Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Page 3
XY 18.—14. ÞjÓBYIIíJINN 51 kr. í árlegaii ellistyrk. en ntyrkar þessi minnk- ar þó um 18 kr. fyrir hverjar 18 kr. tekjur, sem styrkþegi hefur. Séu hjónin bæði 65 ára, og fullnsegi skil- yrðum laganna, fær hvort þeirra 351 kr. i elli- styrk á ári. 1 bænum Montrcal i Canada heíur myndazt félag, er opinberlega hefur þá stefnu, að losa Canada undan yfirráðum Breta, og gera Canada að óháðu Bandariki. Fyrir fólksþingið í Mmnesota í Bandaríkjum Ameríku var í vetur lagt frumvarp um giptingar, og er þess þar krafist, að hver maður, karl eða kona, sem í hjónaband vill ganga, sanni með læknisvottorði, aö eigi hafi tæringu, eðá aðra næma og hættulega veiki. — Kvennfólki, sem orðið er fullra 45 ára, er og bönnuð gipting, og er nú mjög talað um svipaða löggjöf i fleiri ríkjum i Ameriku, til þess að bæta kynið, enda virðist þess eigi síður þörf, hvað menn, en skepnur snertir, að hugsað sé um kynbæturnar. jjerklaYeikur þingmaður. Hr. ritstjóri! Eg heyri það fullyrt, og haft eptir iæknum i Reykjavík, að hinn ný kosni þingmaður Snæfellinga, Lárus sýslumaður Bjarnason, sé berklaveikur vesalingur, og hafi þess vegna farið suður í lönd í vet- ur, til þess að leita sér heilsubótar. Nú vil eg biðja yður, hr. ritstjóri, að fræða mig á því, hvort ekki eru lög til þess, að hrundið verði þingmennsku manns þessa, eða að honum verði á ann- an hátt fyrirmunað að sitja á þingi, því að mér finnst það mjög viðurhlutamikið, að láta sjúkling þenna vera að þvælast innan um þingsalinn, og sýkja má ske þingmenn, og aðra, sem eitthvað eru við þingið riðnir, eða koma þangað sem á- heyrendur, enda játa víst flestir, sem manninn þekkja, að ekki væri eptirsjáin í, þótt hann væri fjarverandi. Isfirðingur. * * * Á gildi kosningarinnar getur þessi pest, sem hlaupin er í kunningja vorn, dánumanninn i Stykkishólmi, því miður engin áhrif haft. Á hinn bóginn er mál þetta mjög alvarlegs efnis, og fáum vér eigi betur séð, en að þingið hljóti að hafa til þess bæði rétt og skyldu, að útiloka sjúkling þenna frá þingfundum, nema hann sanni með óyggjandi læknisvottorði, að ekki stafi af honum nein sýkingarhætta. Hér getur verið mikið i húfi, og má því ekki líðast, að þingið sé gjört að pestarbæli. Ritstj. sira Hafsteinn Pétursson og vesturflutningarnír I grein einni, er dr. Georg Brandes birti i danska blaðinu „PolitikenB 19. nóv. síðastl., hafði hann, meðal annars, kveðið svo að orði, að óánægja Islend- inga yfir stjórn Dana á landinu, hefði smám saman flæmt 20 þúsundir landsbúa til Ameriku. í þessum orðum Georgs Brandesar felst auðvitað eigi, að allir, hver og einn maður, eem vestur hefur farið, hafi ver- ið sér þess meðvitandi, að stjórn Dana á landinu hafi verið undirstraumurinn, er hratt þeim burtu. Dr. Georg Brandes er svo kunnugur hugsunarhætti alinúgamanna, að hann veit vel, að þeir eru fæstir, sem rekja orsakirnar til óánægju sinnar yfir ástand- inu hér á landi svo út í æsar. Hvað allan fjöldann snertir, þá hefur orsökin til vesturflutningsins verið sú, að mönnunum hefur ekki iikað ástandið hér á landi, og leitað þess vegna burtu. En ástand landanna skapast nú, sem kunnugt er, að miklu leyti af lagasetn- ingunni, og af framsýni og framtakssemi þeirra manna, er ráðin hafa, og marka þjóðunum brautirnar. Eða hví skyldu menn í öllum lönd- um vera að berjast fyrir hagfelldu stjórn- arfyrirkomulagi, þjóðlegri og framkvæmd- arsamri stjórn, ef þetta væri gjörsamlega þýðingarlaust fyrir hagi þjóðanna'? Island hefur lengi mátt súpa, og sýp- ur enn seyðið af óhagkvæmu stjórnar- íýrirkomulagi, hugsunarlítilli og aðgjörða- lausri stjórn. Orð dr. Brandesar eru því í fyllsta máta réttmæt. Það er danska stjórnin, sem í raun og veru er, og hefur verið aðal-útflutn- inga-agentinn hér á landi, eins og blað vort hefur áður fleirum sinnum sýnt fram á. ;:£4 hann mjög stórmannlegar hugmyndir um sjálfan sig, og þar var honum eigi um hársbreidd að víkja. Nú var það einkum tvennt, að því er elskhuga Margrétar snerti, sem hlaut að koma í bága við ættar- dramb gamla greifans. Annað var það, að Rudolf var, eins og áður var á vikið, að eins undirgefinn verkamaður, ráðsmaður á einni af eignarjörðnm greifans. Og hitt var það, að á ættarnafni unga mannsins hvíldi sá skuggí, að faðir hans hafði fyrirfaiið sér, vegna óreiðilegrar meðferðar á annara fé, og lenti þá fjölskylda hans i fátækt og eymd. Allt þetta, að ógleymdu ættardrambi greifans, hlaut að gera Margréti vonlausa um það, að faðir hennar myndi nokkuru sinni samþykkja þann ráðahag. Auk þess var það og trúlegast, að ef greifinn kæm- ist á snoðir um samdrátt þeirra, myndi hann ekki verða seinn á sér, að korna unga manninum burtu, svo að fundum þeirra bæri ekki saman. Á heimili greifans var þo ein manneskja, er löngu hafði komizt á snoðir um leyndarmál þeirra Margrétar Og Rudólfs, og sem hafði ásett sér, að gera sér mat úr. Manneskja þessi var ráðskonan, er fyr var nefnd, Hagedorn ungfrú. Eptir það er Alexander, greifa sonurinn, varð að yfirgefa heimilið, hafði ráðskonan gert sér allt far um, að reyna jafnan að einangra greifann sem allra mest, svo að hún ætti því hægra með að ráða, og draga sér auðæfi hans. Ög til þess að ná sem fyrst þessu þokkalega tak- marki sínu, fór hún nú að reyna, að bola Margréti 73 Slátrarinn rak upp hljóð, fórnaði upp höndunum, og féll svo til jarðar, með hræðilegu örvæntingaröskri. Undirforinginn greip þá fyrir brjóst honum, hrissti hann allan til, svo að hann kæmi til sjálfs sín, og fékk hann síðan í hendur sakamálsréttinum. Játaði hann þá hinn hræðilega glæp sinn þegar i fyrsta réttarprófinu. Stúlkan var dóttir efnaðs borgara, er bjó í sömu götu. Með ýmsum brögðum hafði honum tekizt að svæfa blygðunartilfinningu þessa saklausa barns, sem að eins var fimmtán ára að aldri, og vekja girndir hennar á ýmsar lundir. Nokkurum mánuðum síðar, skýrði hún honum svo frá, hvar komið væri, hver orðin væri afleiðingin afvið- kynningu þeirra. Hann rejmdi að í'riða hana, og draga úr kvíða hennar. Þóttist. hann hafa ráð við þessu á hverjum fingri, og fékk henni ýms læknislyf. En er raeðul þessi höfðu engin áhrif, taldi hann vesalings barnið á það, að aka með sér snemma morg- uns til spákonu nokkurrar, er hann kvað hafa hjálpað ótal mörgum jungfrúm þar í þorpinu, er likt hefði verið ástatt fyrir. Hylltist hann svo til, að hún kæmi til sín morgun einn, er frakknesk riddarasveit átti að leggja af stað þaðan úr þorpinu. Stúlkan kom á tilsettum tima. Á heimili slátrarans voru þá allir enn í fasta svefni. Hann ginnti hana inn i þetta hrörlega fjárbyrgi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.