Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 4
12 ÞjÓÐVrLJINN' UNGI. VIII, 3.-4. þétt, eu rnjög þunglamalega, undir þyngsla- böggum erfiðis og áhyggju, og mega aldrei um frjálst böfuð strjúka, eins og þó klárarnir á gaddinum; þeir eiga engu betri daga í raun og veru; livortveggi eru gaddhestar lífsins. Fyr má nú vera. að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis; en að maður hafi aldrei tíma. til að þurka af sér svitann, og lita upp úr erfiðis pælunni, til að fá sér teig af hreinu og hress- andi lífslopti. Þegar allt er með felldu, er vinnan móðir auðæfa og velmegunar; en þegar sultur og seyra standa allajafna við dyrnar, albúin til að ganga inn í hreysið, þrátt fyrir allt þetta strit og stríð, þá hlýtur alloptast að verav að einhverju öf- ugt f'arið. Þess er ekki að dyljast, að fjöldi manna hér á landi lifir þessu lífi; bókstaflega svelta menn ekki að jafnaði; en þeir mega aldrei losa neitt um reiðinginn, ekki gefa sér tíma til að hugsa um nokkurn skapaðan hlut, nema askinn; annars er að vörmu spori ekkert til, að láta 1 hann. Það má ferðast svo um heil béruð bér á landi, að það heyri til undantekningar, að hitta verulega sjálfstæðan mann i efnalegu tilliti, mann, sem ekki þarf að spyrja neinn samferða- manna sinna, hvernig hann bindur bagga sina, og getur notið lifsins, sem skynsemi gæddri veru ber og sæmir. Allur tjöldinn verður sí- fellt að streytast við að hafa ofan i sig, og dug- ar þó á stundum ekki til. Það má kenna mörgu um þetta árangursiitla og hvíldarlausa strit fyrir tilverunni. Hendi næst er, að kenna landinu, sem vér búum á, um eymdarskapinn og baslið, enda er það ekki sparað af sumum; þá er og ekki ótítt, að láta það bitna á landstjórninni, hvað þjóðinni líði í raun og veru ílla, og hve aum og ósjálfstæð bún sé; svo er stjórnarfyrirkomulagið, verzlunin, og margt fleira, sem gripið er til, og látið vera orsök til alls konar báginda. Já, landið okkar, því hefur lengi vorið við- brugðið fyrir harðindin, gróðaleysið og gæða- skortinn. Það er bæði gömul og ný saga. A þessum síðustu, og líklega beztu tímum, eru að vísu einstöku menn á þjóðminningardögum, og við önnur hátíðleg tækifæri, farnir að sjá gull í bverri þfifu, og dalakút í hverju bai-ði; en þetta eru að eins spámannlegar sjónir einstöku andans manna. Fjöldinn hlustar með andakt á þá, meðan á hátíðabrigðunum stendur, en óðara en fólkið er komið úr sparifotunum, gleymir það þessum spádómum, og missir alla trú á þessu. Þúfurnar og móarnir kringum kofann eru ekki þesslegir, að þeir geymi gull og silfur. „Ekki fann hann faðir minn sæli það. og varla mun mér betur ganga“. Það er svo handhægt, að skella allri skuld- inni á guð og náttúruna; það er sjaldan krókur að koma við bjá þeim, þegar verið er að finna orsakirnar til bágindanna og örbyrgðarinnar; hitt er meiri krókur, að koma við hjá sjálfum sér, þegar svo stendur á. Það er t. a. m. mjög almennt, að kenna tíðarfarinu, vetrarliarðindun- um og vorhretunum um það, er fjöldi bnpen- ingsins fellur úr hor, þótt vitanlega sé ekki öðru um að kenna, en fyrirhyggjulausum hey- ásetning að haustinu, eða illri og óvandaðri hirðing fjárins. „Það er svo vondur jarðvegur { túninu mínu, að það sprettur aldrei“, heyrizt og tíðum; hins er ekki getið, þótt lítið eða ekkert sé borið á það ár eptir ár, illa unnið á því á vorin, og allar skepnur látnar ganga á því árið um í kring. Sömu áburðarlausu þúf- urnar eru lnmdar ár eptir ár, og vanþakkað það litla, sem af þeim fæst. Þetta dirfast menn að segja, þótt reynsla einstakra dugnaðarmanna hafi þegar margsann- að það, að f'á megi allt að kýrfóðri af töðu af dagsláttunni, sé jörðinni sómi sýndur, og vel með han a farið. Það er Ijótt af landsins börn- um. að lasta landið sitt, og það er einnig á- stæðulaust: landið okkar er gott land; það getur eflaust fætt margfalt fleiri menn og skepnur, en það nú gjörir. ef skynsemi og dugnaður tækju höndum saman, til að bæta það; erfiði kostar það að vísu, en það er ekki þetta árangurslitla matarstrit, sem svo margir eyða lífinu f. — Vér höfum nítt það niður í þúsund ár, svo að vér getum sannarlega ekki búizt við, að smér drjúpi hér fyrirhafnarlaust af hverjum þessara fáu kvista, er vór höfum eptir skilið á jörðunum okkar. En það launar vel hverja skynsamlega umbótatilraun; það hefur reynsl- an þegar sýnt. Landinu er því ekki um að kenna, þótt vér séum armir og ósjáll’stæðir. — En fólkið vantar örugga trú á landinu og kost- um þess, trú sem ræðst á allar gamlar vofur hjátrúar, hleypidóma og vanafestu,og nær nokkru af þeim dalakútum, er þær umliðnu aldir hafa falið í fylgsnum láðs og lagar, og fáir eptir skyggnzt. ---f—--------- Bæjarmál*. Bæjarstjórnarfundur var haldinn hér í kaup- staðnum 24. þ. m., og voru þar tekin til umræðu þessi málefni: I. Lagt var fram frumvarp til áœtlunar um tékjur og gjöld lmupstaðarins 1899, er fjárhags- nefnd bæjarins hafði samið, og frv. umræðulaust vísað til síðari umræðu, og er það svolátandi: kr. a. 1. Lausafjártíund 45 00 2. Tekjur af eign kaupstað- arins: kr. a. a. leiga af Eyrartúni . . 324 25 b. — - Seijalandstúni 220 00 c. tekjur af Stakkanesi 36 00 d. hagbeitartollur . . . 200 00 780 25 3. Grunnskattur: kr. a. a. af byggðri lóð . . . 420 00 b. - óbyggðri lóð ... 1300 00 1720 00 4. Endurborguð lán . . . 300 00 5. Hundaskattur 30 00 6. Tekjur af barnaskólanum: kr. a. a. skólapeningar .... 600 00 b. húsaleiga 50 00 650 00 7. tekjur af sjúkrahúsinu: kr. a. a. vextir af sjóði spítalans 70 00 b. styrkur af landssjóði . 400 00 c. borgun frá sjúklingijm 150 00 620 00 8. Ovissar tekjur .... 500 00 6. Væntanleg lántaka til vegagjörða 2000 00 10. I sjóði . 400 00 11. Jafnað niður 3219 75 kr. 10265 00 B, Gjöld. kr. a. 1. Til ómaga og þurfamanna: kr. a. a. til ómaga 630 00 b. — þurfamanna . . . 520 00 c. óviss útgjöld .... 250 00 1400 00 2. Argjald til prests . . . 500 00 3. Til barnaskólans: kr. a. a. laun kennara .... 900 00 b. til undirkennara . . 450 00 c. verðlaunabækur . . . 10 00 d. brunabótagjald og skattar 35 00 e. eldiviður og Ijós . . . 90 00 f. til viðhalds hússins 50 00 g. óviss gjöld 160 00 1695 00 4. Gjöld til sjúkrahússins: kr. a. a. laun spítalahaldara . . 200 00 b. vátrygging og skattar 100 00 c. viðhald á húsi og innan- stokksmunum 100 00 d. viðhald og aukning lækn- isverkfæra 100 00 o. laun gjaldkyra . . . 50 00 f. óviss útgjöld .... 70 00 620 00 5. Yfirsetukonulaun . . . 100 00 6. Til hrunamála: kr. a. a. til þess að slá upp nýj- um skúr fyrir slökkvitólin 125 00 b. önnur útgjöld .... 75 00 200 00 FJyt kr. 4515 00 *) Vegna hins mikla kaupandafjölda, sem „Þjóðv. ungi“ hefir hér í kaupstaðnum, mun hann framvegis minnast hins belzta, er gjörist á bœjarstjórnarfundum, enda þótt slíkt hafi vit- anlega minni þýðingu fyrir aðra. Fluttar kr. 4515 00 7. Til vegamála: kr. a. a. til snjómoksturs og sand- áburðar................... 125 00 b. til gatna . . . . . 450 00 c. — vega................ 2000 00 d. fyrir 2 götuluktir 120 kveiking og ljósmatur 30 150 00 e. til vatnsbóla .... 150 00 f. til fjallskilaogrefaeyðslu 50 00 g. til verkfærakaupa . . 25 00 2950 00 8. til gufubátsferða um Isafjarðardjúp 150 00 9. Renta og afborgun af lánum: kr. a. a. renta . 380 00 b. afborgun............... 700 00 pQ80 QO 10. Til bókasafnsins................... 100 00 11. Til bæjargjaldkyrans............... 200 00 12. Til fundahússins................... 100 00 13. Til skatta.......................... 20 00 14. Ti! löggæzlu: kr. a. a. laun lögregluþjóns . . 600 00 b. óviss útgjöld .... 50 00 ggg 00 15. Til óvissra útgjalda............... 500 00 kr. 10265 00 II. iMgt frarn erindi frá héraðslœkninum, við- víkjandi holdsveikum mönrtum, cg lét bæjarstjórn- in í Ijósi, að benni væri ekki kunnugt um, að neinir holdsveikir menn væru hér í kaupstaðnum. III. Lagt var frarn erindi frá nokkurum bœjar- húum, er óskuðu þess, að bæjarstjórnin keypti, og setti upp ljósker í nánd við rrús Kristjáns heitins Arngrímssonar, og buðust þeir til að leggja fram uppliæð nokkra 15 kr. 50 a. í því skyni. — Bæjarstjórnin frestaði að taka fulln- aðarályktun um beiðni þessa, unz siðari umræð- an um fjárhagsáætlanina færi fram; kom það og fram í umræðunum, að bæjarstjórnin hafði helzt hugsað sér, að !áta í þetta skipti nægja, að setja upp 2 ljósker, annað við bæjarþingstofu- húsið, en hitt í nánd við barnaskólahúsið, og stíga svo síðar stærra spor í „upplýsingar"-átt- ina, er bæjarbúar hefðu lært að meta gatna- lysinguna, enda var nú og orðið um seinan, að útvega götuluktir frá út-löndum. IV. Um skipun sótara. Erindi frá Kr. Dýr- fjörð, þar sem hann fer fram á, að verða skip- aður sótari fyrir kaupstaðinn, var frestað til næsta fundar, og fátœkranefndinni falið, að gera ýmsar eptirgrennslanir, viðvíkjandi dvöl beið- andans hér í kaupstaðnum. V. Beiðni frá húsmanni Kr. Bjarnasgni, er œskti 800—900 kr. styrks, til þess að kaupa sér húspart, var Bynjað. — Utan dagskrár voru ávisaðir ýmsir reikning- ar, og var þá um leið vakið máls á því af boej- arfulltrúa Jóni Brynjólfssyni o. fl., að ýms vinnulaun í bœjarins þarfir virtust vera óþarf- lega há, og eptirlit með verkamönnum afhálfu búfr. Sveins Arn/isonar, sem verkstjórn hafði haft fyrir bœinn. hefði eigi jafnan verið sem ákjósanlegast; en formaður veganefndarinnar. hoejarfulltrúi A. Sveinsson, taldi þó þœr aðfinn- ingar eigi alls kostar rökstuddar. ----X3&I---- Frá dögum forfeðranna*. Drukknan Þorstcins í Æð«y. Nú bjó í Æðey á ísafirði (1867) Þor- steinn, er almennast var kallaður Thor- steinsen, nafnkenndur maður, hinn ötulasti í livívetna, hafði opt áður við verzlun verið, og í utanförum, opt formaður til hákarlaveiða, og farnazt vel löngum hina fyrri vetur. — Þennan vetur hafði hann og fyr róið, en aflað lítið, er all-sjaldan hafði til borið. Þorsteinn reri áttæringi stórum, og hafði jafnan 8 háseta, og var sjálfur sá níundi. — Það var nú þriðjudag 6. des., að veð- ur var hæglátt um morguninn, og sendi Þorsteinn þá eptir tveimur hásetum sin- um vestur í Ögursveit; var annar þeirra Olafur Jóhannesson á Blámýrum, tvítug- ur að aldri, þriggja álna hár, að sagt er, *) Frásögni.n eptir Gísla heitinn Konráðsson.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.