Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 8
32 Þjóðviljinn tjngi. 7.-8. YIII, Otto Mönsteds margarine ráðleggjum vér öllnm að nota. Það er tiið bezta og ljúffengasta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Iiiðjið því ætíð um Otto Mönsteds margarine fœst hj á kaupmönnunum. Enn fremur ýmis konar postulínsvarn- ingur, svo sem: 1—tollanör Smádiskar Kökudiskar Chocoladekönnur Sykurkör og rjómakönnur. Leirvarningur margskonar, svo sem: I3oIlapör Diskar Könnur, margs konar Sykurkör Ejómakönnur o. fl. "Veiðarfæri ýmis konar: 4 pd. færi. — 3 pd. færi. 2 pd. færi á V76. — IV, Pd. færi á V45- — 1 pd. færi áV25 Manilla Síldarnet, tvenns konar Netagarn Taumagarn Kramvaran mjög margbreytt, ný komin nokkur liundLvuð pund af stumpasirzum, margar tegundir af tvististauum, „Oxfordsw, stakkataui o. fl. o. fl. gg Síldarnetin rétt á förum, og stafar það af norðanhretinu. Matvara ýmis konar, og flestar aðrar algengar verzlunarvörur Afsláttur gegn peningaborg- un út í hönd. Mjárniö góia. Eptir beiðni hr. Skúla Thoroddsen hefi eg nú skoðað hinar miklu þakjárns- byrgðir, er hann fékk með gufuskipinu „Thyra“ í þ. m., og get eg eigi gefið þvi annan vitnisburð, en að það sé í alla staði ágætt járn, hvað járngœði og þykkt snertir, og get eg því gefið því sömu góðu meðmæli, sem járni því, er hann fékk með gufuskipiilu„Vestu11, á síðastl. vori, borið saman við annað járn, sem hingað hefir flutzt. Plöturnar eru frá 6—12 fóta að stærð, bæði riflað og slétt, og einnig ágœtur þak-kjölur. ísafirði 13. okt. 1898. A. Jónsson. Þeir, sem hugsa sér að járnþekja hús sin i haust, ættu sem fyrst að semja um járnkaupin. gjflp Gleymiö eigi, að gjalddagi „Þjóðv. unga“ var í júnímánuði síðastl. að áttunda árgangi „Þjóðv. unga“ ættu að gefa sig frarn sem fyrst, því að upp- lagið er af skornum skammti. Fíueste wltíiiicliiiíwislt Export Kaffe Snrrogat, er óefað hið bezta og ódýrasta Export- kaffi. F. Hjorth & Co. Kj0benhavn, K. Jilíns Nielsen Hoibergsgade 17 Kjobenhavn K., umboðsmaður hlutafélagsins „J. Marten- sens Eftf.“ í Trangisvogi á Færeyjum, tekst á hendur umboðsmennsku fyrir íslenzka kaupmenn, er kynnu að óska að hafa umboðsmann, til þess að annast kaup og sölu á vörum í Kaupmannahöfn. PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVIL.TANS UNGA 36 Jeg sótti svo að, að það skíðlogaði í ofninum, og „toddy“-vatnið stóð sjóðheitt á borðinu. Úti fyrir streymdi rigningin úr loptinu, eins og hellt væri úr fötu, og fannst mér þvi enn notalegra og rólegra, að sitja þarna inni í hlýrri ofnstofunni, og rabba þar i næði við kunningja minn um gamlar og nýj- ar endurminningar. Stormurinn, sem kom æðandi utan af sléttunum, eins og þungstígt dýr, og skall á húshliðina, gerði og töluverðan usla og ókyrrð úti fyrir, ekki sizt er hann straukst ýskrandi um húshornið, rétt eins og hefði hann meitt sig, er hann skall á húshliðina. Allt í einu hrökk framdyra-hurðin upp. Vinur minn spratt upp, til þess að fara ofan að lbka. En allt í einu var því likast, sem honum hnikbti við, og stanz kæmi á hann, enda heyrði eg og i sömu svipan, að einhver gekk upp stigann, og gekk fremur hægt og þunglamalega. Við litum hvor á annan, og varð báðum bylt. Það var orðið framorðið, og verkfræðingurinn átti ekki von á neinum, enda var hann og allsendis ókunn- ugur öllum þar i grenndinni. Allt um það færðist þó fótatakið æ nær og nær, og við heyrðum báðir greinilega, hvemig komumaður oins og rasaði um eitt hapt, og þreifaði sig svo áfram i myrkrinu. Við bjuggumst við, að barið yrði að dyrum, eða þá að við heyrðum handfanginu snúið, og sæjum ein- hvern koma inn. En allt í einu varð svo allt aptur hljótt frammi. Nú leið ein mínúta, eða ef til vill tvær, svo að 37 ekkert heyrðist, og þá var loks þolinmæði vinar mins þrotin. „Heyrðirðu nolikuð?“ spurði hann mig. „Já, víst“, svaraði jeg. Siðan opnaði hann hurðina, og kallaði fram: „Er þarna nokkur?“ Það var stoinshljóð! Hann kallaði í annað sinn. Sama steinshljóðið. Hann kom þá inn i stofuna aptur, og kveikti, og fórum við svo báðir fram á loptið, til þess að skyggn- ast eptir, hvort þar væri nokkur, eða hvað það hefði verið, sem við heyrðum. Loptið var troðfullt af alls konar gamaldags skrani en þó að við rannsökuðum þar hvern krók og kima sem grandgæfilegast, sáum við þó ekkert, er líftóru bæri. „En hver þremillinn var það þá“, sagði jeg, er við vorura komnir inn i stofuna aptur, þvi að mér hafði sannast að segja brugðið háifk-ynlega. „Fyrirburður“, svaraði vinur minn í svo alvarleg- um róm, að mér varð ósjálfrátt að skotra til hans aug- unum. Hann var fölur að sjá, og i sýnilegri geðsfiræringu. „Þú trúir þó, vænti jeg, ekki á drauga?“ sagði eg í hálf-gázkalegum róm. „Jú, það geri eg“, svaraði hann rólega og hrein- skilnislega, „og það af þeirri einfóldu ástæðu, að jeg get ebki hrundið vitnisburði minna eigin skilningarvita. Og segðu mér, livað er annars á móti því, að trúa á það, sem menn kalla drauga? Það er að eins nafn á ýmsu, sem vér eigi getum

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.