Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 5
VIII, 3.-4. ÞjÓÐVILJIN'N' UN’GI. 13 og þrekmenni að því skapi, einhver hinn hraustasti maður norður þar. — Jóhannes, faðir Ólafs, var Jónsson, en móðir Jó- hannesar hét Margrct Jónsdóttir, Bárðar- sonar, er fyrrum bjó í Arnardal, Illuga- sonar. — En kona Jóhannesar, móðir Ól- afs, hét Ouðfinna Andrésdóttir, frá Hjöllum í Skötufirði1. Hinn hásetinn, sem sækja átti, var Arni, sonur Jóns Arnasonar úr Æðey; en móðir Jóns var Elisabet, systir Kristjáns dbr.manns i Vigur. Var það nú þennan morgun, að þeir bræður á Blámýrum vöknuðu, — því marga átti Ólafur bræður, og hót Guð- mundur sá elzti'- —, og fróttu þeir systur sína:!, er út gætti, um veður; hrin kvað gott veður, og mælti þá Ólafur: „Þá ‘) Móðir Guðfinnw þessarar. kona Andrésar, hét Elízabet, og var hún talin tveggja manna maki að burðum; ganga enn um krapta hennar ýmsar munnmælasögur, og er sú ein, að hún hafi t. d. einhverju sinni, komin að falli, horið grjónatunnu frá Hjalla-lendingu upp að hsen- um á Hjöllum í Skötufirði; en það eru snar- hrattir sjávarhakkar og urðir. Ritstj. -') Guðmundur Jóhannesson, sem hér er nefndur, varð síðar atkvæða-sjómaður og hraust- menni; hann hjó síðast að Kirkjuhóli i Langa- dal, og andaðist þar. Kona hans hét Kristín Bárðardóttir, hreppstjóra Jónssonar í Kálfavík, systir Magnúsar hónda Bárðarsonar í Kálfavík, Guðmundar hreppstjóra Bárðarsonar í Kollafjarðarnesi, og þeirra systkina. 3) Systkini Guðm. Jóhannessonar voru: Ólafur, sem að ofan er nefndur, Saltnann, er fluttist til Ameríku, Andrés, hóndi á Blámýri, Jón, hóndi í Skálavík ytri, og Þóra, kona Helga hónda Ein- arsscmar á Látrum í Mjóafirði. Ritstj. mun Þorsteinn vilja fara í legu í dag; vildi jeg nú gefa þar mikið til, að jeg væri þar ekki ráðinn, og þungt segir mér hugur um ferð þessa; vildi jeg nú geta fengið mann fyrir mig að fara“. Guðmundur bróðir lians svaraði: „Far þú með mér með haldfæri í dag, og munu þeir ekki leita okkur uppi, og fá annan í þinn stað“. — Það leizt Ólaíi ráð; bú- ast þeir bræður að heiman, og ganga til sjávar. — En er þar var komið, og fram skyldi setja bátinn, segir Ólafur: „Ó- mannlegt er það fyrir mig, að fara ekki, ef þeir koma, eða hafa ekki fengið mann fyrir mig; jeg ætla að ganga út í Ögur, og fá þar manninn; en sjálfur fer jeg nauðugur, þótt jeg fari“. Skildu þeir þar; reri Guðmundur til fiskjar, en Ólafur gekk í Ögur; voru þá sendimenn Þorsteins komnir þar fyrir, og fór Ólafur með þeim að Strandseljum, að sækja Árna. Er það sagt, að þegar Arni var að láta nesti í skrínu sína, tók hann pen- ingapung nokkurn úr öðru íláti, lót í skrínuna, og mælti: „Þetta skil jeg ekki eptir, því jeg mun ekki koma aptur í þennan bæu. — Þetta heyrði sveinn einn á Strandseljum, og Ólafur hafði við verið. Síðan fóru þeir til Æðeyjar, og voru þar allir önnum kafnir, að búa sig í leg- una. — Gisli Jónsson formaður4, einn 4) Gísli Jónsson, Jónssonar, er drukknaði á Mjóafirði, er nú húsmaður í Ögurne-d, og einn af nafnkenridustu formönnum og aflamönnum við ísafjarðardjúp. Kona hans er Solveig Þorleifs- vinnumanna Þorsteins, skyldi nú vera fyrir nýjum sexæring, er Þorsteinn átti, og hafði látið smíða um sumarið; átti hann einnig að róa í hákarlalegu. — Voru þá nógir hásetar komnir tilbeggja skipanna, og vildu þá flestir með Porsteini fara, kölluðu hið nýja skip óreynt, en Þorstein reyndan formann, og áttæringinn alreyndan. — Fóru þá þessir menn með Þorsteini, er nú skulu taldir: 1. Ólafur frá Blámýrum, 2. Arni Jónsson, er fyr frá segir, 3. Jón Guðmundsson, Böðvars- sonar, úr Gufufirði, bróðir Guðmundar bónda í Skálmadal, uppalinn með Samú- el bónda á Hallsteinsnesi, 4. Þorsteinn Arason, Jónssonar, Arasonar, hreppstjóra á Reykhólum; en móðir Ara, föður Þor- steins, var Gróa, dóttir dbrm. i Hauðs- eyjum, Ólafssonar; en móðir Þorsteins var Guðrún, dóttir Þorsteins bónda í Ögri, og Þuríðar Þiðriksdóttur, er seinni kona var Einars Jónssonar í Ögri, 5. Sœmundur, son Þorsteins Hallgríms- sonar frá Gilsfjarðarmúla, Sigurðssonar- en móðir Þorsteins var Dómhildur Sæm- undardóttir, prests i Garpsdal, að norðan, Þorsteinssonar, 6. var Finnbogi, er numið hafði trésmiði á ísafirði hjá Þorsteini As- geirssynf'; faðir Finnboga var Guðmund- dóttir frá Unaðsdal, Benediktssonar og Sigríðar Arnadóttur, systur Kósinkars heitins Arnason- ar í Æðey. — Börn þeirra Gísla og Solveigar eru: Árni húsmaður Gíslason á ísafirði og Þor- steinn hóndi Gíslason á Borg í Skötufirði. Ritsfj. 5) Þorsteinn trésmiður Asgeirsson var hróðir Ásgeirs heitins Ásgeirssonar kanpmanns, og fyrri 16 að föðurnafni. — Þau hjónin áttu einn dreng, sem var á fimmta ári, og var jörðin aðalseign. Nú var það einu sinni, meðan eg dvaldi hjá vini mínum, að hann og gestir hans, voru boðnir til____hólms. En áður vér leggðum af stað í heimboðið, skýrði vmur minn oss frá þvi, að eptir lát gamla barónsins, föður þess, er nú bjó á ... hólmi, hefði dóttir hans giptzt kapteini einum, B... að nafni, stakasta slarkara, sem misst hefði sýslan sína, og byggju þau hjónin nú í næsta kaupstað, og væri kapteinninn þegar langt á leið kom- inn, að sóa eignum þeirra, þó að fóðurarfur konunnar hefði verið all-mikið fé. Afi X... baróns hafði fengið búgarð þenna tekinn í aðalseigna tölu á átjándu öld, og gekk eignin síðan, að honum látnum, til Róberts, einka-sonar hans og erfingja. En Robert barón átti tvö börn á lífi, er hann dó, dótturina, sem íyr er nefnd, og Axel, sem var tveimur árum yngri. Á meðan Róbert gamli lifði, hafði Axel haft bú- garðinn til ábúðar, Og hélt honum enn; en nú hafði B ... kapteinn hanð lögsókn gegn honum, út af eignarheim- ildinni, og voru skoðanir manna mjög skiptar um það, hvort bona B... kapteins, eða Axel, væri rétthærra, að þvi er erfð aðalseignarinnar snerti. B... kapteinn hafði i höndum lögmætt, og vott- fast eptirrit af eignarheimildarskjalinu, og var þar meðal annars kveðið svo að orði: „Búgarður þessi, með því, sem honum fylgir. . . . skal vera eign frumborins, elzta erfingja, mannafmanni, og skal hann, eptir að hann hefur tekið við eigninni í 9 „Lestu þá!u „Guð hjálpi mór!u hrópaði agentinn, og spratt upp náfólur. „Leikhúsið brunnið, og fjöldi fólks brunn- inn inni“. Þetta er í sannleika voðalegt. „Og frá þessu frelsaði konan mín sáluga mig. Það var enginn draumur. Jeg skal ekkert leitast við að útskýra þetta; en hér eptir skal ekkert raska trú minni á fyrirburði, vitr- anir, eða hvað menn annars kalla það. Vera má, að ást framliðinna hafi meira vald yfir ýmsu hér á jörðu, en vér höfum hugmynd um“. Draumur eða vaka? Það var fyrir skömmu, að jeg var staddur i sam- kvæmi einu, þar sem tilrætt varð um andatrúna („spiri- tismeu), og barst þá samræðan einnig að ýmis konar brögðum og sjónhverfingum, er bragðarefir þeir hefðu i frammi, sem gerðu andasæringar að atvinnu sinni. Og þó að vér allir værum auðvitað ásáttir um það, að margt væri það til, milli himins og jarðar, er mann- legri skynsemi væri ofvaxið að skilja, fór því þó fjarri, að nokkur okkar væri trúaður á þessar kynlegu opinber- anir úr öðrum heimi, sem andatrúarmennirnir þykjast verða varir við. Meðal annars sagði einn gestanna, ungur rithöfund-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.