hérna megin, — á holdsvistardögunum. Og því er það að eins syndakvittun frá Kaupmannahafnar-stjórninni, sem hér er átt við. Menn muna má ske, að hann henti það í fyrra, landshöfðingjann okkar, sem aldrei hafði að borið fyr, að vera á móti stjórninni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.