Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 6
30 Þjóöviljinnt ungj. VIII, 7.-8. Jónssonar frá Gjörfudal í ísafirði, og Guðrúnar Ólafsdóttur, Jónssonar á Skjaldfónn. ■— Sigur- geir heitinn var efnispiltur, og mannsefni gott, að eins 22 ára að aldri. Skn. „Terpsichore11, 90,89 smálestir. lagði af Stað héðan 28. þ. m., fermd um 875 sk4L af smáfiski og isu frá verzlun Leonh. Tang’s á ísafirði. Hr. Hólmgeir Jensson, amtsdýralæknir að Vöðlum í Önuadarfirði, hefir í haust fengið hráðasóttarhóluefni frá útlöndum, og lagði af stað frá Önundarfirði 26. þ. m. með strandhátn- um „Skálholti" í hólusetningarferð. — Varferð hans fyrst heitið til Ólafsdals, og þaðan ætlaði hann svo að ferðast um Dala- og Snæfsllsnes- sýslur, til að hólusetja sauðfó gegn hráðafári, og ef til vill um fleiri sj'slur amtsins, meðan hóluefni eigi þrýtur. Blað þetta mun síðar flytja skýrslu um bólu- setningar amtsdýralæknisins. Strandbáturinn „Skálholt" kom hingað að norðan 25. þ. m., hafði tafizt af norðanhretinu, og einnig orðið að hafa viðdvöl all-langa á Borðeyri, þar sem háturinn tók um 1200 tn. af saltkjöti hjá kaupmanni Rich. Riis. — Með hátn- um var fjöldi farþegja, mest sjómenn, er setla að róa hér við Djúp i vetur. — Richard kaup- maður Riit á Borðeyri var og með hátnum, á ferð til útlanda, llanncs Magnússon, fyrrum settur póstmeistari, o. fl. Aflahrbgð voru ali-viðunanieg við Út-Djúpið á undan norðanhretinu, þegar síld fékkst. — Bolvíkingar áttu margir síldarnet sín i sjó í norðanveðrinuj og kvað hafa tapazt þar 10—20 net, og er það all-tilfinnanlegur skaði, ofan á annan kostnað, sem útveginum fylgir. — Vel kvað hafa verið um sild í net þau, sem náðust eptir garðinn, enda um 900 hafsildir í einu netrifriidinu. — í Hnífsdal og Inn-Djúpinu hefir aptur á móti verið minna um síld. Bindindisfélagið „Dagshrún'' hélt af* mælishátíð sína í hindindishúsinu hér í kaup* staðnum 22. þ. m. — Voru þar nokkurarræður fluttar, en síðan dansað og spilað fram á nótt með góðri skemmtan. Goodtemplarstúkan „Nanna", sem stofnuð var hér í kaupstaðnum í þ. m. hefir þegar fengið 85 meðlimi, og er það all-góð hyrjun, ef fram- haldið og iithaldið verður að því skapi. Nýr söðlasmiður hefir sett sig niður hér í bænum, og get- ur þvi almenningur fengið hjá honum allt, sem til heyrir reiðskap, með svo góðum kjörum, sem unnt er. Yinnustofa mín er í húsi Guðjóns L. Jónssonar á Isafirði. ísafirði 28. okt. 1898. Jóhann E. Þorsteinsson, (söðlasmiður). Með síðustu ferðum gufu- skipanna hefi jeg fengið miklar birgðir af alls konar vörum, sem jeg nú sel með mjög lágu verði: ítio- kaffiy beztu sort, á 55 aura pundið. Java-kaffi' á 65 a. pd. Brennivin, ef það er keypt á annað borð, á 55 aura fl. Cognac á 2 kr. fi., og önnur vínföng með lágu verði; einn- ig bitter. Þá er eptir álnavaran fyrir kvenn- fólkið, sem þekkir og veit, hvernig min álnavara er. A kjóla og svuntutauum gef jeg 25°/0 afslátt. Kvennfólkið ætti að nota þetta- tæki- færi, meðan timinn er. ísafirði 25. okt. 1898. I. i. írnason. Iverzluninni í læknisgötu á ísafirði, fæst nú, auk ann- ars: JS»kákborð Skákmenn Kotrutöíl Domínotöfl. Harmonikur Munnhörpur Borðklukkur ommóðu- og skráar-skilti Járnskautar Þvottabretti Brauðhnífar Hamrar Klíputangir Sporjárn Nafrar T^l olakörfur Kolaskúffur Sorpspaðar Steikarapönnur Eplaskífupönnur Kökumót ISLlossar (fyrir börn og fullorðna) Hestskónaglar Hestajárn jjOátasaumur {Pjf’, 2", 21/.,", 3" og 4") Bandprjónar Ýmiskonar skrúfur KoöortahöldTir JVdjólkurfötur (2, 3, 4, 5 potta) Ullarkambar Trésleifar Bakkar Galv. vatnsfötur 34 I sömu svipan sáum við og, að Johnsson fór með tvær ljósaðar kertapípur inn til hans. Vór flýttum oss nú inn til hans, og brá oss þá eigi lítið, er baróninn mælti: „Er þetta ekki dásamlegt, góðirbræður? Það rann ögn í brjóstið á mór, og dreymdi mig þá, að elskan mín, hún Lovísa, sýndi mér, hvernig eg ætti að opna leyni- hólf eitt þarna i þilinu, þar sem eignarheimildarskjalið væri geymt. Og meðan jeg var í svefnrofunum hlýt eg að liafa opnað leynihólfið, því að hóma er bréfið! Er þetta ekki dásamlegt? Og lang-kynlegast er þó, að Lovísa hefur aldrei heyrt skáp þenna nefndan; og það er fyrst nú, að mig rámar eitthvað í það, að faðir minn sálugi hafi eitthvað minnzt á skáp þenna í bókaherberginufi Að svo mæltu opnaði baróninn veskið, og þarna lá þá skjalið, — lögmætt í alla staði, vottfast og inn- siglað, og í því stóð: „frumborinn, karlkyns erfingi1'. Yér óskuðum baróninum til hamingju, og gengum svo frá honum, meðþví þegjandi samkomulagi, að lofa hon- um að trúa þessum sínum þægilega draumi. En þegar vér vorum komnir inn í herbergið, sem jeg svaf í, tókum vór að skeggræða málið, og léttum því eigi, fyr en komið var fram undir dögun. Og niðurstaðan varð, að vér hefðum glaðvakandi, og fyllilega með sjálfum oss, séð þann atburð, sem eg að ofan hefi lýst. „Getið þið þá svarið, að svo hafi verið“, spurði M... prófastur að lokum, og svöruðum við þá af fyllstu sannfæringu: „Já“. 39 Það var drjúgur kippur, sem eg þurfti að fara, svo að dagur leið til kvölds. Jeg var orðinn alveg gagndrepa, þegar ökumaður- inn loks kallaði til mín, og sagði, að nú værum við kornnir. Yið beygðum nú útaf veginum, og ókum inn í trjágöng ein, er voru svo dimm, að ekki sá handa skil, og þegar við komum út úr þeim, grillti jeg stórt hús, er stóð mitt á milli nokkurra minni liúsa. Það var nú að vísu ekki orðið neitt fjarska fram- orðið, en allt um það var þó hvergi ljós að sjá í glugga.. Jeg stökk út úr vagninnm, og barði að dyrum; en enginn gegndi. Jeg tók i hurðarsnerilinn, og hrissti hann, og kvað þá við hundgá inni i húsinu, og tóku þá óðara ótal hundar, sem í liúsagarðinum voru, undir það með dimm- hvellum rómi; en húsið hélt áfram að vera jafn dimmt. og tómlegt, sem fyr. Jeg var nú i vafa um, hvað til bragðs skyldi taka, til að kornast inn í húsið; en rétt í þvi benti vagnstjór- inn mér með svipuskaptinu sinu á eitt af minni hús- unum, og varð eg þess þá áskynja, að ljósglætu nokkra lagði þar út um hurðarrifu. Jeg gekk nú sem hraðast á ljósið, og fann þá fyrir mór hurð eina, með gömlu sniði, er skipt var um þvert í tvær helftir. Jeg hratt nú upp efri hluta hurðarinnar, og sá þá fjóra menn sitja þar að brennivínsdrykkju við út dregið púltlok, og vera að spila á spil. Drengur einn lá þar og endilangur á trébekk ein- um, og hraut þar með galopinn munninn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.