Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Blaðsíða 8
16
Þjóðviljinn.
XIY, 3.-4.
unííarvíkinni, þegar á sjó hefur gefið, siðan á
nýjári, og hefur suma dagana mátt heita hlað-
afli hjá almenningi. — Aptur á móti hefur
verið tregt um afla í hinum verstöðunum, nema
gefið hafi að sækja á yztu mið Bolvíkinga. —
Pjöldi manna hefur nú og flutt út í Bolungar-
vík, svo að þar er hver búðarkytran full orðin,
og hafa ýmsir orðið frá að hverfa, er þar hafa
leitað uppsáturs.
Uppboðsauglýsing.
Eptir beiðni hr. kaupfélagsstjóra
Skúla Thoroddsens verður opinbert upp-
boð haldið á ýmsum munum og vöru-
leifum tilheyrandi „kaupfólagi Isíirð-
ingau, svo sem veiðarfærum, overhead-
mjöli o. fl., laugardaginn 3. dag febrúar-
mán. næstk.
Upphoðið hefst kl. 11 f. h., og verða
söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Bæjarfógetinn á Isafirði 12. jan. 1900
H. Hafstein.
Mús fil sölu Gða leigu.
Til kaups eða leigu fæs tíveruhús, 10
al. langt 7 al. br., hólfað sundur uppi og
niðri, pakkhús 10 al. langt 5 al. br.,
peningshús með hlöðu, 14 al. langt og 5
al. br., fatahjallur 4—j—4, eldhús 6 al. langt
4 br., með járnklæðning. Húsinu fylgir
umgirt og vel ræktuð lóð, og stendur í
Bolungarvík.
Lysthafendur snúi sér til Eggerts Reg-
inbaldssonar á Kleifum við Seyðisfjörð.
fppboðsauglýsing.
Samkvæmt kröfu cand. Gríms Jóns-
sonar, sem umboðsmanns fyrir L. A.
Snorrason, verður húseign Jóns Tómas-
sonar á Úlfsá í Eyrarhreppi, ásamt fjár-
húsi og hlöðu, seld, að undan gengnu
fjárnámi, og eptir samkomulagi máls-
parta, við opinbert uppboð, sem haldið
verður við húseignina fóstudaginn 2. dag
marzmánaðar næstkomandi. Húseignin
verður seld með sömu lóðarróttindum,
sem fylgt hafa tómthúsi þessu, og Jón
Tómasson hefur haft til þessa. Uppboðið
hefst kl. 12 á hádegi, og verða sölu-
skilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslum.
ísafirði 7. jan. 1900.
H. Hafstein.
Hvaða kaffl-drýgir er beztur og ó-
dýrastur?
Svar:
I’inosto skaiidmavislx
Export Kaffe Surrogat
F. Hjorth & Co Kaupmannahöfn K.
Héraðskveðja.
Kvcðin 1895 af Giuðbjarti Úlafssyni.
Nú held eg á hljómsterka haföldu hraut,
hugsa ekki lengur um dalanna skraut,
og syrgi ekki parið, þó sæki mig hel,
hið sælasta er farið, og fari það vel.
Jeg hlýt að flýja, þvi farin er fró,
fýsir nú hjartað að stríða við sjó,
áform mitt guðlegri framsýni fel,
frændur og vinir farið þið vel.
Æskan fram liður í unaðar draum,
athugar lítið timanna straum,
en ellin svo kemur með alvöru hreim,
og í klæðir lífið þeiskleika keim.
En lifið það fölnar og fellur í .dá,
foldin svo hylur svellkaldan ná,
en andinn, frá skilinn angri og þraut,
eilifðar prýðist með hlómsveiga skraut.
ESg undirrituð hefi í 14 ár þjáðst af
magaveiki og taugaveiklun, og var þeim
sjúkdómum samfara máttleysi, skortur á
matarlyst, og uppköst. Jeg byrjaði því
að reyna Kina-lífs-elixír frá lir. Váldemar
Petersen í Eriðrikshöfn, og eptir að jeg
hafði brúkað úr 7 flöskum, varð jeg va-
við mikinn bata, og það er mín sann-
færing, að jeg megi eigi án þessa ágæta
kína-lífs-elixírs vera; en þar sem jeg er
efnalaus, þá er jeg ekki fær um að full-
nægja þörfum mínum í því tilliti. — En
eptir reynzlu þeirri, sem jeg hefi fengið,
vil jeg ráða hverjum þeiin, er þjáist af
ofan nefndum sjúkdómum, aðareyna þetta
ágæta meðal.
Húsagarði í Landi.
Ingigerður Jónsdóttir.
I-v ínu-1 i fx-í'lexíi-i nn fæst hjá
flestum kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera vissirum, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn-
ir að líta vel eptir því, að standi
á flöskunni í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan-
um: Kínverji með glas í hendi, og firma
nafnið Valdemar Petersen, Nyvej 16
Kjöbenhavn.
PRENTSMIÐJA P.TÓDVILJANS
8
komið fyrir ekki, með því að fótatakið hefði þó jafnan
stefnt að því herberginu, sem hann svaf í það og það
skiptið.
Kvað Lemke það þykja sennilegt, að óróinn og
æsingin, sem leiddi af reimleika þessum, hefði átt ein-
hvern þátt í þvi, að kona frænda míns sáluga andaðist
snögglega á bezta skeiði.
Mér flaug nú allt í einu nokkuð í hug, sem eg
ásetti mér að framkvæma.
„Lemke“, sagði jeg, „get jeg átt von á, að njóta
yðar aðstoðar, ef jeg gjöri tilraun nokkra, til þess að
komast fyrir, hvernig á þessum reimleika stendur?“
„Sjálfsagt, að jeg hjálpi yður, sem mór er auðið“,
svaraði hann, um leið og hann gekk út frá mór.
Næsta kvöld setti eg svo lampa í stigann, og á
ganginn, sem að stiganum vissi, og lét svo Lemke
standa í ganginum, til þess að athuga, hvaðan fótatakið
kæmi; en sjálfur sat eg í herbergi mínu, fyrir opnum
dyruin, og horfði stöðugt fram á ganginn.
Hór um bil kl. 2, hvíslaði Lemke lágt, eins og
nm hafði verið talað: „það kemuru, og samstundis heyrði
eg líka fyrstu fótatökin.
Hægt og reglulega komu sporin ofan stigann, og
gat jeg talið hvert einasta.
Þau gengu yfir litla stiga-pallinn, og síðustu skref-
in snertu þröskuldinn á herberginu mínu, og svo varð
allt hljótt.
Það fór um mig hrollur, og jeg kallaði á Lemke,
sem þegar kom inn til mín, fölur og skjálfandi.
„Æ, náðugi herra", sagði hann, „skrefin gecgu
rétt fram hjá mér. Jeg horfði á lampann, svo sem þér
9
höfðuð sagt mór að gera, en gat þó ekkert séð á milli
mín og hans. — Jeg er að vísu ekki alveg viss um
það, en mór virtist þó, sem sporin kæmu frá gang-end-
anum. — En gerið það nú fyrir mig, náðugasti herra,
að hætta að vera að grennslast eptir þessu, því að það
verður að eins sjálfum yður til íllsu.
„Það vona jeg, að ekki verði“, svaraði eg alvarlega.
„En jeg hefi nú sannfærzt um, að hér er ekki um neina
ímyndun, eða pretti, að ræða, og þarf nú að hugsa um,
hvað gjöra skal. — Þér getið því farið að hátta, því að
jeg býst ekki við, að þetta komi aptur í nóttu.
„Nei, guði só lof, að það kemur þó ekki optar, en
einu sinni á nóttu, því að ella held jeg, að enginn gæti
búið við þaðu, anzaði Lemke.
Það var auðsætt, að gamla manninn langaði eigi,
að komast í nein nánari kynni við vofuna, en hvað
sjálfan mig snerti, varð jeg nú miklu rólegri, er jeg
vissi, að þetta var yfirnáttúrlegs eðlis.
Jeg fann, að mér bauðst hór færi á, að rannsaka
gildi ýmsra lærdómssetninga, sem eg mjög hafði haft
hugann við, og einsetti mér því, að láta einskis ófreist-
að, til að komast fyrir sannleikann.
Jeg trúði þvi statt og stöðugt, að menn, sem mik-
inn vilja-styrkleik hefðu, gætu haft áhrif i fjarska, og
við nám mitt hafði mór lærzt það, — sem í þessu efni
hlaut að vera fyrsta stigið —, að festa hugann allan
við ákveðið umhugsunarefni, og var því að eins eptir
að vita, hvort vilja-styrkur minn væri nógur, og vænti
eg, að svo væri.
Eínföldustu undirstöðuatriðin í fræðinni um segul-
magn dýra sýna, að einn viljinn getur haft áhrif á ann-