Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 3
VIII, 7.-8. Þjóðviljinn ungi. 27 Það má sjálfsagt finna eitt og annað að lögum þessurn, eins og öðrum manna- verkum, en til þess verður lika að ætlast af þeim, sem rita langt mál um þau i blöðin, að þeir mæli, þótt ekki sé nema fátt eitt, af viti og þekkingu um þetta mál. En því er ekki að heilsa með sumar korfellislagaádeilurnar i seinni tíð. Þær eru byggðar á kelberum mis- skilningi eða algerðri vanþekkingn á ákvæðum laganna, eins og t. d. öll þvælan eptir gainla sveitabóndann i „Þjóðólfiu, þar sem hann er að hamast út af hey- ásetningsfyrirmælum þessara laga, er svipti menn umráðum eigna sinna, og komi þeim á sveitina, og þar fram eptir götunum. I hinum nýju horfellislögum er hey- ásetning ekki nefnd á nafn, og engum manni er þar gefin minnsta heimild, til að svipta menn umráðum eigna sinna, eða taka af þeim ráðin i heyásetning. Það er sitt hvað, að skipa bændum undir aðför að lögum, að setja vissa tölu búfjár á hey sín, eða skoða heybirgðir, grennslast eptir meðferð þeirra á búpen- ingi, og hvetja þá til að fara vel með skepn- ur sínar, og heldur lóga þeim, en kvelja þær, ef fóður er ófáanlegt. En annað fyrirskipa þessi lög ekki i heyásetnings áttina. Það ætti ekki að þurfa 40 ára bú- skaparreynslu, eins og öldungurinn í „Þjóðólfiu kveðst hafa, til að gjöra grein- armun á hey- og íjárskoðunum, og lög- skipaðri heyásetning. Hey- og fjár-skoðanir þær, sem lög þessi fyrirskipa, miða mestmegnis til þess, að skoðunarmenn geti, ef horfellir kemur upp á, dæmt um það, hvort um só 'að kenna fóðurleysi, hirðuleysi, eður annari íllri meðferð ijárins. Aðaltilgangur hey- og fjárskoðunanna er því sá, að leitast við að fá lögfullar sannanir gegn þeim, er fellir skepnur úr hor, sökum fóðurleysis og annarar íllrar meðferðar. Að réttara só að láta lifið kveljast úr fóðurlausum skepnum, en að lóga þeim, munu, sem betur fer, fáir verða til að samsinna bændaöldungnum í „Þjóðólfi“, þótt þvi miður sii miskunnarlausa með- ferð á skepnum hafi átt sér, og eigi sór enn stað hér á landi. Eptir hinum eldri horfellislögum voru engar skoðanir á heybirgðum og búpen- ingi fyrirskipaðar, og sökum þess var því nær ómögulegt að fá lögfullar sannanir um ílla meðferð fjárins. Samkvæmt þess- um lögum er þetta töluvert hægra, þótt nokkur vankvæði séu enn á því. Má vera, að þeasi kostur nýju lag- anna fram yfir hin eldri, skjóti sumum náunganum dálítinn skelk í bringu. Þeim er um margt annað betur gefið, en að rollurnar þeirra séu skoðaöar og hey- birgðimar. Skoðunarmennirnir geta verið óþægi- legir gestir hjá þeim, sem hafa þaðfyiir búskaparreglu að setja meira og minna á „guð og gaddinnu, sem maður segir. Að ekkert gagn verði að lögum þess- um, er fullyrðing, sem hefir við það eitt að styðjast, að islenzki horfellirinn só nokkuð, sem ómögulegt sé að stemma stigu fyrir, með eptirliti af hálfu hins opinbera. En það er aptur sama. sem að full- yrða, að þeir, sem fiamfylgja eiga lögum þessum, svíkist um að gæta skyldu sinnar, skoðunarmennirnir hylmi yfir horfellinn, i stað þess að gefa sannar og óhlutdræg- ar skýrslur, og yfirvöldin skjóti skoll- eyrunum við þeim horfelliskærum, er þeim kunna að berast. Löghlýðnin á Islandi er sjálfsagt ekki á marga fiska, en heldur litið er gert úr henni með slikum staðhæfingum, og ekki lýsa þær miklu trausti til velsæmis og mannúðartilfinningar þjóðarinnar. — Það er með þessi lög, sem önnur, þau geta því að eins náð tilgangi sínum, að þeim só samvizkusamlega framfylgt. 011 lög, hversu góð og gagnleg sem þau eru í sjálfu sór, verða þýðingarlaus og gagns- laus, ef þeim er ekkert skeytt. — En þess er ekki að dyljast, að hor- fellislögin eru neyðarúrræði. Það er neyðarúrræði, að löggjafarvald- ið skuli með sérstökum lögum þykjast þurfa að vernda búpeninginn, þennan aðal lífstofn landsmanna, fyrír grimmd- arfullri meðferð þeirra, er af honum eiga að lifa. Skaðinn og skömmin, að drepa úr hor, ætti vissulega að vera nóg aðhald fyrir hvern mann, að hann ekki léti sig henda slíka óhæfu. En við þvi er að gera, sem er; næst- um árlega fellur meira og minna af fé úr hor. Það er ekkert undarlegt, þótt hor- kongunum, og skepnukvölurunum, sé ílla við allar þær ráðstafanir, sem miða til þess, að gjöra þá uppvísa að hinni inann- vonzkulegu meðferð þeirra á skepnunum. Þeir hafa reynsluna fyrir sér i þvi, að þeir gátu drepið í hor i bezta næði, fyrir gömlu horfellislögunum; þeir eru ekki eins vissir um sig fyrir þessum nýju lög- um; það getur þó verið, að einhverjir þoirra, sem eiga að framfylgja þeim, gjöri það samvizkusamlega, og þá getur þeim verið hætt. Svo er það tekið til bragðs, að níða lögin og löggjafarvaldið. Engura kemur til hugar, að þessi lög gjöri skjótan enda á horfellisófögnuðinum hjá oss; oss þarf áður að fara mikið fram í mannúð og hagsýni; einstaklingarnir þurfa alvarlega að læra að skammast sin fyrir horfellissvivirðinguna. En lögin geta samt sem áður gjört mikið gagn, og hver sú skepna, sem þau frelsa frá hor- dauða, er gróði fyrir þjóðfélagið, auk þess sem þau vinna í kærleikans og mannúð- arinnar þjónustu. — Gæti löggjafarvaldinu heppnazt að hepta, þótt ekki væri nema að nokkru loyti, horfellinn islenzka, þá væri land- búnaðinum með þvi unnið miklu meira gagn, en með fé því, sem árlega er ausið út til gagnslítils skólatildurs, þótt eitt- hvað sé við búnað kennt'; og rneðan vér ekki höfum lært hið fýrsta stafróf alls landbúnaðar, að tryggja búpening vorn nokkurn veginn fyrir hungri og horfelli, þá situr ílla á oss, að glamra eins mikið og gert er, um búnaðarlegar framfarir, hvort sem eru búnaðarskólar í hverjum fjórðungi, búnaðarfélag i hverjum hreppi, eða búfræðingur á hverri þúfu. Það er sannarlega að vera mestir í munninum. Sigurður Stefánsson. Verzlunarfréttir. í Kaupmanna- höfn var verðlag á íslenzkum varningi siðast í september á þessa leið: Fyrir stóran óhnakkakýldan jisk fengust síðast 48 kr., fyrir smáfisk 37 kr., og fyrir ísu 34 kr. — Fyrir fallegan hnakkakýldan fisk voru borgaðar 60 kr. — Harðfiskur stóð vel um tíma í sumar, og fengust þá ^jallt að 165 kr. fyrir sk//., en seinna gekk dræmt að selja hann fyrir 130—135 kr., og eptirspurnin eptir honum var nálega engin. -— Ullarprisarnir voru mjög lágir, og mikið af íslenzkri ull lá óselt. — Vest- firzk og sunnlenzk ull seldist seinast á 50 aura, en skömmu áður fékkst þó 51 eyrir fyrir pd. Saltkjöt stóð i 38—39 kr. tunnan, 224 /&, tólk i 20 aurum, gærur 3 kr. 75 a. vöndullinn, æðardúnn 8—101/., kr., eptir gæðum. — Gufubrætt lýsi var selt á 30 kr. tunnan. Helztu útlendar vörur voru í þessu verði: rúgur 5J/4—ol/2 kr., rúgmjöl 5’ 2— 5:,/4 kr., bankabygg 7J/4 kr., baunir 8:,/4 kr., heil hrísgrjón 101 4 kr., allt fyrir 100 //.. — Kaffi 30—32 aura, eptir gæð- um, melís 14 aurar, kandís 14—16 aurar --------------------------- Bókaf regn. Hr. Davið Östlund/fóúboði svo nefndra „sjöunda dags adventistau, sem dvalið hefir í Reykjavík nokkra hríð, til þess að reyna að breiða þar út skoðanir trúbræðra sinna, hefir ný skeð gefið út 3 ritlinga, sem leiða eiga þjóðina i allan sannleika, að þvi er ágæti trúarskoðana þeirra „adventistanna“ snertir. Ritlingar þessir eru: I. Hvíldardagur drottins og lielgihald hans fgr og nú eptir Davíð Östlund. Rvík 47 bls. 8to. Höfundurinn heldur því fram, eins og trúbræður hans, að það sé laugardag- urinn, en ekki sunnudagurinn, er haldast eigi sem helgi- og hvildar-dagur, og á- lítur það því, sem eina hinna stærri synda, að lialda sunnudaginn, en ekki laugar- daginn, sem hvíldardag. - Romsar hann upp all-marga ritningarstaði úr Daviðs sálmum, bókum Móesesar gamla o. fl. o. fl., máli sínu til sönnunar, svo að ritl- ingur lians úir og grúir af biblíuinnvitn- unuin.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.