Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Blaðsíða 6
14 Þjóðviljinn. XIV, 3.-4. spítalinn í Lauganesi var gjörður að uppeldistofnun fyrir Yiðeyjar-ættliðinn. Og nú hefur póstafgreiðslumanns- sýslaninni á Seyðisíirði ný skeð verið stungið að einum Stephenseninum, Jónasi verzlunarmanni Stephensen*. — Nú — ættræknin er fögur dyggð, og lastar hana enginn. Og þegar menn geta rækt hana á annara kostnað, t. d. landssjóðsins, þá er það auðsær kostur, þvi að það lóttir ekki vitundar ögn pyngjuna, sem öllum er svo kær. En þvi er miður, að það eru ekki allir svo vel settir, að þeir geti sýnt ættrækni sína á annara kostnað. Yæri svo, þá myndi ættræknin sjálf- sagt vera almennari dyggð i heiminum, en hún er. *) í fyrra vetur, er vér áttum leið um a Austfjörðum með strandferðaskipinu „Tkyra“; var póstafgreiðslumannssýslanin á Seyðisfirði óveitt, en í almæli þá þegar, að Jónas Stephensen myndi fá hana, með því að sagt væri, að lands- höfðingi hetði löngu áður lofað þessum frænda sínum, að hann skyldi hafa hann í huga, ef eitthvað losnaði. — Yér inntum þá ýmsa mark- verða menn eptir þvi, hvað manna Jónas þessi væri, og fengum einróma það svar, að hann væri lang-síztur talinn allra umsækjendanna þar eystra, og hefði ekki haft á sér neitt sérstakt reglumannsorð. — Frekara förum vér eigi út í þá sálma. Bóksali Lárus Tómasson var auðvitað sjálf- kjörinn, hvað hæfiieika og reglusemi snertir^ hefði hann eigi vantað á sig stimpilinn, þ. e. Stephensenskuna. Bitstj. Stöltur. Síra Búi Jónsson á Prestshakka, prófastur í Strandasýslu, sendi eitt sinn vinnumann sinn, er Marteinn hét, í kaupstað, til að útvega sér kol, og dróst nokkuð heimkoma Marteins. — Varpaði þá prestur fram stöku þessari: „Ekki sézt til Marteins míns, meður kola-hnýti, farinn er hann til föður síns, fjölgar um einn i víti“. Nokkru síðar kom þó Marteinn heim með kolin, og orti þá prestur: „Ró og friður fer úr bæ, fúss og ragn við tekur, þegar Marteins hungrað hræ hingað fjandinn rekur“. Síra Búi var gáfumaður mikill, latínumaður, og skáld gott, en þótti nokkuð níðskældinn stundum. — Kona hans var Solveig, dóttir Bjarna prests á Mæliíelli, og voru þau hjón barnlaus. Síra Búi andaðist að Prestshakka annan dag jóla 1848. ---ís3@*-- Fréttir. I síðastl. nóvemhermánuði veiddist milcið af upsa í Hafnarfirði, og í Keflavik, og þótti íólki við Faxaflóa sunnan verðan það ágæt björg. — Fiskajli hefði og orðið nokkur þar syðra, ef ekki væri allt komið þar i slíka ómennsku, að fáir hafa þar sjógenga háta, eða veiðarfæri, og sára- litla getu eða framtaksemi, að afla sér þess, eða gera við það, sem úr lagi heíur farið á fiski- leysisárunum. — Mjög hefur garðrœkt aukizt þar syðra á seinni árum, og mestan þátt átt í því, að halda lífinu í fólkinu; en nú er sá hang- ur á kominn, að jarðeplasýki hefur mjög víða spillt ávextinum, svo að úr sumum görðum hefur orðið að kasta miklu af jarðeplunum. — En nú hefur Einar garðfræðingur Helgason, sem ýtarlega hefur lýst jarðeplasýkinni, hoðizt til að útvega mönnum útsæðis-kartöplur, og munu margir ætla að nota sér það, og er vonandi, að þá taki fyrir sýkina að nokkru. — I síðustu fréttum frá Ameríku, er þess getið, að síra Hafsteinn Pétursson, klerkur Tjaldbúðar- safnaðar í Winnipeg, sé einráðinn í því, að hætta við prestskap þar vestra, og flytja alfar- inn til Kaupmannahafnar, þar sem hann fá atvinnu við bókaverzlun Gyldendals. Mann alát. Látinn er fyrir skömmu Loptur óðalsbóndi Gitðmundsson á Eyjum í Kaldrananeshreppi í Stranda- sýslu, merkisbóndi, rúmlega sjötugur. (Aðsent.) Hr. ritstjóri! Má jeg ekki f yðar heiðraða hlaði vekja at- hygli á einni stórvægilegri og gleðilegri fram- för hér í bænum, sem kom svo berlega 1 ljós á kjörfundinum 5. þ, m. Það var auðséð, enda ekkert launungarmál, að töluverð smalamennska hafði farið fram á undan kosningunni, eins og vant er að vera; en í þetta skipti kunni allur fjöldinn mikið vel, já næstum reiprennandi, er á kjörfundinn var komið, og það voru að eins örfá gamalmenni; og flest af kvennfólkinu, sem rétti fram skrifaða kjörseðla, eins og ekki hefði verið treyst upp á minnið. Þetta kalla jeg mikla og gleðilega framför, þegar miðað er við almennar bæjarfulltrúakosn- ingar hér að undan förnu, er mikill fjöldi kjós- enda hefur mætt með skrifaða seðla, og sumir ekki komizt fram úr að lesa nöfnin. Má og vera, að nokkru hafi um valdið, að sá, sem fjallkóngur var í þetta skipti, er alvanur verkstjórn, og sést þá á þessu, sem fleiru, að munur er á, hverjum verkstjórnin er falin. Þetta gekk allt, eins og í sögu, og virtist mér sönn ánægja, að horfa yfir safnið. Kaupstaöarhúi. „Batterí“-salan. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér f blaðinu, samþykkti alþingi síð- astl. sumar, að heimila stjórninni, að selja oon- 6 hjá þvi gamlar endurminningar um gamlar reimleika- sagnir, enda lagði eg sjálfur á það lítinn trúnað, að fótatakið, sem eg heyrði, hefði verið yfirnáttúrlegs eðlis. En til þess að láta ekki aptur villa mér sýn, þá tók jeg upp ýmsar varúðarreglur. Jeg hafði fyrrum verið góð skytta, og tók því upp skammbyssu mína, er ekki hafði verið snert 5 síðustu árin, en geymd hafði verið í gömlum og rykugum kassa. Jeg hreinsaði nú byssuna, og lagði hana í her- bergið, lét breyta bjöllustrengnum, og setja tvö ljós í herbergið, auk lampans, sem eg las við. Þegar kvöld var komið, settist eg við bóklestur, sem eg var vanur, en fannst jeg þó vera eitthvað skiln- ingssljórri, en kvöldið áður. Og þegar á leið kvöldið, átti jeg alveg ómögulegt með, að halda huganum við bókina lengur, og sá jeg þá, að klukkan var orðin um eitt. Að stundarkorni liðnu fannst mér svo, sem eg heyrði hljóðlega gengið, og lagði því heldur en ekki eyrun að. Það var sama fótatakið ofan stigann, eins og kvenn- maður væri á gangi, þvi eg heyrði glöggt, hvernig skrjáfaði i kjólnum hennar. Jeg setti nú lampann minn svo, að birtunni hlaut að slá ofan stigann, spennti upp skammbyssu-hanann, og þreif upp hurðina i sama vetfangi, sem skrefin nálg- uðust dyrnar. En engan var að sjá. Mér varð hverft við, og ekki laust við, að eg yrði hræddur, og eg hygg víst, að eg hefði þá miklu fremur kosið, að standa augliti til auglitis íraman í einhverjum- 11 fannst, að skilningarvit mín yrðu æ næmari og næmari, var jeg þó eigi í vafa um það, að jeg myndi kannast við fótatakið, þótt hátt léti i veðrinu. Smátt og smátt fann eg svo, að blóðið fór að renna fljótar gegnum æðar mér, augun urðu stíf, og sem brennandi, andardrátturinn varð tíðari og óþægilegri, og allir vöðvar, eins og í spenningi. Mér var óljóst sjálfum, hve annarlegur jeg var orðinn; en þegar eg kipptist allur við, af því að vind- gustur smellti upp garðhliðinu úti, fann eg þó glöggt, i hve afar-mikilli æsingu allt taugakerfið var. Nú nálgaðist tíminn, er andans var von. Jeg strauk hendinni um ennið, og heyrði þá glöggt fótatak. Mér varð ósjálfrátt að grípa i stólbríkina, og rísa upp til hálfs, svo sem til að mæta þeim, er kæmi, en þá var mér, sem eitthvað hyrfi i heila mér, og herberg- ið og ljósið hvarf mér sýn. Jeg stökk upp, þrýsti höndunum að gagnaugunum, og sá, eða hélt mig sjá, eins og i þoku einhverja óljósa mynd. En þetta voru að eins augnabliksáhrif, og svo hné jeg lémagna og máttvana ofan á stólinn. Vilja-styrkur var mér allur horfinn. Heill kl.tími mun liðið hafa, áður en jeg náði mór svo aptur, að jeg gæti farið að hátta. Jeg svaf fast, og mér til mikillar ánægju fór þvi svo fjarri daginn eptir, að jeg væri þreyttur, að jeg var jafn vel venju fremur hraustur. Spurningum Lemke’s svaraði eg á þá leið, að jeg væri að framkvæma áform mitt, og vonaði, að allt gengi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.