Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 6
14 Þjóðvxljinn tjngi. 3.—4. VIII, ur skutlari Ghiðmundsson frá Auðkúlu í Arnarfirði, fyrri maður Guðbjargar i Ar- múla, Þorláksdóttur, prests á Snæfjöllum, er síðar átti Markús Jónsson, bróður Ein- ars í Ogri, 7. Bjarni, son Jóns bónda á Bæjum á Snæfjallaströnd, einn afafkom- endum Jóns læknis Einarssonar; 8. var Arni, samfeðra við Bjarna; en móðir Arna var Sigriður, kölluð „bolleQzkaU6, ogbar það til þess, að þegar hollenzkir duggar- ar komu á Bolungarvík, var Sigríður þessi þeim fylgispök, og greiðvikin, og græddist henni bæði fé, og börn; en is- lenzkir urðu þó feður að börnum hennar; en þeir Bjarni og Arni voru vinnumenn Rósinkars Arnasonar, Jónssonar sýslu- manns yngra Arnórssonar; en þeir Jón, Þorsteinn, Finnbogi og Sæmundur, voru vinnumenn Þorsteins formannns. I»orst«inn týnist í leg-unni. Með þessa háseta, er nú voru taldir, reri Þorsteinn heiman úr Æðey á áliðn- um degi 6. des., fremur vana vel útbú- inn; segja menn, að hann hefði peninga á sér, 18 specíur; var það og vani hans, að hafa gjald nokkurt með sér, ef hleypa þyrfti, því maður var hann örlyndur; það hafa og sumir sagt, að úr legu þessari hyggði hann að fara lengra, ef svo skip- aðist. — Gísli fór og á sexæringnum; maður Anikku heitinnar, er síðar átti Sölfa hafnsögpimann Thorsteinsen. Ritstj. ®) Sigríður „hollenzka11 gjörðist síðar pró- ventukona hjá. Gunnari alþm. Halldórssyni í Skálavík, og er talið, að Gunnar haíi íengið með henni fé nokkurt, og andaðist hún þar í góðri elli. Ritstj. höfðu þeir hægan byr út með ströndinni, lentu á Sandeyri, og voru þar litla hríð, sigldu svo út Djúpið. — Þá sagði Gísli svo frá, að hann hefði verið nokkuð á undan; sigldi hann, til þess er hann var kominn á svo kölluð Sund; er það mjög langt undan landi; þar fellir hann, býr sig til að leggjast, og rennir þar stjóra; kemur Þorsteinn þar að siglandi; kallar þá einhver af skipi hans, og spyr, hvort Grísli vildi eigi fara lengra, og að eigi myndi fást hér mikill hákarl! Greindi þá mjög á háseta Gfísla, hver kallað hefði; sögðu sumir, að Þorsteinn sjálfur verið hefði; en aðrir sögðu annan kallað hafa, og vita menn ekki, hverjir sannara höfðu að máli. — Þorsteinn sigldi áfram, og til hafs, og vita menn ekki til hans með fullum sanni síðan; en sagt er, að Gísli hafi svarað, er til hans var kallað, að nógu langt þætti sér komið í því útliti; lá hann til þess, er mjög var liðin nótt, og var litið um hákarl, en veðrið versn- aði óðum, hvessti landnorðan, og gekk að með hríð; þótti Gisla þá ekki vært lengur, leysti, og sigldi á stað til lands; en skipið gott, og menn ötulir; sögðu þeir veðrið ærið hart, og myndi enn harðara, því lengra sem frá landi var, og svarta hríð myndi þar komin strax um nóttina. — Komst Gísli, er Lítt var bjart, undir Grænuhlíð; var þá veðrið að herða, svo að ekki fengu þeir siglt, nema með öðru seglinu rifuðu, og fokku, allt þar til þeir voru komnir fyrir Jökulfirði; þá skellti á ófæru veðri, með stórsjóum; þó hélt Gísli áfram, þar til komið var undir Bjarnarnúp; þá brotnaði stýrið; voru þá engin önnur úrræði, en renna undan sjó og veðri á árum yfir Djúpið, og komust þeir á Skutulsíjörð, og í kaup- staðinn komu þeir um miðjan dag; var þá komin ófæra mikil af sjóveðri, og stórhríð, með snjókomu svo, að i minn- um er haft þar nyrðra. — Þennan sama dag, er Æðeyingar reru í leguna, reru mörg skip úr Dýrafirði; en öll sigldu þau um nóttina, og fengu land tekið. — Þorsteinn var sonur Þorsteins prests í Gufudal; áttí hann Hildi, dóttur Guð- mundar Scheving’s agents, og voru börn þeirra: Guðmundur Sclieving, Davíð Schev- ing, Þorsteinn, og Soffia elzt7. Sagnir eru enn með sumum, að nokkr- ir af mönnum þessum hafi haft grun á því, að þeir myndu farast; það er eitt með öðru sagt, að haustið áður var Þor- steinn í stofu með mönnum sínum, og hásetum, og veitti þeim púns; flaut átt- æringurinn þá á höfninni, andspænis móti stofu-gluggunum; horfði Þorsteinn sjálfur út um gluggann, og mælti: „Fallegur er áttahringurinn minn". — Þorsteinn Arason svaraði: „Satt er það, 7) Börn Þorsteins, sern að ofan eru nefnd^ eru enn öll á lífi: Guðmundur Scheving, kaup- maður á Bíldudal, Davíð, héraðslæknir í Stykk- ishólmi, Þorsteinn, kaupmaður í Reykjavík, og Soffia, kona JRichters factors í Stykkishólmi. — Launson átti og Þorsteinn sálugi: Pétur J. Thorstdnson, verzlunareiganda 4 Bíldudal og Vatneyri. Ritstj. 10 ur, með töluverðum gáska, írá andasýning einni, er hann hafði ný skeð verið viðstaddur. — Sagði hann, að á sýn- ingu þeirri hefði hans hátign Alexander mikli vitr- azt áheyrendunum, og talað þar alveg óbjagaða fjónsku, og meira að segja dregið jaín afkáralega seiminn, eins og hver annar óvalinn drengur frá Svendborg! En seinna um kvöldið, er samkvæminu var lokið, og hver fór heim til sín, hittist svo á, að eg fylgdist með gömlum presti, sem setið hafði steinþegjandi, meðan tilrætt varð um andana, þó að hann annars væri vanur, að hafa munninn fyrir neðan nofið, sem maður segir. Gengum við nú þegjandi stundarkorn, hvor við hliðina á öðrum, og smeigði hann þá allt i einu hend- inni undir handlegginn á mér, og mælti: „Þér megið eigi ætla, að jeg sé andatrúarmaður, i þess orðs vanalegu merkingu, þó jeg eigi bágt með að fella mig við það, að gert sé gabb að því, sem skilningi manna er ofvaxið. — Jeg hefi sjálfur einu sinni orðið nokkurs var, sem jeg ekki gat gert mér grein fyrir, hvern- ig á stæði. Á jeg að segja yður frá þvi?“ Jeg tók því þakksamlega, og lióf þá gamli prest- urinn frásögn sina á þessa leið: „Jeg var fyrir nokkrum árum prestur við stærsta sjúkrahúsið hérna í bfænum, og gokk þá um tíma dag- lega til konu einnar, er flutt hafði verið á sjúkrahúsið, og lá þar fyrir dauðanum. Hún var gipt óðalsbónda á Mið-Sjálandi, og hafði lifað í sælli sambúð með honum. og börnunum þeirra fimm. En þegar hún veiktist, o. rikindin fóru versnandi, hafði héraðslæbnirinn lagt það til, að hún flytti sig á 15 „Spyrjið prófastinn; hann getur sagt yður, við hvað jeg á“, svaraði læknirinn. „Hafið þið séð anda, má ske báðir í senn, þá hlýt- ur að vera gaman, að heyra sagt frá þvi“, sagði fríherra E ..., „og megið þið því til að láta að ósk vorri“. Og þegar nú greifafrú P ..., sem var fegurðin sjálf, lagðist á eitt með hinum, fékk læknirinn eigi lengur staðizt, en vék orðum sínum að M .. . prófasti, og mælti: „Hvað lízt þér, gamli kunningi?u „Já, hvað skal segja?a anzaði M...; „en við erum hér öll með heilbrigðri skynsemi, og ef vinur minn H ... vill segja frá hinum merkilega hm! hm! •— ja, mér lízt, að þú seðjir forvitni þeirrau. „Jæja þá“, anzaði læknirinn „gefið þá gott hljóða;: og hóf hann síðan frásögu sína á þessa leið: „Það var fyrir mörgum árum, að jeg, sem þá var vel metinn læknir i S ..., brá mér til eins vinar mins, er eg hafði kynnzt á námsárunum, til þess að sitja þar í góðu yfirlæti eina af stórhátíðum ársins. Sveitin sú, sem vinur minn bjó í, var ljómandi fögur, og lágu margir stórir búgarðar þar í grenndinni. Það var óefað, að búgarðurinn . .. hólmur var þar stærsta og fegursta jörðin, og vona eg, að þið afsakið, þó að eg i frásögu minni nefni ekki jarðir, eða annað, með sínum réttu nöfnum, því að þess gjörist í rauninni eklii þörf“. Áheyrendurnir hneigðu sig, til samþykkis, og hélt læknirinn þá þannig áfram sögu sinni: „Á höfðingjasetri þessu bjó X ... barón. — Hann var maður kvongaður, og hét kona hans L o v í s a H ...

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.