Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1900, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.05.1900, Page 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Amerikn doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. "" Fjóbtándi Aböanouk. -J=\ g^iE^ RITST JÓRl: SKÚLI THOKODDSEK. =|bosI—- Vppsögn skrifleg, ógilcl nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. dag júni- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sina fyrir blaðið. M 17.-18. Í8AFIBÐI, 21. MAÍ. 19 0 0. Útlönd. Siðan útlendra frétta var síðast getið hér í blaðinu, hefur þetta helzt orðið til nýjunga: Danmörk. Svo fór að lokum, að hægrimönnum tókst að koma nýju ráða- neyti á laggirnar í öndverðum maí, og eru í ráðaneytinu þessir: Forsætisráðherra Hanníbal Sehested greifi, fjármálaráðherra Vffli. Scharling prófessor, innanrikisráðherra Ludv. Bram- sen, sem fyr, landbúnaðarráðherra F. Friis, forstjóri landbúnaðarháskólans, kennslu- málaráðherra Bjerre prófastur, dómsmála- ráðherra C. Goos geheimeetazráð, sam- göngumálaráðherra J. Byssensteen barón, sjóliðsráðherra kapt. Middelboe og her- málaráðherra SrhnacJc ofursti. Forsætisráðherrann sinnir einnig ut- anrikismálum, og dómsmálaráðherrann sér um Islandsmálin, sem venja hefur verið. Þess þarf eigi að geta, að ráðaneyti þetta hefur ekkert traust í fólksþinginu, svo að mjög er hætt við, að það fái litlu til leiðar komið í löggjafarmálum. 16. apríi andaðist í Kaupmannahöfn Georg Schepelern prófastur, ræðuskörung- ur mikill, og í röð heldri presta í Dan- mörku. Goschen heitir sá, er prðinn er sendi- herra Breta í Danmörku, í stað Fane’s sáluga, og hefur liann áður verið sendi- herra í Belgrad. — — — Parísar-sýningin hófst 14. apríl (laugardaginn fyrir páska), og héldu þeir Loubet forseti, og Millerand verzlunar- málaráðherra, ræður við það tækifæri. — Sagt er, að ýmsir sýningarskálarnir hafi þó verið tómir, er sýningin hófst, og að enn muni þurfa fram undir mánuð, til þess að koma öllu svo í lag, sem vera ber. — — — Af Afríku-ófriðinum er þess- ara tíðinda helzt að geta: Þá er Búar unnu sigur á Bretum í orustunni við Tdbanchu (sbr. 14.—15. nr. „Þjóðv.u), fengu þeir náð fastri fótfestu í nánd við Bloemfontein, og niá nú heita, að allur suðaustur hluti Oí'ftMýe-friríkisins só á þeirra valdi, svo að Boberts á fremur örðugt afstöðu i Bloemfontein, af því að Búar hafa og hersveitir sinar, bæði fyrir norðan (í Kroonstad) og að vestan (við Pardeberg). — Allir aðflutningar á vist- um o. fl. til herstöðva Breta í Bloemfon- tein ganga þvi mjög örðugt, og gerir það Roberts hershöfðingja afar-mikinn tálma. Smáorustur hafa ýmsar orðið í f. ra., sVo sem við Elandslaagte í Natal, við Jdewetsdorp í Oranje-friríkinu, og síðast barizt í 4 daga hjá Wepener á austur- jaðri Oranje-ríkis, og hafa ýmsir haft betur, en orusturnar að engu skorið úr. Við Reddersburg, sem liggur hér um bil miðja vegu milli Bloemfontein og Oranje-fljótsins, fengu Búar þó tekið um 600 til fanga af liði Breta. Búar fylgja nú þeirri hernaðaraðferð, sem opt hefúr vel gefizt i fjallalöndum, að fara um landið í smáhópum, og hætta sór eigi til aðalbardaga, en skjótast að, er hinir eiga þess sízt von, og reyna þá að gera fjandmönnunum sem mestan baga. Sagt er, að Búar hafi nú komið á fót fallbyssuverksmiðu í Prætoríu, og mun það verða þeim góður styrkur, þar sem lönd þeirra liggja hvergi til sjávar, svo að örðugt er að afla þeirra gagna frá öðrum löndum. Enn halda Bretar áfram hersending- um til ófriðarstöðvanna, og kom Bundle hershöiðingi í f. m. til Springfontein með 8 þúsundir manna. — En á hinn bóginn er nú Gatacre hershöfðingi svipt- ur herstjórn þar syðra, með því að hann þykir hafa tjáð sig ónýtan. Heitir sá Chermsíde, er við herstjórninni tekur af Gatacre. Portugalsmenn hafa nú leyft Bretum, að skipa herliði á land í höfninni Beira, sem er nokkru sunnar, en minnið á Kawíóese-fljótinu, og ætla Bretar þá leið að ráða á norðurfylkin í Transvaal, svo að Búar þurfi að margskipta liði sínu. Siðustu fregnir segja, að Boberts hers- höfðingi sé nú sem ákafast að láta vig- girða Bloemfontein, svo að þar af virðist mega ráða, að hann ætli sér að sitja þar enn um hríð. — — Banatilræði var prinzinum á Wal- es sýnt í Briissel 4. apríl. — Prinzinn var þá, ásamt konu sinni, á leið til Dan- merkur, til þess að sitja þar 82. afrnæli Kristjáns IX. tengdaföður síns. — En meðan prinzinn stóð við í Brtissel, vatt 16 ára unglingspiltur, Sipído að nafni, sér að járnbrautarvagninum, er þau hjón- in sátu í, og hleypti tvívegis af skamm- byssu inn um gluggann. — Hvorugt hjónanna sakaði þó, og var pilturinn þegar tekinn höndum, og kvaðst þá hafa veðjað um það við nokkra lagsbræður sína, fyrir 5 franka, að hann þyrði að skjóta á prinzinn. Að öðru leyti segja blöðin, að helzt hafi vakað fyrir piltin- um, að hefna á þenna hátt harma Búa á Englendingum, þvi að hann var ný kominn af fundi einurn, þar sem aðfor- um Breta við Búa hafði verið hallmælt mjög. Fregnin um tilræði þetta flaug þegar með frettaþræðinum um allan heim, og er mælt, að prinzinum hafi á eptir borizt um 1300 hraðskeyti, er vottuðu fógnuð yfir því, að hann hefði ekki sakað. — Stórkostlegir húsbrunar urðu í Ottawa, stjórnaraðsetursborginni í Can- ada, 26. april síðastl. — Eldurinn kom upp í útjaðri borgarinnar, norðan Ottawa- árinnar, þar sem HulL heitir, en barst svo á svipstundu suður yfir ána, og brann alls um fjórði hluti borgarinnar, og skað- inn metinn frekar 15 milj. dollara. — Um 15 þúsundir bæjarbúa kvað við bruna þenna hafa orðið húsnæðislausir. -----&=§&=»-■- Húsavíkur ályktanirnar. Óþarft og hlægilegt auglýsingagum. Það vita allir, sem til vits og ára eru komnir, að í Þingeyjarsýslu er, og hefur lengi verið, aðal-stöð Vídalínsliðsins. Það vita menn einnig, að sýslumað- ur þeirra Þingeyinganna, hr. Steingrhnur Jónsson, er ný kominn þangað til sýsl- unnar, og svo að segja ný smoginn út úr steinlímdum fornklefum ábyrgðarlausu embættlinganna í Kaupmannahöfn, eptir að hafa andað að sér árunum saman stjórnmála-óloptinu alkunna, sem þar er. Að stórveldi þessi tvö, sauðasafhið vidalinska og skriffinnavaldið ábyrgðar- lausa, vilja halda stjórnaróstandinu ó- breyttu, eins og það er, hafa menn einn- ig fyrir langa löngu vitað. Það var því ekki nema hreinasti ó- þarfi, að fara að efna til fundar, til þess að gera það heyrum kunnugt, sem hvert mannsbarnið vissi. Þeir koma sér prýðilega saman, bæði í bankamálinu og i stjórnarskrármálinu, og hver skyldi svo sem efast um það? Hvor lagar sig eptir hinum, og svo fer jafnan bezt meðal vina. Skriffinnunum er það vitanlega áhuga- málið, að stjórnarástandið breytist ekki, svo að áhrifin þeirra haldist óbreytt. En hr. Vídalín er peningabaslið hér á landi eigi til óhagnaðar; það getur tryggt honum pöntunarsauðina. Svona er það, og svona var það. A Húsavikurfundinum hötðu þeir bandamennirnir engum neitt nýtt að segja. En, þeir finna til sin piltarnir, það vantar ekki. Öll þjóðin ætlast þeir til, að hlaupi nú upp til handa og fóta, út af þessum ályktunum þeirra. Út af jafn nauða-ómerkilegu tiltæki, eins og þessari bandamennsku-auglýsingu þeirra, sem allir vissu um áður! En það er hætt við, að þjóðinniþyki sú lagsmennskan hvorki svo merkileg,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.