Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.01.1900, Blaðsíða 4
12 ÞjÓÐVIL JINN. Það er auðséð, að höfundurinn hefur all-góða }-iag_yrðingsgáfu. — Flest afþví, sem hann yrkir, er lipurt og náttúrlegt, en ekkert leiðinda myrkviðris hnoð, eins og t. d. kveðskapurinn Einars Benedikts- sonar, sem fremur virðist sprottinn vera af lærdómi og yfirlegu, en af meðfæddri gáfu. En þó að höfundi ljóðasafns þessa só sýnilega all-létt um kveðanda, þá er nú meira, sem með þarf, til þess að vera skáld, og hvort höfundurinn nær því, eða ekki, sýnist oss ljóðasafn þetta eigi láta fyllilega svarað, þó að margt bendi frem- ur til þess, að svo geti orðið. ítéttast hefði þvi verið, að höfundur- inn hefði enn frestað útgáfu ljóðasafns- ins nokkuð, unz hann hafði meira að bjóða, og fleira til þjóðarinnar að tala. Aðal-stefnan í ljóðmælum höfundar- ins virðist það vera, að vera talsmaður hins þjáða og undirokaða, og hvetja menn jafn framt til vogunar, drengskap- ar og dáða. Það er fagurt og óþrjótandi yrkis- efni, og vonandi, að höfundurinn eigi enn um það efni margt orðið ótalað við þjóðina, og tali þá enn kröptugar, því sízt veitir af. Að því er einstök kvæði i Ijóðasafn- inu snertir, þá eru sum þeirra all-snotur, t. d. strax í fyrsta kvæðinu: „Út fjörð- innu, visan sú arna: „Hvað stoðar að hika, þá hafin er för? Til hafs burt frá vinum oss flytur nú knör, og ungdómsins þrá er að finna sem flest, og fara sem lengst, og að reyna sem mestu Þá má og nefna kvæðið „A kóngs- ins nýja torgi“. Á torgi því, er svo er nefnt í Kaupmannahöfn, stendur, sem kunnugt er, likneski Kristjáns V. Dana- kóngs, er sýnir hann ríðandi á ólmum fáki, sem er rótt að því kominn, að stíga ofan á deyjandi, marg-særðan mann. — Höfundurinn skoðar nú líkneski þetta, sem ímynd þess kúgunar- og undirokun- ar-anda, er kóngsvaldið fyrrum lagði á þjóðina. — Þar í eru meðal annars þessi erindi: „Það var á þess höfðingja valdstjórnaröld, í valnum lá Danmerkur þjóð. Þá reið hér fram aðall með roðaðan skjöld, með riddarasniði, með konungavöld, og almúgann undir sig tróð. Og áfram hann starði með ískaldri ró, og otaði merkjunum hátt. Hvert volæðískvein, er frá „valnumu sig hóf, ei vann til hans hjarta, við eyrun það dó. Hann treysti’ á sitt rnegin og mátt. Um kónginn í miðju sér hópur sá hlóð, hans hátign í náð á þá leit. í landinu sveittist hin þrælkaða þjóð af þunganum bogin, sem á hana hlóð hin alsæla, aðlaða sveit. Allt land var þeim helgað, þau lög voru ei, sein lofuðu’ ei aðlinum náð. Hver faðir var þræll, og síns Ijár naut hann ei, hver fögur og saklaus og yndisleg mey varð ambátt, þeim aðlaða hjá. Og þá stóð vort elskaða, afskekkta land fyrir’ einvaldsins gripdeildum bert. þá rann engum manni til rifja þess grand, menn ræntu það, smáðu. Þess okunarband var árlega liarðara hert. En kúguðu vöðvarnir kröptum geta safnað, sem kunna þar að dyljast, þó ánauðin só ströng, og svo lengi geta þar sinar allar dafnað, að sundur slitni’ á endanum böndin, áð- ur þröng. Og ef sig þjóðin reisir, og harða hnefa stælir, þótt hafi’ hún verið spörkuð, og beri marin ör, hún riddarann og jóinn í einu frá sór fælir, og fóndur sína skelfir, og vinnur betri kjöru. Hér finnur maður skáldleg tilþrif, sem mikils má af vænta. Þá er og kvæðið: „Þorgeir Ljósvetn- ingagoði“ að mörgu leyti mikið tilkomu- mikið kvæði, svo sem önnur blöð hafa bent á, og tvö síðustu erindín í kvæðinu: „Þar Grullfoss dynur“ hitta vel naglann á höfuðið: „Nú á eg gullið. — En eitt er víst, eg að eins það segi í trúnaði þór, og bið þig að þegja, — mér bregzt það sízt, nú biðja margir að lána sór. Að sækja gullið, — það sýnist þeim ráð, sem síður er vert að gefa sig í; en sé þvi nú eitt sinn af öðrum náð, er annað að hafa gott af þvíu. Enn má og benda á kvæðið: „Ekkj- anu (á bls. 51 í ljóðasafninu), og eigi síður á kvæðið: „Með ströndum framu, sem bæði eru snotur, hugljúf og liðlega kveðin. Af eptirmælum eru tvenn i ljóða- safninu, og eru eptirmælin eptir Eváld E. Möller sórstaklega angurblíð og þýð- leg, og svipar nokkuð til hinna alkunnu, snotru eptirmæla J'oli. M. Bjarnasonar, Ameríku-skálds, að því er eðlilega við- kvæmni, og látlausa lipuið í kveðanda, snertir. Sum kvæðin, og þó langtum færri, virðast oss aptur á móti all-léleg, t. d. kvæðið: „Heyri eg á bárum blám“, frem- ur stirt, og ekki alls kostar hugsan-rétt, því að vilji og dugur er eigi ávallt ein- hlitt, þegar við höfuðskepnur láðs og lagar er að etja. Sama er og um kvæðið: „Tveir stein- aru (bls. 62), sem er fremur óljóst og fátæklegt, og 2—3 önnur kvæði, sem vel hefðu mátt missa sig úr safninu. Alls eru i ljóðasafninu 22 kvæði, og allur ytri frágangur bókarinnar mikið vel vandaður. — Hvað stafsetninguna snertir, þá er fylgt réttritun Blaðamanna- XIV, 3.-4. félagsins, og prentvillur höfum vér rekizt á fáar, enda sannast að segja ekki rannsakað það sem nákvæmast. Að svo mæltu að eins þessi niður- lagsorð: Hið góða, lipra og fagra í þessu litla ljóðakveri, virðist oss, þegar á heildina er litið, vera svo yfirgnæfandi, og gefa svo góðar vonir um framtíðarkveðskap höfundarins, að vér ætlum það lítinn vafa, að næsta ljóðasafn hans muni leiða mönnum heim sanninn um það, að þar sem hann er, eigum vér íslendingar sJcáld, í þess orðs betri merkingu. — 000^00»------- Er lífið tilgangslaust? (Lauslega þýtt). Ep t ir H. Tambs Lyche. Nei, það er okki tilgangslaust lífið. — Tilgangurinn er mikill og háleitur. Þessu þarf nútíminn að trúa, trúa þvi heitt og innilega, og öllu öðru fremur. Hvers vogna? Af því að það er ekkert, sem frem- ur geti fjörgað og lífgað þá kynslóð, sem farin er nokkuð að dofna. Og það er ekki lífsheildin að eins, sem þetta á við, heldur nær það og til hins srnáa og smærsta. Það er ekki tilgangslaust einstak- lingslífið; það er ekki til einskis, að við — þú og jeg — erum hór. Nei, i einhverjum djúpsæjum og dá- samlegum tilgangi er það. Tilgangi, sem er alheiminum sam- boðinn, óendanlega mikill Ogstór--eins og hann. Já, sú er nú trú mín, að svona só því varið. Sú er mín trú, að í hverjum einstakl- ingi búi eitthvað óendanlegt, samsvar- andi hinum óendanlega, stjörnufyllta alheimi, eitthvað, sem tengir hann við alheims-kjarnann, og á sér dýpstu rætur_ Má vera, að allar tilraunir, sem gjörð- ar hafa verið, til þess að þýða og skýra, hvað lífið ætli sér með oss, hafi farið villt, og að svo kunni jafnan að fara. Svo hygg eg, að só. Jeg hygg, að tilgangurinn sé svo mikill, svo háleitur, og svo langt yfir vorn skilning, að allar tilraunir til skýr- inga Jiljöti að verða árangurslausar. Frásagnir trúarbragðanna, um himn- eskt líf, eru tilraunir í þessa átt. Og jeg hygg, að þær beri að eins að skoða á svipaðan hátt, eins og tilraunir barnsins, er gripa vill sólina. Sannleikurinn liggur þar langt fyrir utan, — er langtum, langtum mikil- fenglegri. Yonin háfleyga, og heita þráin, það er það eina, sem sennilegt er og áreið- anlegt í trúarbrögðunum. En vonin getur aldrei lengra komizt, en að vera veruleikans skuggi. Og ágætt er það að vísu, að vér vit- um eigi allt, að vér í lífinu rekum oss

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.