Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Qupperneq 1
Verð árc/nnusins (minngf \ 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; j erlendis 4 kr. 50 aur.,og j í Ameríku doll.: 1.50. j Borgist fyrir júníman- j aðarlok. ÞJÓÐVILJINN. ——■"■■■ ■ ■ -j= FjóbtAndi Absanudb. -j ■-— -RITSTJÓRl: SKÚLI THORODDSE N. == Bosá—>- M 49.~50.!| ÍSAFIRÐI, 31. DES. ; Uppsbgn skrifteg, égild I netna komin sé tilútgef- anda fyrir 30. dagjúni- mánaðar, og kaupandi ! samhliða uppsögninni \ horgi sknld sína fyrir blaðiö. 19 0 0. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska sirijörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst nja liaupmönnnmim. Líftrygging sjómanna. Nauðsynlegt nýmæli. Danir hafa í ár komið á mjög þýð- ingarmikilli löggjöf, um tryggingu sjó- rnanna, er fiskiveiðar stunda. Lögin voru staðfest 3. apríl síðastl., og eru þegar komin til framkvæmda. Ilögum þessum er gert ráð fyrir, að sjó- menn, karlar og konur, er að öllu, eða nokk- uru leyti hafa fiskiveiðar að atvinnuvegi, myndi lifsábyrgðarfélag, og borgi hver meðlimur að eins 5 kr. i árstillag. Vilji svo slys til, svo að einhver félagsmanna farist, er hann er að fiski- veiðum, þá fáer ekkja hans, eða aðrir, sem að honum standa, út borgaðar 2500 kr., og er það á ábyrgð ríkissjóðsins. En fatlist einhver félagsmanna við slysið, þá fser hann meiri eða mÍDni skaðabætur, sem miðaðar eru við 600 kr. árstekjur þannig, að álítist hann verða alveg óverkfær upp frá því, fær hann í eitt skipti fýrir öll útborgaðar 6 falld- ar árstekjur, eða 3600 kr., en ella minna, ©ptir þvi hve miklu, eða langvarandi, vinnutjóni ætla má, að slysið muni valda. Enn fremur mæla lög þessi svo fýrir, a^ félagsmaður, er liggur veikur eptir slikt slys, skuli frá þeim degi, er slysið vildi til, fá allt að 1 kr. 50 a. í dagpeninga, unz legu hans lýkur, eða séð verður, hvort hann verður óverkfær með öllu, eða að nokkuru leyti, svo að skaðabæturnar verði ákveðnar, sem að að framan segir. Þetta er að eins örstutt ágrip dönsku laganna frá 3. april síðasth, til þess að vekja athygli lesanda vorra á þessu þarfa nýmæli, sem samþegnar vorir í Danmörku hafa leitt í lög hjá sér. Danir hafa fundið til þess, hve afar- nauðsynlegt það er, að líf ajómannanna, er stunda svo hættulega, en jafn framt svo þýðingarmikla atvinnu, sem fiski- veiðarnar eru, sé að nokkuru leyti fjár- hagslega tryggt, svo að þeir komist eigi sjálfir á vonarvöl, þó að þeir fatlist við rekstur atvinnu sinnar, né þeir, sem að þeim standa, komist í basl og vandræði, ef fyrirvinnan sviptist sviplega í sjóinn. Það hefur sýnt sig í Danmörku, eins og hér, hve tiltölulega fáir þeir sjómenn eru, sem tryggja lif sitt hjá lífsábyrgðar- félögunum, og þvi er nú sjómönnum í Danmörku gjörður kostur á því, með ofan nefndum lögum, að tryggja sig, gegn slysum á sjónum, fyrir all-lágt ár- gjald. Hér á landi, þar sem fiskiveiðarnar eru enn þá bættulegri, en í Danmörku, og efnahagur sjómannastéttarinnar yfir höfuð töluvert lakari, er þörfin á svip- aðri löggjöf enn þá brýnni. Hlýtur þetta ekki hvað sízt að standa mjög ljóst fyrir oss ísfirðingum, sem höfum fiskiveiðarnar all-flestir að aðal- atvÍDnuvegi vorum. Fyrir hérað vort er það óefað eitt af lang-þýðingarmestu málunum, að lif sjó- mannanna sé tryggt svo vel, sem föng eru á, og efnahagur landsins leyfir. Og svipað má segja um ýms önnur héruð lands vors, þar sem íiskiveiðar eru stundaðar að meira eða minna leyti. Það ætti þvi að verða eitt af fyrstu verkum löggjafarþings vors á nýju öld- inni, að koma máli þessu i heillavæn- legt horf, og að því mun ritstjóri blaðs þessa reyna að styðja eptir megni. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um það, hve hátt árstillag sjómanna ætti að vera, Og hve háar skaðabæturnar. Sömuleiðis getur það verið álitamál, hvort sjómenn æt^u að vera sjálfráðir að því, hvort þeir nota sér trygginguna, eða lögleidd væri skyldu-trygging fyrir alla, er fiskiveiðar stunda. í fljótu bragði höllumst vér helzt að hinu síðarnefnda, þvi að þess minna gæti árstillagið verið, og því minni yrði á- hættan fyrir landssjóð, sem að sjálfsögðu yrði að vera ábyrgðarmaður, að því er skaðabótagreiðslurnar snertir, að minnsta kosti fyrst í stað, unz safnazt hefði svo mikill sjóður, að fólaginu væri full-borgið. En á allt þetta gefst oss væntanlega tækifæri, til að minnast nánar síðar, eins og blaðið mun lika fúslega veita mót- töku stuttum og Ijósum greinum, er gera þetta þýðingarmikla málefni að umtals- efni. ---------------- Ritgjörð Páls Briems í „Isafold“, og nokkrar athugasemdir um búnað Islands. Amtmaður PállBriem ritar i „ísafold“ (tölubl. 69.— 73:) all-langt mál um búnað Islands. Sú ritgjörð er þörf og góð hugvekja fyrir oss Islendinga á þessum tímum. Höfundurinn er ekki eins hrif- inn af búnaðarframfórum hjá oss, þenn- an síðasta fjórðung aldarinnar, eins og sumar framfara loftungurnar, og lítur heldur ekki með eins miklu vonleysi á framtíðina, eins og þeir, sem örvænta um framtíð þjóðar vorrar, og flýja landið. Hann sýnir ljóslega, að það er ekki land- inu að kenna, heldur sjálfum oss, hve bágborið búnaðarástandið er nú, í lok aldarinnar í samanburði við búnað ná- grannaþjóða vorra. Hann hefur lifandi jtrú á framförum atvinnuveganna hjá oss, ef vér sjálfir að eins viljum leggja fram krapta vora þeim til eflingar. Eg get myndað mér, að þeir, sem vilja fara hægt og gætilega i allar nýbreytingar og stórkostleg fjárframlög, kunni að þykja amtmaðurinn nokkuð bráðlátur og stórtækur i tillögum sínum, en búnaður vor þarfnast líka vissulega mikilla bóta, og þegar litið er til þess, hve hægfara vér vanalega erum í öllum framkvæmd- um, er mikið fé þarfnast, þá veitir ekki af einbeittum og röksamlegum eggjun- um, að hefjast handa, leggja hönd á plóginn, og líta ekki til baka. — Eg hef fyrir skömmu drepið á það i blaði þessu, að land vort og þjóð gæti því að eins átt bærilega framtíð fyrir höndum, að landsmenn hefðu einlæga trú á gæðum landsins, og kröptum sjálfs sin, og þolgóða og þrautseiga viðleitni að gjöra það sem byggilegast, og að án þessara skilyrða væri ekki annað fyrir höndum, en sami eymdarskapurinn, er vér höfum lifað í um margar aldir. Það er þetta: „að vilja byggja landið sitt“, sem er ein stærsta spurningin fyrir oss, það er hyrningarsteinninn undir þjóðfar- sæld vorri, andlegri og likamlegri, á ó- komnum öldum. Það vantar að vísu ekki, að töluvert sé skrafað og skrifað um landsins gagn og nauðsynjar, en um margt af því má segja, að skammt sé öfganna á milli Sumir eru svo hreyknir af framforunum hjá oss, að oss sé lítil þörf á að komast mikið lengra, allra sízt þá nema í hægð- um okkar. Þótt þeir beinlinis ekki kveði upp úr með þetta í orði, þá sýna

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.