Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1898, Blaðsíða 4
28 ÞjÓBVILJIN’N’ UN’ÖI, Það er auðsætt, að höfundu rinn trúi bókstaflega, sem heilögum sannleika, öllur sem í gamla og nýja testamentinu stendur, jafn vel sköpunarsögunni í fyrstu bók, Móesesar, sem flestir munu þó löngu farnir að trénast á, þótt trúgjarnir séu að ýmsu öðru leyti. — A bls. 8 í ritl- linginum gefur því t. d. að líta önnur eins kjarnyrði, eins og þessi: „Þvi eins og það er víst, að guð skapaði á þeim fyrstu sex dögum, eins áreiðanlegt er það lika, að hann helgaði hinn sjöunda dag!“ — Ojá, það er trúlegast, að hvort- tveggja þetta sé alveg jafn „víst og á- reiðanlegt“, eða — óvíst og óáreiðanlegt. Trúlegast er, að guði séu bænir barna sinna á öllum dögum jafn geðþekkar, og að honum sé ekki einn dagurinn öðrum kærari til helgihalds. II. Endurkoma Jesús Krists. Hvencer og livernig keinur hann? Hvad mun þá henda? Eptir James White. Út- gefandi: Davíð Östlund. Rvík 1891. 31 bls. 8'A Um þenna ritling er sama að segja, sem um ritlinginn næst á unda n, að hann er ekki til uppbyggingar, og hefði betur óprentaður verið, þvi að hafi hann á annað borð nokkur áhrif, se,m ótrúlegt er að vísu, þá yrðu þau helzt í þá átt- ina, að gera ýmsa þá, sem eru að grufla yfir opinberunarbókinni, og kenningum bibliunnar um endurkomu Kris ts, enn þá ruglaðri, en áður. — Höf. heldur þvi fram, að tákn þau, sem talað er um, að ganga muni á undan „endurkomunni“, að sól muni sortna, og tungl missa birtu sinnar, en stjörnur hrapa af himni“ hafi homið fram 19. maí árið 1780, með því að þá hafi verið mjög einkennilegur sól- myrkvi, og tunglmyrkvi nóttina eptir, en að stjörnuhröpin hafi rætzt á hinn einkennilegasta hátt árið 1833!! Því miður treystir höf. sér þó eigi til þess, að tiltaka ákveðinn dag, er „endurkom- an“ fari fram, og er það bagalegt fyrir syndarana; en sjálfur er hann, og hr. Östlund, auðvitað vel undirbúnir. Sumt í ritlingi þessum er beinlínis Ijótt, og frá voru sjónarmiði lmeixlanleg rœða, svo sem þar sem talað er um það á bls. 29, að „guðs óblandaðri reiði verði út hellt, en ekki einum einasta náðar- dropa, ekki einum“ o. s. frv, III. Vegurinn til Krists eptir E. (}■ White. Rvik 1898. 159 bls. 8—. --- Bók þessi er allt annars eðlis, en rugl- bækurnar, sem nefndar eru hér að fram- an; það er góð, og vel rituð bók um kærleika guðs til mannanna, blessun bænarinnar o. fl. o. fl., sem allir hafa gott af að lesa, hvort sem þeir fylgja höfundinum í trú hans á guðdóm Krists, eður eigi. — Auðvitað bregður þar, sem í öðrum guðsorðabókum, mörgu misjöfnu fyrir; en gullkornin í bókinni eru svo mörg, að hins gætir síður. T Consul Niels Christian Gram. Svo sem skýrt var frá í síðasta nr. blaðs þessa andaðist consul Gram að Þingeyri í Dýrafirði 30. sept. siðastl. að kvöldi dags, kl. 9—10, eptir „operation“ á fæti. Niels Cliristian Grarn var fæddur í Ballum i Slésvik 15. sept. 1838, og var faðir hans, Christian Lehmann Gram, þar kaupmaður, en rak þó jafn framt um mörg ár lausaverzlun hér við land, eink- um i Reykjavik, S'tykkishólmi, og í Flatey. — Tók gámli Gram son sinn með sér í verzlunarferðir þessar, og var yngri Gram eigi eldri, en 13—14 ára, er hann kom fyrst hér til lands. — Eptir fermingu sigldi hann nokkur ár til ut- landa, en hvarf svo heirn aptur, og var siðan jafnan með föður sinum í kaup- ferðum til íslands, unz faðir hans veikt- ist, og hætti förum, árið 1860, og mun hann hafa látizt 1-2 árum siðar. Árið 1861 kom Gram hér til lands, sem forstjóri fyrir lausakaupaverzlun föð- ur sins, á skipi þvi, er þeir feðgar höfðu lengi i förum, og „Amicitia“ heí, og verzlaði hann hér þannig nokkur ár á sumrum, en hafði heimili sitt í Ballum, unz hertogadæmin gengu undan Dönum; vildi hann þá eigi gerast þýzkur þegn, og fiutti sig því alfari frá Ballum til Kaupmannahafnar, og þar hafði hann aðal-heimili sitt síðan, sat þar jafnan á vetrum, en var hér á landi á hverju surnri. Fastaverzlun stofnaði hann fyrst hér á landi árið 1867, er hann lieypti verzl- un Thomsen’s kaupmanns, er þar var áður, og nokkuru siðar fékk hann, með konungsúrskurði, keypt býlið Þingeyri, og þar með verzlunarlóðina alla, sem var eign Sandakirkju. — Yar þar verzlunar- stjóri hans 4 fyrstu árin Hálcon Bjarna- son, er síðar varð kaupmaður áBíldudal, en 1870 kom þangað, í hans stað, hr. F. B. Wendel, sem gegnt hefir þar verzl- unarstjórastörfum alla stund siðan. Fáum áruin síðar keypti og Gram verzlun þá í Stykkishólmi, sem Samúel Bichter hefir siðan veitt forstöðu; og nú fyrir nokkrum árum setti hann enn á stofn hina þriðju fastaverzlun sína í 01- afsvik. Auk þessa liafði og Gram um langa lirið lausaverzlun á ýmsum liöfnum, víðs- vegar við Yesturland, sem hann ýmist stóð sjálfur fyrir. eða lét aðra gera, og máíti kalla, að hann væri um mörg ár öndvegishöldur vestfirzkra kaupmanna. — Sá hann sjálfur á hverju ári um allar verzlanir sínar, frá því er hann kom frá Danmörku rneð fýrstu skipum á vorin, unz hann hvarf heim til sín siðla á haustum, og er það kunnugra, en frá þurfi að segja, hve stakur framkvæmdar- maður hann var í öllum greinum, enda mun Þingeyri lengi hera vott um hinn ótrauða dugnað hans, og mikla tilkostn- að til ýmiskonar umbóta. Flestum kaupmönnum freinur hafði Gram jafnan vakandi auga á því, að hafa góðar og vandaðar vörur, og birgði jafn- an verzlanir sinar mjög vel að nauðsynja- YIII, 7.-8. vörum, svo að þeirra var þar sjaldan skortur, nema óumflýjanleg forfóll kæmu fyrir. — Hann kom og á hinni ágæt- ustu fiskverkun á Þingeyri, og átti þann- ig bezta þátt í þvi, að koma góðu orði erlendis á vestfirzkan fisk, enda var hann yfirleitt, fyrir flestra hluta sakir, einn i tölu mikilhæfustu kaupmanna, og hafði glögga þekkingu á þörf og högum viðskiptamanna sinna, sem hann reynd- ist opt þrautgóður, er á lá. — Hann var og ótrauður á að styrkja ýmsa, er komast vildu áfram, og sem hann sá, að dugnaður var í. Árið 1887 varð Gram sálugi consúll' Bandamanna hór á landi, og hafði þá sýslan á hendi til dauðadags. Gram var tvíkvæntur, og voru kon- ur h&ns báðar danskar. — Átti hann 5 börn með fyrri konu sinni, og eru 4 þeirra enn á lífi, öll erlendis: Christian Lehmann, ókvongaður, Bóthildur, Meta og Agnes, allar giptar. — En annar sonur hans, er Hans hét, drukknaði á ferð frá Islandi haustið 1883, ásamt skipstjóra H. P. Andersen, á skipinu „Agnes“, er aldrei hefur til spurzt. — Með seinni konu sinni, sem enn er á lífi, átti Gram eina dóttur, sem enn er ógipt. Á síðastl. vori seldi Gram sálugi all- ar verzlanir sínar dönsku hlutafélagi í Kaupmannahöfn, er ber nafn hans; en for- sjá alla hér á landi hatði hann þó eptir, sem áður. Gram sálugi var karlmenni að burð- um, og sundmaður góður á yngri árum. — I viðmóti var hann einkar glaðlynd- úr og si-skemmtinn Hann undi sér bezt á Þingeyri um dagana, og þar fékk hann einnig að deyja. Lík hans kvað verða jarðsungið að Sandakirkju, en þó svo til hagað, að líkkistan verði flutt til Danmerkur á kom- anda vori, ef kona hans og erfingjar mæla svo fyrir. Smásagnir um Elízabeth drottningu, Keisarafvúin i Austurríki, er myrt var í Genf 13. sept. síðastl., var fædd 21. des. 1837, og varð því að eins rúmlega sextug. — Hún var komin af hinni ógæfusomu, og hálf-vitstola, konungsœtt í Bayern, dóttir Maximilians Jóseps hertoga, og hafði því að erfðuni tekið nokkuð af þunglyndi því, og geðsmunaveiki, er ætt- inni fylgir. Drottning unni því mest einveru á seinni árum, tók sjaldan þátt í hirðveizlum, eða opin- berum hátíðahöldum, og umgekkst fátt manna, nema þá, sem hún har sérstakt vinarþel til. Hún giptist Franz Júsep, Austurríkis og Ungveijalands keisara 1854, og við hátíðaliöld þau, er haldin voru á silfurbrúðkaupi þeirra hjóna, árið 1879, segja menn, að drottningin hati í síðasta skipti komið opinberlega fram. Hún var kona einkar góðgjörðasöm við fá- tseka, gekk opt á sjúkrahús, og aðrar líknar- stofnanir, talaði við sjúka og bágstadda og hug- hreysti þá. Hið sviplega fráfall einkasonar hennar Rudolph’s krónprinz, er skaut sig með keitmey sinni. greifadóttur einni, árið 1889, í'ókk að vonum mjög á drottningu, og gerðist hún ept- ir það lítt mönnum sinnandi. — Settist hún þá, sem í helgan stein, í höll sinni Achillejon á eyjunni Korí'u, og sökti sér þar niður í skáld-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.