Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 5
Þ.tóðviljinn ungi. 29 VIII, 7.-8. skaparrit, einkum rit Heinefs, sem iiún hafði mjög miklar mætur á. — Lifði hún þar mjög sparlega í mat og drykk, svo að orð er af gjört; og það var fyrst 4 yfirstandandi ári, að hún fireytti til í þeim efnum, eptir beinni lækna- skipun, enda tók hún þá og fyrst verulega að ná sér aptur. Af tiltektum „anarkista11 stóð drottningu mesti beigur, og er svo sagt, að þegar hún í júnímán. 1894 var stödd í bænum Madonna di Campiglio, og barst þar fregnin um morð Carnot’s, hafi það fengið mjög mikið á hana, og hafi hún þá látið í ljósi, að enginn stjórn- andi gæti nú framar verið óhræddur um líf sitt fyrir þessum óaldarflokki. Yinir hennar leiddu henni opt fyrir sjónir, hve óvarkárt það væri af henni; að vera ein á gangi, og svaraði hún þá jafnan; „Kærið yður fyrir alla muni ekkert um mig, því að mér gerir enginn neitt íllt, enda þekkja menn mig naumast; en það er vesalings keisarinn, sem eg ber kvíðboga fyrir". Prófessor Max Falk, er um 1860 kenndi drottningunni ungversku, lýsir henni svo, að hún hafi verið einkar gáfuð og andrík kona, sem hafi brotið heilann, eða sökkt hugsunum sínum ofan í örðugustu ráðgátur lifsins og vís- indanna, og hafi hún opt sett sig í töluverðan vanda með spurningum sínum. Segir prófessor Max Fallc, að hún hafi t. d. einu sinni spurt sig; Trúið þér því, að helvíti sé til?“ og kveðst hann þá hafa svarað: „Yð- ar hátign! Jeg hefi nú sannast að segja aldrei hugsað mikið um það efni, en reynt að haga lífi minu þannig, að eg ekki gerði neinum vísvitandi og viljandi rangt; sé ekkert helvíti til, þá fer þangað enginn, en sé það til, þá fer jeg Jiangað að minnsta kosti ekki“. I annað skiptið spurði drottningin hann, hvort lýðveldið væri ekki í raun réttri hag- kvæmasta stjórnarfyrirkomulagið, og kveðst hann þá einnig hafa orðið að koma sér hjá því með gætni, að svara þeirri spurningu beint. Opt kveðst Max Falk hafa orðið þess áskynja, að drottning hafði í vöi-zlum sínum ýmsar þær bækur, er bannað var að lesa í ríkinu, svo sem t. d. flugrit eitt, er kom út skömmu eptir ófar- ir Austurríkismanna gegn Prússum, þar sem farið er mjög svæsnum orðum um Habsborgar- keisaraættina. Sem dæmis um hjartagæzku drottningar er þess getið, að hún hafi 1887 verið stödd á sjó- baðastað einum á Englandi, er járnbrautar- þjónn einn drukknaði þar, og hafi hún þá per- sónulega kynnt ekkju hans látið, og sent henni litlu síðar 7. þús. krónur. Drottning var all-vel hagmælt, og lagði mjög stund á tungumál, svo að henni var einkar sj'nt um að tala og rita ný-grísku; sneri hún á það mál nokkrum ungverskum kvæðum, ljóðmæl- um ýmsum eptir Heine, „storminum“, Lear kon- ungi og Hamlet eptir Shalcespeare, o. fl. Hún unni og mjög sönglist, og hjálpaði, meðal annars, tónskáldinu Richard Wagner einu sinni úr slæmum peningakröggum. Læknisbérað veitt. Eskifjarðarlœknishér- að er 26. sept. síðasti. veitt Bjarna Jenssyni, héraðslækni Vestur-Skaptfellinga. Heíðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns kon- ungs IX. hafa í ár verið veitt bændunum: Arna Þorvaldssyni á Innra-Hólmi i Borgarfjarð- arsýslu og Vigfúsi Jónssyni á Vakursstöðum í Norður-Múlasýslu, 140 kr. hvorum. Annar kennari við stýrimannaskðlann í Reykjavik er 12. sept. slcipaður Páll Halldórsson skipherra, sonur Halldórs bónda Halldórssonar, sem búið hefir til skamms tima i Tungu í Skutulsfirði. Drukknanir. 15. sept. síðastl. drukknaði maður í Haukadalsá í Dalas.ýslu, í nánd við Jörfa. — Hann hét Ingólfur Jónsson, og var frá Hömrum í Haukadal. 7. s. m. fórst bátur á Skagafirði, og drukkn- uðu 5 menn. — Formaðurinn hét Rögnváldur Rögnváldsson frá Óslandi í Óslandshlíð. 26. sept. drukknuðu (á Breiðasundi ?) tveir af vinnumönnum Þorvaldar bónda Sívertson í Hrappsey; liét annar Einar Sveinsson', en hinn Páll Ólafsson; þriðja manni, er á bátnum var, var bjargað. Ljóðasaín eptir Pál Ólafsson ætlar Jón Ólafs- son, bróðir hans, að fara að gefa út á nœsta ári; verða það 2 bindi, 15 arka, og kemur að eins fyrra bindið út að ári. Bæjarbruni. í öndverðum þ. m. brann gamli bærinn að Sauðafelli í Dölum til kaldra kola. — Bærinn var nú að eins notaður til geymslu, eptir að Björn sýslumaður Bjarnarson hafði reist þar íbúðarhús úr timbri. — Inni brann talsvert af matvœlum, og ýmsum munum, og var bæði hús og munir óvátryggt, að sagt er. —— Lagasynjun enn. Konungur hefir í liaust, samkvæmt tillögum ráðherrans, neitað að staðfesía lög frá síðasta al- þingi, um gagnfræðakennslu iKeykjavík, og aukna kennslu í Möðruvallaskólanum. Hefði frumvarp þetta náð fram að ganga, var í þvi fólgin góð róttarbót, þar sem hin heimskulega fornmálakennsla í latínuskólanum hefði þá ögn orðið að takmarkast, og realstúdentar frá Möðru- vallaskólanum hefðu þá próflaust getað gengið inn i 4. bekk latínuskólans. En skrifstofuvaldið í Kaupmanna- höfn hefir í þessu, sem öðru, þótzt bera betra skyn á það, en alþingi, hvað þjóð vorri væri fyrir beztu, og er hart undir slíkum ójöfnuði að búa. ísafirði 31. okt. ’98. Tíðarfar. A síðasta sumardag gerði hér af'- taka norðangarð, með brimróti miklu, og fann- komu all-mikilli, og hélzt hret það til 25. þ. m. að morgni, en reif sig svo upp aptur 26. þ. m., og hefir tið síðan verið rosaleg. -j- 20. þ. m. andaðist hér í bænum unglings- pilturinn Sigurgeir Guðmundur Þórðarson frá Markeyri í Skötufirði, sonur lvjónanna Þórðar Gíslasonar, er fyr bjó að Hjöllum í Skötufirði 40 Voru þetta auðsjáanlega huskarlarnir á staðnum. Jeg sagði nú til nafns míns og erindis. Ein vinnukonan var vakin upp, og vísaði mór til lierbergis. Mér þótti það óneitánlega nokkuð kynlegt, að hús- bændurnir ekki létu sjá sig; en hvað því myndi valda, hvort þeir væru háttaðir, eða ekki heima, gat eg ekk- ert fengið að vita um. Og hvort það var af ásettu ráði, eða þá afheimsku eða ósvífni, hve vinnukonan var svarafá, gat jeg lieldur ekkert ráðið úr. Jeg vék að því, hvort enginn kvöldmatur væri í vændum, en hún anzaði því engu, og með því að jeg jmyndaði mér, að þetta háttalag hennar kynni að vera byggt á fyrirskipunum liúsbændanna, þá ásetti jeg mér, &ð minnast ekki meira á það, og ganga til hvíldar með tóman maga. En þegar jeg var nýlega alháttaður, heyrði jeg eitthvað hljóð fyrir utan gluggann, og tók að leggja eyr- un að. Það var líkast þvi, sem gengið væri fram og apt- ur í bleytu í sífellu. Skrefin nálguðust, fjarlægðust, og nálguðust aptur. Jeg dró nú upp gluggatjaldið, svo að ljósbjarmann lagði út i myrkrið, út yfir tró nokkur og garðstíg; en sjálfur kom eg mér þannig fyrir, bak við gluggatjaldið, að eg get séð iit um gluggann, án þess eg sæist. Umgangurinn úti fyrir hætti nú í svip, en byrjaði þó vonum bráðar aptur. Jeg skyggndist nú út um gluggann, og sá þá í 33 M... prófastur hringdi, og Johnsson kom að vörmu spori. Vér inntum hann eptir lyklinum, og mælti hann þá: „Baróninn lagði hann sjálfur hérna á borðið, og hér liggur hann líka enn“. Að svo mæltu rétti hann oss lykilinn. „Kveiktu á nokkrum kertum“, sagði jeg, og þjónn- inn gerði það þegar. M... prófastur opnaði hurðina, og vér gengum inn að rúminu. Og hér lá þá Lovísa, barónessan friða, hreifing- arlaus, fógur í dauðanum, og með blíðubros á vörunum. Vór litum aptur hver á annan, og M ... prófastur gerði okkur bendingu, sem vór skildum svo, að við rann- sökuðum líkið enn að nýju sem nákvæmast. Og eptir rúman hálf-tíma leit dr. E.......alvarlega á mig, og mælti ofur-rólega: „Hefur verið dauð að minnsta kosti í 12 kl.tímaU „Alveg vist“, svaraði jeg. „Látum oss biðja“, sagði M... prófastur, og eptir .áð vér því næst með fáum, en hjartnæmum orðum, höfð- um beðið fyrir hinni framliðnu, gengum vér ofan til •barónsins. Þar var allt, eins og vór höfðum við það skilið, leynihólfið opið, böggullinn á borðinu, og eldurinn snark- .andi í ofninum, þó að hann skini nú nokkru daufar, en þá. Vór stöldruðum nú ögn við á skrifstofu barónsins, ■og íliuguðum málið. „En hvað eigum vér nú að segja, þegar baróninn vaknar“, mælti dr. E ..., og hafði hann naumast sleppt .orðinu, þegar vér heyrðum, að baróninn hringdi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.