Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 2
26 Þjóðvtljinn ungi. VIII, 7.-8. '•.v.-'-y v ,'v iv, i að hafha einum nýtasta þingmanninum, af þvi að liann var á móti „áhugamálinu“ hennar, skyldi nú halda dauðahaldi í miklu miður nýtari þingmenn, þótt þeir hafi gert henni alveg sama óleikinn, sem Hállgrími biskupi Sveinssyni var að sök gefinn. Slik aðferð væri svo ósamkvæmnisleg, og svo óhyggileg, af stjórninni, að annað eins er henni naumast ætlandi að ó- reyndu. Henni getur þá ekki verið það al- vara, eða „áhugamál“, að fá stjórnar- skrárbreytingunni framgengt, ef hún i sömu andránni, gerir tilraun til þess, að sporna á móti, að svo megi verða. En eptir því dæmafáa sleifaralagi, sem stjórnin hefur sýnt í stjórnarskrármálinu, siðan í fyrra, þá er þó sízt fortakandi, að til þessa geti komið. Hún hefir t. d. — auk alls annars aðgjörðaleysis — sýnt það sálarþrek, sem engin önnur stjórn i viðri veröld, er „á- hugamál“ á sér, myndi sýnt hafa, að taka góðmótlega við „nefinu“, sem lands- höfðingi rótti henni i fyrra. Hver önnur stjórn hefði vafalaust, eptirþá frammistöðu, — eins og landshöfð- inginn líka óttaðist svo mjög, að svefns var honum varnað —, gefið honum passann. En danska stjórnin — með allan sinn ómetanlega „áhuga“ á bakinu —, notar hann sem fulltrúa sinn eptir, sem áður, — situr og stássar með „nefið“. Og því þá ekki einnig, að lofa hr. Hjaltalín og Sveinbjörnsson að leika laus- um hala? Skipi stjórnin öll konungkjörnu þing- sætin í efri deild andstæðingum sínum, þá getur hún óefað fengið enn fleiri „nefin!“ Og þar sem menn safna frimerkjuin, og ýmsum öðrúm eigulegum munum, hví skyldi þá ekki ráðherrann eins geta fundið upp á þvi, að safna sér t. d. „löngum nefum?“ Núir vitar. Eitt af þeim málum, sem vér Islend- ingar höfum til þessa gefið of lítinn gaum, eru vitabyggingarnar. Ymsir sæfarendur, sem leið eiga til Islands á þeim tímum ársins, sem nóttin er dimm, kvarta opt sáran undan því, hve litið vér Islendingar gerum fyrir siglingarnar, í samanburði við það, sem gert er i öðrum löndum. Auðvitað er þess eigi að vænta, að vér getum i þeim efnum jafnazt við auð- ugri þjóðir, eða kippt vitamálum vorurn í fljótu bragði i það horf, sem þau með tíð og tima þurfa að komast í. Vér verðum í því, sem fleiru, að láta oss nægja, að fika oss smám saman á- frarn Ef vér t. d. gerðum oss að reglu, að byggja fyrst um sinn einn vita á ári, þar sem þörfin er mest í hvert skiptið, myndi oss brátt þoka töluvert áfram. Landssjóður hefir nú þegar í mörg ár haft all-miklar tekjur af vitagjaldi, svo að tírtii er nú til kominn, að eitt- hvað meira só gert fyrir siglingarnar, en að undan förnu. Það er annað en gaman að vera i förum umhverfis strendur landsins á vetrum, opt i dimmviðrishriðum, og má óhætt fullyrða, að mörgu skipinu hefir hlekkzt á, og margt mannslifið tapazt, einmitt vegna vitaleysisins. Siglingar til landsins frá útlöndum fara og vaxandi ár frá ári, og þilskipa- stó!l landsmanna, er til fiskiveiða gengur, fer vaxandi. Þörfin er því svo brýn, og öllum svo auðsæ, að ekki þarf um það atriði orð- um að eyða. En þar sem þörfin á vitum er svo víða, en féð af skornum skammti, þá er hætt við, að ágreiningur geti um það orðið, hvar helzt skuli byrja, og hvað heldur megi biða. Næst teljum vér liggja, að veita á næstu fjárlögum fé til vitabygginga á Yestfjörðum og á Austfjörðum, því að þangað munu vetrarsiglingar tiðari, eins og nú stendur, en til annara hluta landsins. Danskur maður, Brinck að nafni, rann- sakaði i sumar vitastæði á Austfjörðum, og taldi heppilegast vitastæði á Seley i Reyðarfirði: jafnframt rannsakaði hann og, að undirlagi bæjarstjórnarinnar á Isa- firði, vitastæði að Arnarnesi við Skutuls- fjörð, og taldi vitastæði þar ágætt, með því að viti sá myndi eigi að eins leið- beina sæfarendum inn Isafjarðardjúp, heldur myndi hann og lýsa út fyrir Stigahlíð og Rit, og þannig verða þeim skipum að gagni,jer fara vestur og norður um land. Hér við má og bæta því, að viti að Arnarnesi myndi verða opnum bátum, er fiskiveiðar stunda að nóttu á Djúpinu, til ómetanlegs gagns. Það er því vonandi, að nægilegt fó verði veitt á næstu fjárlögum til vita- byggingar að Arnarnesi, og að þingið að öðru leyti hrindi vitamálum landsins svo fljótt í viðunanlegt horf, sem föng eru á. -----ooojgooo------ Kalt ijós. Ljós það, sem nú er aimennt brúkað; verður að líkindum eigi notað til lang- frama úr þessu, þar sem efnafræðingurinn Tesla hefir nú njr skeð fundið upp kalt ljós, sem reynast mun miklu handkægra, enda heflr þegar verið stofnað hlutafélag í Bandaríkjunum, með 36 milj. króna hðfuðstól, er ætlar sór að koma uppfundningu þessari í framkvæmd. Arileiðsluskrá ©ladstone’s sáluga sýnir, að hann hefir að eins látið eptir sig rúma eina milj. króna, og hefir hann því eigi mátt ríkur kallast, eptir því sem talið er á Bretlandi. Bismarck heitinn liefir aptur á móti verið ríkari af þessa heims fjársjóðum, því að eptir- látnar reitur hans lcvað hafa numið alls um 27 milj. króna. Dýr skothríð. 11.200 kr. kostar hvert skot úr stærstu fallhyssunum nú á dögum, og þar sem Sampsan, flotaforingi Bandamanna, hafði 10. júní siðastl., í ófriðinum gegn Spánverjum; skotið 1800 slíkum skotum, þá höfðu þau skotin kostað alls um 20 milj. króna, og skaut hann þó mörgum skotum eptir það, áður ófriðinum Jyki. Hjartað slær 10 sinnum sjaldnar á mínút- unni, þegar menn liggja, en þegar menn standa. Dr. Cíeorg Brandes, fagurfræðingurinn danslti, gaf í sumar út safn af' ljóðmælum, er liann orti á uppvaxtarárunum, og heitir ljóðasafnið: „Ungdomsvers". ý 28. maí síðastl. andaðist ameríski hlaða- maðurinn og skáldsagnahöfundurinn Edrcartl Bellamy, 48 ára að aldri. — Fyrir 8—9 árum var nafn hans á livers manns vörum, því að hók lians: „Looking hackward", sem þýddvar á fjölda tungumála, vakti afar-mikla eptirtekt. — Rit þetta er einkar-fjörug og smeliin lýsing á þvi, hvernig umhorfs Verði í heiminum árið 200, þegar kenningar jafnaðarmanna séu orðnar drottnandi alls staðar í daglegu lífi manna, og framfarirnar í heiminum orðnar margfallt meiri, en nú. Frá eyjunni Cuba fluttist, áður en óf'riður- inn hófst þar, rúmlega ý,, hluti af' öllu því tóbaki, sem eytt er í heiminum. Nýfundin pláncta. Stjörnufræðingar á „Uranfu“-stjörnuturninum í Berlín fundu 13. ágúst síðastl. plánetu eina, sem menn áður vissu eigi af, og heyrir hún þó til sólkerfi voru- — Pláneta þossi fer umhverfis sól vora, og kemur með köflum svo nærri jörð vorri, að fjar- lægðin verður að eins 3 milj. mílna. — Ná- granna-linöttur vor Marz kemst aptur á móti aldrei nær jörðu, en 7'/, milj. mílna. Korea. Svo er að sjá, sem Korea-ríkið muni nú bráðlega fara að taka nolckurum stakka- skiptum. og menningin fari að ryðja sér þar braut, þar sem konungur hefir nú ný slceð mælt svo fyrir, að fá skuli ýmsa verkfræðinga frá Ameríku, til þess að mæla út brúar- og vega-stæði m. m. — Ófarirnar gegn Japans- mönnum, og vaxandi viðkynning við útlönd, sýnist því hafa leitt til þess, að Asíu-þjóð þessi f'æri ögn að rumska. Bisniarek haf'ði í lif'anda lífi selt forlagsrétt- inn að minnisblöðum sínum fyrir 1 milj. rígs- mörk, og mælt svo fyrir, að þau yrðu gefin út á Englandi, með jiví að hann óttaðist, að ein- hverjar tálmanir kynnu ef til vill að verða gjörðar, ef þau yrðu prentuö á Þýzkalandi, þar sem vera má, að Vilhjálmi keisara f'alJi sumt í þeim eigi sem bezt í geð. — Yilhjálmur þýzkalandskeisari er þessa dag- ana að ferðast á Gyðingalandi, og var áformað, að hann héldi hátíðlega innreið i Jerúsalem í fyrradag iý9. okt.) „Petroklastít“ nef'nist nýtt sprengiefni, sem ný skeð er fundið upp í Austurriki. j- 8. ágúst. síðastl. andaðist skáldsagnahöf- undurinn Oeorg Kbers, 61 árs að aldri. — Hann var til skamms tíma háskólakennari í Leipzig, og hefir ritað fjölda frægra skáldsagna, og er efni flestra þeirra tekið úr f'ornaldarsögu Egypta. Dýrt málverk. Fyrir 63 þús. króna hefir málverkasafn Breta í Lundúnum ný skeð keypt kvennmannsmynd eina, er enski málarinn Gewg Iiomney málaði árið 1789. Horfellislögin. Það lítur út íýrir, að nýju horfellis- lögin, sem nú koma til framkvæmdar í liaust, muni ekki vera kærkominn gestur hjá bændum og búmönnum á Islandi. Það sem minnzt hefir verið á lög þessi, hefir verið til að níða þau niður fyrir allar hellur, og úthúða þingmenn fyrir samning þeirra.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.