Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1898, Blaðsíða 8
16 Þjóðvlljinn ungi. skeljuntim, og senda hann í tunnum hingað norð- ur, þar sem auðgefið er, að fá hér fyrir hann góða borgun, enda margreynt, að skelfiskur er engu óheitnari, þótt gamall og úldinn sé. AtTÍrmuskoríur hefur verið óvanalega mikill hér í kaupstaðnum i sumar, og stafar það bœði af því, að þilskipaafli hefur verið mjög rír, og síl darafli brugðizt gjörsamlega, og svo af hinu, hve vœtusamt sumarið hefur yfirleitt. verið. Ekki er því og bót mœlandi, hve sára úr- rœðalitlir og fyrirhyggjulausir ýmsir kaupstað- arbúar hafa verið, sem hafa hangið hér allan gagnstímann, og boríð má ske úr býtum 3—4 vikna vinnu alls, og sumir minna, en haldið að sér höndum hina dagana. Slikt ráðleysis háttalag er litt fyrirgefanlegt mönnum, sem íjölskyldu eiga forsorgun að veita, og standa nú fyrir bragðið allslausir undir vet- urinn. ý Aðfaranóttina 23. þ. m. 'andaðist hér í bœnum sóma- og merkis-konan Halldóra Hall- dórsdóttir, 54 ára að aldri, kona Kristjáns hús- manns Magnússonar, fyrrum bónda í Tungu í Skutulsfirði. — Halldóra heitin var ein af yngri börnum merkishjónanna Halldórs bónda Bjarna- sonar á Gili í Bolungarvík og Margrétar Hall- dórsdóttur, Pálssonar frá Arnardal. — Hún var kona skynsöm, stillt og vönduð í dagfari, er hvervetna kom fram til góðs, þar sem hennar verkahringur náði til, svo að telja má að henni mikinn mannskaða. — Með manni sínum eign- aðist hún alls 7 börn, og eru að eins tvœr upp- komnar dœtur á iífi: Sigríður og Halldóra. :— Þau bjón bjuggu allan sinn búskap að Tungu 1 Skutulsfirði, unz þau fyrir nokkrum árum létu af búskap, og fluttu hingað til Isafjarðar. Sparisjóðurinn hér á Isafirði skipti siðastl. vor um einn stjórnanda sinn, þar sem snikkari Jón Jónsson, sem verið hefur einn af stjórnend- um sjóðsins i frek' 20 ár, skoraðist nú undan endurkosningu, svo að kosinn var í hans stað factor Jón Laxdal, maður alls óreyndur og ó- kenndur, nema sem litt vinsœli verzlunarmaður, ný kominn hingað til kaupstaðarins. Sitja nú í stjórn sjóðsins, auk héraðslœknis Þorv. Jónssonar, sem verið hefur aðal-stjórnandi og aðal-reipi sjóðsins frá byrjun, tveir verzlun- arstjórar hér í kaupstaðnum, og má það þykja miðvr vel ráðið, þar sem hœtt er við, að staða þeirra, og þarfir verzlunarviðskiptamannanna, geti opt ósjálfrátt haft áhrif á atkvœði þeirra, sem sparisjóðsstjórnenda. Fiogið hefur það og fyrir, að sparisjóðurinn hafi í seiniú tíð lánað út all-mikið fé gegn sjálf- skuldarábyrgðum, og þá ekki œtíð verið svo vandur að vali slíkra ábyrgðarmanna, sem hyggileg fjárstjórn, og gott álit sjóðsins, virðist að sjálfsögðu útheimta, og gœtum vér nefnt þessa dœmi, ef þurfa þœtti. En vonandi er, að stjórn sjóðsins sjái sér þó skylt, að fara hœfilega varlega, hvað slík lán snertir, eins og hag almennings og árferði nú er komið, og að hún geti, hvenœr sem vill, frið- að almenningsálitið í því efni, því að nái van- traustið að vakna og þróast, gœti sögu sjóðsins verið lokið, fyr en varir, og það vœri héraði voru mikiil skaði. Hr. Kolipeiiui hreppstjóri Jakobsson, einn af mestu aflamönnum við Djúp, hefur fyrir nokkru fundið upp verkfœri og aðferð til þess, að „taka skelfisk á floti“, án þess að hafa spil í landi, og kvað sú aðferð vera mun hagfeiidari og kostn- aðarmínni, en aðferð sú, er áður var notuð. — Yœri ceskilegt, að hr. Kolbeinn Jakobsson rit- aði um þetta nokkur orð hér f blaðinu, almenn- ingi til leiðbeiningar. Ekki lítur út fyrir, að fisklaust sé hér í Djúpinu um þessar mundir, þó að litið berist á land, því að ný skeð fékk bátur úr Ögurvík, er reri með skelfisksbeitu, á 6. hundrað einn dag- inn, mest reyndar ísu, en þó um hundrað af þorski. Afli hákarlaveiðaskipanna, er gengið hafa i sumar frá Flateyri og Þingeyri, hefur orðið þessi: tn. lifrar „Lovisa“, skipstj .Kjartan Rósenkranzson 866 .. „Grettir“,----Páll Bósenkranzson . 631 „Sigriður11, —— Helgi Andrésson. um 560 „Guðný"----------Eyj. Bjarnason . um 320 Þrjú fyrst nefndu skipin, er gengið hafa frá Flateyri, eru eign Á. Asgeirssonar verzlun- VIII, 3.-4. ar, en „Guðný“ eign nokkurra manna í Dýra- firði. 5 daga ratn og hrauð. Hásetinn Einar Sí- vertsen á fiskiskipinu „ Racilia“ hefur ný skeð verið dœmdur lrér í héraði í ofan nefnda hegn- ingu fyrir að hafa strokið úr skiprúmi, eptir að hann hafði fengið meira kaup fyrirfram greitt, en hann hafði unnið fyrir. íslenzkt smjör, vel vandað og billegt, fæat hjá undirrituðum, og sömu- leiðis hjá hr. snikkara J. Jóakimssyni á Isafirði, sem hefir útsölu á því min vegna. Smjörið er að eins selt móti pening- um eður ávisun inn í Hnífsdalsdeild. Hnífsdal 27. sept. 1898. Karl Olgeirsson. •T eg undirrituð tek að mér saumaskap, og stúlkur til að kenna næstkomandi vetur. Sömuleiðis í kost þær, sem þess óska. Líka hef jeg til sölu grátt vaðmál, einkar gott í karlmannsfatnað. ísafirði 9. sept. 1898. Grróa Ax’nórsd-óttix*- I >a n n. Við undirritaðir gjörum kunnugt, að við bönnum hér með einum og sérhverj- um að troða land okkar, jörðina Horn á Homströndum, til þess að sækja egg, eður fugl, i Hornbjarg, nema hver siga- maður láti til okkar hlut af festi, hvort sem í marga eður fáa staði er að skipta. Horni 25. sept. 1898. Stígur Stígsson. Elías Einarsson. PRENTSMIÐJA þjóðvil.tans unga 12 Hurðin var í hálfa gátt, er jeg barði að dyrum, og gekk inn, til þess að' grennslast eptir líðan hennar. Brá mér eigi lítið við, er hún heilsaði mér með glaðlegu brosi, og var svo hýr í augunum, að ljóma bar af. „Prestur minn! Þér vitið eigi, hve guð hefir verið mér góður i nóttu,.r,:ávarpaði hún mig. „Mig dreymdi svo inndælan draum! Jeg þóttist orðin svo líkama létt, að jeg gat liðið alla leið heim til mín. Jeg gekk þar inn mjög hugsjúk og kvíðin fyrir þvi, hvernig þar myndi umhorfs, er jeg væri hvergi nærri; en svo hughreystist jeg brátt, því húsið var allt i beztu reglu. — Maðurinn minn, og börnin mín, lágu í vel uppbúnum rúmum í værasta svefni, og gekk jeg frá einu rúminu til annars, og athugaði allt sem vand- legast. — Einnig skoðaði jeg kýrnar i fjósinu, og kornið i hlöðunum, og benti allt á blessun drottins; og guði sé lof, að nú get eg dáið róleg, er eg veit, að ástvinum mínum líður velu. Um leið og hún mælti þetta krosslagði hún hend- urnar, og þakklætistárin runnu niður kinnar hennar, þeg- ar hún kvaddi mig. Nokkrum kl.stundum síðar átti jeg leið fram hjá járnbrautarstöðinni, og var þá morgunlestin rétt að koma. Earþegarnir þyrptust út, og var óðalsbóndinn frá Mið-Sjálandi einn meðal þeirra; kom hann auga á mig, flýtti sér til mín, og mælti: „Er ekki svo, prestur minn, að jeg komi of seint? konan mín er vist dáinu, kallaði hann. „Nei; hvernig dettur yður slíkt í hug? Jeg talaði sjálfur við hana snemma í morgun, og leið henni þá ein- mitt óvanalega vel“, svaraði jeg. 13 „íteynið fyrir enga muni að blekkja migu, anzaði hann, „þvi eg veit, hvað skeð . er. -— Jeg vaknaði, og sá hana i nótt í svefnherberginu minu, ganga frá rúmi til rúms, og hún laut ofan að börnunum. — Það var enginn draumur, heldur hún sjálf. Hún var lengi i her- berginu, og það var fyrst þegar jeg settist upp, og nefndi hana á nafn, að hún leið burtu. Hún kom, til þess að kveðja okkur — hún er dáinu. „Yið skulum ganga til hennaru, sagði eg hálf-kyn- lega snortinn. „Yið hröðuðum okkur nú til spítalans, sem mest við máttum; en þegar við komum að rúminu hennar, lá hún þar örend, og djúpur dauðans friður hvíldi yfir á- sjónu hennar; og þá fyrst sagði eg inanni hennar frá þvi,. hve sætir hinir síðustu tímar hennar hefðu veriðu. Svo lauk gamli piresturinn sögu sinni, og vorum við nú komnir að dyrunum á gistihúsinu, sem hann bjó í, meðan hann dvaldi í bænum. Hann rétti mér þá hendina að skilnaði, og mæltú „Getið þér nú greitt úr því, hvort þessi sanni viðburður var undarlegt samræmi tveggja drauma, eða verulegleiki; var það draumur eða vaka?“ Já, hvað var það? Óðalsbréfiö. Fagra, hraðskreiða gufuskipið „Gauthjodu var Ivjól- skip um þær mundir, og þótti því all-stöðugt í hafsjóum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.