Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Blaðsíða 2
10 Þjóðvíljinn. XIV, 3.-4. á Þýzkalandi, þótt hann só ungur (stofn- aður 1810); í fyrra vetur (1898—’99) voru við báskólann 372 kennarar og 5873 stúdentar; þó eru í Berlín margir aðrir vísinda skólar, t. d. fjöllistaháskóli, land- búnaðarháskóli, námuskóli o. fl., og voru stúdentarnir við alla þessa háskóla í fyrra vetur 9249. Námsmenn frá ýmsum þjóðum sækja til Berlín, og við háskól- ann voru meðal annara í fyrra 214 Rúss- ar, 129 Austurríkismenn og Ungarar, 102 Ameríkumenn, 48 úr Sviss, 34 austan úr Asíu, 23 Englendingar, o. s. frv. Ná- tengdar háskólanum eru fjölda margar vísindastofnanir af ýmsu tagi, sem hér yrði of langt upp að telja; vísindafélög eru þar mörg, og skulum vór hér að eins nefna landfræðingafólagið, sein stóð fyrir landfræðingafundinum, og hafðiaðal- umsjón með öllu, er þar gerðist. Félag þetta var stofnað 1828, og stendur nú með rniklum blóma; það á stórt og fag- urt hús í 'Wilhelmsstrasse, með miklurn söfnum, gefur út 2 tímarit, og mörg stór vísindarit önnur, félagsmenn eru nú sem stendur 1260, og meðal þeirra margir frægir landfræðingar og ferðamenn. For- maður félagsins er barón Ferdinand von Bichthofen, einn hinn frægasti landfræð- ingur og jarðfræðingur, sem nú er uppi, mikils metinn, og af háum stigum; hann er einnig prófessor við háskólann í landafræði, en þar eru, auk hans, ýmsir fleiri kennarar í þeirri grein. Richthofen er fæddur 5. maí 1833 i Karlsruhe, stund- aði jarðfræði við háskólana í Breslau og BerlÍD, og tók svo þátt í jarðfræðisrann- sóknum í Austurríki, og hefur samið á- gæt og þýðingarmikil rit um jarðmynd- anir í Alpafjöllum og Karpathafjöllum. Árið 1860 fór Richthofen austur í Asíu, og var nú um 12 ár á sífelldu ferðalagi um lítt kunn lönd, og gjörði alls staðar merkar uppgötvanir; hann ferðaðist um Japan, Siam, Filippseyjar og um kínverska rík- ið þvert og endilangt; því næst fór hann til Ameríku, og ferðaðist um Kaliforníu og Andesfjöll. Árið 1875 varð Richt- hofen prófessor í BonD, 1883 í Leipzig, og 1886 í Berlin; hann hefur samið margar ágætar bækur, en frægast er hið mikla rit hans um Kína, sem er talið eitt hið mesta og merkasta landfræðisrit, sem til er. Richthofen hefur, með ritum sinum og kennslu, haft stórmikil áhrifá framfarir í landfræði og jarðfræði, og margir ágætir lærisveinar hans hafa gjört þýðingarmiklar rannsóknir i fjarlægum löndum. Richthofen er ágætur kennari, og hinn alúðlegasti við lærisveina sína. Þegar eg dvaldi við háskólann í Leipzig veturinn 1884—’85, var eg svo heppinn, að Richthofen var þar þá háskólakennari, svo eg kynntist honum þar; síðan höfð- um við hjónin þá ánægjn, að vera sam- an við hann, og hina gáfuðu frú hans, á þýzkum landfræðingafundi í Stuttgart 1893. Tel eg það jafnan eitt hið.mesta lán, að ná viðkynningu ágætismanna, sem eru jafn göfugir í hugsunarhætti, djúpsettir í ráðum, og stórmenni í þekkingu. Barón von Richthofen var formaður landfræð- ingafundarins í Berlín, og lífið og sálin í öllum framkvæmdum. Þjóðverjar höfðu ekkert til sparað, að fundur þessi yrði sem beztur og há- tíðlegastur; viðtökurnar voru líka fram- úrskarandi, og gestrisnin óþrotleg. Þýzka þingið veitti 50 þús. kr. til fundarhalds- ins, og bæjarstjórnin í Berlín 40 þús- undir; auk þess lagði landfræðiugafólagið og einstakir menn fram mikið fé. Yið „Prinz Albrechtstrasse“ er nýlega búið að reisa mikið skrauthýsi, eða höll, þing- hús Prússa; höll þessi var alveg ný af nálinni, og öll ljómandi af gyllingu og marmara, en hafði enn ekki fyr verið notuð til þinghalds; hús þetta léði stjórnin fundinum ókeypis, og var varla hugsandi; að fengizt gæti hentugra sam- komuhús. Aðalfundir voru haldnir í stóra þingsalnum, sem tekur nærri 2000 manns, en fundir einstakra deilda í öðr- um sölum. I húsinu voru ritstofur, lestrarsalir, fyrir blöð og bækur, nefnda- herbergi mörg, veitingastofúr, póststofa og hraðfregnastöð, og öll möguleg þæg- indi, sem hugsazt gátu; allt var náttúr- lega uppljómað með rafljósum, þykkar og mjúkar ábreiður á gólfum og göng- um, og allt atlæti eptir þessu. Fundar- menn voru 1600, 1200 karlar og 400 konur, og sérstök nefnd af tignarkonum úr Berlín sá um kvennfólkið, að gjöra því dvölina sem þægilegasta. Það var ekki laust við, að ýmsum Englendingum, sem eg átti tal við, finndist nóg um, hve vel Þjóðverjum hafði tekizt, að koma öllu fyrir, og urðu þeir að játa, að hér væri allt stórfengilegra, en á fundinum í London 1895. Af aðkomumönnum skal eg að eins nefna fáeina af hinum allrahelztu: Frá Englandi var þar Sir Clemens Markham (f. 1830), forseti landfræðisfólagsins í Lundúnum; hann fór um heimskautslönd í Franklins-leit 1850 —’51, og ferðaðist svo um Suður-Ameríku, einkum í Perú; Sir John Murray (f. 1841), hann var einn af helztu vísindamönnum á hinni frægu ferð skipsins „Challenger’s“, er enska stjórnin gjörði út; sú ferð varð til þess, að menn fengu allt aðra hugmynd um úthafsdjúpið, ög líf það, sem þar hreyfist, heldur en áður; enska stjórnin gaf út geysi-stórt rit um rannsóknarferð þessa, (50 þykk bindi í 4°), og hefur hún gefið landsbókasafninu þetta dýrmæta ritsafn. Frá Ameríku voru þar, meðal annara: General Oreely (f. 1844), hann var for- rnaður hinnar nafnfrægu pólferðar Ame- ríkumanna 1881—’84; á þeirri ferð kom- ust menn nær heimsskauti, en fyr, og siðan hefur Nansen einn komizt lengra. Þeir Greely urðu fyrir stór-slysum og þrautum, 6 inenn komust af, en 19 fór- ust. Frá Frakklandi kom, meðal annara: Lappareut (f. 1839), mjög frægur jarð- fræðingur; hann hélt þýzkan fyrirlestur á fundinum, og þótti það undur, að franskur maður skyldi halda í’æðu á þýzku. Annars gátu menn eptir vild valið um 4 mál: þýzku, ensku, frönsku og ítölsku. Frá Rússlandi komu margir, meðal ann- ara: Peter von Semenow (f. 1827), frægur fyrir ferðir i Asiu, og ráðherra Rússa- keisara. Af öðrum nafnfrægum land- fræðingum og jarðfræðingum má nefna: O. Marinelli (f. 1846), frá Ítalíu; A. PeucJc (f. 1858), frá Austurríki; Loczy (f. 1849), frá Ungarn; og Forel (f. 1841), frá Sviss. Frá Noregi kom Friðþjöfur Nansen og H. Mohn, hinn nafnfrægi veðurfræðingur; frá Svía- ríki barón de Geer, merkur jarðfræðingur, og Otto Nordenskjöld, frændi hins alþekkta A. E. NordeDskjöld; hann hefur rannsak- að Eldlandið, Patagoníu og Klondyke. Hór mun nú nóg komið, og þó voru þar fjöldi annara frægra manna, eins og t. d. flestir hinir helztu Afríku-ferðamenn, og margir alkunnir landkannarar og há- skólakennarar úr ýmsum löndum. í fund- arhöldunum tóku jafnan þátt ýmsir tign- ir menn, prinzar og hertogar, þýzkir ráð- gjafar, ríkiskanslarinn sjálfur, og margir höfðingjar, enda eru ýmsir þeirra ágætir landfræðingar, og þaulæfðir í mælingum og kortagjörð. Um kvöldið 27. september, hittust þingmenn í fyrsta sinn* í þinghöllinni, og var þá að eins undirbúningsfundur; menn hittust og heilsuðust, og töluðu sig saman um ýmislegt. Á hádegi næsta dag var landfrseðisþingið sett, þá voru allir prúðbúnir, og mátti þar sjá ljölda stórhöfðingja í gljáandi einkennisbúning- um, með- stjörnur og krossa, en tignar- konur í skrautklæðum, með alls konar gimsteinaprýði. Albrecht prinz af Preussen, hertogi af Braunschweig, setti fundinn, og bar mönnum kveðju keisar- ans, sem ekki var viðstaddur í Berlín fundardagana; þá talaði ríkiskanslarinn Hohenlohe fursti, Dr. Studt kennslumála- ráðgjafi, og Dr. Kiirschner borgarstjóri Berlínarborgar, og var aðal-efnið hjá öll- um, að bjóða fundarmenn velkomna í hið þýzka ríki, og hina þýzku höfuðborg. Að lokum hólt Richthofen forseti snjalla ræðu, um aðal-störf og stefnu landfræð- innar á vorum dögum. Þegar þingsetn- ingu var lokið, tóku menn til starfa, og voru á hverjum degi frá því kl. 10 f. h. til kl. 4—5 e. h. fundahöld og ræðuhöld, almennir fyrirlestrar, deildasamkomur og nefndafundir. Deildirnar voru svo marg- ar, að liver einn gat að eins hlustað á eða tekið þátt í fáum umræðum, því engirui getur vorið víða í einu. Um- ræðuefnin voru svo inargbreytt, að hór er ekki hægt að telja hið einstaka; vér muDum helzt minnast á tvö stórmál, sem þingið hafði til meðferðar, mál, sem snerta allar menntaþjóðir, störf og rannsöknir, sem eigi er hægt að framkvæma, nema með samtökum stórþjóðanna. Eitt af aðal-málum á dagskrá var rannsókn landa og ísa við suðurheims- skaut, því nú er mönnum alvara, að gjöra *) Eg kalla félaga fundarins þingmenn fyr- ir stuttleika sakir, og fundinn landfræðisþing, af því hið islenzka orð „þing" nær bezt hug- myndinni „Kongress11.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.